Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLADIÐ + Bogi Ingiberg Þorsteinsson fæddist í Ljárskóga- seli í Hjarðarholts- sókn 2. ágúst 1918. Hann lést í Land- spítalanum 17. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 29. desember. Frá ungum aldri vissi ég að ég átti frænda sem bjó og starfaði á Keflavíkurflugvelli. Ör- lögin, fátæktin og tíðarandinn hög- uðu því svo að Bogi og Elís, faðir minn, ólust ekki upp saman, þótt albræður væru. Af þeim sökum var samgangur og kynni, einkum framan af ævi, minni en ella. Ekki er að efa að afi þeirra, Bogi Sig- urðsson, kaupmaður í Búðardal, og síðari kona hans, Ingibjörg, gátu veitt Boga betra veraldlegt viður- væri en hann hefði notið í foreldra- húsum. Þau reyndust honum líka afar vel og unni hann afa sínum og ^„ömmu“ mjög mikið. Þó er víst að aðskilnaður frá móður og föður skiptir meira máli í æsku hvers manns en margan grunar. Ég sá Boga fyrst svo ég muni 49 ára gamlan þegar hann dvaldi annan dag jóla á heimili foreldra minna á Hrappsstöðum í Dalasýslu. Hann var glæsilegur, enda skartmaður í klæðaburði. Hann var virðulegur og framandi. Hann hafði frá mörgu að segja og hafði lifandi frásagnarstíl. Af honum stafaði ' 'hlýju og manngæsku. Hann lýsti því yfír að í hönd færu erfiðari tím- ar, síðari hluti ævinnar. Þó hafði hann þegar lent í miklum lífs- háska, verið bjargað helköldum úr sjó, en séð á eftir mörgum félaga sinna þegar Dettifossi var sökkt árið 1945. Ég hitti Boga við ýmsi tækifæri, en síðast fimm dögum áður en hann Iést. Þótt líkaminn væri farinn að gefa sig og málið stirt, var hann enn minnugur og skýr, kenndi mér m.a. vel gerða ferskeytlu sem hann lærði ungur í Dölum og fjallar um mikilvægi góðs minnis. Hann mundi vel til- efni þess að hann kom í Dalina í ^september 1975 og hann mundi líka að hann hafði beðið mig að koma til sín þennan dag. Bogi festi rætur í Njarðvíkum og þar undi hann sér alla tíð vel. Hann féll vel að hópnum, hvort sem það voru nágrannar eða aðrir félagar. Þegar vinir hans úr íþróttahreyfingunni héldu honum hóf í tilefni áttræðisafmælis hans lét hann þess getið í stuttri tölu hve gaman væri að vera orðinn áttræður og eiga samt svona marga vini. Það var alveg rétt, hann átti marga vini. Þeir sem munu sakna Boga Þorsteinssonar mest eru vinir hans úr körfubolt- anum og margir munu sakna þess - nð sjá hann ekki meðal áhorfenda á hverjum leik eins og áður. Mig langar að þakka öllum samferða- mönnum og vinum Boga, en alveg sérstaklega Inga Gunnarssyni og fjölskyldu hans einstaka tryggð og hjálpsemi við hann eins lengi og hann þurfti. Ég minnist Boga frænda míns með virðingu. Leifur Steinn Elísson. Hann Bogi dó í nótt kl. 06.30, ^voru fréttirnar, sem ég fékk í sím- ann, að morgni þann 17. desember. Þrátt fyrir það að maður hefði mátt vera undir þetta búinn, kom þetta sem reiðarslag yfir mig og fjölskyldu mína og ég veit að svo var með fleiri, því hver vill missa vin og eða félaga? ^ Mér er það ljúft að minnast fjöl- *skylduvinar okkar, Boga Þor- steinssonar, með fáeinum orðum, er leiðir skiljast. Fyrir- 50 árum þegar hann hóf störf á Keflavíkur- flugvelli, var hann hár, grannur, með mikið svart hár, glæsi- menni á velli. Þá þeg- ar við kynntumst kom fljótt í ljós að sameig- inlega áttum við sam- eiginlegt áhugamál, þ.e. íþróttir. Starfs- menn á vellinum