Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GEORG HELGASON + Georg Helgason fæddist á Eski- firði 7. september 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- nesja 15. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Vilborg Árnadóttir og Helgi Þorláks- son. Georg var næstelstur fjögurra barna þeirra hjóna. Elstur er Árni, þá Georg, svo Ingi- gerður og yngst er Kristrún. Lifa þau öll bróður sinn. Hinn 6. nóvember 1943 kænt- ist Georg eftirlifandi eiginkonu Elsku pabbi, takk fyrir allt. 0, dauði taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. (Tómas Guðm.) Vilborg Georgsdóttir. Elskulegur tengdafaðir minn Ge- org Helgason er látinn eftir langv'arandi veikindi. Þau eru komin á fjórða tug árin frá því við kynntumst, og þegar maður lítur til baka, er eins og þau hafa liðið sem örskot. Þau hjón Hanna og Georg opn- uðu mér heimili sitt og síðar byrjuð- um við Friðrik sonur þeirra að búa í kjallaranum hjá þeim á Suðurgöt- unni. Því var samgangurinn mikill. Alla tíð hafa þau hjón reynst mér sem bestu foreldrar og mér fundist ég eitt af börnum þeirra. Georg tengdafaðir minn var góð- um mannkostum búinn. Hann var hógvær, traustur og heiðarlegur maður og var stundvísi hans aðals- merki. Alla tíð var hann bindindis- sinni Jóhönnu Frið- riksdóttur frá Borg- um í Reyðarfjarðar- hreppi f. 18. mars 1921. Börn þeirra eru: 1) Friðrik, kvæntur Önnu Jónsdóttur. 2) Vil- borg, gift Guð- mundi Björnssyni. 3) Lovísa, gift Brynjari Hafdal. Barnabörnin eru átta og barnabarna- börnin sjö. títför Georgs Helgasonar fer fram frá Keflavíkurkirkju á morgun, fostudaginn 23. apríl, og hefst athöfnin klukkan 14 maður, en hann gladdist I góðra vina hópi og amaðist ekki við öðr- um, bindindið var hans einkamál. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka og var vel ættfróður. Þá var frá- sagnargleði hans góð og skemmti- leg og gaman var að heyra hann segja frá liðinni tíð, mönnum og málefnum á Eskifirði. Hann missti föður sinn ungur og byrjaði því snemma að vinna og hjálpa móður sinni við rekstur heimilisins. Má segja að alla tíð hafi Georg tekið vinnu sína sem áhuga- mál. Fyrstu árin vann hann ýmis störf, en eftir að hafa farið á verkstjórnar- námskeið, varð verkstjórn hans að- alstarf. Meðal annars var hann bæj- arverkstjóri hjá Keflavíkurbæ þeg- ar Myllubakkaskóli var byggður og einnig þegar Holtaskóli var byggð- ur. Lengst af var hann þó verkstjóri hjá Skipaafgreiðslu Suðurnesja. Vann hann þar allt til 76 ára aldurs. Georg var ein af stofnendum Verkstjórafélags Suðurnesja og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum til margi-a ára. Þá var hann einnig ásamt konu sinni stofnandi Aust- firðingafélags Suðumesja og var fyrsti formaður þess. Hann var gerður að heiðursfélaga þar árið 1995. Georg var bamelskur maður, hann vakti yfir velferð fjölskyldu sinnar og fannst ekkert nógu gott henni til handa. Allt frá því að Georg veiktist hef- ur Hanna mín hjúkrað manni sínum af einstakri alúð og nærgætni, svo ekki hefði verið betur gert. Það var því mikil Guðsgjöf að hún var hjá honum þegar hann sofnaði burt úr þessum heimi, þreyttur og saddur lífdaganna þessi aldni höfðingi. Elsku tengdapabbi, hjartans þakkir fyrir allt sem þú hefur verið mér og mínum. Ég bið algóðan Guð að styrkja og vernda þig, elsku Hanna mín. Guð blessi minningu Georgs Helgasonar. Anna Jóns. Davíð Stefánsson segir í einu kvæði