Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hjálmar Bjarni Kristjánsson fæddist á Flateyri 2. desember 1917. Hann lést á Land- spitalanum 22. janú- ar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Kristján Marías Guðnason, f. á Firði í Súðavíkur- hreppi 19.11. 1895, d. 21.4. 1959, og Rögnvaldína Karit- as Hjálmarsdóttir, f. á Fremri-Bakka í Langadal 16.8. 1890, d. 16.6. 1962. Hjálmar átti þrjú systkini og tvö fóstursystk- ini, en þau voru: Ragnheiður, f. 29.8. 1912, d. 20.7. 1985; Ásgeir, f. 3.5. 1914, d. 27.10. 1934; Fil- ippía, f. 16.10. 1921; Geira Helgadóttir, f. 21.1. 1934; Hjálmar Sigurðsson, f. 3.5. 1945. Hinn 16.11. 1946 kvæntist Hjálmar eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Aðalheiði Péturs- dóttur, f. í Hnífsdal 15.9. 1915. Hjálmar Kristjánson frá Flateyri, kær tengdafaðir og vinur í tæp 40 ár, er nú látinn og komin kveðju- stund. Minningar streyma fram, en eiga flestar bara erindi við þá allra nán- ustu. Hér koma fáein minningabrot: Ég man vestfírskan strák, á aldr- inum 43 til 81 árs - grannan, beinan í baki, léttan á fæti, hressan í tali, hreinskilinn og traustan. Ég man Siggu og Hjalla, er komu til Kaupmannahafnar vorið 1963. Nýbökuð amman og afinn voru í sínu fyrsta fríi, að undanskilinni brúðkaupsferðinni í Bjarkarlund 1947, og í fyrsta skipti í útlöndum. Þau leiddust og voru glöð. Ég man að í Kaupmannahöfn hófst ferli sem hélt áfram æ síðan: Bamabam elskað og dekrað, og for- eldrunum sagt til. Sigga elskaði okkur öll og dekraði, í þess orðs bestu merkingu, og Hjalli líka, en hann sá um leiðsögnina! Ég man hve afí Hjalli, en þann titil hlaut hann um þær mundir, var undrandi á fótaferðartíma Reykvík- inga og fleiru, fyrst eftir að hann flutti suður 1964. Smám saman varð hann þó líka borgarbúi og svaf jafn- vel „út“ fram yfir kl. níu um helgar. Ég man eftir söngnum hans Hjalla og sérlega þeirra Siggu tveggja saman. Það má segja að þau hafí „sungið sig saman“, í kór og á leiksviði, vestur á Flateyri fyrir tæplega 55 árum. Sjálfur söng hann í kómm samfellt í 60 ár. Hennar kórferill var skemmri, en söngrödd- in svo fógur, að vel hefði dugað at- vinnusöngvara. Ég man, ekki hvað síst, eftir Hjalla dansandi við ýmis tækifæri. Bæði var gaman að dansa við hann og að horfa á hann á dansgólfmu. Eg man jarðfræðiáhuga hans og mikla þekkingu á því sviði; man steinasafnið, skrautsteinaslípunina - og einnig tréskurðinn. Svona má áfram telja, og flest enn ósagt. Samt verður hér staðar numið og Hjálmari, að lokum, þökk- uð samfylgdin, ástin, tryggðin og hjálpin við okkur öll. Hlédfs Guðmundsdóttir. Nú er Hjalli bróðir farinn og laus við þjáningar vegna sjúkdóms sem herjaði á hann síðasta hálfa árið. Hann var næstyngstur af okkur fjórum systkinunum og var nálægð okkar alltaf mikil alla tíð. Hann bjó ásamt Sigríði konu sinni í næsta húsi á Flateyri, þar sem við vorum fædd og uppalin. Þar bjuggu einnig foreldrar okkar. Bömin mín voru mjög hænd að hon- um og Siggu mágkonu og voru ófá- ar ferðimar sem þau skmppu yfir og nutu umhyggju þeirra og vin- semdar. Átti hún soninn Ás- geir Guðnason, f. 6.6. 1940, sem Hjálmar gekk í föð- ur stað. Börn Ás- geirs og fyrrv. konu hans Hlédísar Guð- mundsdóttur, f. 21.11. 1941, eru: Sigríður Liba, f. 13.1. 1963; Guð- mundur, f. 3.10. 1967; og Embla Dís, f. 7.3. 