Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 54
'54 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVEINN SUMARLIÐI MAGNÚSSON + Sveinn Sumar- liði Magnússon fæddist á Bolungar- vík 2. desember 1921. Hann lést á Landakotsspítala hinn 24. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðbjörg Sumar- liðadóttir, f. 1898, d. 1949, og Magnús S. Guðjónsson, f. 1896, ** d. 1978. Hann var elstur ellefu systk- ina en þau eru: Sigríður, f. 1924; Soffía, f. 1927; Jóna, f. 1929, d. 1952; Sóley, f. 1930, d. 1931; Karl, f. 1937; Þórir, f. 1938; sveinbam, f. 1938, d. 1938; Hrefna, f. 1939; Ragna, f. 1943; Guðjón, f. 1945, d. 1954. Sveinn kvæntist 20.8. 1948 eftirlifandi eiginkonu sinni Kristjönu Indriðadóttur frá Gilá í Vatnsdal, f. 23.9. 1927. For- eldrar hennar voru Kristín Gísladóttir, f. 1898, d. 1933 og Indriði Guðmundsson, f. 1892, d. 1976. Börn Sveins og Krist- ^ jönu eru 1) Gylfi, f. 1948, sam- býliskona Sigríður Anna Þor- grímsdóttir, börn hans em Haukur Freyr, f. 1973 og Hulda Skarð er fyrir skildi. Elskuiegur frændi, Sveinn móðurbróðir, er fallinn frá. Kallið sem kom á aðfangadagskvöld kom að óvörum eins og ávallt þrátt fyrir að við hefðum vitneskju um að lífdagarnir væru senn á enda. Erfiðu veik- t indastríði er lokið og fyrir það eig- Bjarkar, f. 1983. 2) Guðbjörg, f. 1949, hennar dætur eru Kristjana, f. 1973, Helga María, f. 1980, og Ragnhild- ur Guðrún, f. 1982. 3) Kristín, f. 1954, gift Einari Odd- geirssyni, synir þeirra eru Arnar Már, f. 1975, Magnús Orri, f. 1979, Hjörtur Hrafn, f. 1989 og Einar Örn, f. 1992. 4) Jóna, f. 1959, gift Lárusi Ola Þorvaldssyni, dætur þeirra em Hulda, f. 1984 og Guðrún, f. 1986. 5) Sveinn Goði, f. 1960. Sveinn ólst upp vestur á fjörðum. 14 ára gamall fór hann til sjós á togarann Vörð frá Pat- reksfirði og sigldi á honum öll stríðsárin. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum 1944, og var m.a. á togurunum Karlsefni og Neptúnusi í nokkur ár. Hann hætti sjómennsku 1960 og starfaði í landi við ýmis störf meðan heilsan leyfði. títför Sveins fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. um við ættingjamir að vera þakklátir. Minningarbrotin streyma fram í hugann um frænda sem var mér miklu meira en móðurbróðir nánast sem faðir. An efa hafa böndin sem ofin voru saman við hjónavígslu foreldra minna og hjónavígslu AGUST STEINSSON + Ágúst Steinsson var fæddur í Fremri-Fitjum í Miðfirði í Vestur- Húnavatnssýslu hinn 5. desember 1912. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 21. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Valgerð- ur Jónsdóttir úr Miðfirði og Steinn Ásmundsson af Snartartunguætt. Systkini Ágústs urðu alls 12, sex bræður og sex systur. Eru nú fjögur á lífi, Her- dís, Gunnhildur, Halldór og Fjóla. Látin eru Friðjón, Jónas, Vil- helm, Eyjólfur, Skúli, _ Kristín, Sigrún og Áslaug. Árið 1934 kvæntist Ágúst Helgu Ágústsdóttur. Hún lést 1996. Þau eign- uðust fimm syni, Baldur, Vilhelm, Birgi, Skúla og Eyjólf. Lengst af starfaði Ágúst við skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Þingey- inga og síðar hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. títför Agústs fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 