Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 22.04.1999, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ * *~"7' Aöalflindur 1999 Aðalfundur Samskipa hf. verður haldinn mióvikudaginn 28. apríl kl. 16:00 í Gullteig, Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins um aðalfundi. Önnurmál löglega upp borin. Dagskrá, ársreikningur félagsins, endanlegar tillögur, skýrsla stjórnar og skýrsla endur- skoðenda liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fýrir aðalfund. Atkvæóaseðlar og fundargögn veróa afhent á fundarstað. Stjóm Samskipa hf. SAMSKIP LÍFEYRISSJÓÐURINN FRAMSÝN - Arsfundur 1999 Ársfundur Lífeyrissjóðsins Framsýnar verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 28. apríl 1999 og hefst kl. 17:00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Breytingar á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál löglega upp borin. Allir sjóðfélagar eiga rétttil setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér þennan rétt eru beðnir að tilkynna það skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 23. apríl nk. og munu þeir þá fá fundargögn við setningu fundarins. < o Þeir sjóðfélagar sem vilja kynna sér tillögur til f breytinga á samþykktum sjóðsins sem lagðar verða | fram á fundinum geta fengið þær afhentar á skrifstofu * sjóðsins eða fengið þær sendar í pósti með því að hafa samband við skrifstofu sjóðsins. Reykjavík 12. apríl 1999 Stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar UMRÆÐAN Islenska kvótakerfíð, skömm og skaðvaldur DEGI áður en Al- þingi var frestað kom Sighvatur Björgvinsson fram með dagsskrártil- lögu þess efnis að lítils- háttar væri aukið við kvóta smábáta. A þessa tillögu Sighvats var ráðist af miklu offorsi. Þar gengu hvað vask- legast fram fyrir skjöldu stjórnarþing- mennimir Siv Friðleifs- dóttir, ísólfur Pálma- son og Vilhjálmur Egilsson. Það er ekki and- skotalaust hversu sein- heppnir sumir þing- menn verða stundum í málflutningi sínum. Efsti maður á lista Fram- sóknar í Reykjanesbyggð, snupraði framsögumann tillögunnar fyiir ábyrgðarleysi, sýndarmennsku og kosningabrellusmíði. Þingmaðurinn sagði meðal annars að: „Þorskstofninn værí það veikur fyrír að hann þyldi enga viðbót afla- heimilda“. Á sama tíma voru flestir hinna fáu báta, sem enn mega róa til flskjar, drekkíylltir af fiski fengnum á örfáa línubala rétt fyrir utan landsteina kjördæmis téðs þingmanns. Ónefndur stjórnarþingmaður kvað upp þann Salómonsúrskurð að: „Þorskar yrðu til í sjó en ekki í sölum alþingis Fullyrðingar af þessu tagi hafa oft þveröfug áhrif við það sem til er ætl- ast og vekja gjarnan upp trú á and- stæðu þess sem fullyrt er. Annmarkar kvótakerfisins Þegar núverandi kvótakerfi var lögleitt voru helstu rökin fyrir setn- ingu þess að þannig yrði tryggt að fiskistofnamir yrðu ekki ofveiddir. Var kvótinn einkum settur á til varnar þorskstofninum. Þann tíma sem kvótinn hefur verið í gildi hafa annmarkar hans sífellt verið að koma greinilegar í ljós. Við takmörkun á veiðiheimildum í þorskinn margfaldaðist sókn í aðra stofna. Sú aukning leiddi af sér nánast gjöreyðingu þeirra, samanber grálúðuna. Ufsastofninn og karf- inn hafa einnig beðið mikið afhroð vegna margfaldrar sóknar, sem er bein afleiðing veiðitakmarkana í þorskinn. Menn reyndu í fyrstu að hlífa þorsk- inum, en eftir því sem erfiðara var að ná öðr- um tegundum tóku menn upp á því óynd- isúrræði að fara að henda sífellt meira og meira af þorskmum sem þeir fengu. Menn tóku að hirða aðeins þann fisk sem hæstu verði skilaði. Þetta er það vinnuumhverfi Þorskstofninn Kvótinn var einkum settur á, segir Pétur Gissurarson, til varnar þorskstofninum. sem kvótakerfið er nú komið í. Þetta kerfi er orðið að óskapnaði og það er öllum fiskistofnum í hafinu umhverf- is ísland beinlínis stórskaðlegt. í byrjun hvers kvótaárs er sett í reglugerð hámarksþorskafli fyrir næstkomandi tólf mánaða tímabil. Hafrannsóknastofnun kemur með tillögur um hámark þess afla sem veiða má og veiðiheimildir hafa jafn- an verið nokkuð nálægt þeim tillög- um. Þetta hámark er í raun sá afii sem er komið með að iandi. Það magn sem er veitt og drepið er miklu meira en hin útgefna heimild segir til um. Veiddur fiskur er allt önnur stærð en landaður Fiskur sem drepst í netum er undantekningarlítið fleygt fyrir borð. Þetta er staðreynd sem þýð- ingarlaust er að reyna að afneita. Þorski, sem er undir fjórum til fimm kílóum, og stundum enn stærri hef- ur verið fleygt í miklu magni hin síð- ari ár, einnig þorski, sem þykir ein- hverra