Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Við áramót Ekki ætla ég að vera eftirbátur í úttektum og mun nota tœkifœrið til að rifja upp hvað bar helst til tíðinda á vettvangi leikins efnis í sjónvarpinu. '-s Aramót eru tími út- tekta. Árið sem er að líða er tekið út og dregið saman, farið í saumana og rakið upp. Valinkunnir einstaklingar eru spurðir álits á árinu; varð einhver áþreifanlegur árangur af því, náðust einhver markmið, breyttist eitthvað, varð hagnað- ur eða tap? Hver tapaði, hver græddi, hver er maður ársins og hver er kona ársins? I við- skiptum, listum, kjarabaráttu og fiskvinnslu? Hver er kynþokkafyllsta konan? Kynþokkafyllsti karlmaðurinn? Hver var greindastur, stærstur, sterkastur? Mjóstur, feitastur, flottastur? I öllu þessu felst ein- föld sammann- VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson leg óskhyggja, nefnilega sú að það hlýtur að vera einhver tilgangur með þessu öllu sam- an, ekki hefur árið bara liðið án nokkurs sýnilegs tilgangs. Okk- ur er nauðsynlegt að setja okk- ur í samhengi við eitthvað og hefja nýtt ár í þeirri fullvissu að okkur sé ætlaður hlutur í gang- verkinu; ef okkur tókst það ekki á þessu ári þá höfum við nýtt tækifæri núna, nýtt ár, nýja möguleika, óskrifað blað. Og heppni okkar er einstök því ef okkur dugir ekki árið 1999 til að verða stærst, feitust og flott- ust þá er heil ný öld framundan með ótrúlegt tilboð af fyrirheit- um. Að veröldin sé hringlaga og tíminn líka - vetur, sumar, vor og haust - er frístundapæling og hefur engan praktískan til- gang, veruleikinn er þjóðvegur og við erum vegfarendur, kom- um úr þátíðinni, látum greipar sópa um nútíðina og stefnum ótrauð fram veginn á vit fram- tíðarinnar. Alltaf áfram. Ekki afturábak og þaðan af síður í hring. Tilveran er ekki bara í þróun heldur í „fram“þróun. Ekki ætla ég að vera eftir- bátur í úttektum og mun nota tækifærið til að rifja upp hvað bar helst til tíðinda á vettvangi leikins efnis í sjónvarpinu. „Bar helst til tíðinda á vettvangi leik- ins efnis...“ er einmitt alveg dæmigert áramótaorðalag og vel viðeigandi þegar farið er í saumana á svo mikilvægum málaflokki. Eitt fyrsta leikna verkið í Sjónvarpinu á árinu var barna- myndin Töfraskórnir eftir Björn Emilsson. Heilbrigð sjálfsgagnrýni höfundarins kom ótvírætt fram í því að myndin var ekki nema 14 mínútur að lengd. Væri betur að aðrir tækju sér svo fagmannleg vinnubrögð til fyrirmyndar. Um svipað leyti hóf Sunnudagsleik- húsið nýtt ár með þriggja þátta krimma, Hjartans máli, eftir Guðrúnu Helgadóttur sem þekktust er fyrir barnasögur sínar. Krimminn var þó alveg laus við barnaskap en glæpinn vantaði í tvo seinni þættina. Glæpurinn var bæði framinn og upplýstur í fyrsta þætti og voru nokkuð skiptar skoðanir um svo frumlega uppstokkun hefðbundinnar atburðarásar í glæpaseríu. Blöðruveldið var misskilin til- raun til sköpunar íslenskrar sitúasjónskómedíu. Utlit þátt- anna var fengið að láni úr amerískum gamanþáttum og sitúasjónin átti að ríma við ís- lenskan heildsöluveruleika. Svo amerísk/íslensk blöndun reynd- ist veruleikafirrt og áhorfend- um stökk varla bros á kostnað furðusvipsins sem fraus framan í þeim. Heiðurinn af framtakinu áttu þeir dagskrárstjórar fyrr- verandi og núverandi Svein- björn I. Baldvinsson og Sigurð- ur Valgeirsson. „Enginn er full- kominn“ eða „Nobodýs per- fect“, eins og það heitir á kvik- myndamáli, sögðu þeir bara og héldu áfram að blása í blöðrur. Rót var snjallasta tillegg Sjónvarpsins í kjarabaráttu leikara á árinu og fólst í því að gera heila sjónvarpsmynd með þátttöku leiklistarnema og greiða þeim engin laun fyrir vinnuna. Hefur svo um samist við Leiklistarskóla Islands að þetta verði árlegur viðburður hér eftir. Launaleysið heitir á fagmáli „framlag Sjónvarpsins til menntunar leikara" og var enn ein