Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 45 Guðný Theó- dóra Guðna- dóttir fæddist í Jaðri í Þykkvabæ 3. maí 1908. Hún lést á Landakoti 8. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðni Þórðarson og Sigríður Helga- dóttir. Systkini hennar voru Guðni Guðnason, f. 16.9. 1905, og Kristín Guðnadóttir, f. 3.8. 1904, bæði Iátin. Guðný ólst upp hjá fósturforeldrum, Guðmundi Þórðarsyni og Guðlaugu Guð- laugsdóttur á Önnuparti í Þykkvabæ. Guðný giftist Hermanni Jóns- syni, f. 21.9. 1899, d. 31.12. 1994, og þau bjuggu um 50 ára skeið að Amtmannsstíg 4a í Reykjavík. Hún eignaðist ijögur börn. Þau eru 1) Snorri, f. 15.4. 1932, lést á öðru ári. 2) Elín, f. 21.5. 1933, maki: Jóhannes Jós- efsson, f. 15.2. 1930. Þeirra börn eru Magnús Welding, hann Elsku amma mín, Égsé þig sé þig þó ekki veit samt að þú ert til handan hafsins . sem skilur að sérhvern mann frá sjálfum sér og mig frá þér á mörkum alls sem er og var við sameinumst á ný. M lffið er í sjálfu sér hafið sem á milli skildi. (J.G.J.) Elsku amma mín, nú hefur þú stigið á annað land, þar sem hann afi minn hefur beðið þín undanfarin ár. Fyrstu minningar mínar eru tengdar ömmu minni og afa, heim- sóknir til þeirra á Amtmannsstíginn voru tíðar. Afi fór ósjaldan með okkur bróður minn í bíó á sunnu- dögum en þegar þeir kusu að fara á völlinn, þá var ég eftir hjá ömmu og bökuðum við þá pönnukökurnar saman og rúlluðum upp með mikl- um sykri, því hún amma mín vildi veita vel. Þannig minnist ég þeirra, þau vildu allt fyrir mann gera. Amma var mikil félagsvera, sífelld- ur gestagangur bar glöggt vitni um það. Það var alltaf heitt á könnunni og kökurnar tilbúnar í ofnskúffunni, ásamt pönnukökum og heimabökuð- um kleinum. Ég á óteljandi fallegar minningar um ömmu mína. Enga konu veit ég sem hefur prjónað jafn mikið. Ófáar voru ferðimár í Rammagerðina með húfur og peys- ur og til að kaupa meiri lopa. Veit ég að pabbi minn seldi peysurnar hennar til Ameríku og víðar í sigl- ingum sínum og er ég þess fullviss að ferðamennimir heilluðust af vör- unum hennar í Rammagerðinni svo segja má að handavinnan hennar ömmu hafi farið um allan heim. Ég hef verið þess aðnjótandi að búa í húsinu sem amma og afi byggðu við Amtmannsstíg undan- farin ár. Ömmu minni leið vel að koma þangað í kaffi eftir að hún var komin á Landakot. Við amma fórum einnig oft í messu á sunnudögum í Dómkirkjuna og í bíltúrana okkar. Oftast vildi hún fara að Bessastöð- um og litast þar um og henni fannst tilheyra að keyra niður Skólavörðu- stíginn um jól til að sjá fallegu ljósin og skreytingarnar. Amma Guðný fylgdist vel með öllu sem var að gerast, hlustaði mik- ið á fréttir og aðra upplýsandi þætti í útvarpinu. Hún átti ekki auðvelt með mál en gat þó alltaf frætt mann á fréttum líðandi stundar, hún fylgdist ávallt vel með. Amma mín lést 8. mars sl. á Alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna. Það segir meira um ömmu en mörg orð, að vera ávallt minnst á þeim degi. á tvö börn, Sjöfn, hún á tvö börn, Gunnar Jósef, hann á tvö börn, Elín Theódóra, maki Svanur Guðmunds- son og eiga þau eitt barn, Jóhann Snorri, maki Anna Guðrún Kristins- dóttir og eiga þau tvö börn, Jóhannes Örn. 3) Sjöfn Guð- mundsdóttir, f. 22.8. 1935, maki Þórar- inn Ingi Sigurðsson, f. 4.4. 1923. Þeirra börn eru Sigurður, maki Elín María Hilmarsdóttir og eiga þau þrjú börn, Theódóra, maki Árni Jóhannsson. 4) Gunnar Hermannsson, f. 8.8. 1953, maki Ingibjörg Pálsdóttir, f. 7.1. 1957, þeirra börn saman eru Katrín Erna, Unnur og Rakel Rán. Alls eru langa-langömmu- börnin þrjú. Guðný Th. Guðnadóttir verð- ur jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Líf hennar hefur undanfarna ára- tugi verið mikil barátta. Hún lærði að lifa með krabbameini og sýndi mikinn innri styrk. Hún var sterkasta kona sem ég hef kynnst. Hún gaf mér styrk og trú. Elsku mamma mín, ég votta þér mína dýpstu samúð, en þegar fram líða stundir munu fallegar minning- ar koma í stað sársaukans. Elsku amma mín, ég veit að þér líður vel núna, við ræddum það oft hvað við héldum að tæki við eftir jarðneskt líf. Við vorum þess full- vissar að afi væri þegar sestur við spilaborðið með Ellu og Sigurði og það eina sem vantaði væri fjórði maðurinn í vist. Nú veit ég að þið hafið öll sameinast og það var tekið vel á móti þér. Far þúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briera) Ég vil að endingu koma á fram- færi þakklæti til starfsfólks K2 á Landakoti fyrir umhyggjuna sem þau báru fyrir ömmu