hluta vegna ekki góð sölu- vara, sama gerist þegar þorskkvóti skips er lítill sem enginn. Enginn skipstjóri kemur með þorsk að landi nema skip hans eigi kvóta. Við mat Hafró á stærð fiskistofna er meðal annars stuðst við veiðidag- bækur fiskiskipa. í þessar bækur á að færa áætlaðan afla sem um borð kemur. Viðurlög við rangfærslum á aflatölum í veiðidagbækur, ef sann- aðar eru, varða fjársektum og geta orðið til þess að skip missi veiði- heimildir sínar. Færi skipstjóri á fiskiskipi veiði- dagbókina eftir því sem reglur segja til um, verður hann að koma með all- an aflann sem hann fær að landi. Geri hann það ekki verður ósam- ræmi í lönduðum afla og ski-áðum aflatölum. Þar má ekki muna miklu til þess að menn lendi í vondum mál- um, auk þess klárast kvótinn fljótt ef allur þorskur sem um borð kemur er hirtur. Skipstjóri er brotlegur við almenn lög ef hann hendir flski í sjó- inn, hann er einnig brotlegur ef hann færir ekki veiðidagbókina eftir þeim reglum sem honum eru settar. Eini vitræni kosturinn, sem hann hefur, er því að skrá aðeins þann afla sem fer í lestina. Það rýrir endanlegan aflahlut að hirða fisk sem ekki skilar háu verði þegar aflamagnið sem veiða má er takmarkað, verðlítill fiskur fer því í sjóinn aftur. Ein afleiðing þessa kerfis er því sú að: „Landaður afii og veiddur eiv sín hvor stærðin". Munurinn á þessum stærðum er hið svokallaða brottkast. Brottkastið er óafsakanleg sóun matvæla í svelt- andi heimi og ekki siðuðu fólki sæm- andi. Þetta magn er ógnvekjandi og margfalt meira en fólk gerir sér al- mennt ljóst. Brottkastið er bein af- leiðing þess fiskveiðistjórnunarkerf- is sem við búum við. Höfundur er starfandi stýrimaður og félagi i Frjálslynda fiokknum. Pétur Gissurarson Reykjanesbrautin er forgangsverkefni FYRIR síðustu kosn- ingar gáfu frambjóð- endur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanes- kjördæmi það kosn- ingaloforð að lýsa Reykjanesbrautina og koma tvöföldun hennar inn á vegaáætlun. Eins og allir vita þá var Reykjanesbrautin lýst strax á öðru ári tímabilsins og hefur sú framkvæmd ásamt öðr- um lagfæringum á brautinni skilað mikl- um árangri í fækkun slysa. Langtímaáætlun í vegagerð sem sam- þykkt var á Alþingi sl. haust gerir ráð fyiir tvöföldun Reykjanesbraut- arinnar frá Kópavogi til Reykjanes- bæjar og er það eina stóra nýfram- kvæmdin á langtímaáætluninni. Tvöföldun á næsta kjörtímabili Framkvæmdin kostar um 7 millj- arða króna samkvæmt áætluninni með mislægum gatnamótum og breytingum. Leiðin frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjai- þarf að fá meiri forgang en áætlunin gerir ráð fyrir vegna þeirra alvarlegu slysa sem þar verða. Staðreyndin er sú að þessi braut er ekki hönnuð sem hraðbraut og framúrakstur því mjög varhugaverður. Fjöldinn allur af blind- hæðum og beygjum skapar þar mikla hættu og spennir upp hraðann þegar framúrakstur er hugsanlegur. Þetta hef- ur orsakað mjög alvar- leg slys á brautinni eins og dæmin sanna. Dauðaslysin á þessari leið era orðin 44 frá því brautin var lögð og sorglegt til þess að vita hvað margir. hafa misst ástvini sína á þessum vegi. Það er því mjög brýnt að Reykjanes- brautin fái enn meiri forgang, það er mögulegt eftir að verkefnið komst inn á vegaáætlun og er þar með við- urkennt sem opinber framkvæmd. Vesturlands- og Suðurstrandarvegur Tvær mikilvægar vegafram- kvæmdir þurfa að komast á vegaá- ætlun á næsta kjörtímabili en það er tvöföldun Vesturlandsvegar upp í Mosfellsbæ og vegur frá Reykjanes- bæ til Grindavíkur og Þorlákshafn- ar, svonefndur Suðurstrandarvegur. Leiðin upp í Mosfellsbæ er þegar komin á tíma þótt ýmsar úrbætur séu á næsta leiti eins og tvöföldun að Samgöngumál Framkvæmdin kostar um 7 milljarða króna samkvæmt áætluninni, segir Krislján Pálsson, með mislægum gatna- mótum og breytingum. Víknavegi. Vegurinn ber einfaldlega ekki lengur þá umferð sem er á leið- inni, um 12 þúsund bílar á dag. Suðurstrandarvegur er öryggis- og ferðavegur ásamt því að tengja saman nýtt kjördæmi, „Suðurkjör- dæmi“, sem verður til við kjör- dæmabreytinguna eftir fjögur ár þegar Suðurnes og Suðurland verða eitt og sama kjördæmið. Þar er um samstarfsverkefni þingmanna Reykjanes- og Suðurlandskjör- dæma að ræða. Það hefur verið sagt að reynslan sé ólygnust. Ef litið er til reynslunn- ar þá sýnir hún, svo ekki verður um villst, að sjálfstæðismönnum er best treystandi til að leiða þessi mál til lykta. Höfundur er alþingismaður og á sæti í samgöngunefnd Alþingis. Kristján Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.