skrautfjöður í hatt hins öfluga og stéttvísa leik- arafélags. Svo kom vorið og þá var ekki hægt að halda áfram með inn- lenda dagskrárgerð, enda há- bjargræðistíminn framundan. Dagskrárstjórinn búinn að ráða sig í kaupavinnu norður í Eyja- fjörð eftir vetrarvertíðina í Sjónvarpinu. „Sjáumst í haust,“ kallaði hann glaðbeittur og stökk á bak Brúnblesa sem hann hafði fengið lánaðan til fararinnar. Brúnblesi var svo notaður um sumarið til örvunar og undaneldis og nýttist hluti afrakstursins í jóladagskrá sjónvarpsins. Sámur gamli tók að sér sumardagskrána af alþjóðlegu örlæti í fjarveru litla frænda. I haust komu allir endur- nýjaðir til leiks og Friðrik Er- lingsson reið á vaðið með þrjá leikstjóra sér við hlið. Fyrst Andaglas, svo Silfur og í þriðju umferð birtist besta sjónvarps- leikrit ársins Heimsókn, þar sem handrit, leikur og leik- stjórn féllu hvert að öðru eins og hanski að hönd. Verulega góður árangur. Hlín Agnars- dóttir fylgdi fast á eftir með satíruleik sinn Svannasöng og hófst þar með óslitin röð Pálmasunnudaga sem stóð út nóvembermánuð. Annar satír, Karl Agúst Ulfsson, átti síðustu orðin fram að jólum og var óvenjulega rómantísk kyrrð yf- ir honum þessi sunnudagskvöld enda móður af Spaugstofu- sprettinum. Nú um jólin höfum við svo séð tvær nýjar sjón- varpsmyndir eftir tvo af okkar reyndustu kvikmyndagerðar- mönnum og hefur undirritaður engu við að bæta nýbirtar um- sagnir sínar um þær. Niðurstaðan af þessari upp- rifjun er auðvitað engin enda eru ekki greinanleg nein tímamót í gerð íslensks leikins efnis við þessi áramót. Vonandi gefst þó tækifæri til upp- hrópana fyrr en síðar. Rúmlega níutíu pör á bridsmóti í Firðinum SVIPMYNDIR frá Jólamóti Bridsfélags Ilafnaríjaröar sem var fjölsótt að venju. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson BRIDS llmsjón Arnór G. Ragnarsson HIÐ árlega jólamót Bridsfélags Hafnarfjarðar og Sparisjóðs Hafn- arfjarðar var haldið mánudaginn 28. desember í veitingasölum Hraunholts. Þátttaka var með mesta móti, eða 91 par. Að venju var spilaður Mitchell-tvímenning- ur, 21 umferð með 2 spilum í hverri umferð. Bestum árangri náðu eftirtalin pör: N-S Garðar Garðarss. - Kristján Kristjánss. 1010 Jakob Kiistinsson - Asmundur Pálsson 1006 Sverrir G. Kristinsson - Ingi Agnarsson 1003 Pórður Bjömsson - Pröstur Ingimarsson 999 Gylfi Baldursson - Björn Theódórsson 976 Birna Stefnisd. - Aðalsteinn Steinþórsson 976 A-V Guðrún Jóhannesd. - Jón Hersir Elíasson 1089 Páll Þór Bergsson - Magnús Ólafsson 1032 Porsteinn Joensen - Erlingur Einarsson 1011 Baldvin Valdimarss. - Hjálmtýr Baldurss. 988 Hrólfur Hjaltason - Sigtryggur Sigurðss. 980 Halldór Svanbergss. - Kristinn Kristinss. 979 Veitt voru peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvora átt, kr. 40.000 fyrir fyrsta sætið, 24.000 fyrir annað sætið og 16.000 fyrir það þriðja. Einnig voru veitt sérstök verð- laun, 10.000 kr. fyrir efsta sæti í flokki spilara 25 ára og yngi-i. Nokkrum vonbrigðum olli hversu fá pör á þeim aldri mættu, en verð- launin hlutu félagamir Guðmundur Gunnarsson og Bergsteinn Ai-ason. A meðan keppnisstjórar og að- stoðarmenn þeima fóru yfir niður- stöður, sá stjórn félagsins um ann- ars konar uppákomu. Nöfn allra spilara voru sett í pott og dregnir út þrír happavinningar, sem voru glæsilegii- flugeldar frá SVD flug- eldum. Þeir heppnu voru Hrafn- hildur Skúladóttir, Þórður Bjöms- son og Vignir Hauksson og má telja öraggt að mikil Ijósadýrð verði fyr- ir utan heimili þeirra um áramótin. Eins og margir eflaust vita hafa Bridsfélag Hafnarfjarðar og Brids- félag Selfoss att kappi sín á milli í rám 50 ár án þess að fallið hafi úr eitt einasta skipti. Spilarar frá Sel- fossi hafa einnig verið duglegir við að sækja jólamót félagsins frá upp- hafi og svo var einnig nú. Það sem sérstakt þótti að