1969. Langa- fabörnin eru sex. Sambýliskona Ás- geirs er Sveinfríður Ragnarsdóttir, f. 17.1. 1949. Fyrir vestan stundaði Hjálm- ar sjómennsku og annaðist vél- gæslu til sjós og lands, m.a. á Djúpuvík og við Rafstöðina á Flateyri. Eftir flutnng til Reykjavíkur árið 1964 starfaði hann hjá Hansa hf. og sem um- sjónarmaður við fþróttahús Há- skólans. _ Utför Hjálmars fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á þeim ámm var fjölskyldan stór og líf og fjör í báðum húsunum. Átti Hjalli bróðir ekki hvað síst þátt í því. Hann hafði mjög gaman af söng og allri tónlist og notaði hvert tæki- færi til að taka lagið. Söngurinn var honum í brjóst borinn og var hann í hvers konar kómm meira og minna allt sitt líf, allt fram á síðasta ár. Hjalli bróðir var glaður og spaug- samur mjög og hafði gaman af því að koma fólki til. Hann var hrókur alls fagnaðar ef svo bar undir. I gamla daga brá hann sér á leiksvið- ið og tók þá sérstaklega þátt í söng- leikjum heima í samkomuhúsinu á Flateyri. Þá langaði hann mikið til að læra að dansa og kenndum ég og vinkona mín honum að dansa það sem við kunnum og var spilað á trekktan gamlan „grammófón“ sem Ranka systir lánaði okkur. Uppá- haldsdansinn hjá honum var tangó. Hjalla bróður var margt til lista lagt. Hann skar fallega út og em t.d. margar mjög fallegar gesta- bækur til eftir hann. Hann slípaði einnig steina og bjó til úr þeim skartgripi. Þá lá garðræktin ekki síður íyrir honum og ræktaði hann sinn garð allt fram á síðasta sumar. Ég kveð kæran bróður og þakka fyrir samfýlgdina. Við syngjum saman seinna þegar við hittumst á ný. Kær kveðja. Filipía systir. Mágur minn, Hjálmar Bjami Krist- jánsson, frá Flateyri, er látinn. Þar er genginn góður drengur og ljúf- menni. Hjálmar fæddist á Flateyri og bjó þar sín bestu æviár. Mín fyrstu kynni af Hjálmari vora þau að hann leyfði mér að sitja í bílnum hjá sér eina ferð, en hann var þá bílstjóri á eins og hálfs tonns Ford sem föðurbróðir hans, Ásgeir Guðnason kaupmaður, átti. Að fá að sitja í bíl smástund var mikið ævin- týri í þá daga fyrir lítinn strák- hnokka. Síðar eignaðist hann sinn eigin vömbíl sem oft kom við sögu hjá okkur unga fólkinu ef fara þurfti í ferðalag, t.d. á héraðsmót að Núpi, eða annað álíka. Svo kom að því að Hjálmar kvæntist Sigríði systur minni, sem var mér raunar fremur móðir en systir. Það kom eins og af sjálfu sér að ég átti heimili hjá þeim um nokk- urra ára skeið. Syni Sigríðar, Ás- geiri Guðnasyni, gekk hann í föður- stað. Þau Sigríður eignuðust ekki barn saman. Hjálmar lagði gjörva hönd á margt á sinni löngu ævi. Ungur afl- aði hann sér vélstjóraréttinda og var eftir það vélstjóri á ýmsum bát- um frá Flateyri og mörg sumur var hann vélgæslumaður í síldarverk- smiðjunni á Djúpuvík. Þá var hann einnig um árabil vélstjóri hjá Raf- veitu Flateyrar. Eftir að þau Sigríð- ur fluttu suður til Reykjavíkur starfaði hann hjá Hansa h/f við smíðar og síðustu árin í starfi var hann umsjónarmaður í íþróttahúsi Háskólans. Hvarvetna var hann vinsæll af samstarfsmönnum sínum. Hjálmar hafði alla tíð mjög gaman af hvers konar útivist, þótti gaman að renna íyrir fisk bæði í sjó og vötnum. Ógleymanlegar era berja- ferðimar með þeim hjónum og Ás- geiri. Þá var ekki verið að skjótast í berjamó milli mjalta og messu, heldur var legið við í tjaldi nokkra daga í senn. Slíkar samverustundir verða ógleymanlegar. Þau