Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1999 J! MORGUNBLAÐIÐ i Á SLÓÐ SKAGFIRSKA KÚREKALEIKARANS Sá þögli, sterki með lít- inn tíma fyrir rómantík -f- 'T’ VIKMYNDALEIKARIN 1/ N William (Bill) Cody sem frsegur var á tímum þöglu JL ^Lmyndanna í Hollywood var skagfírskur í báðar ættir. Hann fæddist í Winnipeg í Kanada árið 1891 en flutti til Hollywood um þrí- tugt og hóf kvikmyndaleik. A ferli sínum lék hann aðalhlutverk í fjölda stórmynda og hróður hans barst víða, m.a. til Islands. Réttu nafni hét hann Páll og var sonur Páls Valtýs Eiríkssonar frá Bakka á Viðvíkurströnd og Bjargar Jónsdóttur frá Reykjum á Reykja- strönd. Þau fluttu til Kanada líklega með vesturfaraskipinu Camoens árið 1887 og þar fæddist Páll. Sökum fátæktar ólst hann upp hjá vandalausum en 9 ára gamall var hann sendur í heimahagana, norður í Skagafjörð, þar sem hann dvaldi í tvö ár. Heyrt hefur verið sagt eftir prestsfrú í sveitinni að drengurinn hafi verið þekktur fyrir að þeysa um á hesti og æfa sig í kúrekaleik. Rak eigið kvikmyndafyrirtæki Greint er frá ferli Bills Cody í kvikmyndahandbókinni Who’s Who of the Cinema. Þar segir m.a. að árið 1924 hafi hann leikið í fyrstu kúreka- myndinni hjá Pathé Westems og brátt varð hann vinsæl kúrekahetja, þekktur sem sterka og þögla mann- gerðin sem hafði lítinn tíma fyrir rómantík. Um tíma rak hann eigið kvik- myndafyrirtæki og framleiddi mynd- ir en vann síðar hjá Universal kvik- myndaverinu. Páll litli Pálsson lærði að sitja hest í sveit- inni heima í Skagafírði en skipti síðar um nafn og gerðist kúrekaleikarinn Bill Cody í Hollywood. Hrönn Marinósdóttir rifjar upp örlítið af ævi hans og við sögu koma Buffalo Bill, Ronald Reagan, Emile Walters og „Iron Eyes“ Cody. Heimsfrægasti kúreki Halldór Kiljan Laxness hitti Bill Cody í Los Angeles árið 1927 og skrifaði um hann grein í Morg- unblaðið: „Af öllu því merkilega fólki sem jeg hef kynst síðustu vikurnar, varð mjer einna furðulegast við að kynnast Bill Cody. Hann er heimsfrægasti kúreki (Cowboy). Jeg minnist þess að hafa sjeð hann nokkrum sinnum á ljereftinu með langa keyrið sitt og barðastóra kúfinn bæði í Evrópu og hjer í Amer- íku. Hann er hár og grannur, ljóshærður og drengilegur, og bros hans mjög heillandi... Þeg- ar honum var sagt að jeg kæmi frá íslandi, þá varð hann allur að einu brosi og sagði: „Þaðan kem ég líka.““ Kvikmyndaferlinum lauk um árið 1940 en toppinum náði hann árið 1927 í kvikmyndinni the „Gold from Weepah“. Af öðrum myndum sem hann hefur leikið í eða samið má nefna „Arizona Whirlwind", „King of the Saddle“, „Born to Battle" og „Galoping Cowboy“. Sagan segir einnig að Bill Cody hafi komið fram með sh-kushópnum, The Cole Brothers Cirkus. Hann lést árið 1948. Sá andlátsfrétt um indíánann Saga íslenska kúrekaleikarans er rifjuð upp hér, rúmum 50 árum eftir BILL Cody, skagfirski kúrekaleikarinn, faðmar leikkonu í Hollywood. Morgunblaðið/Kristinn MYNDIR eftir Emile Walters er að finna í Alþingishúsinu. Veðurdraumar DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson DRAUMUR um veður. FYRR á tímum fóru menn eftir draumum sínum þegar veðrið bar á góma og það brást ekki að kindur og hey voru fyrir slæmri tíð. I bók Hermanns Jónassonar „Draumar“, sem hann gaf út 1912, segir Her- mann: „A unglingsárum mínum mátti svo heita, að ég gætti sauð- fénaðar á öllum tímum árs. Draum- ar mínir snerust þá mest um fjár- geymsluna og tíðarfarið, og komu mér margsinnis að góðu haldi. Fyr- ir fannkomu dreymdi mig til dæmis ætíð mikinn veiðiskap, mikið hey eða margt fé. Fyrir hvassviðri: söng eða hávaða, en fyrir hláku: lít- ið hey eða heyþrot, blóð og vín. Eftir því, á hvaða stigi hvað eina var í draumnum, reyndist veðrið í vökunni. Bæri saman í draumnum mörgu fé og miklum hávaða, var áreiðanlega í nánd bálviðrisstór- hríð.