voru á þeim tíma um 1000 og stunduðu flest allir einhverja íþróttina í sölum varnarliðsins. Bogi tók þátt í og spilaði í hinum ýmsu greinum, svo sem hniti, blaki, keilu og knattborðsleik, og seinna meir golfi, og hóaði saman ýmsum starfsmönnum og taldi að hér væri kominn tími á að stofna íþróttafélag. Iþróttafélag Keflavíkurflugvall- ar sem aldrei var kallað annað en IKF, var stofnað þann 9. október 1951 og var Bogi formaður þess öll árin og aðaldriffjöður þess. Eins og að ofan er getið tók Bogi virkan þátt í flestum íþrótta- greinunum, og finnst víst öllum það einkennilegt að hann æfði aldrei, hvað þá spilaði, þá íþrótt, sem átti hug hans frá byrjun og hann hefur gefið mest, körfuknatt- leik, en hann sem yfirflugumferða- stjóri og sem settur flugvallar- stjóri stóð dyggan vörð um IKF, aðstoðaði við allar íþróttir. Ekki voru það fáar ferðimar sem hann keyrði okkur á keppnisleiki í einkabílnum eða þá á Gula jeppan- um, aldrei brást Bogi. Okkur vant- aði knattspymuvöll, ekki var það mikið vandamál, hann fékk Aðal- verktaka til að aðstoða okkur eftir að við vomm búnir að fá vilyrði fyrir velli á svokölluðu „Nikkel- svæði“ Bogi varð heimilisvinur okkar strax upp úr 1953, er við fluttum í næstu blokk við hann á Keflavík- urflugvelli, þau kynni hafa aldrei rofnað. Börnin og barnabömin litu á hann sem „afa“ eða „langafa" öll jól sem og afmæli, skírnir, ferm- ingar, giftingar, alltaf var Bogi við- staddur sem einn úr fjölskyldunni, nema ef svo illa vildi til að hann væri á sólarströnd, en það var áhugamál hans númer tvö og em þeir ekki fáir sem kynntust Boga þar og nutu leiðsagnar og fróð- leiks, því aldrei fór Bogi til nýs lands nema að kynna sér hætti þess og tungu, ég þekki engan sem er eins fróður um allar sínar ferðir og Bogi, hann var vel menntaður og gáfaður. Síðustu dagana er við sátum og drakkum kaffi og nutum veitinga hjá Lillu, var hann að rifja upp ferðir til Túnis sem hann fór á vegum KKÍ íýrir 30 ámm og nefndi nöfn á erlendum þátttak- endum ásamt staðarheitum, en það var einmitt í einni sólarlanda- ferðinni, sem Bogi varð fyrir áfalli, sem gerði það að verkum að hann fékk slag og lömun, sem hann sætti sig aldrei við. Þrátt fyrir þá erfiðleika brást hann samt ekki, mætti á alla körfuboltaleiki, knattspyi’nu og sund. Ef Bogi var ekki mættur var ávallt fyrsta spurningin: Hvar er Bogi? Ég veit að margir eiga eftir að gjóa augum að stólnum í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík og finnast erfitt að þar sé enginn. Ég veit að fleiri lenda í þessum sömu vandræðum og ég, þegar á að kveðja - hvað á að rifja upp, hverju á að sleppa, þær em svo ótal margar minningamar, allar keppnis-ferðirnar út á land, allar samvemstundirnar á mínu heimili með félögum á góðri stund. Þess vegna mun ég að endingu aðeins vilja hafa þessi orð, sem kínversk- ur heimspekingur sagði, sem mín lokaorð: „Sá sem uppfræðir mig einn dag er faðir minn alla ævi.“ Ég votta öllum ættingjum og vinum innilega samúð um leið og ég kveð gamlan vin og ég veit að hann Bogi mun líta eftir okkur. Ingi Gunnarsson. Snemma morguns þann 17. des- ember hringdi síminn óvenju snemma. I símanum var Jónsi Halldórs. Hann sagði „Krissi minn, ég vildi láta þig vita að hann Bogi okkar dó í nótt.