Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjúkrunarfræðing-ar vilja aðgerðir til að draga úr manneklu í hjúkrun hérlendis Fj öldatakmarkanir verði afnumdar eða rýmkaðar verulega FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð- inga vill að fjöldatakmarkanir á námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands verði afnumdar eða rýmkaðar verulega til þess að unnt verði að mennta fleiri hjúkr- unarfræðinga og bæta úr landlæg- um skorti á vinnuafli stéttarinnar hér á landi. I skýrslu sem unnin hefur verið á vegum félagsins kem- ur fram að fjölga þurfí útskrifuðum hjúkrunarfræðingum um 30-40 á ári næstu 15 ár, auk þess sem lagt er til að gripið verði til aðgerða til að fá fleiri menntaða hjúkrunar- fræðinga til starfa í hærra starfs- hlutfall en nú er algengast. A blaðamannafundi í gær var kynnt skýrsla sem nefnd á vegum stjórnar Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga og deildar hjúkrunar- forstjóra sjúkrahúsa innan félags- ins hefur unnið um manneklu í hjúkrun. I skýrslunni kemur fram að mannekla í hjúkrun hér á landi er um 14% og samsvarar því að það vanti hjúkrunarfræðinga í um 300 stöðugildi og er þá miðað við stöðu- heimildir samkvæmt fjárhagsáætl- unum. Að auki má gera ráð fyrir því, samkvæmt mati hjúkrunarforstjóra og Félags íslenskra hjúki-unar- fræðinga, að til viðbótar vanti um 425 stöðuheimildir hjúkrunarfræð- inga á heilbrigðisstofnunum hér á landi. Því megi leiða líkur að því að það vanti rúmlega 700 hjúkrunar- fræðinga í fullt starf við heilbrigðis- stofnanir hér á landi. 98% hjúkrunarfræðinga eru kon- ur og alls eru íslenskir hjúkrunar- fræðingar 3.129 talsins, þar af eru um 300 á lífeyri og 160 búsettir er- lendis. Meðalaldur er 43,6 ár og meðalstarfsaldur um 18 ár. Um 40% hjúkrunarfræðinga á vinnualdri eru fædd á 6. áratugn- um. Hlutfall hjúkrunarfræðinga í hverjum árgangi kvenna fæddra frá 1935-1970 er 3,5% að meðaltali. Það fór hæst í um 6% hjá þeim sem fæddar eru á tímabilinu 1955-1959 en hefur farið minnkandi síðan, að sögn Astu Möller, vegna þess að námsleiðum fyrir hjúkrunarfræð- inga hefur fækkað síðan þótt hlutur kvenna í öðru háskólanámi hafi aukist. Ennfremur kom fram að miðað við mannfjölda sé fjöldi hjúkrunar- fræðinga í starfí á Islandi aðeins um 65% af starfandi hjúknmar- fræðingum á Norðurlöndum. „Til að ná meðaltali starfandi hjúkrun- arfræðinga á Norðurlöndum miðað við mannfjölda þarf um 745-860 fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa í fullu starfí hér á landi,“ segir í skýrslunni. Að auki þarf um 960 sjúkraliða í fullu starfi til viðbótar til að ná meðaltalsfjölda sjúkraliða á Norðurlöndunum. Fjöldatakmarkanir eru vegna fjármála en ekki námskrafna Þá kemur fram að vegna fjölda- takmarkana í nám í hjúkrunar- fræði haldi 90 nemendur ár hvert áfram námi eftir samkeppnispróf á fyrsta misseri. Um 86 nýir hjúkr- unarfræðingar hafí útskrifast að jafnaði á ári undanfarin fímm ár, um tveir þriðju frá Háskóla íslands og um þriðjungur frá Háskólanum á Akureyri. 85% þeirra fari til starfa við hjúkrun og sé meðaltals- starfshlutfall 80%. Mannekla í hjúkrunarstarfi verði viðvarandi verði ekki breyting á fjölda útskrif- aðra hjúkrunarfræðinga næstu ár- in. A blaðamannafundinum sagði Ásta Möller, fonnaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, að fjöldatakmarkanirnar væru ekki tilkomnar vegna námskrafna held- ur vegna skorts á fjárveitingum til náms í greininni. Félagið leggi til að takmarkanirnar verði afnumdar eða lýmkaðar verulega. Lagt er til að fjármagn vegna náms í hjúkrun- arfræði verði aukið þannig að nem- endafjöldi á ári geti orðið 120-130 í stað 90 nú. Aðgerðir til að auka atvinnuþátttöku Verklegt nám hjúkrunarfræð- inga verði endurskipulagt með til- liti til fjölgunar nemenda og