Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.04.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 41 Förðun er fag farðarans ÁSTÆÐA mín fyrir þessum skrifum er tví- þætt. í fyrsta lagi, hvað gerii’ farðari og í öðru lagi ruglingur á starfsheiti í tengslum við þessa starfsgrein. Farðari er sá aðili sem hefur hlotið menntun eða þjálfun til að farða fólk fyrir öll tækifæri þar sem fólk vill líta sem best út starfs síns vegna eða persónulega. Hönnun á gervum í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi eða hvað annað sem fólki dettur í hug. Farðarinn er sérhæfður í að hanna útlit allt frá því að stúlka vill líta út eins og átrúnaðargoð sitt úr tískublöðunum yfir í að leikari geti túlkað persónu á sannfærandi hátt með aðstoð gervis. Förðunarnámið er hvergi í heiminum lögverndað fag. Kennsla fer fram í einkaskól- um þar sem eingöngu er lögð áhersla á andlitsformið, hvernig draga má fram það fallega og hylja það sem miður er eða öfugt, t.d. öldrun, með samspili Ijóss og skugga. Þetta er ekki ólíkt listnámi í myndlistaskólum. Ættu því farð- arar að flokkast undir listamenn eins og enska starfsheitið bendir til „Make up Artist“. Förðun er frekar ung starfs- grein á Islandi, er því ekki almennt þekkt í hverju hún felst. Hér áður fyrr var förðun helst sett í sam- hengi við leikhúsin eða kvikmyndir og sjónvarp. Þær voru titlaðar „sminkur" eða förðunanneistarar sem voru þá oftast yfinnanneskjur förðunardeildar. Síð- ustu tíu árin hefur þetta starf orðið al- mennara og fleiri aðil- ar hafa lært fórðun, annaðhvort erlendis eða hér á landi, þar sem einkaskólar hafa verið starfandi í átta ár. Starfsheiti þeirra einstaklinga sem ljúka þessu námi hefur verið á reki. Eldri starfs- heiti hafa loðað við og eru notuð en síðan var orðið förðunarfræð- ingur fundið upp og átti það líklegast að vísa í starfsheiti snyrtifræðinga sem einnig fást við andlit á fólki ásamt fórðun. En þarna fer mis- Starfsheiti Hvet ég alla sem starfa í þessu fagi, segir Anna Toher, að taka upp starfsheitið farðari. skilnings að gæta og núna er svo komið að fólk ruglar saman förðun- arfræðingi og snyrtifræðingi. Öll starfsheiti sem enda á fræð- ingur vísa í að viðkomandi hafi lok- ið tilskildu prófi í ákveðnu fagi. Snyi'tifræði er þriggja ára nám, bóídegt og verklegt sem lýkur með sveinsprófi. Ef viðkomandi ætlar að fara út í eigin rekstur þarf að ljúka meistaraprófi í meistaraskóla Anna Toher til að öðlast meistaratitil. Þannig verður viðkomandi fræðingur eða meistari í löggildri starfsgrein. Förðun er ekki löggild og getur því hver sem er fengið leiðsögn og starfað við þetta fag. Eg hef bent mínum nemendum á að kalla sig farðara og auglýsa þjónustu sína undir því heiti, þar sem það er í fullu samræmi við önnur starfsheiti í íslensku máli svo sem eins og leik- ari, málari, rakari, söngvari o.s.frv. Ég spurðist fyrir um þetta orð hjá íslenskri málnefnd og var fallist á þetta orð þar sem það lýsir starfs- sviðinu mjög vel og fellur vel að málinu. Viðmælandi minn hvatti mig eindregið að nota þetta orð og fá aðra í faginu til að gera slíkt hið sama. Ég undirrituð rek fórðunarskóla í Reykjavík undir nafninu Förðun- arskóli