“ Hvílík harma- fregn en um leið nokkur léttir því Bogi var búinn að vera mjög veikur síðustu árin. Ég sá Boga fyrst sem unglingur sem var að stíga sín fyrstu spor sem dómari í körfuknattleik í gamla Hálogalandshúsinu í Reykjavík. Ég kynntist honum nokkram áram seinna er ég flutti búferlum til Njarðvíkur. Bogi var loftskeytamaður á ýms- um skipum á stríðsáranum og var meðal annars á Dettifossi er hon- um var sökkt í febrúar 1945. Bogi lauk námi í flugumferðarstjórn 1947 og fór síðan í framhaldsnám í Bandaríkjunum. Hann var skipað- ur yfirflugumferðarstjóri á Kefla- víkui’flugvelli 1. júní 1951 og gegndi því starfi til 1. ágúst 1985 er hann fór á eftirlaun. Snemma fór Bogi að hafa áhuga á félagsmálum og gegndi hann mörgum þýðingarmiklum störfum. Sérstaklega vora íþróttamál hon- um hugleikin. Að telja upp öll störf Boga við íþrótta- og félagsmál er of langt mál. Þó vil ég minnast sér- staklega á framlag Boga til íþrótta- mála. Hann fékk snemma mikinn áhuga á körfuknattleiksíþróttinni. Hann beitti sér fyrir stofnun Körfuknattleikssambands Islands og var fyrsti formaður þess 1961 til 1969. Það má með sanni segja að Bogi sé faðir körfuknattleiksins á Islandi. Aður hafði hann ásamt nokkram starfsmönnum á Kefla- víkurflugvelli stofnað íþróttafélag Keflavíkurflugvallar en það félag keppti bæði í körfuknattleik og knattspymu. Hann var formaður IKF 1952 til 1959. Seinna varð þetta félag lagt niður og stofnuð körfuknattleiksdeild innan Ung- mennafélags Njarðvíkur. Bogi var formaður UMFN 1970 til 1978. Það var á vettvangi körfuknatt- leiksíþróttarinnar sem leiðir okkar Boga lágu saman. Þegar ég flutti til Njarðvíkur gekk ég í IKF til að stunda körfuknattleik. Alltaf var Bogi tilbúinn að hjálpa okkur strákunum þegar aðstoðar var þörf. Alltaf var hann tilbúinn að keyra okkur þangað sem leikur átti að fara fram. Það var sama hvemig viðraði eða á hvaða tíma sólar- hringsins var, Bogi var alltaf tilbú- inn að veita aðstoð sína. Það era margar skemmtilegar minningar frá þessum tímum. Bogi var sæmdur ýmsum viður- kenningum fyrir störf sín í þágu íþrótta. Þar er helst að nefna: Heiðursfé- lagi í Lionsklúbbi Njarðvíkur frá 1988, ævifélagi UMFN 1978, heið- ursfélagi körfuknattleiksdeildar UMFN 1985, afmæliskross ÍSÍ 1960, gullkross KKÍ, gullmerki KKÍ, ISÍ, Vals, Racing Club de Luxembourg og síðast en ekki síst Hinn íslenska Riddarakross 1994 fyrir mikil og góð störf að íþrótta- og æskulýðsmálum. Bogi elskaði íþróttir. Hann sótti nær alla íþróttaviðburði sem UMFN tók þátt í. Sérstaklega þó körfubolt- ann. Þegar Bogi veiktist iyrir nokkr- um áram var settur upp sérstakur stóll fyrir Boga í Iþróttamiðstöð Njarðvíkur. Þessi stóll mun verða áfram á hverjum leik. Þó að Bogi sé nú allur þá vitum við að hann mun vera meðal okkar. Hans mun verða saknað af öllum félögum UMFN. Elsku Bogi. Við kveðjum þig með sorg og söknuð í hjarta. Hvíl í friði. Minning þín mun lifa meðal allra félaga Ungmennafélags Njarðvík- ur um alla eilífð. Kristbjörn Albertsson. Á þessari jólafóstu og yfír hátíð- amar hefur Guð gefið oss margan góðan veðurdag. Á morgnana hef- ur stundum verið þrastasöngur í grenitrjánum í görðunum á ár- bakkanum hér á Selfossi. Um þetta leyti dags er enn dimmt af nótt á þessum árstíma, en staðurinn skreyttur og lýstur upp með marg- litum aðventu- og jólaljósum. Ölf- usárbrú er ljósum prýdd, Tryggva- skáli skartar líkt og glampandi perlufesti undir