29. desember. Ágúst Georg Steinsson vinur okkar var sjötti í röðinni af 13 börnum þeirra hjóna Valgerðar Jónsdóttur og Steins Ásmundsson- ar. Hann lauk fullnaðarprófi 12 ára gamall, síðan settist hann í Ingi- mundarskóla ásamt Eyjólfi bróður sínum. Þar lærði Ágúst undirstöð- ur í verslunarreikningi og bókhaldi sem átti eftir að koma honum að góðum notum í lífinu. Hann vann lengstan hluta ævinnar við slík störf. Stuttu eftir námið kynntist Ágúst ungri stúlku austan af Héraði er nýlega hafði byrjað að vinna í Reykjavík á þessum tíma. Hún hét Helga Jóhanna Ágústs- dóttir, f. 19. maí 1912. Varð hún lífsförunautur Ágústs til dauða- dags. * _ Austur á Hérað lá leiðin þar sem Ágúst og Helga eignuðust fyrsta son sinn, Baldur, þá nýlega gift. Nokkru seinna fluttust þau til Þórshafnar á Langanesi þar sem Ágúst gerðist bókari hjá Kaup- félagi Langnesinga. Sælustundirn- ar urðu margar á Þórshafnarárun- Jfcgm, þar fæddust synimir Vilhelm, Birgir og Skúli. Ágúst fékkst þar við útgerð, rak bókabúð og fleira enda harðduglegur alla tíð. Til Akureyrar fluttist fjölskyld- an vorið 1946 því skóli fyrir synina var ekki fyrir hendi á Þórshöfn. Stuttu eftir komuna festi Ágúst kaup á fallegu landi sunnan Gróðr- arstöðvarinnar og byggði hann þar nýbýlið Háteig og þar fæddist fimmti sonurinn Eyjólfur. Árin sem fóru í hönd urðu mikil ham- ingjuár, fjölskyldan dafnaði vel. Við komuna til Akureyrar fór Ágúst að vinna hjá Pöntunarfélagi Akureyringa en flutti sig fljótlega til Kaupfélags Eyfirðinga þar sem hann vann lengstan hluta ævinnar við skrifstofustörf. Honum voru falin mörg trúnaðarstörf, enda traustur maður og ábyggilegur í hvívetna. Sumarið 1954 fluttist fjölskyldan að Ránargötu 10 en Tilraunastöð ríkisins keypti býlið Háteig. I Rán- argötunni bjuggu hjónin um 20 ára skeið, á þeim tíma fluttust synimir að heiman og stofnuðu sín eigin heimili. Þá fluttust Ágúst og Helga að Hamragerði 12 í fallegt einbýlis- hús á brekkunni. Árin sem í hönd Sveins og Kristjönu og skírn mín og Gylfa elsta sonar þeirra, á 50 ára afmælisdegi Guðbjargar ömmu 20. ágúst 1948 verið svo fast ofin að ekkert fær þeim grandað. I huga mínum er þetta alltaf ein fjölskylda. Minningar streyma fram um frænda sem var mikill sjósóknari og löngu eftir að líkamlegt þrek til sjósóknar þvarr, var hugurinn bundinn við sjósókn og útgerð. Sveinn stundaði sendibílaakstur og átti bíl sem tók marga farþega, Kristjana og Sveinn voru óspör á að taka okkur með er haldið var út á land. Sveinn vai- mjög bamgóður og á ferðum um landið leiðþeindi hann mér við að draga fisk úr vatni, hann leiðbeindi kenndi okkur um- gengni um náttúru landsins og margt margt fleira. Eitt sinn kom Sveinn í heimsókn og þá stóð fyrir dyrum sundnámskeið í Sundlaug- inni í Laugardal, framsýni frænda kom þama vel í ljós, er hann kostaði mig á námskeiðið og vildi þar með stuðla að uppeldi mínu. Sveinn var sterkur persónuleiki sem mótaði sterkt samtíðina. Hann hikað ekki við að fara ótroðnar slóðir og má þar nefna jarðrækt, trjárækt, fiskirækt, nýja bygg- ingatækni og margt mai-gt fleira sem hann lagði stund á og var án efa í mörgu því er hann tók sér fyr- ir hendur langt á undan sinni sam- tíð. Góður frændi er genginn, minn- ingin um