Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ Áhugahópur g~ f” ~~7 ~7~7 f\(\ un almcnna í § l UU dansþátttöku á íslandi Netfang: KomidOgDansid@tolvuskDlijs Heimasíða: wwwtolvuskoli.is/KomidOgDansid/ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 61.. FÓLK í FRÉTTUM smáskífulistans með fyrstu smá- skífu sinni, Real good time. Það er enda á þessu lagi sem íyrsta breið- skífa Öldu, Out of Alda, hefst og lýkur. Out of Alda er vitanlega öll sungin á ensku, enda gerð fyrir er- lendan markað, tónlist Öldu dregur mjög dám af léttri fjörtónlist þeirri sem vinsælda hefur notið mest- megnis í Evrópu um nokkurt skeið og er beint að unglingum. Spice Girls eru án vafa þekktastar þeirra tónlistarmanna sem leikið hafa þessa tegund tónlistar og eiginlega boðberar hennar, það er líklegt að Alda og samstarfsmaður hennar Malcolm Mehyer hafí haft þær kryddstúlkur í huga við lagasmíðar sínar og þar liggur helsti galli geislaplötunnar. Tónlistin er eins og áður segir létt og fjörug, leidd af rödd Öldu, ekkert gerist sem ekki hefur heyrst áður, áherslurnar eru á trausta hryngrunna sem löngu hafa sannað sig og kryddað með blæstri, fönkgítarriff- um, kassagíturum og jafnvel stöku hljóðgervli. Lög- in eru ávallt léttpopp og jafnvel í villt- ustu lögun- um, t.d. Sometimes and May- beez, er passað upp á að hvergi sé hrist upp i ung- ^iMllS mennunum, Alda er reynd söng- kona og syngur ávallt vel, hvergi heyrast feilnótur á Out of Alda, söngur hennar er þó líkt og hljóðr færaleikurinn, litlaus með afbrigð- um. Alda sekkur dýpst í meðal- mennskunni í lögunum Candy girl, stuðlagi sem eflaust verður ein af smáskífum geislaplötunnar, Perfect Life, andfeminísku danspoppi og ballöðunni Love Take On The World. Sekkur hún þó djúpt í öllum lögum geislaplötunnar, kannski ekki við öðru að búast ef meðal- mennskan er markmiðið. Textar Öldu eru í ætt við annað, dæmi skulu tekin úr laginu Candy girl, „Ha... AA... Get into my system / 00... 00... Come into my life / HA... AA... Get used to my way / 00... 00... You won’t have to think twice. / I’m not your candy girl, looking for Mr. Love“, og nýjustu smáskífu Öldu sem náði fjórtánda sæti breska smáskífulistans, Girls Night Out, „It’s just a girls night out / We can dance & sing out loud / Girls night out oh what a night.“ Alda gerir aldrei neitt sem vekur athygli, tónlist hennar er líkt og sykurló, áferðarfalleg en væmin, uppblásin og efnislítil. Alþekkt eru dæmi þess að m.a. tónlistar- og kvikmyndagerðar- menn nýti vinsældir tiltekinnar stefnu eða listamanna sér til fram- dráttar, nægir að nefna t.d. ógrynni bítlasveita sem fylgdu í kjölfar Bítl- anna á sínum tíma. Nákvæmlega þetta gerir Alda, með ágætis ár- angri, en fyrir vikið er Out of Alda mun frekar fagmannlega unnin framleiðsla en tónlist, flest lög hennar gætu sem best verið lög, eða öllu heldur „B-hliðar“ af smáskífum 1 Spice Girls. Þessi leið getur verið vænleg til vinsælda en það eru einmitt vinsældirnar og velgengnin sem Alda viðurkennir fúslega að sækjast eftir. Tilgangurinn helgar auðvitað meðalið en ólíklegt er að vinsældir byggðar á velgengni ann- arra verði nokkurn tíma annað en dægurvinsældir. Spumingin er á endanum sú hvers vegna Alda gangi ekki alla leið, það er pláss fyrir eina stúlku í viðbót í hljómsveitina Spice Girls eftir brotthvarf Geri Haliwell á síðasta ári. Gísli Árnason Ertu viss um að þú sért að fá réttlát laun - finnst þú fáir laun í samræmi við þitt vinnuframlag og Með því að skila VR könnuninni sem þú fékkst í pósti til VR fyrir 19. mars getur þú notað niðurstöður hennar til að leiðrétta laun þín og haft áhrif á næstu kjarasamninga ásamt öðrum VR félögum. Félagsvísindastofnun Flí vinnur úr svörunum í fullum trúnaði við VR féiaga og niðurstöðurnar sérð þú svo í sérstökum bæklingi sem VR gerur út, í VR blaðinu og á VR vefnum [www.vr.isl. Ef allir senda könnunina til Félagsvísindastofnunar geta niour- stöðurnar gefið þér skýra viðmiðun um hvað séu réttlát laun fyrir þína vinnu. Taktu hönaum saman með VR félögum á þínum vinnustað og sendið inn VR könnunina fyrir 19. mars. Hún er eitt besta tækifærið sem þú hefur til að bæta kjör þín. Mundu að spennandi ferðavinningar eru dregnir úr innsendum könnunum. BRETAR kunna að SYKURLÓ ÖLDU meta Öldu eflir