hjónin höfðu bæði góða söngrödd og sungu í kirkjukór Flateyrarkirkju alla tíð meðan þau bjuggu vestra. Auk þess tóku þau þátt í alls konar samkom- um þar sem söngur var viðhafður. Eftir að þau fluttu suður sungu þau með kór eldri borgara auk þess sem Hjálmar söng um árabil í kór Ás- kirkju. Það var draumur Hjálmars að komast í Kanadaferð söngfélaga sinna á síðastliðnu vori, en veikindi hans urðu þess valdandi að sá draumur rættist ekki. Afabömin hans og börnin þeirra veittu honum margar gleðistundir, ekki síst eftir að hann var hættur að sækja vinnu og sestur í helgan stein. Þau hafa nú misst góðan vin og afa. Það er ljúft að minnast samferða- manna eins og Hjálmars Kristjáns- sonar. Systur minni og öðram að- standendum hans votta ég mína dýpstu samúð. Oskar Magnússon. Elsku afi. Nú er sú stundin runn- in upp að við kveðjum þig í síðasta sinn. Þetta em mikil tímamót, því með þér kveðjum við stóran hluta lífs okkar og hefða. Heimilið ykkar ömmu á Langholtsveginum var okkur systkinunum alltaf örugg, lygn höfn þegar við þörfnuðumst staðfastrar og blíðrar nærveru ykk- ar. Og þið voruð alltaf stöðugur punktur í heimi sem stundum virtist okkur hverfull og skelfílegur. Öll eigum við okkar minningar um atvik sem mögulega gætu skýrt út mikilvægi afa og gildi, en þau virðast öll hverfast um þinn ein- stæða persónuleika sem áfram mun lifa með okkur. Heill heimur dular- fullrar fortíðar á goðsagnakenndum stað sem hét Flateyri, en gekk und- ir nafninu „Heima“, holdgervðist í afa okkar; heimur sem var jafn raunverulegur og óhagganlegur og hann var með öllu horfínn inn í sögu þjóðarinnar og sögurnar hans afa. Við tilheyrðum öll þinni óhaggan- legu heimsmynd og þótt hún væri oft fjarskalega ólík hugmyndum okkar og viðhorfum til lífsins áttum við það mikilvægasta sameiginlegt: gagnkvæma virðingu, ást og hlýju. Það var okkur systkinunum mikil blessun að þið amma skylduð búa ykkur heimili svo stutt frá heimili okkar. Sama hvað á gekk í stríðinu við að vera barn og vaxa úr grasi, þurftum við aldrei annað en ganga þessa fáu metra upp á Langholts- veg til að stíga inn í hlýjan og stöðugan heim ykkar ömmu. Þang- að fylgdi okkur svo nýtt fólk í gegn- um árin, makar sem smám saman lærðu að meta hann og bömin okk- ar sem alltaf kunnu það. Það hvarflaði ekki að okkur sem börnum að sá heimur væri hverfull, hyrfí einn daginn og kæmi aldrei til baka. Það var raunar ekki íyrr en nú rétt fyrir jólin að við fundum hrikta í stoðum hans í fyrsta sinn og svo fengum við ekki að hitta þig og drekka súkkulaðið þitt með þér á jóladag eins og alltaf áður. Og nú, svo skömmu síðar, ert þú farinn. En við vitum hvert þú fórst. Þín Paradís er umkringd undarlegum steinum, kubbum og spýtum sem þú tínir, lagar til, festir saman og skap- ar með þín yndislegu listaverk: ein- staka skartgripi, ógurlega dreka og undarlegar rósir. Við vitum að þeg- ar þú lítur upp úr handverkinu verður þú aftur strákur sem ólmast um í hættulegum leikjum niðri í fjömnni við Flateyri, stelur harð- fiski úr hjöllum og rófum úr görð- um. Og það er alltaf fískur með mörfloti í matinn, ekki þessu drasli sem þeir selja núna, heldur alvöm mörfloti eins og það var gert heima. Þar svífa trúlega engir englar með hörpur og geislabauga, en þai- verða kórar sem þú syngur í, leikhús sem þú leikur í og hljómfagrar litlar trillur sem þú stýrir út