fleiri heilbrigðisstofnanir nýttar til verk- legrar þjálfunar. Einnig er m.a. lagt til að laun hjúkrunarfræðinga verði hækkuð og taki mið af ábyrgð, sérhæfni og menntun og verði ekki lakari en laun heilbrigð- isstétta með sambærilega menntun að baki. Greiðslur fyrir álagsvaktir Menningarhús Suðurlands verði í Hveragerði VEGNA ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar um starfrækslu svokallaðra Menningarhúsa í hverjum landsbyggðarfjórð- ungi hefur bæjarstjórn Hvera- gerðis lagt til að Menningarhús Suðurlands verði til húsa í Listaskálanum í bænum, sem er í eigu Einars Hákonarsonar myndlistarmanns. I tillögu bæjarstjórnarinnar er þess getið að Einar hafi lýst því yfír, bæði opinberlega og við bæjarstjórnina, að ekki sé grundvöllur fyrir því að hann sem einkaaðili standi að rekstri skálans nema til komi stuðn- ingur ríkisvaldsins. Bæjar- stjórnin vill að kannað verði hvort ekki megi tryggja fram- tíðarrekstur Listaskálans með því að starfrækja þar Menning- arhús Suðurlands, en í tillögu stjórnarinnar kemur fram að húsið sé sérhannað til slíkra nota. I tillögu bæjarstjórnarinnar, sem var samþykkt samhljóða, kemur fram hún telji það bæði skynsamlegt og hagkvæmt fyr- ir ríkisstjómina að ganga til samninga við eiganda skálans. Stöðugildi hjúkrunarfræðinga sem vantar að manna til 2013 verði hækkaðar og nýtt fram- gangskerfi auki möguleika á stöðu- hækkunum, ekki síst í klínísku starfí. Starf skýrsluhöfunda hefur leitt í ljós að atvinnuþátttaka hjúkrunar- fræðinga í hjúkrun er um 85% en atvinnuþátttaka kvenna á sama menntunarstigi er um 92%. Skýrsluhöfundar telja að með þeim mannafla hjúkrunarfræðinga, sem nú er til í landinu, sé unnt að fjölga setnum stöðugildum um 170. Um 400 íslenskir hjúkrunarfræðingar starfa ekki við hjúkrun. Kynntar em tillögur til að fjölga setnum stöðugildum um 170 til að ná meðaltali atvinnuþátttöku kvenna. í skýrslunni segir að 200 hjúkr- unarfræðingar fengjust til starfa á ný í hjúkrun og færi sá fjöldi að meðaltali í 50% starfshlutfall fengjust um 100 stöðugildi. Þá kemur fram að um 30% starf- andi hjúkrunarfræðinga, eða um 700 manns, eru í minna en 80% stafí. Ykju þessir hjúkrunarfræð- ingar starfshlutfall sitt um 10% að jafnaði fengjust um 70 stöðugildi í viðbót. Til að ná sambærilegri at- vinnuþátttöku við sambærilegar stéttir þyrftu 200 hjúkrunarfræð- ingar að snúa sér aftur að hjúkrun. Fangar álagsins Um 60% hjúkrunarfræðinga vinna vaktavinnu, en vaktavinna og óreglulegur vinnutími eru ein aðal- ástæðan fyrir streitu í starfi, sam- ræmist illa fjölskyldulífí og veldur því að hjúkrunarfræðingar kjósa oft að vinna minna starfshlutfall eða hætta störfum, segir í skýrsl- unni. Fullyrt er að heilbrigðisstofn- unum gangi erfiðlega að manna nætur-, helgar- og helgidagavaktir og að vinnutímatilskipun EES og kjarasamningar kalli á breytingar á vaktafyrirkomulagi hjúkrunarfræð- inga. Sýnt hafi verið fram á að ör skipti á vöktum trufli líkamsklukku og leiði til aukinnar streitu og jafn- veþstyttri ævi. A blaðamannafundinum var staðhæft að hvergi á Norðurlönd- unum nema hér þekktist 40 stunda vinnuvika í vaktavinnu hjúkrunarfræðinga og að íslenskir hjúkrunarfærðingar þyrftu að vinna einni vakt í viku meira en aðrir norrænir hjúkrunarfræðing- ar. Vegna manneklu væri ekki hægt að bjóða að óbreyttu hag- stæðara vinnufyrirkomulag hér á landi. „Við erum fangar álagsins," sagði Eygló Ingadóttir, einn skýrsluhöfunda. Þvi er lagt til að þegar verði tek- in upp 36 stunda vinnuvika hjúkr- unarfræðinga í vaktavinnu og vakt- ir m.a. endurskipulagðar þannig að hjúkrunarfræðingar verði einungis í undantekningartilvikum ráðnir á þrískiptar vaktir en sérstaklega verði greitt umfram umsamið álag fyrir nætur-, helgar- og helgidaga- vaktir. Þá kom fream að iðulega væni