Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 21 ___________VIÐSKIPTI________ Landssíminn mótmælir úrskurði samkeppnisráðs FORSVARSMENN Landssíma ís- lands hf. mótmæla úrskurði sam- keppnisráðs, þess efnis að fyrirtæk- inu beri að ganga til samninga við þá aðila, sem þess óska, um að þeir fái þjónustu sem geri þeim kleift að veita upplýsingaþjónustu með per- sónulegri svörun í gegnum síma gegn sérstöku aukagjaldi fyrir sím- talið, á sama hátt og gert er í tengsl- um við upplýsingaþjónustu Lands- símans í 118. í frétt frá Landssímanum kemur fram að félagið sé ekki mótfallið því að ganga til viðræðna við önnur fyr- irtæki um að þau geti innheimt aukagjald fyrir upplýsingar, sem veittar eru í gegnum síma með svo- kallaðri mannlegri svörun. Fyrir- tækið hefur aftur á móti hingað til ekki talið sér slíkt kleift og vísar þar til gildandi reglugerðar samgöngu- ráðherra nr. 359/1997 um símatorgs- þjónustu, sem sett er samkvæmt fjarskiptalögum. Þar er kveðið á um skilyrði fyrir því að tekið sé auka- gjald fyrir upplýsingar sem veittar eru um síma. Eitt þeirra skilyrða er að „upplýsingar skulu lesnar inn á sjálfvirkan svörunarbúnað". Jafnframt er í reglugerðinni lögð sú skylda á fyrirtæki sem hafa fjar- skiptaleyfi, að annast innheimtu símatorgsgjalda. Bent er á að reglugerðin sé ýtarleg og kveði m.a. á um skráningu upplýsinga- veitenda, ábyrgð og þagnarskyldu og um eftirlit Póst- og fjarskipta- stofnunar með símatorgum. Þá Sony og NBC ræða bandalag New York. Reuters. TALSMAÐUR Sony hefur staðfest að fulltrúar fyrirtæk- isins og NBC sjónvarpskerfís General Electric iyrirtækisins í Bandaríkjunum hafí ræðzt við og fréttir herma að alþjóð- legt bandalag sé í athugun. Slíkt bandalag gæti aflað báðum fyrirtækjum gífurlegra tekna að sögn tímaritsins New Yorker. Sony talsmaðurinn staðfesti að fúlltrúar NBC og Sony hefðu hitzt í Tókýó í síðasta mánuði eins og New Yorker greindi frá, en neitaði að ræða efni og niðurstöður viðræðn- anna. Talsmaðurinn sagði að- eins að Sony ætti reglulega fundi með öllum bandarískum sjónvarpsstöðvum, þar á með- al Sony. Samkvæmt frétt New Yor- ker mundi samkomulag veita NBC aðgang að kvikmynda- og sjónvarpsverum Sony á vesturströndinni og Sony að- gang að sjónvarps-, kapal- og netdreifingarkerfi sem fyrir- tækið skorti. NBC fengi einnig aðgang að tónlistarfyr- irtæki, stafrænni sérþekkingu og frægasta raftækjavöru- merki heims. Að sögn New Yorker geta hugsanlegar tekjur orðið gíf- urlegar ef Sony getur sem samstarfsaðili NBC sniðgeng- ið kvikmyndahús og mynd- bandabúðir og boðið heimilum að horfa á nýjar kvikmyndir gegn gi-eiðslu. 1®dq@® yj Negro Skólavörðustíg 21 a »101 Reykjavík sími/fax 552 1220 fjallar heill kafli reglugerðarinnar um neytendavernd, m.a. vernd barna og unglinga, varðandi gjald- töku fyrir símatorgsþjónustuna og innihald þess efnis, sem lesið er upp. Ofyrirsjáanlegar afleiðingar Landssíminn telur það algera for- sendu þess, að ganga megi til samn- inga við fyrirtæki um innheimtu aukagjalds fyrir „mannlega svörun“, að um slíkt verði settar reglur, sam- svarandi þeim sem gilda um síma- torg. Fyrirtækið telur slíkar reglur nauðsynlegar