þessu sinni, var að þennan dag átti einn þeirra, Gunn- ar Þórðarson, fimmtugsafmæli. En ekki nóg með það, heldur átti spilafélagi hans, Sigfús Þórðarson, einnig afmæli, og færði formaður félagsins þeim blómvendi í tilefni dagsins. Að lokum vill félagið þakka dyggan stuðning Sparisjóðs Hafn- arfjarðar við mót þetta í gegnum árin. Það er litlum félögum ómetan- legur styrkur að eiga slíkan bak- hjarl. Fyrsta spilakvöld Bridsfélags Hafnaríjarðar eftir áramót verður mánudaginn 4. janúar. Þá verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Dagana 11., 18. og 25. janúar verð- ur svo spiluð sveitakeppni með Monrad-fyrirkomulagi og munu þrjár efstu sveitirnar í þeirri keppni fá í verðlaun frítt spilagjald í sveitakeppni Bridshátíðar BSI og Flugleiða, sem haldin verður um miðjan febráar. Spilað er í Hraun- holti, Dalshrauni 15, og hefst spila- mennska kl. 19.30. Hörkukeppni í jólamóti Bridsfélags Suðurfjarða SKÚLI Sveinsson og Þorvaldur Hjarðar sigi-uðu í árlegu jólamóti Bridsfélags Suðurfjarða sem spilað var á Hótel Bláfelli 27. desember. Mótið er orðið fastur liður í jólahát- ið austfirskra bridsara og jafnsjálf- sagt og jólatréð. Þetta var hörkumót og mjög jafnt, sérstaklega í lokin, en þá áttu 5 pör möguleika á sigri en í þessu móti er aðeins einn sigurvegari og höfðu Skúli Sveinsson og Þorvaldur Hjarðar sterkustu taugarnar. í síð- ustu umferð áttu Skúli/Þorvaldur við Pálma/Stefán og unnu þeir fyrr- nefndu setuna með 7 stigum og sendu þá síðamefndu niður í 4. sæti. Lokastaðan var annars þessi: Skúli Sveinsson - Porvaldur Hjarðar 105 Pórarinn Sigurðsson - Porbergur Hauksson 96 Bj. Hafþór Guðmunds. - Magnús Valgeirss. 90 Pálmi Kristmannss. - Stefán Kristmannss. 88 Sveinn Heijólfsson - Porsteinn Bergsson 74 Sigurður Stefánsson - Sigurþór Sigurðsson 70 Til að byrja með leiddu Sigurður og Sigurþór mótið, Pálmi og Stefán tóku við af þeim, þá tóku Sveinn og Þorsteinn sig á og leiddu í nokkrar umferðir og loks skutust Þorvaldur og Skúli á toppinn og vora viðloðandi hann allt til loka. Minnti þetta mjög á oddaflug hjá gæsum! Þórarinn og Þorbergur skutust eins og kafbátar í annað sætið í síð- ustu umferð og höfðu aldrei komið nálægt toppnum áður, sama gerðu Hafþór og Magnús. Klókir menn láta aðra um að þenja taugarnar. Skúli Sveinsson frá Bridsfélagi Borgarfjarðar eystra er greinilega sigursælasti spilari á Austurlandi í dag, er nánast áskiifandi að fyrsta sætinu á öllum bridsmótum á Aust- urlandi. Keppnisstjóri var Sigui-páll Ingibergsson. Gleðileg jól. Sjá nánar heimasíðu sambands- ins, http://www.eIdhom.is/bsa Email: bridge@eldhom.is Lífslindin tekur til starfa NÝLEGA var opnað í Reykjavík fyrirtækið Lifslindin. Þar er boðið upp á ýmiss konar nudd, reiki-heil- un, pólun, ljósaböð, gufu- og nudd- potta. Einnig er boðið upp á einkaráðgjöf um bætt heHsufar. Lífslindin er til húsa að Kapla- skjólsvegi 64. Opið er mánudaga til föstudag kl. 10-21, laugardaga og sunnudaga kl. 10-16. Eigendur Lífslindarinnar era Jóhanna Har- alds, meistari í nudd- og pólunar- fræði, og Brynjólfur Einarsson reiki-heilari. LEIÐRÉTT Vinnslumistök Við vinnslu greinar Braga Ás- geirssonar; „Hinn flekklausi getnað- ur“, sem birtist í blaðinu í gær, urðu þau mistök, að nokkrar línur urðu ólæsilegar. Því er eftirfarandi kafli birtur aftur um leið og beðizt er af- sökunar á mistökunum: „Tiepolo var fæddur inn í mótaða erfðavenju, sem var ein hin traustasta og rótgrónasta sem sögur fara af og þó á stöðugri hreyfingu, var líkast til undrabarn, sem náði að viðhalda ferskri og frjórri sköpunar- gleði til hins síðasta. Tæknina meistraði hann af þeim léttleika að fáu er til að jafna, en þó var hún aldrei yfirdrifin né tilgerðarleg, þar skilur á milli hins upprunalega og sjálfsprottna og hins tillærða."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.