Islands sem er elsti starf- andi förðunarskólinn í dag. Námið byggi ég upp samkvæmt franskri fyrirmynd sem er viðurkennd út um allan heim sem mjög tæknileg og listræn förðun. Námið byggist upp á verklegri þjálfun með sýni- kennslum og æfingum. Skólinn er níu mánuðir, tvær til þrjár annir eftir því hvaða leið er valin. Sem dæmi um stundafjölda og lengd hverrar annar spannar grunn- námið 13 vikur, samtals 326 kennslustundir. I lok hverrar annar eru verkefni sem nemendur þurfa að skila og standast lág- markskröfur til að fá viðurkenn- ingarskjal í hendur um að viðkom- andi hafi lokið námi og uppfyllt þær kröfur sem til þurfti. Ég út- skrifa ekki fólk með titla eins og fræðingur eða meistari þar sem ekkert bóklegt próf fer fram. Því hvet ég alla sem starfa að þessu fagi að taka upp starfsheitið farð- ari og hætta öllum ruglingi svo al- menningur í landinu geti gert greinarmun á snyrtifræðingi og farðara. Höfundur rekur Förðunarskdla Islands. Átök á Balkanskaga ENN einu sinni hef- ur soðið uppúr í átök- um á Balkanskaga. Loftárásir Nató og múgmorð og hryðju- verk, á ábyrgð júgóslavneskra stjóm- valda, hafa mjög verið í fréttum undanfarið. Landlaust og ofsótt fólk hefur nú fengið hæli á íslandi, það er vel. Eins og af fréttum má sjá hafa viðbrögð við loftárásum Nató verið á ýmsa vegu. Al- þjóðleg kirknasamtök sem íslenska þjóðkirkj- an á aðild að hafa sent frá sér yfir- lýsingar og lýst skoðun sinni á at- burðunum í Júgóslavíu og í Kó- sóvó. Meðal þessara samtaka eru Alkirkjuráðið, Kirknasamtök Evr- ópu og Lútherska heimssamband- ið. I yfirlýsingunum eru þau átök sem nú standa yfir hörmuð og kall- að er eftir því að samið verði um haldbæi'a lausn á vandanum í Kó- sóvó. Því hefur verið haldið fram af fomsturíkjum Nató að lofthemað- ur gegn Júgóslavíu hafi verið eina úrræðið, eftir að samningar náðust ekki milli Serba og Kósóvóalbana. Ekki skal gert lítið úr þeim skýr- ingum. A móti hefur hins vegar verið spurt hvort þeir sem þarna bera ábyrgð háfi séð íýrir sér við- brögð Serba gagnvart óvopnuðum almenningi í Kósóvó, sem vandlega hafa verið útmáluð í fjölmiðlum. Þá hefur einnig verið spurt hvort Nató hafi hugsað dæmið til enda. Verður lofthernaðurinn einn til þess að knýja fram ásættanlega niður- stöðu, eða þarf að senda inn land- her? Sú aðgerð myndi væntanlega setja allt í bál og brand á þessu svæði og víðar í nágrenninu. I ályktun Lútherska heimssam- bandsins eru hryðju- verkin gagnvart al- bönskum íbúum í Kó- sóvó fordæmd; einnig er fullyrt, að hernað- araðgerðir einar og sér muni ekki leysa þau flóknu vandamál sem þarna em til staðar. Allt eins geti þær orðið til þess að styrkja stöðu valdhaf- anna í Belgrad og auka enn á ofbeldis- og þjóðernishyggju; það djúp- stæða mein sem elur af sér enda- lausan hrylling og dauða. Deilur milli þjóða og þjóðar- brota á Balkanskaga eru ekki nýj- ar af nálinni. Það er skelfileg stað- reynd að tnimál og trúarafstaða Stríð Sagan kennir, segir Þorbjörn Hlynur Árna- son, að ofbeldi stöðvar ekki ofbeldi. hafa átt stóran þátt í því sem mætti kalla lífsfjandsamlega þjóð- ernishyggju. Lútherska heimssambandið gagnrýnir, líkt og margir fleiri, að ekki skyidi