til að kveða skýrt á um réttindi og skyldur jafnt þjón- ustuveitandans og fjarskiptafyrir- tækisins, sem um ræðir og til að tryggja vernd neytenda, ekki síst barna og ungmenna. „Þessi skoðun fyrirtækisins er m.a. byggð á reynslu þess af síma- torgsþjónustunni og á vaxandi ásókn í að innheimta sérstakt auka- gjald fyrir svokallaðar kynlífslínur með mannlegri svörun. Samkeppnis- ráð virðist hins vegar ekki telja slík- ar reglur nauðsynlegar og vísar þar til bréfs úr samgönguráðuneytinu, sem nýlega setti hinar ýtíirlegu reglur um sjálfvirka svörun á síma- torgi, sem eðli málsins samkvæmt gengur þó skemur en mannleg svör- un,“ segir ennfremur í fréttinni. Að sögn Olafs Þ. Stephensen, for- stöðumanns upplýsinga- og kynn- ingarmála Landssímans, sýnist mönnum að Samkeppnisstofnun hafi einfaldlega ekki áttað sig á því að með úrskurðinum hafi hún ekki bara opnað fyi’ir möguleika Miðlunar til umræddrar þjónustu, heldur ein- faldlega hvers þess aðila sem vill veita þjónustu, sama hverá eðlis hún er, t.a.m. erótík. „Stofnunin er að segja að okkur sé beinlínis skylt að veita slíka þjónustu og jafnframt að um það skuli ekki gilda neinar regl- ur, sem okkur finnst í meira lagi sérkennilegt," sagði Ólafur. Landssíminn telur engan veginn hægt að jafna saman upplýsinga- þjónustu um símanúmer, sem veitt er í 118, og öllum öðrum upplýsing- um, sem fyrirtæki kynnu að vilja veita í gegnum síma. Fyrirtækið er þeirrar skoðunar að verði úrskurði samkeppnisráðs hrint í framkvæmd án þess að löggjafinn eða samgöngu- ráðuneytið setji skýrar reglur um þjónustu af þessu tagi, geti það haft ófyrirséðar og óæskilegar afleiðing- ar. OracleS/ og Java” fara vel saman OracleW styður öll helstu Java-forritunartólin Ókeypis námstefna um • Symantec Café • Inprise JBuilder • IBM VisualAge • Oracle JDeveloper OracleS/ er opið umhverfl ogjava 24. mars nk. kL 13:15-16:30 verður haldin námstefha á Hótel Loftleiðum. Leiðbeinandi verður Heimir l>ór Sverrisson, tæknistjóri Teymis. Sætaframboð er takmarkað og er áhugasömum bent á að skrá sig á heimastðu Teymis http://www.teymi.is/namstefuur þar sem finna niá frekari uppiýsingar um OracleSi og Java. • Keyra má Java-forrit í sjálfum grunninum, sem hefur nú innbyggða Java-sýndarvél (JVM) • Nálgast má hverskyns gögn úr grunninum með Java-forritum • Meðhöndla má bæði mótaðar og ómótaðar upplýsingar með Java-forritum OracleSí' býður yflrgripsmikla Java-lausn • Áreiðanlegur og reyndur gagnagrunnsmiðlari sem keyrir Java-viðföng • Stöðluð forritunarskil (APIs) til að forrita Java-viðföng • Framleiðniaukandi þróunarverkfæri til að fullnýta Oracle8i-umhverfið Hverskyns Java-forrit geta keyrt í OracleS/ • Java-stefjur til að framfylgja viðskiptareglum • Miðlarakerfi gerð úr Enterprise Java Beans einingum • CORBA-þjónustur í Java™ tryggja tengjanleika • Java Server Pages til að skrifa lifandi vefsíður í Java Hverskyns biðlarar geta nálgast Java í Oracle&' TEYMI Borgartúni 24 Sími 561 813 1 Fax 562 8131 www. teymi.is Hefðbundnir Windows-biðlarar Nútíma internet-biðlarar - vafrari, tölvupóstur CORBA, COM+ og Windows NT biðlarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.