Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hugað að vor- verkunum ÞÓTT frost sé úti og fremur napur vindur næði um borg og bý eru menn greinilega farnir að huga að vorverkun- uin. Rafn Sigurðsson er einn þeirra og klippti hann ofan af limgerðinu hjá sér þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði. Hagnaður Landsvirkjunar 1998 var 1,4 milljörðum minni en 1997 Framlag til rekstrar var svipað og árið áður HAGNAÐUR Landsvirkjunar á árinu 1998 nam 283 milljónum króna sem er veruleg lækkun frá fyrra ári en þá skilaði fyrirtæk- ið 1.717 milljóna króna hagnaði. Framlag rekstrar var hins vegar með besta móti eða 3.370 milljónir króna en var um 3.430 milljón- ir á árinu 1997 en það var met í sögu fyrirtækisins. Morgunblaðið/Þorkell Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjun- ar, gera nokkrir samverkandi þættir það að verkum að hagnað- urinn lækkar frá fyri-a ári. Ber þar hæst að verðlagsþróun var fremur óhagstæð á árinu og hækkaði raunvaxtakostnaður fyrirtækisins nokkuð af þeim sökum. Mikil hækkun japanska jensins á síðari hluta ársins, sem nú hefur gengið til baka að hluta til, hafði einnig neikvæð áhrif á afkomu ársins, en gengistap vegna jeijsins var 600 milljónir króna. Þá tók fyrirtækið í notkun nýjar fjárfestingar í tengslum við orkusölusamninga við ISAL og Norðurál og hækkuðu afskriftir af þeim sökum nokkuð milli ára. „Fyrir svona rekstur sem er mjög fjármagnsfrekur og skilar í rauninni sínu á mjög löngum tíma til baka segir afkoman á einstöku ári ekki svo mikið um reksturinn því sveiflurnar í vaxtagreiðslum geta verið svo miklar milli ára,“ sagði Þorsteinn. „Það sem menn sjá hins vegar er að það eru að koma verulegir fjármunir í kass- ann, bæði til framkvæmda og til þess að standa skil á afborgun og vaxtagreiðslum. Undanfarin þrjú ár hefur þetta verið svipuð tala, eða rúmir þrír milljarðar á ári, en hæst var talan 1997.“ Orkukaup nýr gjaldaliður Rekstrartekjur Landsvirkjunar 1998 námu alls 9.060 m.kr. sem er 7,7% hækkun frá fyrra ári þrátt fyrir skerðingu á sölu ótryggðs raf- magns til almenningsveitna og af- gangsorku til stóriðju. Rekstrar- kostnaður með afskriftum nam 6.148 m.kr. samanborið við 5.534 m.kr. á fyrra ári og nemur hækk- unin 11,1%. Nýr gjaldaliður í rekstrarkostnaði Landsvirkjunar er raforkukaup sem nema rámlega 77 m.kr., en þar er um að ræða orkukaup Landsvirkjunar frá hinu nýja orkuveri Orkuveitu Reykja- víkur á Nesjavöllum. Á árinu 1998 námu fjárfestingar Landsvirkjunar um 9.500 m.kr. Helstu nýframkvæmdir ársins voru við Sultartangavirkjun og lúkning Hágöngumiðlunar, Búr- fellslínu 3A og Kröflustöðvar. Einnig voru verulegar fjárfesting- ar í tengslum við endurbætur á Búrfellsstöð og Sogsstöðvum. I árslok nam heildareign Lands- virkjunar rúmlega 90,6 milljörðum króna en þar af var eigið fé 30,2 milljarðar króna og eiginfjárhlut- fall því um 33%. Borgaryfírvöld óska eftir viðræðum við ráðuneyti Vilja að spornað verði við nektardansstöðum BORGARRÁÐ hefur samþykkt að óskað verði eftir viðræðum við fé- lags-, samgöngu- og dómsmála- ráðuneytið um aðgerðir til að sporna við starfsemi erótískra staða í Reykjavík en sex slíkir staðir eru starfandi í borginni. I erindi verkefnisstjómar um veitingahúsamál kemur fram að borist hafi bréf frá lögreglustjóran- um í Reykjavík varðandi nektar- dansstaði í framhaldi fyrirspurnar á Alþingi um eftirlit með vændi. Jafnframt minnisatriði fulltrúa borgarstjóra varðandi erótíska veitingastaði. I framhaldi fer verk- efnisstjórnin þess á leit við borgar- stjóra að óskað verði eftir viðræð- um við ráðuneytin. Breytt ásýnd næturlífsins í greinargerð verkefnisstjómar segir að með tilkomu erótísku stað- anna hafí ásýnd næturlífsins breyst í Reykjavík. I ljósi þess telji borgar- yfirvöld nauðsynlegt að hafa áhrif á ásýnd og þróun þessara staða. Bent er á að miklu máh geti skipt fyrir borgaryfirvöld hvort þessir staðir séu