Skilafrestur til OUT OF ALDA Fyrsta breiðskífa Öldu Bjarkar Ólafs- dóttur. Flest lög og textar eru eftir Öldu og Malcolm Mehyer. Steve Mac framleiddi, útsetti og hljóðblandaði. Platan var hljóðrituð í London og hljóðblönduð í Rokstonc Studios. Q Zone LTD. gefur út en CNR Music dreifir. „PLATAN er ekki komin út á stærri mörkuðum, en í nokkrum Evrópulöndum er hægt að fá hana nú þegar. Hún verður form- lega sett á markað í Asíu og víðar 1. aprfl og þá verður allt sett á fullt bæði með auglýsingum og tónleikum,“ sagði Alda Björk Ólafsdóttir, sem er búsett í London, en breiðskífa hennar, „Out Of Alda“, barst blaðamanni nýlega. - Hvíið varstu lengi að vinna að plötunni? „Hún var tekin upp í maí og júní á síðasta ári en var tilbúin í lok júní.“ Mörg góð lög á plötunni - Hverjar eru væntingar þínar vegna plötunnar? „Ég er bjartsýn. Ég er rosalega ánægð með þessa plötu, mér fínnst hún hafa heppnast mjög vel svo ég get ekki verið annað en vongóð.“ - Lagið „Real Good Time“ komst hátt á breska vinsældaiist- anum. Heldurðu að það verði erfitt að fylgja þvf eftir? „Nei, það held ég ekki. Það eru svo mörg góð lög á þessari plötu.“ - Hver er Malcolm Mehyer sem semur lögin með þér? „Hann er maðurinn minn en við semjum lögin ekki beint sam- an. Við setjumst ekki niður og semjum lag. Við semjum tónlist- ina hvort í sínu lagi en svo hlust- um við á hana hvort hjá öðru og reynum að betrumbæta og breyta.“ Ferð til Japans í uppsiglingu - Hvernig kemurðu til með að fylgja plötunni eftir? „Einmitt núna er ég á æfingum með hljómsveitinni minni og við munum svo fara af stað í tónleika- ferð. Við byrjum eftir þrjár til fjórar vikur að spila hér í Bret- landi en svo förum við til Japans í aprfl.“ - Er erfitt að koma sér á fram- færi í Bretlandi? „Já, mjög erfitt. Það er svo mikil pólitík í þessu hér sem er ekki á íslandi. Maður gengur ekk- ert með upptöku inn á útvarps- stöð og biður um spilun. Hérna er þetta allt tengt peningum og það getur verið mjög þreytandi og pirrandi. Þannig að hluti af tón- listarbransanum hérna er alveg en hvernig ætli Japanir taki henni? TÓIVLIST G e i s I a tl i s k u r SÍÐAN Alda Björk Ólafsdóttir ákvað fímmtán ára gömul að gerast söngkona hefur hún komið víða við, söng ásamt búlgörsku danssveitinni Spectrum show band á skemmti- ferðaskipinu Eistlandi sem síðar sökk, var einnig í Stjórninni auk þess sem hún söng með Sverri Stormsker um tíma eins og flestir vita. Hún yfírgaf ísland endanlega fyrir tæpum tíu árum í leit að frægð og frama, söng m.a. með sveit- unum Alda Mayher, Urban K Loud og Exodus, án þess að ná lýðhylli fýrr en loks í eigin nafni á síðasta ári. Eins og al- þjóð veit náði Alda sjöunda sæti breska tónlistarmenn koma lögum á breska vin- sældalista. Alda Björk hefur náð þeim ár- ----------_— ------------*----------------- angri og sagði Sunnu Osk Logadóttur að tónlistarbransinn væri ekki eintómur dans á rósum. íenega leiuiiuegur þessu, því miður.“ Kenndi poppsöng - Hverju þakkar þú þínar vin- sældir? „Að ég hef aldrei gefist upp. Ég gæti trúað að margir væru löngu búnir að pakka saman og farnir heim. Ég er búin að vera í Bret- landi í tíu ár, byijaði að syngja á pöbbum og klúbbum og svo var ég líka að kenna ungu fólki poppsöng og að semja lög. Það var æðislega gaman og ef tónlistin hjá mér gengur ekki upp þá er ég alveg til í að kenna aftur.“ - Þú ert sem sagt ekki á leið- inni til Islands aftur? „Ég stefni á að koma með hljómsveitina heim í sumar, það væri mjög gaman. En ef það tekst ekki þá kannski kfld ég yfir eina helgi... og segi ekki nokkrum manni frá því! En ég ætla að koma með hljómsveitina eins fljótt og ég get.“ Nota timann til að semja - Framundan eru sem sagt æf- ingar og svo Asíuferð í apríl? „Já, en ég hef notað síðustu tvo mánuði til að semja tónlist því ég veit að ég mun ekki hafa tíma til að semja nýtt efni þegar breið- skífan er komin út. Ég vil vera til- búin með efni svo að ég lendi ekki í tímaþröng seinna meir. En ég hlakka mikið til að koma til _ Japans og síðan vonandi til Is- lands í sumar.“ Breiðskífa Öldu kemur í byrjun apríl Er bjartsýn o g vongóð Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir DANSSYEIFLU Á TVEIM DÖGUM! ____ StU námskeið um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.