Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Morgunblaðið/Þorkell MYNDIN var tekin á sunnudag þegar nýr varaformaður hafði verið kjörinn, frá vinstri: Sturla Böðvarsson, Kjartan Gunnarsson, Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde og Davíð Oddsson. Friðrik Sophusson flytur landsfundi Sjálfstæðisflokksins þakkarorð „Landsfundur g'læsilegur vitnis- burður um fjöldahreyfíngu“ FRIÐRIK Sophusson, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins „örfá þakkarorð," eins og hann orðaði það eftir hádegi á laugardag og þakkaði fyrir það traust sem honum hefði verið sýnt í gegnum árin. Friðrik var fyrst kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins árið 1981 og gegndi því starfi til ársins 1989. Síðan aftur frá árinu 1991 og þar til á sunnudag. Hann ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í varaformannsemb- ættið að nýju. „A þessum tímamótum vil ég þó sérstaklega þakka formanni Sjálf- stæðisflokksins, Davíð Oddssyni, fyrir samstarfið síðustu átta árin. Með víðsýni, visku og frábærum leiðtogahæfileikum stýrði hann því verki á erfiðum tímum, þegar sáð var til þeirrar uppskeru, sem við erum nú að njóta. Undir for- ystu hans hefur Sjálfstæðisflokk- urinn náð einstæðum árangri - árangri sem hefur skilað sér til allra landsmanna. Fyrir að fá að taka þátt í þessu starfi er ég þakk- látur.“ Friðrik nefndi einnig fjölskyldu sína sem ávallt hefði stutt hann í störfum sínum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. „Sérstaklega þykir mér Ijúft að mega viðurkenna það hér að eiginkona mín, Sigríður Dúna, hefur gefið mér dýprí skilning á gildi einstaklingsfrelsisins, þegar hún hefur leitt mér fyrir sjónir for- sendur kvenfrelsis og jafnréttis kynjanna. Sú fræðsla hefur sann- fært mig um að allar frjálslyndar konur eiga samleið með Sjálfstæð- isflokknum.“ Staða flokksins góð Friðrik sagði að síðustu að landsfundur Sjálfstæðisflokksins væri glæsilegur vitnisburður um þá fjöldahreyfingu sem Sjálfstæð- isflokkurinn væri. Hann væri hald- inn þegar innan við tveir mánuðir væru til alþingiskosninga og mark- aði því upphaf kosningabaráttunn- ar. „Staða Sjálfstæðisflokksins er góð og við getum státað af góðum verkum. En gleymum því ekki að kosningar vinnast ekki af sjálfu sér. Það getur ekkert komið í stað- inn fyrir ánægða, bjartsýna og bar- áttufúsa liðsmenn, sem eru tilbúnir til að leggja sig fram fyrir málstað- inn. I þessum mikilvæga þætti hef- ur styrkur Sjálfstæðisflokksins ávallt legið,“ sagði hann og árnaði að lokum Sjálfstæðisflokknum og sjálfstæðisfólki allra heilla í störf- um sínum í framtíðinni. Konur sterkar í miðstjórnar- kjon FIMM af ellefu fulltiúum sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins kaus í miðstjórn eru konur og konur fengu flest atkvæði í kjörinu. Þau sem voru kjörin í miðstjórn voru Elínbjörg Magnúsdóttir, Akra- nesi, með 890 atkvæði, Birna Lárus- dóttir, Isafirði, með 870 atkvæði, Guðjón Hjörleifsson, Vestmannaeyj- um, með 844 atkvæði, Jón Helgi Björnsson, frá Laxamýri, S-Þing- eyjasýslu, með 825 atkvæði, Ásgerð- ur Halldórsdóttir, Seltjarnarnesi, með 824 atkvæði, Elsa B. Valsdóttir, Reykjavík, með 814 atkvæði, Jón Magnússon, frá Gilsbakka í A- Húnavatnssýslu, með 812 atkvæði, Asta Þórarinsdóttir, Reykjavík, með 810 atkvæði, Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði, með 726 atkvæði, Birgir Armannsson, Reykjavík, með 704 atkvæði og Þórarinn J. Magnússon, Hafnarfirði, með 576 atkvæði. Páll Gíslason sagði suma eldri borgara telja að Sjálfstæðisflokkurinn hefði svikið þá Yilja að tekjutenging lífeyr- isgreiðslna verði afnumin Sjálfstæðis- menn vilja leyfa hnefa- leika SJÁLFSTÆÐISMENN sam- þykktu ályktun um íþrótta- og tóm- stundamál þar sem lýst er yfir stuðningi við að leyfa ólympíska hnefaleika. Fram kom tillaga um að fella út úr ályktuninni kaflann þar sem lýst er yflr stuðningi við box, en hún var felld með mikium mun. „Landsfundurinn skorar ú