endilöngu þak- skegginu og ufsirnar á Kaupfélags- byggingunni hafa verið auknar óslitinni ranu örsmárra ljósa. Árið 1937 voru ekki nema um 100 manns á Selfossi, en staðurinn hef- ur sprangið út á örfáum áratugum og sagan af því ekkert minna en ævintýri. Á flötinni fyrir framan Grænumörk, þar sem merkiskonan og skáldið frú Rósa B. Blöndals á heima, hefur verið komið fyrir stóra grenitré með rauðum, gulum, grænum og bláum ljósaperum, og er það fagurt á að sjá. Við Austurveginn stendur gamla Bankahúsið, vinstra megin þegar ekið er í sólarátt, eitt myndarleg- asta timburhús landsins frá gam- alli tið þeirrar íslandssögu, sem einu sinni var. Það hýsir nú meðal annars glæsilega hársnyrtistofu og einkar fallega blómabúð. Húsið kom hingað vestan frá Búðardal sumarið 1919, reist af langafa mín- um, Boga Sigurðssyni, bónda og kaupmanni árið 1899; flutt til- höggvið frá Noregi. Bogi hætti verslunarrekstri 1917 og seldi Kaupfélagi Hvammsfjarðai- vöra- geymsluhús og birgðir, bát og bryggju, en Landsbankinn keypti verslunar- og íbúðarhús hans. Bankinn fékk Einar Einarsson, byggingarmeistara og brúarsmið, til þess að setja húsið upp á Sel- fossi. Hann sendi nafna sinn, Einar smið Runólfsson, austur á Selfoss að steypa kjallara, en sjálfur fór hann vestur til þess að rífa húsið. Guðmundur Kristinsson segir í merkri bók sinni Saga Selfoss (Sel- fosskaupstaður 1991), að Einar hafi gengið í öll herbergin og strik- að þau með mislitri krít. Var húsið síðan rifið og timbrið flutt með mótorbát til Eyrarbakka og þaðan upp að Selfossi. Mun hafa gengið undrafljótt að setja það aftur upp við Bankaveginn og þar var opnað í því fyrsta bankaútibú fyrir austan fjall. Hinn 11. júlí síðastliðinn komu saman niðjar Boga Sigurðssonar, bónda og kaupmanns í Búðardal, og áttu saman kvöldstund í Dala- búð. Munir úr búi Boga vora skoð- aðir, þar sem þeir era til sýnis í Sýsluhúsinu í Búðardal, og daginn eftir var sótt messa hjá sóknar- prestinum í Hjarðarholtskirkju, sr. Óskari Inga. Veður var með ein- dæmum gott báða dagana og þótti mótið takast ágætlega. Við Ágústa höfðum þá ánægju að dvelja hjá Kristjönu, ekkju Magnúsar Rögn- valdssonar vegaverkstjóra, þeirri glæsilegu og skemmtilegu konu. Búðardalur hefur raunar ávallt verið mér einkar kær frá því ég dvaldi þar drengur á sumram hjá Hennýju og Óskari Sumarliðasyni. Dóttursonur Boga, sem jafn- framt var uppeldissonur hans og Ingibjargar, seinni konu hans, Bogi Þorsteinsson, fyrram yfir- flugumferðarstjóri á Keflavíkur- flugvelli, kom því ekki við að sækja mótið, enda orðinn gamall og las- burða; varð áttræður þremur vik- um síðar. Bogi fæddist 2. ágúst 1918 að Ljárskógaseli í Laxárdalshreppi og vora foreldrar hans hjónin Þor- steinn Gíslason bóndi þar og Al- vilda Bogadóttir. Móðir Alvildu var Sigríður Guðmundsdóttur frá Kollugerði í Húnavatnssýslu. Sig- ríður var síðar vinnukona hjá Ólafi Möller, kaupmanni á Blönduósi. Alvilda átti fyrr Rögnvald Magnús- son á Neðri-Branná og með honum soninn Magnús Skóg Rögnvalds- son, vegaverkstjóra í Búðardal, en síðar Þorstein Gíslason í Ljárskóg- arseli. BOGIINGIBERG ÞORSTEINSSON Bogi ólst upp frá því hann var ársgamall hjá afa sínum, Boga í Búðardal, og seinni konu hans, Ingibjörgu Sigurðardóttur, kennslukonu frá Kjalarlandi í Vindhælishreppi. Bar hann nöfn þeirra beggja: Bogi Ingiberg. Þau