Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Daðína Matt- hildur Guðjóns- dóttir fæddist á Arnarnúpi í Keldu- dal í Dýrafirði hinn 30. desember 1903. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 9. mars síðastliðinn. Faðir hennar var Guðjón Þorgeirsson ;; bóndi á Arnarnúpi, Eiríkssonar hús- manns á Hrafnseyri og konu hans Bjarn- eyjar Kristínar Jónsdóttur. Móðir Daðínu var Elínborg Guð- mundsdóttir húsfreyja á Arn- arnúpi, dóttir Guðmundar Guð- mundssonar bónda á Arnarnúpi og Guðbjargar Bjarnadóttur konu hans, Bjarnasonar bónda á Hrafnabjörgum í Arnarfirði, Gerðhömrum og síðar Skálará í Keldudal. Daðína var fjórða í röðinni af 13 systkinum. Elst var Guðbjörg Kristjana, f. 1897, d. 1989, Guðmundur Jón, f. fr 1899, d. 1920, Jóhanna Bjarney, f. 1900, d. 1989, Bjarni Þorvald- ur Stefán, f. 1901, d. 1928, Daðína Matthildur, sem hér er kvödd, Ásgeir, f. 1905, d. 1996, Margrét, f. 1906, d. 1970, Þor- Þegar langri ævi lýkur og þreytt- ur samferðamaður kveður eru þær margar minningarnar sem leita á hugann. Ég átti samleið með henni tengdamóður minni í yfir 50 ár, eignaðist vináttu hennar og um- *>hyggju sem entist til æviloka. Ég kynntist henni er hún var til þess að gera nýorðin ekkja og hélt fast utan um bömin sín sem voru henni dýrmætust af öllu. Samheldni fjölskyldunnar hefur alla tíð verið mjög mikil og þar var tengdamóðir min hinn sterki aðili sem allir löðuðust að og vildu vera nærri, en aldrei naut hún sín betur en þegar hún var umkringd fjöl- skyldunni sinni og veitti henni góð- gerðir af þeirri rausn sem henni var svo eðlileg alla tíð. Bamabömin dáðu hana og fundu að hún hafði áhuga á öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, ekki síst íþróttunum sem hún hafði ákaflega ^gaman af, og mörg af bamabömum hennar og frændliði tóku þátt í, hún fylgdist af áhuga með bæði hand- bolta- og fótboltakeppnum í sjón- varpinu og naut þess í ríkum mæli og var alls ekki sama hver sigraði. Hún hafði gaman af að lesa og hafði sérstakt yndi af ljóðum og kunni mikið af þeim og fyrir örfáum árum fór hún hiklaust með gamalt ljóð, 25 erindi og sem betur fer var það tek- ið upp á segulband. Hún var trúuð kona og þangað sótti hún styrk er hún þarfnaðist þess. Hún var vissulega orðin þreytt, en bjó samt ein á heimili sínu þar til fyrir tveimur ámm að hún fór á hjúkrunarheimilið Skjól, -^þar naut hún góðrar aðhlynningar. Hinn fjórða þessa mánaðar var hún svo flutt á hjartadeild B7 á Sjúki-a- húsi Reykjavíkur, þar sem starfs- fólk annaðist hana af nærgætni og alúð þar til yfir lauk. Kæra tengdamamma, nú að leið- arlokum eru þær kenndir mér efst í huga, söknuður við fráfall þitt, inni- legt þakklæti fyrir allt sem þú hefur verið mér og minni fjölskyldu og all- ar þær jákvæðu minningar sem ég á um þig. Hvíldu nú í Guðsfriði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Albert Kristinsson. Einhvers staðar stendur; Eitt sinn verða allir menn að deyja. Það er ekki spurt um aldur, sorgin er alltaf jafn djúp. Það er margs góðs að minnast þegar hugsað er um ^vlna tíð með tengdamóður minni, geir, f. 1907, d. 1932, Guðmundur Örn, f. 1909, d. 1911, Arnfríður Guðný, f. 1911, d. 1996, Krisfján Guð- mundur, Jón Skarp- héðinn, f. 1913, d. 1938, Elínborg, f. 1914, Ásta, f. 1916, d. 1995. Éftir lifir Elínborg, f. 1914, ekkja í Hafnarfirði. Daðína giftist Jóni Kristni Elíassyni, ættuðum úr Arnar- firði hinn 31. októ- ber 1925. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: Elsa, f. 1927, gift Albert Kristinssyni í Hafnar- firði, Jóhannes, f. 1928, kvæntur Láru Benediktsdóttur í Reykja- vík, þau skildu, Halla, f. 1931, gift Guðmundi R. Einarssyni í Reykjavík, Baldur, f. 1932, d. 1982, kvæntur Viktoríú Hólm Gunnarsdóttur í Reykjavík, og Lára, f. 1938, gift Helga Schev- ing Jóhannessyni í Reykjavík. Kristinn lést fyrir aldur fram í Reykjavík hinn 9. ágúst 1945 tæplega fimmtugur að aldri. títför Daðínu fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Daðínu MatthOdi Guðjónsdóttur eða Döddu eins og hún var oftast kölluð af vinum og vandamönnum. Hún var ein af þeim sem alltaf geta séð björtu hliðamar á öllu og öllum. Nú að leiðarlokum langar mig að þakka henni samfylgdina og allt sem hún gerði fyrir okkur Höllu og bömin. Næst þegar við hittumst verða móttökur hennar örugglega eins og áður. Nei, ert þetta þú Mummi minn, komdu og fáðu þér hressingu. Við sem eftir sitjum kveðjum þig með ást og virðingu. Hvíl í friði. Guðmundur. Ekki get ég sagt að mér hafi komið verulega á óvart þegar fregnin um andlát hennar ömmu minnar barst mér. Og þó. Hún var að sönnu aldrei þreklega byggð, hvað þá nú síðustu árin þegar hún þurfti nokkrum sinnum að leggjast inn á sjúkrahús og var ekki talin neitt sérstaklega líkleg til að eiga afturkvæmt þaðan. En hún komst alltaf á fætur aftur og það hafði svo sannarlega komið í ljós að í þessari fíngerðu, grannvöxnu konu bjó svo sterkur lífsneisti að lengi vel virtist sem ekkert megnaði að slökkva hann. Amma giftist afa mínum, Jóni Kristni Elíassyni, ættuðum úr Arnarfirði, hinn 31. október 1925 og hófu þau búskap ásamt Stefáni, bróður hennar og Ingibjörgu Markúsdóttur konu hans, að Móum í Keldudal, en bjuggu svo lengst af að Sæbóli í Haukadal. Kristinn var smiður og var við störf víðs vegar um land og var þá langdvölum fjarri heimili sínu. Það var því verk ömmu að annast um heimilið og börnin fimm í fjarveru bónda síns. Guðbjörg, tengdamóðir ömmu, kom í hornið til þeirra að Móum þegar þau giftu sig, fylgdi þeim svo til Sæbóls og varð fjörgömul þar, vantaði rétt níu mánuði upp á ald- arafmæli sitt er hún lést. Guð- björgu fylgdi einnig sonardóttir hennar og bróðurdóttir Kristins, Guðrún Pétursdóttir sem hafði misst föður sinn 1921. Þótt Guð- björg hefði fótavist lengst af, sat hún yfirleitt á rúminu sínu, prjóna- ði á börnin og hafði ofan af fyrir þeim með sögum og kvæðum. Þar endurgalt hún umhyggju tengda- dóttur sinnar sem fyrir vikið var frjálsari til annarra starfa heimilis- ins. Amma missti Kristin úr ban- vænum sjúkdómi 1945 og fluttist þá búferlum til Reykjavíkur ásamt börnum sínum. Ekki voru efnin mikil og okkur sem nú lifum geng- ur ef til vill illa að skilja þá erfið- leika sem blöstu við ekkju með fimm börn sem flutti á mölina í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og þurfti að treysta á leigumarkað með húsnæði. Ekkert var heldur öruggt með atvinnu. Fyrstu árin var hún á hrakhólum með húsnæði enda þótt hún nyti þá ýmissa ætt- ingja sinna í Reykjavík. Á tímabili bjó hún í litlu bakhúsi við Baróns- stíg með Jóhönnu systur sinni ásamt börnum þeirra beggja. Frá þessum tíma eru til margar sögur og víst er að stundum hefur verið býsna fjörlegt á þessu litla heimili. Þarna naut ég umhyggju um nokk- urra mánaða skeið á mínu fyrsta aldursári. Amma átti eftir að flytja nokkrum sinnum eftir Barónsstígs- dvölina og lítillega man