Morgunblaðið - 20.02.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 20.02.1999, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundir um ár aldraðra EYÞING, Samband sveitarfélaga í Eyjaíirði og Þi n geyj arsýs 1 um, ásamt verkalýðsfélögum og félögum eldri borgara boða til tveggja funda á Norðurlandi eystra til að kynna áherslur Sameinuðu þjóðanna á ári aldraðra og ræða stöðu aldraðra í íslensku samfélagi. Fyrri fundurinn verður á Hótel Húsavík næstkom- andi miðvikudag, 24. febníar og sá síðai-i í Glerárkirkju á Akureyri, en báðir hefjast þeir kl. 14. Samþykktir SÞ kynntar A fundunum mun Jón Helgason, fyrrverandi ráðherra og oddviti framkvæmdastjórnar um ,Ár aldr- aðra“, kynna samþykktir SÞ um málefni aldraðra, Asgeir Jóhannes- son, fyrrverandi forstjóri, fjallar um efnahagsmál eldri borgara, Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri bú- setu- og öldrunardeildar Akureyr- arbæjar og Sofíía Gísladóttir, fé- lagsmálastjóri Félagsþjónustu Þingeyinga, fjalla um símenntun og hæfni aldraðra, um stöðu þeirra í kjördæminu og framtíðarsýn sveit- arfélaganna. Stórhríð raskaði samgöngum á landi og í lofti á norðanverðu landinu Tveir ökumenn voru sóttir á Oxnadalsheiði STÓRHRÍÐ geisaði um norðanvert landið í gær- dag og hafði hún í för með sér mikla röskun sam- gangna. Allir vegir að og frá Akureyri vora ófær- ir og þá var einungis hægt að fljúga eina ferð milii Akureyrar og Reykjavíkur í gærmorgun. Ökumenn í tveimur jeppum sátu fastir á Öxna- dalsheiði í gærdag og lögðu félagar úr Flug- björgunarsveitinni á Akureyri og Hjálparsveit skáta á Akureyri á heiðina síðdegis þeim til bjargar. Kolvitlaust veður var á þessum slóðum og miðaði förinni hægt af þeim sökum, en ekkert amaði að ökumönnunum, sem höfðust við í bílum sínum. Svavar Tulinius í Hjálparsveit skáta var á Öxnadalsheiði undir kvöld og sagði hann að vel hefði gengið að komast upp á heiðina, en snjór væri mjög mikill, þungt færi og brjálað veður svo ekki sást handa skil. Þegar Morgunblaðið ræddi við Svavar var annar björgunarsveitarbíll- inn að aðstoða ökumann annars bílsins, en Svavar og félagar vora rétt ókomnir að hinum. Reyna átti að koma að minnsta kosti öðrum bíln- um til byggða, en útlit fyrir að hinn yrði skilinn eftir. Mokstri hætt Sökum stórhríðar var mokstri hætt á Öxna- dalsheiði í gærmorgun og ekki var fyrirhugað að hreinsa veginn fyrr en veður lægði. Ekki var reynt að moka á Víkurskarði, enda mikill veð- urofsi þar. Vegurinn til Dalvíkur var mokaður í gærmorgun, en hann lokaðist fljótt aftur. Ófært var milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og var þung- fært innanbæjar. Björgunarsveitarmenn á Dal- vík aðstoðuðu við að koma börnum af leik- og grannskólum til síns heima og einnig að aka fólki til og frá vinnu. Bíll valt við Syðra-Gil í Eyjafjarðarsveit í gær- dag, en ökumaður missti vald á bflnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar og valt. Kvartaði hann um eymsl í hálsi og leitaði aðstoð- ar á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Nokkuð vai' um umferðaróhöpp á Akureyri, en að sögn varðstjóra var færð innanbæjar þokkaleg en skyggni á köflum afar slæmt. Engin slys urðu í þessum óhöppum en nokkurt eigna- tjón. Margir biðu flugs Flugfélag íslands náði að fljúga eina ferð frá Reykjavík til Akureyrar í gærmorgun, áður en versta veðrið skall á. Ekki var hægt að fljúga til Grímseyjar, ísafjarðar, Þórshafnar og Vopna- fjarðar. Tæplega 500 manns biðu eftir flugi frá Akureyri í gær. Hjá íslandsflugi fengust þær upplýsingar að stórir hópar fólks hefðu dottið út þar sem ekki var flogið í gær, en m.a. stóð til að flytja stóran hóp starfsfólks Sólar-Víkings norð- ur þar sem halda átti árshátíð fyrirtækisins, en vegna veðurs komst fólkið hvergi. Akureyrarprestakall Sr. Birgir enn sóknarprestur