á spegilslétt- an Önundarfjörðinn sem er að grænka í vorblíðunni. Og síðan ferðu að moka upp físki, rólegur, hamingjusamur og alltaf hraustur. Afí, elskulegi ljúfí karlinn okkar. Við kveðjum þig með hjörtu full af söknuði og trega, en huga fyllta dýrmætustu minningum um þig. Eins mun minningin um afa Hjalla, þennan góða mann sem var jafn ör- látur á athygli, blíðu og nammi, íylgja langafabörnunum þínum sex inn í nýja tíma sem engan órar fyr- ir. Sigríður Líba, Guðmundur og Embla Dís. Hjálmar móðurbróðir minn er horfinn úr þessum heimi. Við sem áttum honum svo mikið að þakka erum full hiyggðar og saknaðar. Þótt æviárin væra orðin mörg var hann ekki gamall maður í okkar huga. Að vísu var síðasta ár honum erfítt. En hann var ekki tilbúinn að leggja hendur í skaut þótt erfiður sjúkdómur herjaði á hann og þegar smáhlé varð á hans veikindum stóð ekki á því að hann tæki fram út- skurðaráhöldin sín og hæfist handa við tréskurðinn. Hugurinn reikar til bernskuára minna á Flateyri þar sem ég fædd- ist í húsi Kristjáns afa míns og Rögnvaldínu ömmu minnar. Þar var Hjalli til heimilis fyrstu æviár mín. Söngelskur var hann mjög og kom það berlega í ljós þegar hann kenndi mér, smábarninu, sönglög og hafði gaman af. Nokkmm árum seinna hófst hann handa við að breyta húsi afa og ömmu að Bárugötu 3. Hann giftist Sigríði Pétursdóttur og hófu þau þar búskap ásamt Ásgeiri syni hennar, frænda okkar. Þar stóð heimili þeirra öll þau ár sem þau bjuggu á Flateyri. Stutt var á milli húsanna að Grandarstíg 9, heimili foreldra minna, og Báragötu 3, enda mikill samgangur milli heimilanna. Hjalli eignaðist snemma vörubíl og það þótti nú aldeilis gaman hjá okkur krökkunum að fá far með honum en þá vora ekki bílar á hverju heimili eins og nú er. Margar ferðirnar vora farnar á Traðanesið í Breiðadal í heyskap, þar átti afi tún, en á þeim tíma var smábúskapur stundaður við mörg heimili á Flateyri. Einnig voru margar berjaferðimar famar með Hjalla. Árin líða og bernskan að baki, ég stofna heimili í Reykjavík og lengra verður milli samfunda. Svo kemur að því að Hjalli og Sigga flytja suður. Mikið var ég þeim þakklát á þeim árum að geta leitað til þeirra og notið samvista við þau þar sem mín fjölskylda var þá enn búsett fyrir vestan. Milli okkar Hjalla voru sterk bönd vináttu og tryggðar sem aldrei verður full- þakkað. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál. Gaman var að taka með honum lagið á góðum stundum, enda lagði hann mörgum kórum lið um ævina með sinni björtu tenór- rödd. Fyrir nokkrum árum þurftum við Jón á smiði að halda við sumar- húsið okkar. Leituðum við þá til Hjalla. Minnist Jón þess hve hagur hann var við smíðarnar og ánægju- legt fannst honum að njóta hans léttu lundar. Sigga, Ásgeir og fjölskylda. Við Jón biðjum góðan guð að styrkja ykkur og varðveita á þessum erfíða tíma sorgar og saknuðar. Elsku Hjalli, hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst okkur með tilveru þinni. Ásbjörg fvarsddttir. í dag fylgjum við móðurbróður mínum, honum Hjalla frænda, til HJALMAR BJARNI KRIS TJÁNSSON grafar. Mig langar að minnast hans í fáum orðum. Einar fyrstu minningar mínar tengjast honum og eftirlifandi eigin- konu hans, henni Siggu. Það voru fá spor milli okkar húss og þeirra við Grandarstíginn á Flateyri. Þangað var alltaf gott að koma, kíkja á páfa- gaukinn, athuga