Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 72
* BUNADARBAMUNN VERÐBRÉF ÖRUGG AVÖXTUN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn l n. .. * Wi 1 • / 1 ...... W;W-- • ‘WMé' jp' v u- jf \ BLAUTUR snjórinn er heldur leiðinlegur og þungur viður- eignar þegar ryðja þarf stéttir og tröppur. Það átti við í til- viki mæðginanna Gríms Guð- Þungur snjór jónssonar og Ingu Grímsdótt- ur en snjónum hafði verið rutt inn á stétt hjá þeim í Hlíðun- um í gær. Þá er ágætt hjá þeim að sameina kraftana því margar hendur vinna létt verk. Mjólkurframleiðslan eykst verulega Nýtt smjörfjall að myndast hvetja mjólkursamlögin til að greiða fullt verð fyrir próteinhluta mjólkurinnar, eða 75% af verðinu, og sum greiða fullt afurðastöðva- verð fyrir umframmjólkina. Úr böndunum Hjá stærsta mjólkursamlagi landsins, Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, hefur verið tekið á móti 12-14% meiri mjólk í vetur en á sama tímabili á síðasta ári. Birgir Guðmundsson mjólkurbússtjóri segir að aðgerðimar séu að fara úr böndum og að með sama áfram- haldi verði framleiðslan á verðlags- árinu 5-8 milljónir lítra umfram greiðslumark. Myndi það leiða til þess að mjólkurdufts- og smjörfjall færi að myndast aftur í landinu. Segir Birgir að það myndi bitna síðar á bændum og mjólkurstöðv- um. ■ Jörfabúið setur/6 MJÓLKURFRAMLEIÐSLA á Suðurlandi er 12-14% meiri í vetur en á sama tíma á síðasta ári. Fyrir utan mikil og góð hey bænda er aukningin skýrð með aðgerðum mjólkursamlaganna til að auka framleiðslu. Með sama áframhaldi stefnir í að nýtt smjörfjall myndist I landinu. Meðalnyt kúa landsins var 4.392 kíló mjólkur á síðasta ári, tæplega 160 kílóum meiri en árið á undan, og er það mesta aukning frá því skýrsluhald var tekið upp. Mest hefur framleiðslan aukist á Suður- landi. Skýrist það af miklum og góðum heyfeng bænda þar en ekki síður af hvatningu afurðastöðv- anna til bænda um að auka fram- leiðslu. Vegna lítilla ostabirgða vildu for- ráðamenn mjólkuriðnaðarins auka framleiðsluna um eina til eina og hálfa milljón lítra umfram greiðslu- mark. Varð það gert með því að Banaslys í Skaga- fírði Sauðárkröki. Morgunblaðið. KARLMAÐUR á sextugsaldri beið bana í umferðarslysi í Skagafírði í gærkvöldi. Slysið varð um klukkan 20 framan Varmahlíðar, þar sem áður hét Lýtingsstaðahrepp- ur. Maðurinn var einn á ferð í bifreið. Bílnum var ekið útaf og var maðurinn látinn þegar að var komið. Lögreglan á Sauðárkróki var við störf á vettvangi langt fram eftir kvöldi í gær og voru tildrög slyssins óljós. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Ný Boeing 757-300 Flugleiða fær alþjóðlega viðurkenningu MorgunDiaoio/nanaor Veitt lofthæfísviðurkenning BANDARISKA flugmálastjórn- in, FAA, og Samband flugmála- stjórna Evrópuríkja hafa veitt nýrri Boeing 757-300 þotu loft- hæfísviðurkenningu. Flugleiðir eiga tvær slíkar þotur í pöntun og verður sú fyrri afhent í mars 2001 og hin síðari ári seinna. Nýja 757-300 þotan er 7 metr- um lengri og tekur 30-40 fleiri farþega en 757-200 gerðin. Þessi nýja gerð var á ferð hérlendis á síðasta ári, annars vegar vegna lendingarprófana í hliðarvindi sem fóru fram á vegurn Boeing á Keflavíkurflugvelli og hins vegar þegar fullbúin slík þota hafði hér viðdvöl eftir að hafa verið í prófun hjá fyrsta kaup- andanum, þýska leiguflugfélag- inu Condor, sem fær þotu sína afhenta í mars. Þijár þotur af nýju gerðinni voru notaðar til ýmissa flugprófana sem stóðu alls í rúma fimrn mánuði. Fóru vélarnar í 356 flugferðir, voru á lofti í 912 klukkutíma og í margs konar prófunum á jörðu niðri í tæpa 1.300 tíma. Flugleiðir eiga fímm B-757 þotur í pöntun og fá eina vél af- greidda á hveiju ári til ársins 2003. Þrjár þeirra eru af 200- gerðinni og tvær verða eins og áður segir af 300-gerðinni. Hönnun vindaflstöðvar byggð á hugmynd íslensks uppfínningamanns Einkaleyfi feng- ið á heimsvísu FYRIRTÆKIÐ Vindorka hf. hef- ur fengið alheimseinkaleyfi fyrir vindaflstöð sem er byggð á hug- mynd og hönnun Nils Gíslasonar j uppfinningamanns, sem stofnaði á sínum tíma DNG. Um tvenns kon- ar einkaleyfi er að ræða að