Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 23 VIÐSKIPTI Stefnir í 5% vaxtamun milli Islands og annarra landa VEXTIR vom lækkaðir um 25 punkta í Bretlandi á fimmtudag. Vextir vora einnig lækkaðir um 50 punkta í Evralandi. Vaxtamunur milli Islands og annarra landa stefnir því óðfluga á 5,00%. Búast má við að þessi mikli munur styðji við gengi krónunnar þar sem vaxtalækkanir erlendis era ígildi vaxtahækkunar hér á landi. Mikill og viðvarandi viðskiptahalli og við- leitni Seðlabankans til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann munu þó koma í veg fyrir verulega styrk- ingu krónunnar. Englandsbanki virðist hafa met- ið það svo að engin hætta væri á aukinni verðbólgu og að þar með væri ekki tekin mikil áhætta með lækkuninni á fimmtudag. Hagvöxt- ur hefur farið minnkandi í Bret- landi að undanfömu og reynir Seðlabankinn að ná svokallaðri „mjúkri lendingu" hagkerfisins. Vextir era nú 5,25% í Bretlandi sem era lægstu vextir síðan í sept- ember 1994. Eins og ávallt var þessi vaxtalækkun að hluta til komin inn í verð pundsins á gjald- eyrismörkuðum, að því er fram kemur í markaðsyfirliti Lands- banka Islands á fóstudag. Vextir vora einnig óvænt lækk- aðir um 50 punkta í Evrópu. Þar voru rökin augljósari fyrir vaxta- lækkun en það kom hins vegar á óvart hversu mikil lækkunin var. Verið getur að Seðlabanki Evrópu hafi viljað sýna markaðnum fram á sjálfstæði sitt með því að koma á óvart og lækka meira en almennt var búist við. Þrýstingur á að Bretar lækki vexti enn frekar í markaðsyfirliti Landsbankans kemur fram að nú hafi vextir verið lækkaðir í Svíþjóð, Kanada, Bret- landi og nú síðast í Evrulandi. „Þessar vaxtalækkanir skila sér hingað til lands í foi-mi aukins vaxtamunar milli Islands og okkar helstu viðskiptalanda. Vaxtamunur er nú í sögulegu hámarki en ofan- greindai’ vaxtalækkanir þýða að vaxtamunur hefur farið úr 4,20% í 4,60%. í morgun (á fóstudag) lækk- uðu vextir í Sviss og Danmörku um 50 punkta. Eftir þessa hrinu má bú- ast við að Svíþjóð og Noregur fylgi á eftir. Þessi lækkun í Evralandi mun einnig auka þrýsting á að Bretar lækki aftur þar sem vaxta- munur milli Þýskalands og Bret- lands hefur á nýjan leik aukist. Ef við gefum okkur að þessi ríki lækki vexti um 25 punkta í þessum og næsta mánuði mun vaxtamunur aukast um 10-15 punkta. Vaxtamunur milli íslands og annarra landa stefnir því óðfluga á 5,00%. Þessi mikli munur hlýtur fræðilega að styðja við gengi krón- unnar þar sem vaxtalækkanir er- lendis era ígildi vaxtahækkunar hér á landi. Mikill og viðvarandi viðskiptahalli og viðleitni Seðla- bankans til að styrkja gjaldeyris- varaforðann munu þó koma í veg fyrir veralega styrkingu krónunn- ar. Einnig draga hertar lausafjár- reglur Seðlabankans úr aðgengi innlendra aðila að erlendu lánsfé. Þess vegna er ekki gefið að mikill vaxtamunur kalli á mikið gjaldeyr- isinnstreymi til landsins. Sam- kvæmt ofansögðu er talsvert við- nám við styrkingu krónunnar," að því er fram kemur í markaðsyfirliti Landsbankans. Verðtryggð skuldabréf álitlegur kostur Þar kemur fram að hugsanlega hafi á nýjan leik skapast tækifæri til þess að opna skiptasamninga þar sem fjárfest er í innlendum verðbréfum og kaupin fjármögnuð með erlendu lánsfé. „Avöxtunar- krafa á langtímamarkaði hækkaði eftir aðgerðir Seðlabankans. Það getur því verið álitlegur kostur að kaupa verðtryggð skuldabréf um þessar mundir. Eins réttlætir hinn mikli vaxtamunur skuldsetningu í erlendri mynt,“ að því er fram kemur í markaðsyfirliti Lands- bankans. Góðir rekkar tryggja hámarksnýtingu á dýrmætu plássi. Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi. Jafnt rúllurekka sem innkeyrslurekka, jafnvel færanlega rekka. Mjög gott verð! Lyftitæki og triilur færðu einnig hjá okkur. Lagerlausnir eru okkar sérgrein MECALUX gæði fyrir gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSL UN „ irauœiír shf SUNDABORG 1 • SlMI 568-3300 Bliki G. Ben. hf. með 28,5 milljónir króna í hagnað Viðsnúningur í rekstri milli ára BLIKI G. BEN hf„ BGB, á Ár- skógssandi var rekið með rúmlega 28.5 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári en velta fyrirtækisins nam 729 milljónum ki’óna. Ef tekið er til- lit til taps á rekstri dótturfélags BGB, Oturs ehf., var afkoman þó nokkru lakari eða sem svarar til 13.6 milljóna hagnaðar. Afkoma fyr- irtækisins hefur batnað til muna frá árinu 1997 en þá var 27,6 milljóna króna tap á rekstrinum. Eignir BGB eru bókfærðar á 1.213 milljón- ir og eru veltufjármunir þar af um 132 milljónir króna. Heildarskuldir námu um 806 milljónum króna, þar af vora 636 milljóna langtímaskuld- ir. Eigið fé var rúmlega 400 milljón- ir um síðustu áramót og veltufé frá rekstri nam tæpum 98 milljónum króna. Að sögn Þóris Matthíassonar, framkvæmdastjóra BGB, er skýr- inga á bættri afkomu fyrirtækisins milli ára einkum að leita í samlegð- aráhrifum sem gæta fór í rekstrin- um á síðasta ári og bættri vinnslu eigin afla í landi. BGB keypti í lok síðastliðins árs Otur ehf., útgerð og fiskvinnslu á Dalvík, en hefur nú selt aftur húsnæði og búnað fisk- vinnslunnar. Reynt að auka veiðiheimildir félagsins Fyi’irtækið hefur einnig ráðist í að endurnýja skipakost sinn að nokkru leyti með sölu á Arnþóri EA og kaupum á Höfrungi AK. Kaupin eru liður í tilraunum fyrirtækisins til að að komast yfir auknar veiði- heimildir og segir Þórir að nýja skipið sé mun öflugra en það sem verið er að selja og gefi meiri mögu- leika í tengslum við veiðarnar. Hann segir að þrátt fyrir sam- drátt í rækjuveiðum hér heima séu horfur í rekstri fyrirtækisins ágæt- ar á þessu ári enda vegi auknar rækjuveiðar á Flæmingjagrunni upp þann samdrátt. BGB gerir alls út þrjú fiskiskip og hjá fyrirtækinu starfa 65 manns, þar af 25 í landi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörð- un um hvenær aðalfundur félagsins verður haldinn. Langar þig til að kynnast sjóstangaveiði? Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur gengst fyrir kynningarfundi um sjóstangaveiði sem skipulögð er á vegum félagsins. Fundurinn er opinn öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast starfsemi SJÓR. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 15■ apríl 1999 kl. 20:30 á Hótel Sögu, sal B. BIBS 1 nm HEIMABI0 Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði! Einar Farest veit & Co. hf. Borgartúni 28 S: 562 2901 og 562 2900 /7 Fallegt útlií vönduð hönnun Super-5 Digital Blackline myndlampi Digital Comb Filter 165 W magnari 6 framhátalarar 2 bassatúbur 2 bakhátalarar Öflugur miðjuhátalari 2 Scarttengi að aftan, Super VHS (DVD) og myndavélatengi að framan Glæsilegur skápur á hjólum með innbyggðum miðjuhátalara T0SHIBA heimabíósprengjan 2878DG kostar aðeins Kr. ! 24.740 stgr* með þessu öllu!! T0SHIBA Pro-Logic tækin eru magverðlaunuð af tækniblöðum í Evrópu og langmest seldu tækin í Bretlandi T0SHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins - DVO mynddiskakerfisins og Pro-drum myndbauuaub Onnur TOSHIBA 28" tæki kosta írá kr. 66.510 stgr. -Staðgreiðsluafslðttur er 10%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.