áttu þá heima í svonefndu Thom- senshúsi og enn stendur, en höfðu áður búið í timburhúsinu, sem nú gengur undir nafninu Gamla bankahúsið á Selfossi, og fyrr er getið. Bogi Sigurðsson var vel gefinn og þjóðrækinn fróðleiksmaður. Hann var fríður maður og fóngu- legur, hið besta á sig kominn. Hispurslaus í tali, en drengur góð- ur og vinsæll. Vann hann traust og virðingu við kynningu (Eylenda II, Reykjavík 1996). Meðal systkina hans vora Björn bankastjóri Landsbankans og frú Margrét, prestskona á Höskuldsstöðum, átti sr. Jón Pálsson. Bogi Þorsteinsson á einkar ljúf- ar bernskuminningar frá uppvexti sínum í afahúsi í Búðardal. Hann minnist jólanna og hrifningar bamsins af jólatrénu og kertaljós- unum; stóra fjárhúsanna og ótelj- andi augnanna í fénu, sem vora eins og mergð gimsteina yfir ilm- andi töðunni á garðanum; strand- ferðaskipsins Súðarinnar, þegar það lagði að landi í Búðardal og Thomsenshús fylltist af gestum og vindlareyk Bjarna frá Vogi; kirkju- göngu afa síns og mömmu (en svo kallaði hann ávallt Ingibjörgu) að Hjarðarholti; fyrsta útvarpsvið- tækisins í Dölum og starfsfólksins í versluninni sem boðið var heim að hlýða á messu á öldum ljósvakans; og kvöldbæna afa síns og signingar yfir litla rúmið undir svefninn. Ingibjörg, sem var ákaflega merkileg kona, greind og vel lesin, og við bömin kölluðum Löllu, geymdi merkan grip er staðið hafði á heimili þeirra Boga, en það var tréskurðarmynd, er lengi var talin vera af Ólafi helga Noregskonungi. Hét fólk á dýrlinginn og þótti verða vel við en greitt var með kertum, er loguðu glatt í marg- arma stjaka fyrir framan myndina í herbergi langömmu minnar og frænku. Mér er í bamsminni, þeg- ar ókunnugt fólk var að koma með kertin, en afi mjög eldhræddur. Síðar komst Kristján Eldjám þjóð- minjavörður og síðar forseti Is- lands að því, að myndi þessi hefði verið hluti af þrenningarmynd og sýndi sjálfan himnaföðurinn í skó- síðri skikkju með kórónu, epli og veldissprota. Var henni þá tafar- laust komið í þjóðminjasafnið. Hin- ar tvær persónur guðdómsins vora og vísar og nú má ganga að mynd- inni heilli í safninu og skoða sér til fróðleiks og ánægju. Ingibjörg Sigurðarðóttir andað- ist 25. október 1970. Hún átti í ára- tugi heimili hjá Ragnheiði stjúp- dóttur sinni og Gunnari manni hennar á Frakkastíg 6a í Reykja- vík. Var Bogi mikið ræktarlegur við Ingibjörgu og man ég vel, þeg- ar þessi fríði og skemmtilegi frændi minn var að koma í heim- sókn upp á loft til Löllu, sem hann kallaði auðvitað alltaf mömmu. Um langt skeið kom Bogi til for- eldra minn á aðfangadagskvöldið ár hvert. Móðursystkini Boga Þorsteins- sonar, (og uppeldissystkini að segja má, þótt hið yngsta þeirra væri 15 áram eldra en Bogi), börn Boga Sigurðssonar og fyrri konu hans, Ragnheiðar Sigurðardóttur frá Flatey Johnsen og konu hans, Sigríðar Brynjólfsdóttur Bened- icktsen (Staðarfellsætt) vora þau Jón Sigurður Karl Kristján, bryti á Dettifossi, átti fyrr Þórdísi Finns- dóttur og síðar Friðmeyju Péturs- dóttur, Sigríður, kona Jóns Hall- dórssonar söngstjóra Karlakórsins Fóstbræðra, Ragnheiður, amma mín, átti Gunnar Olafsson nætur- læknabílstjóra í Reykjavík og Sig- urður, bæjarskrifstofustjóri í Vest- mannaeyjum, kvæntur Matthildi Ágústsdóttur. Bogi stundaði nám í Reykholts-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.