sínu: Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. Þótt hér sé ort um konu, þá leita þessar ljóðlínur á huga minn er ég minnist tengdafóður míns, Georgs Helgasonar, er látinn er á áttugasta og fjórða aldursári. Vil ég yfirfæra þær á hann því mér finnst þær lýsa honum svo vel. Ég kynntist Georg fyrir réttum 23 ámm. Þá tók hann mér vel strax í upphafi af sinni ein- stöku ljúfmennsku og reyndist mér góður vinur og tengdafaðir alla tíð. Tengdapabbi var af þeirri kynslóð er hefur upplifað hina gífurlegu þjóðfélagsbyltingu 20. aldarinnar. Hann fæðist og elst upp við kröpp kjör og frumstæða og erfiða bú- skaparhætti á fyrri hluta aldarinnar og á síðan sinn stóra þátt í að byggja upp það ísland sem við bú- um við í dag. Hann vann sín verk í hljóði af umtalaðri samviskusemi og dugnaði enda féll honum sjaldan verk úr hendi og var hann kominn langt á áttræðisaldurinn þegar hon- um loksins hugnaðist að setjast í helgan stein. Eg minnist tengdapabba fyrst og fremst fyrir hversu mikið ljúfmenni hann var, ætíð rólegur og yfirvegað- ur og hjálpsemi í blóð borin. Hann vann sér virðingu, traust og vináttu samferðamanna og á það ekki síst við um þá sem unnu undir hans stjóm, en lengstum vann hann við verkstjórn. Ég veit að hann var frá- bær verkstjóri, ákveðinn og góður stjórnandi sem náði vel til sinna manna og var þeim einnig góður vinur og félagi. Hann var öllum mönnum góður. Tengdapabbi var almennt ekki manna málglaðastur, en hann hafði ríka frásagnargáfu og var stálminn- ugur og það var unun að hlusta á hann og spjalla við hann þegar hann náði sér á strik í góðra vina hópi eða á tveggja manna tali. Slíkar stundir urðu, sem betur fer, margar á þess- um 23 árum sem við áttum samleið, en hefðu mátt verða fleiri. Kímni- gáfan var í góðu lagi og yfirleitt stutt í fallega brosið hans. Hann var skemmtilega stríðinn en alltaf góð- látlega. Þó svo stríðni taki sig stundum upp hjá undirrituðum þá datt mér aldrei í hug að láta slíkt bitna á honum. Hins vegar gerði ég honum einn grikk sem hafði langvarandi afleiðingar. Snemma í búskap okkar Boggu var fjárfest í kolagrilli enda fyrir tíma gasgrilla. Nú skyldi haldin grillveisla og til hennar boðið tengdaforeldrum mín- um, Hönnu og Georg, og móður minni sem nú er látin. Það þarf ekki að hafa mörg orð um veisluna. Allt brann sem brunnið gat og fólk nag- aði lambakóteletturústir, kartöfl- urnar hurfu í logunum. Hins vegar tókst vel til við hrásalatið og veðrið var gott enda kom ég þar ekkert að málum. Síðan var tengdapabbi lítt hrifinn af grillmat og hafði ætíð all- an varann á ef boðið var til grill- veislu og þá sérstaklega ef ég átti að annast matseldina. Tengdapabba verður ekki minnst nema einnig sé minnst á hana Hönnu tengdamömmu. Saman byggðu þau upp sitt fallega heimili og voru einstaklega samhent í öllu. I kjallaranum á Suðurgötunni hófu börnin sinn búskap eitt af öðru eða bjuggu þar um stund undir vernd- arvæng þeirra. Þar, og síðar á Kirkjuveginum, var dekrað við barnabömin og þar þótti þeim, og þykir enn, gott að koma enda mjög hænd að afa og ömmu. Enginn hefði getað annast tengdapabba betur en tengdamamma eftir að heilsa hans fór að gefa sig og ljóst að hún lagði meira af mörkum en hún í raun hafði þrek til. Hún var hans stoð og stytta og því gerði hann sér vel grein fyrir. Til hennar sótti hann styrk og daginn sem hann dó beið hann eftir að hún kæmi til hans á sjúkrahúsið, eins og hún gerði alltaf, svo hann gæti haldið í