ég eftir mér í pössun á heimili þeirra systra á Bergstaðastræti þangað sem þær fluttu frá Barónsstígnum. Dag nokkum kom dúfa fljúgandi inn um opinn stofuglugga, ef til vill á flótta undan fálka eða í einhverri annarri ámóta neyð. Ég varð ógurlega skelkaður við lætin og vængjaslátt- inn í dúfunni og skældi hástöfum. Þá tók amma mig í fangið, huggaði og raulaði þar til að ekkinn hvarf. Eg var ekki mjög hár í loftinu en þar sem Jóa frænka og ömmusystir gerði einhverjar athugasemdir um óhemjuskapinn í baminu má vera að óhemjugangurinn sé kveikjan að þessari bemskuminningu. Nokkur ár bjó amma á Rauðarárstíg, svo í Heiðargerði í skjóli Jóhannesar sonar síns. Síðast flutti hún svo í Bogahlíðina og þar bjó hún í nær- fellt 30 ár. Fyrstu árin mín var amma mér eins konar aukaútgáfa af móður minni þar sem ég átti líka ömggt skjól og huggun. Svo varð ég að- eins eldri og þá tíma man ég miklu betur. Þá gekk amma á peysufót- um þegar hún kom í heimsókn á heimili foreldra minna. Það sem stendur upp úr í minningunni á þessu tímabili er hvað mér fannst hún vera gömul og að hún kom aldrei tómhent, að alltaf mátti finna eitthvað í töskunni, súkkulaði eða annað smálegt. Afstæði hlut- anna kom svo vel í ljós þegar við amma náðum að rifja það upp fyrir um tveimur ámm að á þessu tíma- bili var hún ámóta gömul og undir- ritaður er í dag. Svo hætti amma að ganga á peysufötum og þá yngd- ist hún til muna og síðan hefur mér fundist hún vera næsta aldurslaus þar til núna síðustu tvö árin að heilsan brást henni. Amma vann sem saumakona, lengst af hjá Ultima, og var eftirsóttur starfs- kraftur, ekki einasta fyrir vönduð vinnubrögð heldur einnig fyrir hlý- legt og vingjarnlegt viðmót. Hún var annáluð hannyrðakona og ligg- ur fjölmargur útsaumaður lista- gripurinn eftir hana hjá eftirlifend- um. Ég er þakklátur fyrir saltkjöts- veislurnar á síðari áram og klein- urnar vora svo alveg sér á parti. Líkast til hagnaðist enginn meira á því en fjölskylda mín þegar amma eltist og treysti sér ekki lengur til að handleika kleinusteikingarfeitina sjálf sem hún kallaði reyndar sjálf alltaf sósu. Sigríður kona mín, bauðst þá til að vera með henni í bakstrinum og þama var þá farið af stað verkefni sem hverju sinni stóð í hálfan dag og ævinlega varð að ljúka með almennilegum málsverði og við máttum velja hvað var í mat- inn. Skötuveislurnar á Þorláks- messu koma líka upp í hugann. Handklæðin og tuskurnar og teppin sem amma tróð með öllum dyrabún- aði til að freista þess að hefta út- breiðslu skötuilmsins um íbúðina og stigaganginn. Jóhannes sá um að- drætti og amma eldaði. Ég sé mest eftir því að hafa verið svo sein- þroska í aðdáun minni á vestfirskri matargerð að ég náði rétt í síðustu veislumar í Bogahlíðinni hjá þeim mæðginum. Ég er sérstaklega þakklátur fyrir það að dóttir mín fékk að kynnast langömmu sinni jafn vel og hún gerði og náði frá unga aldri að um- gangast hana meðan amma var sjálf fullfrísk enda var það sterk taug sem batt þessar frænkur saman þótt aldursmunur þeirra væri nán- ast þrír aldarfjórðungar. Fjölmargir afkomenda hennar og svo náin skyldmenni hafa í tímans rás stundað íþróttir, sumir einungis í yngri flokkum en aðrir allt fram á fullorðinsár og jafnvel endað í landsliði. Þetta varð til þess að hún fylgdist betur með íþróttum en margir aðrir. Hún fylgdist með handknattleik af slíkum eldmóði allt fram á síðustu ár að hún þekkti á skjánum allt landsliðið