Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 27. APRÍL 1999 13 FRÉTTIR Norskir sérfræðingar í stofnfrumurannsóknum Morgunblaðið/Kristinn GUNNAR Kvalheim (t.v.) og Torstein Egeland eru báðir yflrlæknar við spítala í Osló og munu verða ráðgjafar íslenskra starfssystkina þegar stofnfrumuígræðsla hefst hérlendis að veittu leyfi ráðherra. Alþjóðlegt samstarf um bein- mergs- skrár TVEIR norskir sérfræðingar í beinmergsaðgerðum, þ.e. stofn- frumuígræðslu og stofnfrumu- rannsóknum, þeir Torstein Egeland, yfirlæknir á Ríkisspít- alanum í Osló, og Gunnar Kval- heim, yfirlæknir á Radium- hospitalet í Ósló, fluttu erindi á fundi með íslenskum sérfræð- ingum á Grand Hóteli í gær. Skammt er í að ákveðnar gerðir af stofnfrumuígræðslum hefjist hér á landi og þurfa þá íslenskir sjúklingar með t.d. ákveðnar tegundir eitlakrabba ekki að fara til Stokkhólms í aðgerð eins og nú er raunin. Fundurinn var á vegum Blóð- bankans og haldinn 1 minningu prófessors Ólafs Jenssonar, fyrr- verandi yfirlæknis stofnunarinn- ar. Norðmenn hafa langa reynslu á þessu sviði læknis- fræðinnar að sögn Sveins Guð- mundssonar, yfirlæknis hjá Blóðbankanum, og verða þeir samstarfsaðilar bankans við vinnslu, umhirðu, frystingu og gæðaeftirlit með stofnfrumun- um. Norðmennirnir tveir segja að fái íslenskir sérfræðingar til þess nokkra þjálfun úti geti þeir vel annast vissar tegundir bein- mergsaðgerða hér. Tilfellin séu hins vegar of fá hér fyrir vissar sjaldgæfari gerðir beinmergs- flutnings og þá skynsamlegra að sjúklingurinn fari út. Egeland dvaldi hér á landi á áttunda áratugnum, er kvæntur íslenskri konu og er íslensku- mælandi. Hann er yfirmaður ónæmisdeildar líffæraflutninga á stofnun sinni og yfirmaður norsku beinmergsgjafaskrárinn- ar. Egeland hefur sérhæft sig í ígræðslu beinmergs milli skyldra og óskyldra einstaklinga en Kvalheim aftur á móti í notk- un beinmergs úr sjúklingnum sjálfum, sams konar og ætlunin er að framkvæma hér. Búist er við að tilvikin hér verði um 15 á ári. Stofnfrumur framleiða rauð og hvít blóðkorn fyrir blóðið. Vandinn við flutning á stofn- frumum úr beinmerg milli ein- staklinga er fyrst og fremst að finna hæfan merggjafa en síðan að nýr beinmergur, sem er í reynd sjálft ónæmiskerfið, hafn- ar nýja líkamanum sem hann er orðinn hluti af og þarf því bein- mergsþeginn að taka lyf fyrsta hálfa árið. Þá fyrst er sjúkling- urinn búinn að byggja upp nýtt og nothæft ónæmiskerfi frá grunni ef vel tekst til. „Um 30-35% sjúklinga geta notað beinmerg úr nánum ætt- ingjum en hinir þurfa merg úr óskyldum einstaklingum,“ segir Egeland. „í síðara tilfellinu leit- um við í öllum beinmergsgjafa- skrám sem til eru en yfir 30 ríki hafa samstarf um þessa hluti núna. í næstu viku fer ég t.d. til Ástralíu til að ná í beinmerg handa norskum sjúklingi." Gjafinn þarf aðeins að láta af hendi 5% af mergnum úr sér, frumurnar skipta sér síðan sjálf- ar í líkama þegans. Vefjagerðin í beinmerg er mun inargbrotn- ari en blóðflokkakerfið, afbrigð- in skipta milljónum og því flókið að fínna réttan merggjafa. Al- þjóðlegt samstarf er því bráð- nauðsynlegt, að sögn Egelands, og hann bætir við að vefjaflokk- ar hér á landi séu dálítið ólíkir því sem algengast sé í Norður- Evrópu og því mikilvægt að við séum með. Þess má geta að mikill munur er einnig milli