hvort kúluspilið væri ekki á sínum stað undir stofu- skápnum, spjalla smá og fá svo nesti með sér heim alla þessa leið. Trukkurinn hans var augnayndi fyrir mig, breskur herbíll úr stríð- inu, tneð festingum fyrir byssur og allt. Ég fékk stundum að stýra, einu sinni fór ekki vel með aksturinn, þá náðist ekki einhver beygja, það brotnaði úr húsvegg, Hjalli varð reiður, en það stóð stutt og lítið sá á trukknum. Svo fluttu Hjalli og Sigga burt til Reykjavíkur og hann fór að vinna í Hansa. Þá fékk ég að vita hvað Hansa-hillur voru. Þær hlutu allar að vera smíðaðar af Hjalla. Þau komu oft vestur í heim- sókn, eitt sinn fékk ég að vera sam- ferða þeim til Reykjavíkur í baka- leiðinni. Þá átti hann Willys-jeppa með tréhúsi, ég fínn ennþá sæta bensínlyktina inni í honum. Svo kom að því að við fluttum líka suður, og þá voru fleiri skref milli húsa og sjaldnar farið á milli en á Flateyri. Samt leit maður stundum inn á Langholtsveginum. Þar var alltaf allt í föstum skorðum, spjallað í stofunni og Sigga tók fram kökur með kaffinu, það þýddi ekki að afþakka það, og alltaf var kúluspilið á sínum stað undir stofu- skápnum, mín börn fengu líka að spreyta sig á því. Á leiðinni út var komið við í kompunni þar sem steinaslípunin og síðar útskurður- inn fóru fram, og litið á það sem hann var að gera í það og það skipt- ið. Svo var það garðurinn og gróð- urhúsið, þar varð líka að koma við og líta á plönturnar sem hann var að rækta og hlúa að. Þar sem hann er nú trúi ég að hann þurfi ekki gróðurhús yfir plönturnar sínar. Ég þakka fyrir að hafa átt svona frænda og vitna í orð Nóbelsskáldsins sem sagði ein- hvers staðar að veraleikinn fengi ekki meiningu fyrr en í endurminn- ingunni. Elsku Sigga og fjölskylda, ég votta ykkur alla mína samúð. Jóhannes Einarsson. Árin 1917, 1918 og 1919 komum við þrír strákar í þennan heim á Flateyri, Isafirði og Álftafírði og allir hlutum við nafnið Hjálmar, skírðir í höfuðið á afa okkar Hjálmari Hafliðasyni. Sá yngsti okkar Hjálmar Hafliðason sem fæddist í Álftafirði lést í október sl. og nú 22. janúar lést Hjálmar Kristjánsson, sem elstur var okkar nafnanna, og ég vil minnast með þakklæti samfylgdar, tryggðar og vinsemdar hans. Tengsl okkar voru reyndar sáralítil í bernsku, því að þá var langur vegur og fáfarinn á milli ísafjarðar og Flat- eyrar enda voru þá engin Vest- fjarðagöng. Þótt vegir okkar hafí síðar á ævinni legið til ýmissa átta bæði hér á landi og erlendis, hafa ættartengslin átt sinn ríka þátt í því, að við á síðari æviárum höfum tengst vináttuböndum, sem hafa eflst með aldrinum. Þeir nafnar mínir tveir, sem nú hafa báðir kvatt þennan heim, unnu saman að því að halda til haga og gefa út í einkaútgáfu fyrir fjölskylduna æviminningabók Hjálmars Hafliðasonar, afa okkar, en hann var bæði sérlega vel rit- fær og ágætlega hagmæltur. Þar er auk kvæðasafns afa samantek- inn mikill fróðleikur um búskap þeirra hjóna, Hjálmars afa og ömmu okkar Arndísar Maríu Sig- urðardóttur á Fremri Bakka í Langadal, afdali við botn ísafjarð- ardjúps. Þau hættu búskap 1918 og fluttu til Isafjarðar. Þau eign- uðust 7 börn og meðal afkomenda þeirra eru fleiri, auk okkar þriggja, sem hlutu nafn Hjálmars afa. Hjálmar Kristjánsson fæddist og ólst upp á Flateyri, en starfaði síðari hluta ævi sinnar í Reykjavík,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.