sögn Karls L. Jóhannssonar, stjómar- formanns Vindorku, annars vegar einkaleyfi sem snýr að útfærslu burðarþols vindaflstöðvarinnar og hins vegar einkaleyfi sem snýr að raforkuframleiðslunni sjálfri. Kostnaður tugir milljóua Rífiega þrjú ár eru síðan sótt var um einkaleyfi vegna hönnunar Nils að sögn Karls og skiptir kostnaður við að afla þess milijónum króna. ^ Hann kveðst halda að heildar- kostnaður vegna stöðvarinnar til þessa nemi nokkrum tugum millj- óna króna, en frumsmíði hófst fyrir um fimm árum. Meðal þeiira aðila sem styrkt hafa verkefnið em Iðn- tæknistofnun, Rannsóknarráð rík- isins, Landsvirkjun, Orkubú Vest- ~ fjarða, Akureyrarbær, Rafveita Akureyrar o.fl. Einkaleyfið hefur í för með sér að hugmyndin nýtur vemdar á heimsvísu. „Þetta þýðir að enginn annar getur notað þessa hugmynd og framkvæmt hana. Það er eitt að hafa góða hugmynd og annað að hafa einkaleyfi á henni, því þegar svo er í pottinn búið verður hug- myndin miklu verðmætari á mark- aði,“ segir Karl. Breska ráðgjafarfyrirtækið Gerrad-Hassan & Partners, sem er eitt virtasta fyrirtæki á sínu sviði hvað endurnýtanlega orku- gjafa varðar auk þess að vera sér- frótt um vindaflstöðvar, hefur gert úttekt á hönnun Nils. Fleiri aðilar hafa komið að þeirri rannsókn og gefið umsagnir, þar á meðal Dur- ham-háskólinn í Englandi, breskt verkfræðifyrirtæki og einnig einn stærsti framleiðandi reiðhjóla í heiminum. „Rannsóknir allra þessara aðila ber að sama branni, þ.e. að þessi hönnun sé betri en hin hefðbundna á allan hátt. Stöð Nils nýtir land- rými 40% betur en hefðbundnar stöðvar, viðhald er þriðjungi minna, hún er hljóðlaus, virkar í miklu minni vindi, er ódýrari í byggingu og einfaldari að allri gerð, auk þess sem hönnunin er umhverfisvæn að því leyti að stöðin á ekki að valda dauða fugla eins og hefðbundnar vindaflstöðvar gera,“ segir Karl. Möguleiki á stærri stöð „Þá telja sérfræðingamir hjá Gerrad-Hassan að með þessari að- ferð sé hægt að smíða miklu stærri vindaflstöðvar en unnt hefur verið hingað tíl, eða stöð sem framleiðir allt að 20 megawöttum. Það em því engir gallar sjáanlegir.“ Hann segir að búið sé að gera verk- og kostnaðaráætlun fyrir vindaflstöðina. Meðal annars komi til greina að selja hönnunina á nú- verandi stigi, þróa hana frekar og selja hana að því loknu, fara út í samstarf við framleiðanda eða hefja eigin framleiðslu. „Þarna er um frábæra hugmynd að ræða og risastóran markað sem er þar að auki í ömm vexti. Við vonum því hið besta og teljum okkur hafa allar forsendur til að þessi hugmynd njóti velgengni, en getum ekki neglt neitt niður frek- ar en annað það sem snertir ný- sköpun. Bandarísk áhættufjár- magnsfyrirtæki hafa sýnt þessu verkefni áhuga og sömuleiðis margir innlendir aðilar, auk þess sem ýmsir vonbiðlar aðrir koma til greina. Þá má geta þess að Ný- sköpunarsjóður hefur gefið til kynna áhuga sinn á þátttöku," segir Karl. Bandarískt fyrir- tæki kaupir 10% í Flögu hf. Kaupverð um 70 milljónir BANDARÍSKA fyrirtækið ResMed hefur keypt 10% í há- tæknifyrirtækinu Flögu hf. fýrir um 70 milljónir króna. Flaga framleiðir meðal ann- ars kerfislausn til rannsókna á svefni í lækningaskyni, en bandaríska fj'rirtækið ResMed sérhæfir sig í framleiðslu tækja til meðferðar á kæfisvefni. Styrkir trúverðugleika Böðvar Þórisson, markaðs- stjóri Flögu, telur að kaupin komi til með að styrkja trú- verðugleika afurða Flögu er- lendis enda sé ResMed vel þekkt á alþjóðlegum markaði. Flaga fær aðgang að öflugu söluneti bandaríska fyrirtæk- isins um heim allan og einnig er gert ráð fyrir að fyrirtækin styðji hvort annað í sölu á tækjum og búnaði sem þau hafa unnið að. Velta um 400 milljónir króna Velta Flögu var um 400 milljónir króna á síðasta ári en gert er ráð fyrir að veltan tvö- faldist á þessu ári. Áætlað markaðsvirði fyrirtækisins er um 700 milljónir króna. Tekj- ur ResMed vom um 100 millj- ónir dollara, eða um sjö millj- arðar króna á síðasta ári. Markaðsvirði þess er um 53 milljarðar króna og hefur verðmæti þess tvöfaldast frá því í nóvember. ■ Markaðsvirði /B1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.