SÉRA Birgir Snæbjörnsson, sóknarprestur í Akureyrar- prestakalli, hefur óskað eftir því við Morgunblaðið, að gefnu til- efni, að koma á framfæri leiðrétt- ingu á þeim útbreidda misskiln- ingi að hann sé hættur prests- skap. Sr. Birgir lét af störfum prófasts í Eyjafjarðarprófasts- dæmi um síðustu áramót en í kjölfar þess virðist sá misskiln- ingur hafa farið af stað að hann hafi látið af störfum. Hið rétta er að sr. Birgir mun starfa sem sóknarprestur til loka ágústmán- aðar á þessu ári. Akureyrarbær auglýsir breytingu á deiliskipulagi við Mýrarveg norðan Akurgerðis hrf l| rMrl! Með vísan til greinar 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýsir Akur- eyrarbær deiliskipulag íbúðarsvæðis og opins svæðis vestan Mýrarvegar, norðan Akurgerðis. Lóðarhafi hefur látið vinna deiliskipulagstillögu þar sem gert er ráð fyrir tveim 5 hæða fjöl- býlishúsum með alls 30 íbúðum. Bílageymsla er neðanjarðar. Tillagan var kynnt á almennum borgarafundi 3. febrúar sl. og var síðan breytt lítillega til þess að koma til móts við sjónarmið sem fram komu á fundinum. Uppdráttur er sýnir skipulagstillöguna ásamt skýringarmyndum og greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulags- deild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til þriðjudagsins 6. apríl 1999, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 þriðjudaginn 6. apríl 1999. Athugasemdum skal skila til Skipu- lagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeim sem telja sig verða fyrir bóta- skyldu tjóni vegna skipulagsins er bent á að gera athugasemdir innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir henni. Skipulaasstióri Akurevrar Morgunblaðið/Magnús Mikaelsson BIRGIR Sigurjónsson, Hólmfríður Jóhannesdóttir og dóttir þeirra Karen í Heilsuhöllinni í Hrísey. BOÐIÐ er upp á fjölbreytta líkamsrækt í Heilsuhöllinni. Til sölu er Lónsá við Akureyri Gistiheimili í fullum rekstri á eignarlandi standa tvö hús. Steinhús á tveimur hæöum, stærð samtals 364,3 fm. Timburhús á einni hæð, stærö samtals 125,9 fm. Nánari upplýsingar eru veitt hjá Hermann R. Jónsson, sölustjóri. Heilsuhöllin opnuð í Hrísey HEILSUHÖLLIN, ný líkams- ræktarstöð, hefiir verið opnuð í Hrísey en hún er til húsa í Hóla- braut 20. Birgir Sigurjónsson og íjölskylda hans eiga og reka Heilsuhöllina og var húsið við Hólabraut keypt á síðasta ári til að setja hana upp. „Við byrjuð- um að undirbúa þetta í fyrravor og höfum verið að síðan,“ sagði Birgir. Aður hefur verið rekin sól- baðsstofa í Hrísey en eyjar- skeggjum hefur ekki staðið til boða áður að sækja líkams- rækt í eynni. Birgir sagði að áhugi íbúa eyjarinnar væri mikill, en ekki hefði fengist mikil reynsla enn sem komið er á reksturinn þar sem nýlega er búið að opna stöðina. Þar er hægt að stunda pallaleikfimi, fara í tæki og stunda „body pump“, en á því sviði er um að ræða nokkurs konar útstöð frá Vaxtarræktinni og hefur Sig- urður Gestsson verið eigend- um innan handar hvað það varðar. Þá geta gestir farið í sólarlampa, farið í gufu og böð og jafnvel nudd. Kennari í Heilsuhöllinni er Þórunn Páls- dóttir. Stöðin er opnuð kl. 16 á dag- inn og er opin fram eftir kvöldi, en Birgir sagði að afgreiðslu- tími yrði þróaður í samræmi við þarfír neytenda. Auk Hrísey- inga kvaðst Birgir ætla að fólki af fastalandinu gæti þótt spenn- andi að sækja sér heilsurækt til Hríseyjar. Miðstjórnar- fundi frestað VEGNA veðurs hefur verið ákveðið að fresta miðstjómar- fundi og stjómmálaskóla Sam- bands ungra framsóknar- manna sem vera átti á Akur- eyri í dag, laugardaginn 20. febrúar. Fundurinn verður þess í stað haldinn næsta laugardag, 27. febrúar, á sama stað og tíma og er dagskráin óbreytt að öðra leyti. Frekari upplýsingar era veittar á skrifstofu Framsóknarflokks- ins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.