gerðar kröfur til hjúknmarfræð- inga um vinnuframlag umfram það sem þeir kjósa og einkum kvörtuðu ungir hjúkrunarfræðingar undan aukavaktaáþján. Skipulag dagvistarmála Skýrsluhöfundar telja að skipu- lag dagvistarmála geti vegið þungt hvað varðar starfsskilyi’ði hjúkrun- arfræðinga. Um áratugaskeið og til ársins 1993 ráki sjúkrastofnanir leikskóla til að fá hjúkrunarfræð- inga með ung börn til starfa. Frá 1993 hafa sveitarfélög tekið við þessum rekstri. Skipulag leikskóla sjúkrahúsanna tók, að því er segir í skýrslunni, mið af þörfum starfs- manna þeirra. Framboð á leik- skólaplássi hjá sveitarfélögum er á hinn bóginn víða minna en eftir- spurn og víða komast börn ekki á leikskóla fyrr en á 3. aldursári. „Hjúkrunarfræðingar með ung börn koma síður, seinna og í minna starfshlutfall en áður til starfa vegna erfiðleika við barnapössun," segir í skýrslunni. Lagt er til að skólagjöld í leik- skólum verði felld niður, enda séu leikskólar hluti af skipulögðu skóla- kerfi landsins og eina skólastigið sem foreldrar greiða skólagjöld fyrir. Hvatt er til viðræðna við sveitarfélög um lengdan starfstíma leikskóla, sem taki mið af vakta- vinnu, og að hjúkrunarfræðingar fái tiltekinn fjölda leikskólaplássa til ráðstöfunar eða forgang við út- hlutun. Fjallað um gagnagrunninn á Evrópuráðstefnu Sýnir grundvallar- viðhorfsbreytingu EINN af framsögumönnum á viða- mikilli ráðstefnu Evrópuráðsins og Norræna heilbrigðisháskólans um heilsu og mannréttindi sem nú stend- ur yfir í Strassborg tók gagnagrunn- inn íslenska á heilbrigðissviði sem dæmi um grundvallarviðhorfsbreyt- ingu sem hefði orðið í afstöðu til heil- brigðismála undanfai-na hálfa öld. Timothy W. Harding, prófessor við læknadeild Genfar-háskóla, fjall- aði í erindi sínu um þá þróun sem orðið hefði frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar. Þegar Mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefði verið samin fyrir fimmtíu árum þá hefði ríkt eining um þjóðfélags- lega samstöðu, velferðarríkið og jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu. Nú væri öldin önnur, velferðarríkið væri komið í ónáð, samkeppni og við- skiptafrelsi réði ríkjum og heimur- inn væri að breytast í einn stóran markað. Þetta fæli í sér hættu á mis- munun og að stórir hlutar þjóða úti- lokuðust frá heilbrigðisgæðum. Hann hvatti til þess að vernd mann- réttinda á alþjóðavettvangi yrði auk- in til að berjast gegn efnahagslegum og stjórnmálalegum öflum sem væru ósamrýmanleg réttindum einstak- linga og hópa. Viðskiptamarkinið „Árið 1948 þegar farið var að draga úr berklum á heimsvísu var lokið prófun streptomycins og niður- stöðurnar höfðu verið bii-tar. Til- raunirnar voru framkvæmdar af rannsóknarstofnun sem naut styrkja af almannafé. Streptomycini var svo dreift án þess að gróðasjónarmið réðu. Það er auðvelt að sjá í þessu ferli sömu meginreglur um gagn- kvæma hjálp og samstöðu og búa að baki skömmtun takmarkaðra gæða og velferðarríkinu," sagði Harding. „Árið 1999,“ hélt hann áfram, „hefur Alþingi íslands leyft erlendu fyrirtæki að setja á fót gagnagrunn um erfðasjúkdóma og útbreiðslu þeirra auk upplýsinga um ættartré. Þetta er gert í viðskiptaaugnamiði þar sem stjórnvöld fá fjárhagslegan ágóða. Fyrirtækið getur komið á laggh’nar þekkingargrunni sem verður notaður og fénýttur í öðrum löndum. Bæði þessi dæmi vekja mik- ilvægar spurningar um siðfræði, mannréttindi og hlutverk opinberra og einkaaðila. Hvert og eitt okkar er fært um að móta sér skoðun á þess- um vafaatriðum. Við skulum samt ekki velkjast í vafa um afleiðingai’n- ar af þessum grundvallarbreytingum á hinu stjórnmálalega, efnahagslega og félagslega umhverfi og hin djúp- stæðu áhrif á framgang mannrétt- inda á heilsufarssviði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.