Morgunblaðið - 17.03.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 17.03.1999, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞÁTTASKILÍ UMRÆÐUM UM LEGG í lófa karls, karls, karl skal ekki sjá . . . Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson R I M I N G I O N Fara vel með þig Fáanlegar beintengdar.hleðslu og með rafhlöðum Fást í raftækjaverslunum, hársnyrtistofum og stórmörkuðum um allt land DREIFINGARAÐiy — ~~ I. CjUÐMUNÐSSON ehf. Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Æðarkóngur í Reykja- vikurhöfn FULLORÐINN æðarkóngur hefur að undanförnu sést í stór- um hópi æðarfugla sem halda sig við höfnina í Reykjavík. Karlfuglar æðarkóngsins eru auðgreindir á gráu höfði, svörtu baki og skærappelsínu- gulum nefimúði eða „kórónu“. Kvenfuglarnir eða „drottning- ar“ eru hins vegar brúnar og einkennalitlar. Æðarkóngar sjást hér sem flækingsfuglar á hverjum vetri og þá oftast, í fylgd með æðar- fulgum. Oft reynist erfítt að ná myndum af þeim en æðarkóng- urinn í Reykjavíku rhöfn var að leita skjóls undan vindi þegar myndin var tekin. Fjármögnunarleiðir í heilbrigðisþjónustu Um þrenns konar leiðir að ræða Fj ármögnunarleiðir í heilbrigðisþjón- ustu er yfirskrift málþings sem haldið er fimmtudaginn 18. mars á vegum Félags um heilsuhagfræði og heil- brigðislöggjöf, Félags forstöðumanna sjúkra- húsa á Islandi og Lands- sambands sjúkrahúsa. Guðrún Björg Sigur- björnsdótth- er í stjórn Félags um heilsuhag- fræði og hefur unnið að undirbúningi málþings- ins. „Aðdragandi þessa málþings er að Hag- fræðistofnun Háskóla Islands gerði skýrslu um fjármögnunarleiðir í Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir heilbrigðisþjónustu fyrir samstarfsráð sjúki'ahúsanna í haust. Þessi skýrsla hefur litla sem enga kynningu fengið. Auk þess hefur staðið yfir vinna á vegum heilbrigðisráðuneytisins að gerð þjónustusamninga. Mál- þing þótti kjörinn vettvangur til að kynna þessa skýrslu og ræða breyttar fjármögnunarleiðir í heilbrigðisþjónustu." Guðrún Björg segir að margir telji að fost fjárlög séu gengin sér til þurrðar og það þurfi að koma til einhver breyting á fjármögnun í heilbrigðiskerfinu. -Hvað kemur fram í þessari skýrslu um fjármögnunarleiðir? „Þar kemur meðal annars fram að fjárskortur heilbrigðis- kerfisins er talinn stafa af lágum framlögum frekar en óeðlilega háum útgjöldum til heilbrigðis- mála. Einnig telja höfundar skýrslunnar að hægt sé að auka hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu ef farnar eru nýjar fjármögnun- arleiðir." Guðrún segir að bent sé á þrenns konar fjármögnunarleið- ir, föst fjárlög, þjónustugjöld og greiðslur sem byggðar eru á kostnaðargreiningu sjúk- dómstilfella. „Þá er í skýrslunni fjallað um hvernig heilbrigðis- þjónustan er fjármögnuð á Norðurlöndum. Þar er heil- brigðisþj ónustan fjármögnuð með föstum og breytilegum fjárveitingum á meðan flestar stofnanir hér á landi eru á föst- um fjárveitingum óháð umfangi eða starfsemi. Þá er einnig í skýi'slunni rætt um þjónustusamninga svipað og heilbrigðisráðuneytið er að vinna að um þessar mundir. Þegar er farið að gera þjónustusamninga við nokkrar heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni." -Hvað felst í þjónustusamn- ingum? „Þjónustusamningar kveða meðal annars á um hvaða þjón- ustu sjúkrahúsin eigi að veita og hvaða fjárveitingar ____________ séu ætlaðar til verk- efnisins. Gert er ráð fyrir að þessir þjón- ustusamningar verði í gildi í þrjú ár . Verið er að undir- ™““ búa gerð þjónustu- samninga við stóru sjúkrahúsin en slíkir samningar krefjast lengri undirbúnings en aðrir vegna þess hve starfsemi þeirra er fjölþætt.“ -Stendur ekki til að sameina ►Guðrún Björg Sigurbjörns- dóttir er fædd í Kaupmanna- höfn árið 1958. Hún lauk ljósmæðranámi frá Ljósmæðraskóla íslands árið 1980 og BS prófí í hjúkrunar- fræði frá Háskóla íslands árið 1993. Guðnín lauk prófí í heilsuhag- fræði frá Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands árið 1995 og námi í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá sömu stofnun árið 1998. Guðrún Björg er hjúkrunar- framkvæmdastjóri á barnaspít- ala Hringsins og sviðsstjóri yfir barnalækninga- og kvenlækn- ingasviði Landspítalans. Eiginmaður hennar er Ást- mar Órn Arnarsson húsasmíða- meistari og eiga þau tólf ára dreng en dóttir þeirra lést fyrir rúmu ári. Breytinga þörf á fjármögnun í heilbrigðis- kerfinu. Félag um heilsuhagfræði og Fé- lag um heilbrigðislöggjöf fyrir málþingið? „Undirbúningi að sameiningu þessara tveggja félaga í eitt er lokið og búið er að senda drög að nýjum lögum til félagsmanna. Nýja félagið hefur hlotið vinnu- heitið Félag um heilsuhagfræði og heilbrigðislöggjöf og í því verða nímlega 100 félagsmenn. Akveðið var að sameina félögin þar sem hvort félag um sig var lítið og sameining myndi styrkja stöðu þeirra og víkka sjóndeild- arhringinn. Bæði félögin eru stofnuð sem áhugamannafélög þar sem félagsmenn hafa áhuga á framþróun í heilbrigðisþjónustu.“ - Hverjir tala á málþinginu? „Marta Guðrún Skúladóttir, hagfræðingur og höfundur skýrslunnar um fjármögnunar- leiðir heilbrigðisþjónustu, mun kynna skýrsluna á málþinginu. Þá mun Guðjón Magnússon, rekt- or Norræna heilsuháskólans í Gautaborg, tala um fjármögnun- arleiðir og síðasti framsögumað- _________ urinn, Arni Sveiris- son, framkvæmda- stjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, mun tala um fjármögnun- arleiðir sem stjóm- ™“andi heilbrigðisstofn- unar.“ Guðrún segir að í lokin verði pallborðsumræður með þátttöku alþingismanna. Þingið, sem er öllum opið, hefst klukkan 16.30 og verður haldið í Borgartúni 6. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.