Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞÁTTASKILÍ UMRÆÐUM UM LEGG í lófa karls, karls, karl skal ekki sjá . . . Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson R I M I N G I O N Fara vel með þig Fáanlegar beintengdar.hleðslu og með rafhlöðum Fást í raftækjaverslunum, hársnyrtistofum og stórmörkuðum um allt land DREIFINGARAÐiy — ~~ I. CjUÐMUNÐSSON ehf. Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Æðarkóngur í Reykja- vikurhöfn FULLORÐINN æðarkóngur hefur að undanförnu sést í stór- um hópi æðarfugla sem halda sig við höfnina í Reykjavík. Karlfuglar æðarkóngsins eru auðgreindir á gráu höfði, svörtu baki og skærappelsínu- gulum nefimúði eða „kórónu“. Kvenfuglarnir eða „drottning- ar“ eru hins vegar brúnar og einkennalitlar. Æðarkóngar sjást hér sem flækingsfuglar á hverjum vetri og þá oftast, í fylgd með æðar- fulgum. Oft reynist erfítt að ná myndum af þeim en æðarkóng- urinn í Reykjavíku rhöfn var að leita skjóls undan vindi þegar myndin var tekin. Fjármögnunarleiðir í heilbrigðisþjónustu Um þrenns konar leiðir að ræða Fj ármögnunarleiðir í heilbrigðisþjón- ustu er yfirskrift málþings sem haldið er fimmtudaginn 18. mars á vegum Félags um heilsuhagfræði og heil- brigðislöggjöf, Félags forstöðumanna sjúkra- húsa á Islandi og Lands- sambands sjúkrahúsa. Guðrún Björg Sigur- björnsdótth- er í stjórn Félags um heilsuhag- fræði og hefur unnið að undirbúningi málþings- ins. „Aðdragandi þessa málþings er að Hag- fræðistofnun Háskóla Islands gerði skýrslu um fjármögnunarleiðir í Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir heilbrigðisþjónustu fyrir samstarfsráð sjúki'ahúsanna í haust. Þessi skýrsla hefur litla sem enga kynningu fengið. Auk þess hefur staðið yfir vinna á vegum heilbrigðisráðuneytisins að gerð þjónustusamninga. Mál- þing þótti kjörinn vettvangur til að kynna þessa skýrslu og ræða breyttar fjármögnunarleiðir í heilbrigðisþjónustu." Guðrún Björg segir að margir telji að fost fjárlög séu gengin sér til þurrðar og það þurfi að koma til einhver breyting á fjármögnun í heilbrigðiskerfinu. -Hvað kemur fram í þessari skýrslu um fjármögnunarleiðir? „Þar kemur meðal annars fram að fjárskortur heilbrigðis- kerfisins er talinn stafa af lágum framlögum frekar en óeðlilega háum útgjöldum til heilbrigðis- mála. Einnig telja höfundar skýrslunnar að hægt sé að auka hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu ef farnar eru nýjar fjármögnun- arleiðir." Guðrún segir að bent sé á þrenns konar fjármögnunarleið- ir, föst fjárlög, þjónustugjöld og greiðslur sem byggðar eru á kostnaðargreiningu sjúk- dómstilfella. „Þá er í skýrslunni fjallað um hvernig heilbrigðis- þjónustan er fjármögnuð á Norðurlöndum. Þar er heil- brigðisþj ónustan fjármögnuð með föstum og breytilegum fjárveitingum á meðan flestar stofnanir hér á landi eru á föst- um fjárveitingum óháð umfangi eða starfsemi. Þá er einnig í skýi'slunni rætt um þjónustusamninga svipað og heilbrigðisráðuneytið er að vinna að um þessar mundir. Þegar er farið að gera þjónustusamninga við nokkrar heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni." -Hvað felst í þjónustusamn- ingum? „Þjónustusamningar kveða meðal annars á um hvaða þjón- ustu sjúkrahúsin eigi að veita og hvaða fjárveitingar ____________ séu ætlaðar til verk- efnisins. Gert er ráð fyrir að þessir þjón- ustusamningar verði í gildi í þrjú ár . Verið er að undir- ™““ búa gerð þjónustu- samninga við stóru sjúkrahúsin en slíkir samningar krefjast lengri undirbúnings en aðrir vegna þess hve starfsemi þeirra er fjölþætt.“ -Stendur ekki til að sameina ►Guðrún Björg Sigurbjörns- dóttir er fædd í Kaupmanna- höfn árið 1958. Hún lauk ljósmæðranámi frá Ljósmæðraskóla íslands árið 1980 og BS prófí í hjúkrunar- fræði frá Háskóla íslands árið 1993. Guðnín lauk prófí í heilsuhag- fræði frá Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands árið 1995 og námi í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá sömu stofnun árið 1998. Guðrún Björg er hjúkrunar- framkvæmdastjóri á barnaspít- ala Hringsins og sviðsstjóri yfir barnalækninga- og kvenlækn- ingasviði Landspítalans. Eiginmaður hennar er Ást- mar Órn Arnarsson húsasmíða- meistari og eiga þau tólf ára dreng en dóttir þeirra lést fyrir rúmu ári. Breytinga þörf á fjármögnun í heilbrigðis- kerfinu. Félag um heilsuhagfræði og Fé- lag um heilbrigðislöggjöf fyrir málþingið? „Undirbúningi að sameiningu þessara tveggja félaga í eitt er lokið og búið er að senda drög að nýjum lögum til félagsmanna. Nýja félagið hefur hlotið vinnu- heitið Félag um heilsuhagfræði og heilbrigðislöggjöf og í því verða nímlega 100 félagsmenn. Akveðið var að sameina félögin þar sem hvort félag um sig var lítið og sameining myndi styrkja stöðu þeirra og víkka sjóndeild- arhringinn. Bæði félögin eru stofnuð sem áhugamannafélög þar sem félagsmenn hafa áhuga á framþróun í heilbrigðisþjónustu.“ - Hverjir tala á málþinginu? „Marta Guðrún Skúladóttir, hagfræðingur og höfundur skýrslunnar um fjármögnunar- leiðir heilbrigðisþjónustu, mun kynna skýrsluna á málþinginu. Þá mun Guðjón Magnússon, rekt- or Norræna heilsuháskólans í Gautaborg, tala um fjármögnun- arleiðir og síðasti framsögumað- _________ urinn, Arni Sveiris- son, framkvæmda- stjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, mun tala um fjármögnun- arleiðir sem stjóm- ™“andi heilbrigðisstofn- unar.“ Guðrún segir að í lokin verði pallborðsumræður með þátttöku alþingismanna. Þingið, sem er öllum opið, hefst klukkan 16.30 og verður haldið í Borgartúni 6. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.