minni og fyrir góða umönnun undanfarin ár. Theódóra Þórarinsdóttir. Það kom engum á óvart að hún amma mín skyldi kveðja þennan heim nú nýverið. Hún hafði átt við langvarandi heilsuleysi að stríða í kjölfar erfiðs sjúkdóms og veikinda. Söknuðurinn er engu að síður sár, en gangi h'fisins verður ekki breytt þótt stundum hefði maður það á til- finningunni að hinn mikli styrkur hennar ömmu gæti ógnað lífsins lögmálum. Amma mín var mér sérstaklega kær og samband okkar mjög náið og gott. Heimili hennar og afa Her- manns sem lést 1994 var alla tíð mitt annað heimili. Ég bjó þar fyrsta ár ævi minnar og sótti mikið til þeirra. Þar var alltaf tekið höfð- inglega á móti gestum og vel veitt. Ömmu var mjög umhugað að allir fengju vel í sig og á, enda slíkt ekki eins sjálfgefið þegar hún var að al- ast upp í byrjun aldarinnar. Oftar en ekki kaus ég sem smá- strákur að fara heim með ömmu og afa á aðfangadagskvöldi og fá að gista hjá þeim. Ómmu varð mjög tíðrætt um þetta og fannst greini- lega vænt um. Sama gilti um þá ákvörðun mína á sínum tíma og snúa við á hafnarbakkanum í Reykjavík og fara heim með ömmu og afa í stað þess að fara í siglingu með pabba til Rússlands. Minningarnar er bæði margar og ljúfar frá Amtmannsstígnum. Amma hafði mjög gaman af því að spila á spil og þær voru ófáar stund- irnar sem við áttum saman yfir spil- unum. Afi sá um bíóferðimar, skautana og ferðirnar á völlinn. Seinna meir fengu svo börnin mín að kynnast manngæsku langömmu og langafa og þau þeim. Börnin fundu strax hversu gott var að heimsækja gömlu hjónin sem tóku sinn þátt í þeirra lífi. Ég á ömmu minni mikið að þakka fyrir allt það sem hún hefur gert íýrir mig. Hún hefur nú fengið sína hvíld og það er óneitanlega léttir að vita til þess að það verður vel tekið á móti henni. Ég veit að öðlingurinn hann afi bíður hennar og tekur ef- laust sporið eins og honum var ein- um lagið. Ég og fjölskylda mín kveðjum með söknuði en vonum að amma hafi verið hvíldinni fegin og dansi nú á himninum með afa. Sigurður Þórarinsson. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úi-vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmai-kast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN LILJA HJARTARDÓTTIR, Hæðargarði 6, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 7. mars sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. mars, kl. 13.30. Þórunn J. Gunnarsdóttir, Þorgeir Sigurðsson, Hjörtur Gunnarsson, Sigríður M. Markúsdóttir, Sigrún Hjartardóttir Swimm, Craig D. Swimm, Gunnar Þorgeirsson, Unnur Þorgeirsdóttir, Þóra Þorgeirsdóttir. GUÐNY THEODORA G UÐNADÓTTIR t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS BERGSTEINSSON byggingameistari, Skaftahlíð 42, Reykjavík, sem andaðist miðvikudaginn 10. mars sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 18. mars kl. 15.00. Elín Svava Sigurðardóttir, Bergsteinn Ragnar Magnússon, Else Magnússon, Marólína Arnheiður Magnúsdóttir, Bogi Sigurðsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Magnús Svavar Magnússon, Margrét Halla Magnúsdóttir, Ragnar Magnússon Jakobsen, barnabörn og barnabarnabörn Hafdís Magnúsdóttir, Hafsteinn Kristjánsson, t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- konu minar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR PÁLSDÓTTUR, Safamýri 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 7A á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Össur Aðalsteinsson, Helga Sigurgeirsdóttir, Tryggvi Eyfjörð Þorsteinsson, Kristján Orri Sigurleifsson, Heiðar Örn Tryggvason. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GYÐRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, áður til heimilis á Urðarstíg 6, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Hrefna Kristmundsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar föðursystur okkar, INGIBJARGAR BJARNADÓTTUR, Ránargötu 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks, sem var í Há- túni 10 og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landa- koti, deild L-1, fyrir einstaka umönnun og kær- leika. Katrín, Ingibjörg, Bjarni og Jóhann Jóhannsbörn og fjölskyldur. t Við þökkum innilega öllum sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, AÐALBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Eskifirði. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra KÁRA SIGURÐSSONAR, Hátúni 12, Reykjavík. Erla Hafliðadóttir, systkini, tengdasystkini og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.