Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Serbar halda uppi árásum á albönsk þorp í norðurhluta Kosovo Enn óvissa um ráð- herrafund Tengslahóps Podujevo, Pristina, Kaíró. Reuters. SERBNESKIR hermenn héldu í gær uppi linnulausri stórskotaárás á þorp í norðurhluta Kosovo og sögðu alþjóðlegir eftirlitsmenn árásina þá lengstu sem þeir hefðu orðið vitni að. Engar tölur hafa borist um mannfall. Búist er við að í dag muni Atlantshafsbandalagið, NATO, leggja fram hótanir um árásir á hernaðarmannvirki Serba, fallist þeir ekki á að veita Kosovo- Albönum sjálfsstjóm. Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna segir um 200.000 manns nú á flótta eða hehnilislaus í Kosovo. Arásirnar á þorp nærri bænum Podujevo hófust snemma í gær- morgun og stóðu fram eftir degi. Fullyrða Serbar að þorpin séu að- setur KLA, Frelsishers Kosovo. Ekki er ljóst hver ástæðan er en al- þjóðlegir eftirlitsmenn höfðu eftir serbneskum hermönnum að leyniskyttur hefðu skotið á þá fyrr í vikunni og að þeir myndu hefna sín grimmilega, endurtæki slíkt sig. Þá bárust óstaðfestar fregnir af því að KLA hefði ráðist á lögreglustöð daginn áður. Er þetta í fjórða sinn á einum mánuði sem til átaka kemur á svæðinu. NATO leggi fram hótanir í dag í gær var haft eftir ónafngreind- um bandarískum embættismanni að auknar Ukur væru á því að af fundi utanríkisráðherra Tengslahópsins svokallaða yrði á föstudag í París, en talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins hafði áður sagt óvíst að Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna mætti á fundinn þar sem hún teldi of snemmt að halda hann fyrir helgi. Frönsk stjómvöld sögðu í gær óvíst að af fundinum yrði. Astæða þess að Bandaríkjamenn vii-ðast gefa eftir er sú að nú er talið fullvíst að NATO muni vara Serba formlega við því að bandalagið hyggi á loftárásir, láti þeir ekki undan og fallist á að veita Albönum í Kosovo sjálfsstjóm. Verður þetta gert til að greiða leiðina fyrir utanríkisráð- herra Tengslahópsins, sem munu hins vegar reyna að beita Serba og Kosovo-Albana pólitískum þrýstingi. Albanar í héraðinu eru undir miklum þrýstingi að láta af kröfum um fullt sjálfstæði og ná innbyrðis sáttum en ekkert samband er á milli KLA og Ibrahim Rugova, sem Kosovo-Albanir kusu forseta sinn en hann vill finna friðsamlega lausn á ástandinu. „Ég veit vel að við höfum skaðað málstað okkar með innbyrðis deilum," sagði einn leiðtoga Albana í samtali við Reuters í gær. „En ég veit ekki hvort ég á að reiðast eða brosa þegar Bandaríkjamenn og Evrópu- búar messa yflr okkur um nauðsyn þess að vera sameinaðir þegar þeir geta ekki sjálfír komist að niður- stöðu um hvað eigi að gera við Kosovo.“ Reuters SERBNESKIR hennenn héldu uppi linnulausri stórskotaárás á þorp í norðurhluta Kosovo, skamint frá höfuðstaðnum Prist- ina, í gær. Skutu þeir á þorpin úr brynvörðum skriðdrekum og vörpuðu sprengjum á þau. Full- yrða serbnesk yfirvöld að Frels- isher Kosovo haf! aðsetur sitt á svæðinu. Ekki hafa borist fréttir um mannfall en Albanar segja tvo menn hafa særst. Föllumst ekki á neitt annað en sjálfstæði Allt að níutíu Kosovo-Albanar eru nú hér á landi. Einn þeirra er Gani Zogaj, sem hefur búið hér í áratug en fylgist grannt með ástandinu í héraðinu. Urður Gunnarsdóttir hitti hann að máli. Morgunblaðið/Þorkell „ALBANAR í Kosovo munu aldrei fallast á neitt annað en fullt sjálfstæði. Það getur aldrei gróið um heilt á milli okkar og Serba, við tölum ekki sama tungumál, eigum ekki sömu trúarbrögð og nær engin dæmi eru um giftingar milli Serba og Albana,“ segir Gani Elis Zogaj, Albani frá Kosovo-héraði, sem búið hefur hér á landi í tíu ár ásamt eiginkonu