í handbolta með nafni. Ég hafði miklu meira gaman af því að tala við hana um íþróttir eða horfa með henni á út- sendingar íþróttalandsleikja, hvort heldur vora frjálsar, hand- eða fót- bolti en dóttur mína og eiginkonu samanlagt, þótt þær væra tveimur og þremur kynslóðum yngi’i. Ein- hverju sinni sagði hún að hefði hún átt þess kost að stunda einhverjar íþróttir á sínum yngri árum hefði hún líkast til verið í fimleikum því að „ég gat aldrei verið kyrr“ eins og hún sagði sjálf. Halldór Laxness skrifaði eitt sinn um unga konu sem var send eftir hveraseyddu pottbrauði innan sveit- ar. Hún lenti í villum og ráfaði um heiðar einhver dægur. Matarlaus var hún, að öðra leyti en því að hún var með heilt pottbrauð í fartesk- inu. En hún svalt í villum sínum og datt ekki einu sinni í hug að snæða af pottbrauðinu því að „maður étur nú líklega ekki það sem manni er trúað fyrir“. Aðspurð bætti hún svo við: „Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir.“ Trú- mennskan sem þarna er lýst gæti allt eins átt við um þá konu sem hér er kvödd. Trúmennska og hollusta gagnvart hverjum þeim manni sem hún umgekkst voru sem ósjálfráð aðalsmerki hennar. Líkamlega var hún hvorki stór né mikil en af gjörð- um sínum stækkaði hún. Fólk sem einhvem tíma hafði umgengist hana man eftir henni löngu síðar, ekki síst fyrir reisnina í fari hennar og að hún vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér en var þakklát hverju því sem henni var gert vel. Ekki fleipraði hún með neitt og ekki var alltaf auðvelt að fá fréttir hjá henni af frændfólki sínu. Þegar eitthvað fréttnæmt bar til taldi hún það vera hlutverk viðkomandi sjálfra að skýra frá en ekki sitt. Þegar hún svo skýrði frá einhverju sem hún hafði heyrt var alvanalegt orðatiltækið hennar þegar hún vildi leggja sérstaka áherslu á orð sín; „Það er eins satt og að Guð á mig.“ Þessar línur mínar era sundur- laus þankabrot um manneskju sem hefur byggt stærra rúm í huga mín- um og hjarta en flestar aðrar alla mína ævi og gefið mér og mínum svo margt sem ógerlegt er að skýra frá á skilmerkilegan hátt í stuttu máli hvað þá heldur þakka fyrir sem vert væri. Öðram aðstandend- um hennar votta ég samúð mína en segi að lokum: „Mikið áttum við gott að eiga hana ömmu Döddu.“ Kristinn. Blessunin hún Daðína mín hefur fengið að sofna, svefninum langa, 95 ára gömul. Kynni okkar hafa staðið í aldarfjórðung eða frá því að ég tengdist fjölskyldu hennar. Daðína var óumdeildur miðpunktur fjöl- skyldu sinnar. Hún var þeirrar gerðar sem allt vildi fyrir alla gera en vildi hins vegar aldrei láta hafa neitt fyrir sér. Hún var drottningin í sínu ríki í Bogahlíðinni og þaðan komst enginn án þess að þiggja veitingar. Lengst af bakaði hún kynstrin öll í gömlu Rafhaeldavél- inni sinni en í seinni tíð varð hún viðskiptavinur bakaríanna og nán- ast hljóp út í bakarí í hvernig veðri sem var heldur en að láta einhvern koma að tómum diskum hjá sér. Nú síðast, undir lokin, þegar allt þrek var horfið og hún lá svo falleg og fín í rúminu sínu, hafði hún mestar áhyggjur af því að maður færi frá henni úr heimsókn án þess að þiggja eitthvað. Daðína varð ung ekkja með fimm börn vestur í DAÐINA MATTHILDUR ' GUÐJÓNSDÓTTIR Haukadal í Dýrafirði. Kristinn eig- inmaður hennar lést fyrir 53 árum og var hann henni ætíð mjög nálæg- ur. Oft undraðumst við að hún tal- aði um hann eins og hann hefði lát- ist í gær. Daðína átti ekki annarra kosta