Svein frænda lifir, björt eins og nýárssólin sem færir von um hækkandi sól og bjartari daga. Um leið og við fjölskyldan kveðjum Svein með söknuði færam við fram þakklæti fyrir allt sem hann veitti af fómfysi og hjartahlýju. Dýpstu samúðarkveðjur era færðar Krist- jönu og fjölskyldunni allri. Guðs blessun fylgi Sveini Magnússyni. Laufey Jóhannsdóttir. fóra urðu þeim Ágústi og Helgu sérlega góð. Þau ferðuðust mikið innanlands og utan, jafnvel til fjar- lægra landa. Þau vora samrýnd, heilsugóð bæði og sérlega gestris- in. Barnaláni áttu þau hjón að fagna því synirnir hafa allir reynst hinir mætustu dugnaðarmenn, en þeir reka fyrirtækið Höldur ehf. og vinna þeir bræður allir við fyrir- tækið en það gerði Ágúst líka síð- ustu starfsár sín. Eftir að Helga féll frá fyrir tveimur áram síðan fór heilsu Ágústs hrakandi. Undir það síðasta dvaldi hann á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, lengst af á Seh. Að leiðarlokum vil ég, eiginkona mín og dætur þakka þér, Ágúst minn, og Helgu yndisleg kynni, velvild og góðvild í okkar garð frá fyrstu kynnum til þeirra síðustu. Við vitum að Helga hefur tekið vel á móti þér. Við vottum sonum þín- um og fjölskyldum þeirra samúð okkar og virðingu. Þórarinn B. Jónsson. SIGURÐUR V. JÓNSSON + Sigurður V. Jónsson fæddist á Húsavík 25. ágúst 1927. Hann lést að kvöldi jóladags. Sig- urður var sonur Ólafar Valdimars- dóttur, en ungur var hann tekinn í fóstur af Guðnýju Helgadóttur og Jóni Flóventssyni í Haganesi á Húsavík og ólu þau hann upp að átta ára aldri, en síðan ólst hann upp hjá Sigríði Pálínu Jónsdóttur, f. 24.3. 1913, d. 20.1. 1993 og Haraldi Sigurgeirssyni, f. 6.10. 1915. Árið 1949 kvæntist Sigurður Maríu S. Sigurðardóttur, f. 3.11. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. 1931, d. 19.7. 1994 og varð þeim fjögra barna auðið. Þau eru: 1) Haraldur Páll, f. 22.12. 1949. 2) Hulda S. f. 30.9. 1952, maki Jón Friðjónsson. 3) Inga Rut, f. 20.2. 1958, maki Böðvar Bjarki Pétursson, börn þeirra: Ragnhildur, f. 26.11. 1979, og Katrín, f. 13.9. 1988. 4) Ólöf Helga, f. 23.8. 1967, maki Guðjón Kristjáns- son, börn þeirra: Hugrún, f. 22.8. 1989, Edda, f. 9.4. 1992, og María, f. 4.10. 1993. Útför Sigurðar fór fram frá Fossvogskapellu 29. desember. Elsku pabbi. Síðustu daga hafa streymt um huga mér margar indæl- ar minningar um þig alveg frá því ég ver lítil stelpa og til dagsins í dag, en þær ætla ég að geyma hjá mér til að ylja mér við, þegar fram líða stundir. En þar sem þú fórst frá okkur mjög snögglega á jóladagskvöldi, náði ég ekki að þakka þér fyrir þessi yndis- legu jól sem við áttum saman hér í Borgamesi og á jóladag í jólaboði í Kópavoginum þar sem þú eyddir þínum síðasta degi með öllum bama- bömunum þínum fimm sem þú varst svo stoltur af að eiga. Þess vegna veit ég að þú hefur dáið sæll og glaður. Margar skemmtilegar sögur og vísur hafa nú komið upp í huga mér, síðustu daga, en þú varst svo duglegur að segja okkur sögur um þig, allt frá því að þú varst lítill strákur á Húsavík og til spilaára þinna, þegar þú spilaðir á trommur og síðan harmoniku í mörgum hljómsveitum í gamla daga fyrir norðan. Harmonikan var stór hluti af þínu lífi svo og áhugi þinn á mótorhjólum og ekki má gleyma