stjórnvöld að uflótta banni frú 1956 við iðkun og sýningum ú ólympísk- um hnefaleikum. Landsfundurinn telur það vera í valdl hvers einstak- lings að velja og hafna hvaða íþrótt hann stundar hverju sinni,“ segir í úlyktuninni, Athygli vakti að konur voru í for- ystu fyrir þeim sem vildu fá álykt- unina samþykkta. Lára Ómarsdótt- ir sagði ú fundinum að hefðbundnir hnefaleikar væru víða bannaðir, en ólympískir hnefaleikar væru hvergi í heiminum bannaðir nema á ís- landi. Hún fullyrti að meiðsl væru algengari í ýmsum öðrum íþrótta- greinum en ólympískum hnefaleik- um. Hún lagði áherslu á að ekki væri verið að gera tillögu um að leyfa samskonar íþrótt og varð til- efni til banns á boxi árið 1956. RÓTTÆKAR tillögur voru sam- þykktar ú landsfundi Sjúlfstæðis- flokksins í múlefnum eldri borgara og um heilbrigðismúl. Púll Gísla- son, læknir og iýrrverandi formað- ur Fólags eldri borgara í Roykja- vík, skoraði ú flokkinn að grípa tll aðgerða til að styrkja stöðu aldr- aðra. Hann sagðist hafa miklar úhyggjur af því hvað margir eldri borgarar töluðu illa um flokkinn. „Landsfundurinn samþykkir að afnema skuli tekjutengingu lífeyr- isgreiðslna almannatrygginga til þeirra sem hafa náð 67 ára aldri. í stað grunnlífeyris, tekjutrygging- ar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar eigi sérhver ein- staklingur rétt á tilteknum eftir- launum á mánuði, sem ekki verði skert með neinum hætti. Eftir- launin samsvari a.m.k. framan- greindum greiðslum óskertum og taki árlegum breytingum í sam- ræmi við verðlagsbreytingar. Eft- irlaun verði óhúð hjúskaparstöðu. Við frúfall eftiriaunaþega haldi eft- Iriifandl maki/sambýllsmaður óskertum launum hins lútna i 6 múnuði, sem skerðlst þú i úföngum og falli nlður að 12 múnuðum liðn- um. I framhaldi af þessum breyt- ingum fari fram hoildarendurskoð- un laga um almannatryggingar og skattalög verði samtímís endur- skoðuðsegir í úlyktun um múl- efni eldri borgara, sem samþykkt var á landsfundinum. Eldri borgarar tala um svik flokksins Páll Gíslason sagði í umræðum á fundinum að hann hefði áhyggjur af því andstreymi sem Sjálfstæðis- flokkurinn mætti meðal eldri borg- ara. Margt fullorðið fólk væri þeirrar skoðunar að flokkurinn hefði svikið það. í þessum hópi væru margir eldri borgarar sem hefðu alla tíð kosið flokkinn, en segðust ekki ætla að gera það núna. Púll sagðist hafa, úsamt flelri forystumönnum í hópi eldri borg- ara, þrýst ú Sjúlfstæðisflokkinn að grtpa til aðgerða til að styrlga stöðu ellilífeyi’lsþega, en fengið misjafnar móttökur, m.a, hjú þing- flokknum. Hann sagðist hafa talið það skyldu sína að upplýsa lands- fundinn um þessa stöðu. „Það er kominn tími til að lúta verkin tala. Það má ekki dragast lengur að taka með alvarlegum hætti á þeim vanda sem margt fuil- orðið fólk er í. Það þarf að beita þeim ráðum sem duga,“ sagði Páll. Andstaða við sameiningu sjúkrahúsanna I ályktun um heilbrigðismál var lögð áhersla á að komið yrði á kei’fi sjúkratrygginga sem greiði fyrir þjónustu við sjúklinga í samræmi við kostnað. Um er að ræða skyldutryggingu sem allir lands- menn tækju þútt í og nytu jafnrétt- is ún tillits til framlaga. Lagt var til að núverandi íýrirkomulag fjúr- mögnunar, þ,e. föst íjúrlög, yj’ði afnumið. Að mati landsfundarins stuðlaði nýtt sjúkratryggingakerfi að úbyrgri úkvarðanatöku um nýt- ingu íjármagns. j Skiptar skoðanir vora í heilbrigð- isnefnd um sameiningu stóra spít- alanna í Reykjavík. I ályktun sem samþykkt var á fundinum segir: „Sjúlfstæðisflokkurinn er andvígur sameiningu stóra sjúkrahúsanna í Reykjavík í einn ríkisrekinn spítala og vill tryggja faglega og rekstrar- lega samkeppni í heilbrigðisþjón- ustu sem á öðram sviðum.“ I ályktuninni segir að stefnt skuli að því að aðskilja ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála. Jafnframt var lögð áhersla á að flokkurinn tæki að sér heilbrigðis- málin í næstu ríkisstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.