sinni, Malihötu Edit, og dætrum þeirra, Ra- jmondu Anitu og Rinu Olmu. Bróðir Gani býr hér á landi en faðir þeirra og tvær systur eru enn í Kosovo, þrátt fyrir sí- versnandi ástand í héraðinu. Hefur önnur systranna hafst við úti í skógi ásamt fjölskyldu sinni í mánuð af ótta við serbnesku lögregluna og sér- sveitir. Gani reynir að hringja til ætt- ingja sinna reglulega en það er erfiðleikum háð, þar sem þeir eru ekki með síma og verða að nálgast hann hjá nágrönnunum. Ekki er óhætt að vera á ferli eft- ir kl. 17 á daginn, m.a. vegna leyniskyttna, og því tekur Gani sér frí úr vinnu til að hringja um miðjan dag. Ættingjamir hafa ekki vinnu, Gani segir atvinnu- leysið um 95% í Kosovo og skól- arnir stai-fí ekki lengur. Því reynir hann og aðrir landar hans að senda fé til ættingja þar. Flestir misst ættingja og vini Hér á landi eru um níutíu Kosovo-Albanar, flestir hafa flúið átökin sem hófust fyrir tæpu ári og búa margir þröngt. Gani segir dæmi um að sextán manns hafíst við í þriggja her- bergja íbúð. Langflestir hafi misst ættingja og vini í þeirri ógnaröld sem hefur ríkt í hér- aðinu, sjálfur segist Gani hafa misst fjöl- marga vini og ættingja. Bróðir Gani kom til Islands fyrir áratug og Gani fylgdi á eftir. Þá hafði héraðið fengið sjálfsstjórn en Slobodan Milosevic var kominn til valda í Serbíu og ástandið tekið að versna í Kosovo. Gani lagði stund á efnafræði í háskólan- um, eiginkona hans var hjúkr- unarkona en þau em nú bæði í verkamannavinnu. Faðir Gani kom einnig en ákvað að flylja aftur til Kosovo. Gani segir enga leið að spá um hvað um ljölskyldu hans verður í héraðinu og að erfítt sé að bíða frétta af þeim. Því fylgist hann einnig grannt með fréttum og Netinu. „Þegar ég hef samband við þau heyri ég fyrst og fremst hvað ríkir mikil reiði á meðal fólksins vegna framferðis Serba. Enda hefur fylgið við frelsisher Kosovo, KLA, aukist mikið. Þar sjá menn einu vonina. Ibrahim Rugova, sem var kjörinn forseti fyrir nokkrum ámm, nýtur vissulega fylgis líka en hann og KLA hafa því miður ekki getað starfað sam- an. Ég held að flestir Albanar voni að þeir nái samkomulagi og að þeir muni vinna í samein- ingu að sjálfstæði Kosovo. Al- banar í héraðinu vilja bara sjálfstæði, hugmyndir um sjálfs- stjórn innan júgóslavneska sam- bandsríkisins em ekki neinum að skapi." Serbar vilja náttúruauðæfín Gani segir söguna ekki stað- festa þá fullyrðingu Serba að Kosovo sé serbneskt. Héraðið sé albanskt og að flestir Alban- ar eigi sér draum um stórt al- banskt ríki sem endurheimti töpuð svæði í Serbíu, Svart- fjallalandi og Makedóníu. Al- banar hafi Iengi barist fyrir sjálfstæði og að þeir hafi t.d. haldið fast í trúna á íslam og mál sitt til aðgreiningar frá Serbum. Hann segir framgöngu Serba í Kosovo skelfílega. Þeir vilji Albana á brott, fyrst og fremst vegna þeirra náttúmauðæfa sem þar sé að finna, t.d. gull og fleiri verðmæta málma. „Þeir vilja fyrst og fremst halda norð- urhlutanum þar sem mestar náttúraauðlindir eru. Þeir ráð- ast á bæi með sprengingum, fella marga og hrekja hina á brott. Þeir hafa gerst sekir um morð, rán og skipulegar nauðg- anir, jafnvel á stúlkum sem em vart af barnsaldri. Fjölmargir geðsjúklingar og stríðsglæpamemi úr Bosníu- stríðinu em komnir til Kosovo, þeirra á meðal hinn illræmdi Arkan, sem kann ekkert annað en að murka lífið úr saklausu fólki á sem skelfilegastan hátt. Ég veit ekki hvað þetta getur haldið lengi áfram, fólkið flýr unnvörpum og í Kosovo er ekk- ert lengur að hafa. Auðvitað viljum við öll að Atlantshafs- bandalagið geri eitthvað en ég veit ekki til hvers það er ef það vill ekki styðja kröfur okkar um sjálfstæði.