þín- um mikla áhuga á örlögum farþega- skipsins Titanic sem þú vissir nánast allt um. Um þig vora gerðar tvær stutt- myndar af tengdasyni þínum, Böðvari Bjarka, en þar varst þú al- veg í essinu þínu, þú þurftir ekkert að leika, þetta varst bara þú, sú fyrsta hét Siggi Valli trommari og seinni myndin hét Siggi Valli á mótorhjóli, þetta þótti þér alveg rosalega gaman og varst mjög stolt- ur af. Mér er nú hugsað til þess þegar verið var að taka upp eitt atriði í seinni myndinni, þegar þú komst labbandi leðurklæddur frá toppi til táar og settist galvaskur á mótor- hjólið aftaná hjá einum sniglinum og þeyttist af stað. Við systurnar voram svo hræddar um þig að við gátum ekki horft á þig fara af stað og Bjarki var búinn að bjóða þér stað- gengil, en þú tókst það alls ekki í mál, þú ætlaðir að sitja á hjólinu sjálfur. En þessi ótti hjá okkur var nú alveg óþarfur, því þegar þú komst til baka Ijómaði allt andlitið og þú brostir út að eyrum, ánægður yfir því að fá að upplifa þetta aftur. Já pabbi, það eru nú ekki margir á sjötugsaldri sem hafa þorað þessu. Jæja pabbi minn, ég gæti skrifað um þig heila bók og myndi hún þá örugglega heita grín og glens því þannig varst þú, alltaf til að prakkar- ast og stríðni var þín sérgrein. T.d. þegar ég bauð þér út að borða skötu á veitingastað hér í Borgarnesi og þú pantaðir hana sterka með hömsum og á meðan þú varst að borða lékstu þér að því að blása framan í andlitið á mér yfir borðið, því þú vissir að ég þoldi ekki skötulykt. Þetta fannst þér voða skemmtilegt, en ég á eftir að hefna mín á þér fyrir þetta, þegar við hittumst aftur. En þangað til vona ég að þú hvílir í friði við hliðina á henni mömmu og saman getið þig horft á flugeldana á gamlárskvöld, því það ætlaðir þú svo sannarlega að gera. Takk fyrir allt, pabbi minn, og Guð blessi þig. Þín dóttir. Ólöf Helga. Elsku pabbi. Það er sól og við bú- um á Sólvöllum, ég er fimm ára, þú ert að koma gangandi heim í hádeg- inu úr vinnunni, ég hleyp á móti þér, ég sé álengdar útbreiddan faðm, þú strýkur mér um hárið og segir: Á pabbi þessa lokka? Núna á jóladag varst þú búinn að eiga yndislegan dag með okkur öllum og þegar þú fórst þá kvaddir þú okkur öll svo vel. Við ákváðum að þú myndir borða með mér á gamlárskvöld en þú sagðist vilja fara heim fyrir klukkan tólf til að sjá flugeldana, en á leiðinni heim í bílnum sofnaðir þú útaf, þú varst búinn að kveðja, þú varst að fara lengra en við vissum. Þetta er sárt en ég á svo margar fallegar og góðar minningar um þig, sem hjálpa mér að sættast við þetta ferðalag þitt. Góða nótt, sofðu rótt í alla nótt, dreymi þig vel. Þín dóttir, Inga Rut. Elsku afi. Við eigum svo erfitt með að trúa því að þú sért dáinn, þú varst hjá okkur á jóladag að segja brandara, stríða okkur og hlæja með okkur. Þú varst alltaf svo góður og okkm- þykir svo vænt um þig, en núna ertu kominn til ömmu Sissu og þið eruð örugglega bæði glöð að hittast aftur. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og við kveðjum þig á sama hátt og við kvöddum ömmu Sissu. Pó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa) Góða nótt, elsku afi. Þínar afastelpur. Katrín, Hugrún, Edda og María.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.