kynþátta í þessu tilliti; líkurnar á því að tveir Is- lendingar geti fengið beinmerg hvor úr öðrum eru einn á móti 10.000 en líkurnar á að hið sama gildi um Islending og Kínveija ein á móti milljón. Nefndi Egeland að ættleidd stúlka af kóreskum ættum hefði orðið að fá beinmerg frá Asíu; tilgangs- laust hefði verið að leita í Nor- egi. „Þetta er samt mjög heppi- legt. Ef við værum öll með sama vefjaflokk myndi t.d. krabba- mein vera smitsjúkdómur. Vef- urinn í mergnum myndi ekki líta á krabbameinsfrumurnar sem ógn og því ekki hafna þeim, vamirnar yrðu ekki fyrir hendi. Náttúran hefur ekki gert ráð fyrir frumuígræðslu, þess vegna er aðgerðin svo flókin! Málið snýst um finna aðferðir til að forðast aukaverkanirnar, alveg eins og við h'ffæraflutninga milli manna en stofnfmmurnar em þó mun vandasamari en líffæri," segir Egeland. Aðgerðir gegn eitlakrabbameini Algengt er að beinmergsí- græðslu sé beitt gegn hvítblæði og þá þarf oftast að fá merg úr öðmm einstaklingi. Stefnt er hins vegar að því að hefja hér aðgerðir af sama tagi og deild Gunnars Kvalheims annast gegn eitlakrabbameini en þær em talsvert einfaldari en hinar. Em þá notaðar stofnfrumur úr sjúk- lingnum sjálfum. „Þá getur læknirinn í sumum tilvikum gefíð sjúklingnum mun stæmi skammt en ella af krabbameinslyfjum en þau hafa þann ágalla að um leið og þau drepa krabbameinsfrumurnar gera þau út af við aðra starf- semi beinmergsins. Þess vegna er byrjað á því að taka nokkuð af stofnfrumum sjúklingsins fyr- ir lyfjagjöfina og mergvefurinn er frystur og geymdur. Eftir lyfjagjöfina er síðan hægt að koma þessum upphaflega bein- merg, sem lyfin hafa ekki skaddað, aftur fyrir í líkama sjúklingsins í tæka tíð. Vefurinn endurnýjar sig síðan hratt með frumuskiptingu." Kvalheim segir að árlega fái nú 50-60 manns meðhöndlun á deild hans á Radiumhospitalet. Þótt aðallega sé um árangurs- ríka lækningu á vissum gerðum eitlakrabba að ræða séu einnig gerðar tilraunir til að lækna m.a. krabbamein í brjósti, eist- um og lungum. Egeland segir að nú lifi að jafnaði 60% sjúklinga Ríkisspít- alans norska af fái þeir bein- mergsmeðhöndlun í tæka tíð en það sé þó mjög misjafnt eftir gerð krabbameinsins. Fái fólk með þessar tegundir krabba- meins ekki meðferð lifi fólk að jafnaði ekki lengur en fáein ár og oft mun skemur. Opnun spilasalar við Skólavörðustíg mótmælt Deilt um um- hverfísáhrif spilasalar ÍBÚAR og verslunareigendur við Skólavörðustíg höfðu í frammi mótmæli við opnun nýs spilasalar fyrirtækisins Há- spennu á Skólavörðustíg 6 í Reykjavík á fimmtudag. Dreifðu mótmælendur dreifiriti til við- staddra við formlega opnun staðarins þar sem staðhæft er að „spilavíti" eigi ekki heima í íbúa- byggð og slík starfsemi sé í „hróplegu ósamræmi við aðra starfsemi" við Skólavörðustíg. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felldi nýlega úr gildi synjun borgaryfirvalda um rekstrarleyfi til fyrirtækisins Háspennu á þessum stað. Bygg- ingarfulltrúi hafði talið að eig- endur staðarins hefðu ekki full- nægt byggingarreglugerð varð- andi breytingar sem til stóð að gera á húsnæðinu. Efast um lögmæti starfseminnar Að sögn Benónýs Ægissonar, eins forsvarsmanna mótmæl- enda, hafa mótmæli meirihluti íbúa og verslunareiganda við Skólavörðustíg staðið í marga mánuði. „Við erum búin að mót- mæla þessum