“ Saddam sagð- ur vernda Abu Nidal í Bagdad ABU Nidal, einn illræmdasti hryðjuverkamaður heims, fluttist til Bagdad í desember og nýtur þar vemdar Saddams Husseins Iraks- forseta, að því er fram kom í The New York Times í gær. Blaðið hef- ur þetta eftir embættismönnum í Bandaríkjunum og Miðausturlönd- um, sem óttast að Irakar séu að undirbúa hrinu hermdarverka í samvinnu við Abu Nidal. Heimildarmenn blaðsins segja að Abu Nidal, sem er nú um sex- tugt, hafi búið í Kaíró í rúmt ár en flust til Bagdad tíu dögum áður en árásir Bandaríkjamanna á Irak hófust 16. desember. Þeir segjast byggja þetta á upplýsingum frá embættismönnum í Miðaustur- löndum, sem hafi fengið þær frá fé- lögum í hreyfingu hryðjuverka- mannsins. Þótt ei’fitt sé að sann- reyna slíkar upplýsingar segjast embættismenn bandarísku leyni- þjónustunnar telja þær mjög áreið- anlegar. Talinn hafa orðið 280 manns að bana Abu Nidal var eitt sinn efstur á lista bandarískra yfirvalda yfir þá menn sem þau leggja mesta áherslu á að handtaka. Samkvæmt skýrslu bandaríska utanríkisráðu- neytisins frá árinu 1989 var hryðjuverkahreyfing hans sú hættulegasta í heiminum á þeim tíma. I skýrslu ráðuneytisins tveimur árum síðar kom fram að talið væri að hreyfingin hefði orðið rúmlega 280 manns að bana í meira en hundrað árásum frá 1974. Talið er að 200-300 manns séu enn í hreyfingunni þótt hún sé ekki eins öflug og hún var um miðjan síðasta áratug þegar hermdar- verkastarfsemi hennar náði há- marki. Heimildarmenn The New York Times segja að Abu Nidal sé í mikilli fjárþröng og hafi reynt að finna nýja bakhjarla eftir að Mu- ammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, sneri við honum baki fyrir nokkrum árum til að freista þess að fá Sameinuðu þjóðirnar til að aflétta viðskiptabanninu á landið. Heimildarmenn blaðsins segja að Abu Nidal hafi staðið fyrir árás- um á róttæka múslima, sem hafa barist gegn stjóm Egyptalands, frá því hann fluttist til landsins. Stjómvöld í Egyptalandi hafa neit- að því að Abu Nidal hafi dvalið í landinu, en embættismenn í öðmm arabaríkjum hafa sagt að hann hafi flust þangað frá Líbýu árið 1997 og her og leyniþjónusta landsins hafi vitað af dvöl hans þar. Bandarísku embættismennirnir taka þó fram að engar sannanir séu fyrir því að Abu Nidal hyggi á hermdaryerk í þágu Iraka. Hann hafi ekki staðið fyrir árás- um á Banda- ríkjamenn á síð- ustu ámm og bandarísk yfir- völd leggi nú ekki eins mikla áherslu á að handtaka hann og ein- beiti sér þess í stað að Osama bin Laden, sádi-arabískum útlaga sem talinn er hafa staðið fyrir sprengjutilræðum í bandarískum sendiráðum í Kenýa og Tansaníu í ágúst. Irakar studdu Abu Nidal í fyrstu en hann varð að fara frá Bagdad snemma á síðasta áratug, m.a. vegna þess að írösk stjómvöld komust að því að hann starfaði einnig með Sýrlendingum. frakar hvetja til uppreisnar í nágrannaríkjunum Þing íraks hélt áfram gagnrýni sinni á stjórnvöld í Kúveit og Sádi- Arabíu í gær, sökuðu þau um að ganga erinda Bandaríkjanna og hvöttu araba til að gera uppreisn og steypa þeim af stóli. Ráðamenn í nágrannaríkjunum tveimur hefðu átt þátt í árásum Bandaríkjamanna í desember og bæru ábyrgð á því mann- og eignatjóni sem þær hefðu valdið í Irak. Taha Yassin Ramadan, varafor- seti Iraks, sagði að Irakar myndu halda áfram að storka bandarísk- um og breskum herflugvélum sem flygju yfir landið til að framfylgja banni við flugi íraskra flugvéla yf- ir svæði Kúrda og síta-múslima. „Irakar kalla Sameinuðu þjóðirn- ar og arabíska ráðamenn til ábyrgðar fyrir þeim hættum sem Irakar standa frammi fyrir vegna þessara herskáu aðgerða,“ sagði hann. Abu Nidal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.