“ Þessi lýsing Hermanns á veðurtáknum drauma sinna á víðar við og enn í dag. Veðurglöggir menn á Dalvík sem mynda spáhóp um veður nota drauma sér til glöggvunar og þar koma sömu tákn fyrir og hjá Hermanni forðum. En að dreyma vetur, snjó, fannkomu og frost snýr oft dæminu við, því þessi tákn vísa yfirleitt á manninn sjálfan og átök hans við lífið fremur en veður. Snjór getur sem dæmi vísað til löngunar að hreinsa sig af liðinni tíð, endurfæðast, verða nýr maður. Nýfallin fónn getur gefið í skyn að þú sért að dragast að ein- hverjum kynferðislega. En frost gefur hinsvegar í skyn bældar til- finningar eða kulnaðar og fer frost- stigið eftir höfnunarkraftinum. Draumar um útiveru í frosti geta sagt manni mikið um tilfinningalíf manns, hvort þessi kuldi í sam- skiptum á sér rætur í æsku, vegna ástar og vinamissis eða er áunninn vegna eylands löngunar. Til eru þeir sem velja að vera Snædrottn- ingar og Konungar vetrar í vöku til að firra sig umhverfinu og snert- ingu við aðra. Klakaböndin halda þeim frá átökum við tilfinningar, áföllum og gleði svo líf þeirra verð- ur ákveðið, kortlagt og hlutirnir eru alltaf eins frá degi til dags, til- veran grá og kassalöguð. Söngvar- inn góði Nat King Cole velti þessu fyrir sér í einu laga sinna: „Is it better to have loved and lost, than never to have loved at all?“ Draumur „Blue“ Ég er stödd í eldhúsi (þekki ekki) og geng gegnum vænghurð inn í stofu. Þar er frekar dimmt og ég sé mágkonu tengdamóður minn- ar vera að reyna að ná geitungi með ryksugu. Ég bið hana að hætta áður en þetta fari illa. í því ræðst hann á hendur mínar. Ég dreg þær upp í ermarnar og ákveð að drepa hann. Ég fékk nokkrar stungur þó sársaukalausar og geitungurinn hafði breyst í páfagauk. Hann var blár, svartur og hvítur og virtist töluvert meiddur. Meðan ég skoða meiðslin breytist hann í sveinbarn, mér verður svoh'tið brugðið og fer að hugsa um að losa mig við dreng- inn en veit þó að ég kemst ekki upp með það heldur. Þá birtist tengda- faðir minn og ég sýni honum drenginn sem er allt í einu alheill í glærum poka fullum af vökva. Hann brosti og virtist líða mjög vel. Þá allt í einu rifjast það upp fyrir mér að ég hafi verið ófrísk, fæðing- in gengið fljótt og mjög vel og því ætla ég að eiga drenginn. Ég legg hann frá mér og ætla að fá lækni til að líta á hann og taka úr pokanum. Meðan ég leita upplýsinga í bók um drenginn, tekur hann á sig mynd ungs manns en samt svolítið tekinn í framan og hárið orðið grátt. Hann rís á fætur og ákveður að halda út í lífið, ég var sátt við þá ákvörðun því ég vissi að hann myndi spjara sig vel þótt auralaus væri. Ráðning Ef við kíkjum fyrst á aðal táknin þá eru þau húsið sem þú ert í, en hús speglar sjálfið. Dýrin og bamið vísa til tilfinninga og langana (en dýr vísa á tilfinningai- líkt og veður), þar er geitungurinn tákn hræðslu, páfa- gaukurinn merki sakleysis og bjarg- leysis en barnið vísar til æðri lang- ana. Ef draumnum er svo raðað upp með öðrum atvikum og persónum, þá gæti hann sagt þessa sögu: Þú virðist óörugg um eigið sjálf (þekktir þig ekki í eldhúsinu og stofan var dimm) og því ekki í stakk búin að takast á við þann raunveruleika sem þú ert nú í. Þetta birtist í dýrunum en litur og meiðsl páfagauksins gefa í skyn sálrænt sár. En allt eru þetta yfirstíganlegu- þættir og fyrrnefndar tilfinningai- breytast með baminu (það að þér var bmgðið og þú varst að hugsa um að losa þig við dreng- inn bendir til að þú sért ekki alls sjálfráð um þessar breytingar) og þroska þess í sjálfsöruggan einstak- ling sem gengui- öruggum skrefum gegn um lífið. Auraleysið lætur að því hggja að þú verðir laus undan kröfum ytri ímynda. Af draumnum að ráða á tengdafólk þitt mikinn þátt í þessum breytingum en það mun reynast þér afar vel. •Þeir lesendur sem viljn fá draunm sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásaml lieimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Einnig gela lescndur sent drauma s/na á netfang Kristjáns Frúnanns: krifriExnet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.