hönd- ina á henni og fundið styrkinn og ástúðina þegar hann kvaddi. Kæri Georg. Þín er sárt saknað en það er huggun harmi gegn _að við vitum að nú líður þér vel. Ég vil þakka fyrir vináttu og góð kynni, það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér og vera þér samferða um stund. Hanna mín, þinn missir er mest- ur og þér votta ég innilega samúð mína. Við skulum láta minninguna um góðan dreng ylja okkur um hjartarætur og þú mátt vita að hug- ur okkar allra er hjá þér á þessari stundu. Róbert og Björk kveðja afa sinn með miklum söknuði og þakklæti fyrir allt sem hann hefur fyrir þau gert og senda þér, Hanna mín, sínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Georgs Helgasonar. Guðmundur Björnsson. Nú þegar Georg afi hefur kvatt þennan heim flæða í gegnum hug- ann minningar um þær mörgu góðu stundir sem ég átti hjá þeim afa og ömmu á Suðurgötunni, sem barn og allt til fullorðinsára. Sú góða tilfinning sem ég fann alltaf fyrir þegar ég kom heim á Suðurgötuna er ógleymanleg. Þar fór saman ást, friður og öryggi og átti þar afa heilsteypti persónuleiki jafnan hlut að máli. Þar voru ræddar þær hugdettur, sem komu upp þegar maður lætur ímyndunaraflið ráða og alltaf var hlustað. Síðan var farið út í skúr, sem var eins og fjársjóðskista í huga margra fjölskyldumeðlima og reynt að smíða eða framkvæma hugmyndirn- ar. Þá hló afi oft lágt þegar hann sá niðurstöðurnar þó að skúrinn væri eins og eftir sprengingu. Hún amma hefur kannski fengið að heyra um umgengnina hjá okkur krökkunum en aldrei atyrti hann okkur. Sá stuðningur og væntumþykja sem ég hef notið frá afa mínum, hef- ur verið ómetanlegt veganesti fram til dagsins í dag og verður til fram- tíðar allt mitt líf. Elsku afi, hafðu mína einlægu þökk fyrir allt og allt. Ég bið góðan Guð að vaka yfir henni ömmu og gefa henni styrk. Hvíl þú í friði, afi minn. Þinn Georg Einir. Endar nú dagur en nótt er nær, nád þinni lof ég segi, að þú hefur mér, herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Elsku langafi. Við þökkum þér fyrir alla þína umhyggju og gæsku. Góði Guð, viltu gefa langömmu styrk. Þínar langafastelpur, Guðbjörg Anna, Guðlaug Ósk og Berglind Sunna. Hann var einstakur bróðir og verður fyi'stur til að kveðja þetta jarðlíf af okkur fjórum systkinum. Það koma svo margar myndir í hugann þegar við lítum til baka. Eskifjörður kemur þó fljótt í hug- ann þar sem bamsskónum var slitið í hópi góðrar fjölskyldu. Ung misst- um við pabba okkar og þá stóð mamma uppi með okkur börnin og það voru erfiðir tímar en hún átti góð systkini og ósjálfrátt urðu þessi heimili samtvinnuð og hjálpuðust að. Georg var níu ára gamall þegar pabbi lést, aðeins 36 ára að aldri og þá höfðu foreldrar okkar tekið tvö fósturbörn, Trausta Skagförð og Ingigerði Benediktsdóttur sem voru eins og systkini okkar, og ekki stóð á honum að leggja sig allan fram við að koma heimilinu til hjálp- ar og mamma þurfti þá að taka til hendinni. Oft hvaifiar það að okkur hve mikið þrek henni var gefið og aldrei munum við eftir að ekki væri nóg að borða. Hún saumaði á okkur börnin allan fatnað sem við þurftum á að halda. Snemma var Georg bróðir liðtækur og eftir fermingu var hann búinn að fá vinnu í vega- gerð, sem þá þótti varla unglings- verk enda þá notuð bæði skófla og járnkarl. Þá var líka unnið allan daginn frá morgni til kvölds með litlum hléum. Þá voru vegavinnu- tjöldin hið eina og besta skjól og vandist