starfræktir, hvar, hver fjöldi þeirra sé og fyrirkomulag starfsem- innar vegna heildarásýndar borgar- innai' og hugsanlegra ái'ekstra við aðra starfsemi s.s. ferðamannaiðn- að, verslun og þjónustu. Þá hafi borgaryfírvöld áhyggjur af því hvort í slqóli þessarar starfsemi þrí- fist ólögmæt starfsemi s.s. vændi eða fíkniefnaneysla. Fram kemur að sex erótískir staðir séu starfræktir í borginni og að ekkert lát virðist vera á fjölgun þeirra. Gildandi löggjöf virðist ekki heimila neinar sérstakar takmark- anir á starfseminni og er eina úr- ræði yfirvalda að lögreglan hafi eftirlit með stöðunum. Loks segir að í ljósi þessa þurfi að koma til breytinga á gildandi löggjöf og því nauðsynlegt að hefja viðræður við ráðuneytin um slíkar breytingar. Nesjavellir Samið við Jarðboranir fyrir 237 millj. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að semja við Jarðboranir hf. um borun tveggja háhitaholna árið 1999 á Nesjavöllum fyrir 237,2 milljónir. I samningnum er gert ráð fyrir að Jarðboranir hf. leggi til nánast allt efni til borverkanna en það er nýlunda frá fyrri samningum. í erindi Hitaveitu Reykjavíkur til Innkaupastofnunar kemur fram að Jarðboranir hf. er eini innlendi aðil- inn sem býr yfir nauðsynlegum mannafla, tækjum, verktækni og reynslu til að taka að sér verkefni af þessu tagi. Miðað við verkmagn sé útboð ekki raunhæft og er fullyrt að tilboð erlendra aðila yrði hærra en væntanlegt verð Jarðborana hf. auk þess sem reynsluleysi erlendra aðila við íslenskar aðstæður vegi þungt. Áini Sigfússon Árni Sigfús- son hættir í borgarstjórn ÁRNI Sigfússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur ósk- að eftir lausn frá starfi borgar- fulltrúa í borgarstjórn Reykja- víkur. Erindi Áraa hefur verið vísað til borgarstjómar. I bréfi Árna til borgarráðs segir að hann hafi fyrir síð- ustu borgarstjómarkosningar lýst yfir að áframhaldandi þátttaka hans á vettvangi stjórnmála byggðist á sigri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Jafnframt segir: „I framhaldi af niðurstöðu kosninganna baðst ég undan oddvitahlut- verkinu og lagði til að Inga Jóna Þórðardóttir tæki við starfi oddvita borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna. Áður en ég léti af störfum borgar- fulltrúa ákvað ég að fylgja nýjum og öflugum hópi sjálf- stæðismanna úr hlaði. Nú tel ég kominn tíma til að stíga skrefið til fulls og gefa mig al- farið að störfum á öðrum vett- vangi.“ Fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík er Kjai-tan Magnússon blaðamaður. Styrkur vegna hitaveitu á köldum svæðum Stykkis- hólmsbær fær 45 milljónir RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að styrkja stofnun hitaveitna á, svokölluðum köldum svæðum á landinu. Jafnframt ákvað ríkis- j stjórnin að styrkja hitaveitu | Stykkishólms um 45 milljónir á 1 þessu ári, en hún hefur staðið í miklum framkvæmdum. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, ráðuneytisstjóra iðnaðarráðu- neytisins eru heildar niður- greiðslur vegna veitunnar í Stykkishólmi áætlaðar um 75-80 milljónir. í samþykkt ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir styrkjum til hita- veitna á köldum svæðum, þar sem I nýlega hefur fundist heitt vatn. I Samkvæmt fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 45 milljónum vegna lagningar nýrra veitna. Að | sögn Þórðar setur iðnaðarráðu- j neytið reglur og semur við ein-; stakar hitaveitur um framkvæmd | málsins að teknu tilliti til niður- greiðslna á rafhitun á viðkomandi j svæðum. Lækkun tengigjalds til íbúðaeigenda Styrknum verður varið til að lækka tengigjald til íbúðaeigenda j að hluta. „Niðurgreiðslurnar voru i ákveðnar sem ígildi niðurgreiðslu ji rafhitunar í fimm ár til að lækka! stofnkostnað veitunnar, sem þýð- j ir um 75-80 milljónir er varðar ; Stykkishólm en sú fjárhæð kem- i ur til greiðslu yfír lengri tíma,“ sagði Þórður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.