fjallað um Kósóvódeil- una á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Þau samtök em meginvett- vangur til umfjöllunar um friðar- og öryggismál í heiminum. Það er ekki einfalt mál að grípa í taumana og reyna að stöðva aðgerðir stjóm- valda í sjálfstæðu ríki gegn þegn- um sínum. Sameinuðu þjóðirnar em þó væntanlega sá vettvangur sem helst mætti búast við að gæfi árangur. Nató fer í raun fram hjá þessum vettvangi og tekur ein- hliða ákvörðun um árásir, sem enginn veit hvað kunna að leiða af sér. Síðan hafa forseti Bandaríkj- anna og forsætisráðherra Bret- lands varið aðgerðirnar. I réttlæt- ingum sínum hafa þeir reynt, líkt og áður, varðandi Irak, að per- sónugera vandann. Orðræður þeirra lýsa eins og af ákveðnum bamaskap; það þarf að ná vonda kallinum, með öllum tiltækum ráð- um, þá verður allt í lagi. Skyndileg hugarfarsbreyting Milosevics eða brotthvarf hans úr valdastöðu í Belgrad mun í sjálfu sér ekki skipta sköpum, því miður, meira þarf að gerast svo unnt sé að leggja undirstöðu að þjóðfélags- skipan sem tryggir mannréttindi allra þjóða á þessu svæði. Staðan í Júgóslavíu nú er ömur- legt dæmi um vanmátt alþjóða- samfélagsins til að leysa alvarleg vandamál. Full þörf er á víðtækri samstöðu til að skapa ný viðhorf; sáttmála sem tryggja að alþjóða- lög og reglur dugi til að koma á friði og réttlæti á átakasvæðum. Lofthemaður Nató er nýjasta dæmið af mörgum um hugarfar eða afstöðu sem segir að hernaður sé áhrifamesta aðferðin til að leysa vandamál millum þjóða. Sagan kennir, að ofbeldi stöðvar ekki of- beldi. Meira púður er ávísun á frekari skelfingu og dauða hinna saklausu. Höfundur er formadur stjórnar- ncfndar Lútherska heimssambands- ins um alþjóðlcg málefni og mann- rcitindi. Rauð fjöður I anda Lions - í þágu aldraðra Lionshrerfingin á ís- landi stendur fyrir landssöfnun um þessar mundir undir merkjum Rauðrar fjaðrar og verður fénu er safnast varið í þágu aldraðra. í fyrsta sinn í sögu Lions á Norðurlöndum er um að ræða samnorræna söfnun sem er í tilefni þess að 50 ár era liðin frá því að Lionsstarf hófst á Norðurlöndum. Verndarar norrænu söfnunarinnar eru Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti íslands, Haraldur Noregskon- ungur, Karl Gústaf, Söfnun Söfnunarfénu verður að hluta varið til rann- sókna á öldrunarsjúk- dómum, s.s. Alzheimer, segir Þórunn Gests- dóttir, og einnig til annarra verkefna sem miða að því að bæta aðbúnað aldraðra. konungur Svíþjóðar, Henrik prins í Danmörku og Matti Athisari, for- seti Finnlands. Söfnunarfénu verð- ur að hluta varið til rannsókna á öldranar- sjúkdómum, s.s. Alzheimer, og einnig til annarra verkefna sem miða að því að bæta aðbúnað aldraðra , en verkefnin eru fjöl- mörg og krefjandi. Á ári aldraðra hefur um- ræða um bættan að- búnað og meiri lífsfyll- ingu eldri borgara fengið jákvæða um- ræðu og góðan hljóm- grunn en jafnframt leitt í ljós að víða eru brotalamir í velferðar- samfélaginu. Lionshreyfingin hefur fengið góða samstarfsaðila að verkefninu, Félag eldri borgara í Reykjavík, Landssamband eldri borgara, Fé- lag aðstandenda Alzheimersjúk- linga, Félag öldrunarlækna og heil- brigðisráðuneytið. I fyrri Rauðu fjaðrar-söfnunum