Georg fljótt á að dvelja þar og þegar haustaði og uppgjör eifið- isins kom var gleðin mikil að geta lagt heimilinu til afreksturinn. Þessar minningar koma upp í hug- ann þegar litið er yfir farinn veg. Fjölskyldan stóð vel saman. Alltaf var heimilið í fyrirrúmi og við reyndum öll systkinin að standa sem klettur með mömmu. Hún var okkur sönn móðir og veganestið út í lífið sem hún gaf okkur var þetta: Munið að það skiptir engu máli hvað aðrir gera ykkur, heldur hvað þið gerið öðrum og áherslan og ein- beitni hennar þegar hún ráðlagði okkur þetta greyptust í vitund okk- ar og hafa fylgt okkur gegnum lífið og bænirnar hennar mömmu gleymast aldrei. Því er gaman að geta minnst lið- inna daga með góðum huga og sér- stakri hlýju nú þegar Georg bróðir hefur kvatt þetta líf. Hann átti oft á brattann að sækja en kom heill úr hverri raun. Siguraflið var trúin á þann sem aldrei bregst þeim sem hans leita. Heimili sínu vann hann. Það sýna börnin hans og fjölskylda. Við systkini hans kveðjum að leiðarlok- um kæran og elskulegan bróðm', sem alltaf reyndist sterkastur þeg- ar erfiðleikai' sögðu til sín. Fjöl- skyldunni biðjum við blessunar Drottins og þökkum henni góða samfylgd. Kristrún, Ingigerður og Árni. Kynni mín af sæmdarmanninum Georg Helgasyni hófust á bryggj- unni í Keflavík síðsumars árið 1981. Ég var þá að taka við staifi fram- kvæmdastjóra hjá Skipaafgreiðslu Suðumesja, en Georg starfaði þar sem verkstjóri og hafði sinnt því starfi um alllangt skeið. Á þessum tíma var Georg á 66. aldursári og fann ég fljótlega inn á það hjá hon- um, að hann hafði hug á að geta sinnt starfi sínu þar til hann kæmist á ellilífeyrisaldur. Við nánari kynni og samstarf varð mér betur ljóst hve mikill mannkostamaður var þarna við hlið mér. Ég hvatti hann til að starfa svo lengi sem hann vildi og treysti sér til. Á þessum tíma var mikið um skipakomur til Keflavíkur og Gr- indavíkur og því oft erilsamt og vinnutíminn langur. Þrátt fyrir það urðu samstarfsár okkar níu, en Ge- org hætti starfi sínu hjá Skipaaf- greiðslunni í árslok 1990, þá 75 ára. Ætíð gekk Georg að starfi sínu hávaðalaust en örugglega og naut hann mikillar virðingar þeirra er honum kynntust. Samviskusemi og trúmennska voru hans aðalsmerki. Ég er mjög þakklátur fyi'ir þann tíma sem við störfuðum saman og tel mig lánsaman að hafa fengið að kynnast Georg og njóta samstarfs við hann. Fyrir hönd stjórnar og starfs- manna Skipaafgreiðslunnar sendi ég þér, Hanna mín, börnum ykkar og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng mun lifa. Guð blessi ykkur öll. Jón Norðfjörð. + Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og fóstur- faðir okkar, ÞORGEIR ÞÓRARINN ÞORSTEINSSON, Grund, Skorradal, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 20. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Áslaug Þorgeirsdóttir, Ragnar Önundarson, Þorgeir Ragnarsson, Önundur Páll Ragnarsson, Bjarni Pétursson, Magnea K. Sigurðardóttir, Guðrún Pétursdóttir, Davíð Pétursson, Jóhanna Guðjónsdóttir, Jón Pétursson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS AXEL JÚLÍUSSON, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Breiðagerði 8, andaðist á Hrafnistu mánudaginn 19. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Rúnar Magnússon, Svanhildur Stefánsdóttir, Margrét J. Magnúsdóttir, Haraldur H. Einarsson, Erna Magnúsdóttir, Gunnar P. Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.