völ en flytjast suður í atvinnu- leit eftir lát Kristins og vann hún lengst af á saumastofum og var af- burða flink saumakona. Ég naut þeirra sérréttinda að vera að vera konan hans Kristins hennar, elsta barnabarnsins, sem hún átti í hvert bein. Þau voru alla tíð mjög náin og nutum við mæðgur góðs af því í ríkum mæli. Með tím- anum urðum við Daðína mjög góðar vinkonur og höfðum alla tíð gott samband. Ef meira en vika.leið á milli þess sem ég kom í heimsókn í Bogahlíðina sagði Daðína iðulega við mig. ,Mikið er ég glöð að sjá þig , ég var nú farin að halda að ég hefði móðgað þig eitthvað, það er svo langt síðan þú komst.“ Við upplifðum margt skemmti- legt saman meðal annars ferðalög um landið og er mjög minnisstæð ferðin um Ólafsfjarðarmúla sem hún ætlaði sko aldrei að fara en Kristni tókst að tala hana til og halda í höndina á henni þannig að henni hvarf allur ótti. Daðína átti það nefnilega til að verða svo hrædd, þessi sterka kona. Við fór- um líka út í Hrísey en þá var hún ekki hrædd þegar hún kom á sjó. Okkur tókst á sínum tíma næstum að fá hana í heimsókn til okkar til Cambridge, því að okkur langaði svo að deila með henni dálæti okkar á þeim stað. Því miður fór ristillinn að plaga hana um svipað leyti svo að ekkert varð úr því ferðalaginu. Daðína var okkar bjargvættur þegar Iðunn Elsa dóttir okkar var lítil og þurfti að vera heima en við foreldramir í vinnu. Þá var alltaf gott að leita til Daðínu. Hún var ætíð reiðubúin og auðvitað var langamma kærkomin því hún kunni svo margar sögur og kynstrin öll af Ijóðum. Daðína kenndi mér margt og meðal annars að baka kleinur. Þá mætti ég hjá henni í eftirmiðdaginn og við hnoðuðum í nokkur kíló af klein- um.og steiktum. Um kvöldmatinn komu svo feðginin og saman borðuð- um við saltkjöt með kartöflustöppu og svo ís og ávexti í eftirmat. Því næst settumst við og horfðum saman á sjónvarpið eða spjölluðum saman fram eftir kvöldi og borðuðum auð- vitað endalaust af nýbökuðum klein- unum. Það var samningur okkar að síðan skiptmn við kleinunum jafnt á milli okkar en í hvert skipti lentum við í vandræðum því helst vildi Daðína að við færam heim með bróð- urpartinn af kleinunum. Þetta vora skemmtilegir dagar. Daðína vai- falleg kona til sálar og líkama. Maður fór ætíð rikari af hennar fundi. Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir allt sem hún var mér og mínum. Það stóra rúm sem hún átti í hjarta mínu verður seint fyllt. Sigríður Ágústsdóttir. Daðína Matthildur Guðjónsdóttir f. 30. desember 1903, d. 9. mars 1999 ,Þegar maður hefur tæmt sig af öllu mun friðurinn mikli koma yf- ir hann. Allir hlutir koma fram í til- vistina og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvaðeina aftur til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar." Þessi orð úr Bókinni um veginn langar mig að nota hér til að kveðja ástkæra langömmu mína sem ég var svo lánsöm að fá að kynnast og umgangast í rúm tuttugu ár. Ég sakna þess sárt að geta ekki fylgt henni síðasta spölinn. Far þú í friði, elsku amma Dadda, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Iðunn Elsa. Elsku amma Dadda. Mér fannst eins og eitthvað innra með mér hyrfi þegar mamma hringdi í morg- un og sagði mér að þú værir dáin. Mér fannst ég vera svo langt í burtu frá þér og ég kemst ekki til að kveðja þig. Ennþá man ég dagana þegar ég, 10-12 ára gömul, tók mér göngutúr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.