Lionshreyfingarinnar hafa lands- menn ávallt sýnt jákvæð viðbrögð og stuðning. Við vonum að sagan endurtaki sig og að allir landsmenn leggi öldruðum lið fyrir bættum hag þeirra. Með söfnuninni sýnum við eldri borgurum dagsins í dag, þeim er lögðu grann að velferðar- samfélaginu, virðingu og samhug. Með framlagi til vísindanna leggj-, um við vissulega hornstein að bættum hag eldri borgara framtíð- arinnar. Höfundur er lionsmaður. Þórunn Gestsdóttir Ný framsóknar „Lmd“ FORSTJÓRI og eig- andi Norðuráls er mikill bjartsýnismaður, sbr. viðtal 10. febrúar sl. í Morgunblaðinu. Þegar eitt stærsta álfyrirtæki heims dregur saman seglin og forstjórar þess fyrirtækis fresta eða afskrifa byggingu álvera vegna lækkandi álvers og tapreksturs, þá hefur forstjóri Norð- uráls uppi kröfur um meiri orku og stækkun verksmiðjunnnar. Jafn- framt þessu er talað um byrjunarerfiðleika og óhægan fjárhag. Þess- um óskum forstjórans er tekið fagnandi af iðnaðarráðherra. Hann ber fram frumvörp á Alþingi um nýjar virkjanir við Þjórsá og stofnai’ nýja framsóknar Lind við Landsbankann, sem hann sem banka- málaráðherra getur leiðbeint og stefnumarkað. Landsvirkjun fær aukin verkefhi til gerða uppistöðu- lóna og skurðgraftar, svo verktaka- fyrú'tæki þeirrar stofnunar og starfs- menn og kontóristar hennai' geta haldið áfram „hemaðinum gegn land- inu“. Og þjóðin er látin borga hækk- andi orkuverð til þess að Norðurál geti aukið afkastagetu sína í fyrú'sjá- anlegum taprekstri. Efnahagseifiðleikar íyrirtækisins verða efalaust leystir með líklegii lánaíyrirgreiðslu úr þeirri nýju fram- sóknar „Lind“ sem nefnist nú „Landsbankinn - Framtak“. Þannig rætast draumai' formanns Framsóknarflokksins um „nýtingu endumýjanlegra orkulinda. og aukna álframleiðslu, þótt ekki verði af fram- kvæmdum Norsk-Hydro á Reyðar- firði í nánustu framtíð. Það var mikill akkur fyrir foiystu- lið Framsóknarflokksins að ná tang- arhaldi á þjóðbankanum, þau tök geta stuðlað að pólitískum árangri forystu- manna flokksins á margvíslegan hátt. Bjartsýni forstjóra Norðuráls á sér kveikju í tilhliðranarsemi iðnað- ar- og bankamálaráð- herra og rýmilegum greiðslum fyrir orkuna og stuðningi Landsvirkj- unar, en eins og kimnugt er byggist tilvera Landsvirkjunar á orku- þörf til stóriðju og jafn- vel ef þörfin er engin, þá er rokið í virkjunir eins og Blönduvirkjun sællar minningar staðfesti. Forstjóri Norðuráls á vissulega hauk í homi þar sem er formaður Framsóknarflokksins með varaformanni og hagsmunastofnunin Landsvirkjun og þjóðbankinn undir yfirstjóm varafor- manns Framsóknarflokksins. Hem- Raforkuframleiðsla Þjóðin er látin borga hækkandi orkuverð, segir Siglaugur Bryn- leifsson, til þess að Norðurál geti aukið af- kastagetu sína í fyrir- sjáanlegum taprekstri. aðurinn gegn hálendinu og landinu heldur áfram af fullum krafti. Og kynslóðir framtíðarinnar verða rændar þeim töfrum sem hafa hing- að til verið aðall þessa lands, víðern- um landsins og öllum hinum marg- breytilegu „Hágöngusvæðum“ - um- vheifisníðingar munu sjá fyrir því, ef svo heldur fram sem horfh’. Höfundur er rithöfundur. Siglaugur Brynleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.