stað í á annað ái’ og það hefur ekki gengið alltof vel. Það virðast engin lög ná yfir þessa starfsemi." Benóný segir íbúa við Skóla- vörðustíg efast um að framsal Happdrættis Háskóla íslands á einkaleyfi sínu á peningahapp- drætti til einkaaðila samrýmist lögum. „Við höldum að það sé hreint og klárt lögbrot og ætti að heyra undir hegningarlög- gjöf. Það er jú bannað að hýsa fjárhættuspil og hvetja til þess. Aðstandendur Háspennu voru nú að dreifa miðum þar sem menn fengu inneign í spilaköss- um. Ekki veit ég hvort slíkur gjörningur standist lög.“ Guðmundur G. Sigurbergs- son, rekstrarstjóri Happdrættis Háskóla Islands, segir það mis- skilning að um framsal á einka- leyfi Happdrættisins sé að ræða. „Þarna er eingöngu um að ræða umboðsmann Happdrættisins, rétt eins og Happdrættið hefur umboðsmenn um allt land í flokkahappdrættinu. Háspenna tekur að sér að reka þessar vélar og fær greidda fyrir það þóknun af veltu. En þeir bera ábyrgð á þeim rekstri sem þarna er. Þannig að við erum ekki að framselja einkaleyfi Happdrætt- isins.“ Mótmælendur benda á að við Skólavörðustíg séu tæplega þrjúhundruð íbúar og að engin veitingahús eða sambærileg starfsemi sé við götuna. Þeir ótt- ast um framtíð íbúabyggðar við götuna. „Við höfum séð það ger- ast í hverri götunni á fætur annarri, hérna í miðbænum og í Kvosinni, að um leið og starf- semi af þessu tagi nær einhverri fótfestu í götu þá breiðist hún út eftir henni allri og fólk flýr,“ segir Benóný. „Þetta er til dæm- is raunin í Hafnarstræti, Lækj- argötu og á Klapparstíg.“ Ibúamir gagnrýna ennfremur „léttvæga löggjöf um spilavíti“ en samkvæmt henni flokkist spilavíti undir verslun og þjón- ustu og nágrannar hafi því eng- an mótmælarétt. Hjá öðrum þjóðum séu lög þessu lútandi mun strangari. Þá telja þeir „siðlaust að æðsta menntastofn- un landsins sé rekin fyrir blóð- peninga ógæfusamra spilafíkla." Fjarri því að starfsemin sé hættuleg Sigurður Jónsson, einn af eig- endum Háspennu, hafnar rök- semdum mótmælenda. „Því er haldið fram að hér fari fram hættuleg starfsemi. Hér sé mikil spilling í gangi, eða eitthvað slíkt. Það er fjarri lagi. Það er til dæmis útbreiddur misskilningur að það séu áfengisveitingar á staðnum. En það er ekki og verður aldrei í okkar starfsemi. Flestir þeir sem sækja þennan stað koma til að skemmta sér. Eins og með áfengið eru auðvit- að einstaka menn sem misnota þetta.“ Guðmundur, rekstrarstjóri HHÍ, segist ekki óttast að spila- salurinn við Skólavörðustíg hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt. „Þessi rekstur Háspennu verður í lagi. Þetta fyrirtæki hefur rek- ið aðra staði sína í sátt og sam- lyndi við nágranna og ég hef engar áhyggjur af því að því verði öðruvísi fárið við Skóla- vörðustíg." I bókun frá fundi Háskólaráðs frá 8. apríl síðastliðnum kemur fram að ráðið „harmar þá stöðu sem upp er komin í samskiptum við íbúa í nágrenni við Skóla- vörðustíg 6 vegna reksturs fyrir- tækis sem HHI er í samstarfi við“. Háskólaráð beinir jafnframt þeim tilmælum til stjómar HHÍ að hún láti fara fram, „eigi síðar en átta mánuðum frá því að starfsemin hefst“, úttekt og mat á starfseminni, „annars vegar út frá hagsmunum HHI af óbreyttri staðsetningu og hins vegar út frá hagsmunum þeirra aðila, sem andmælt hafa rekstri spilasalar á umræddum stað.“ F I A T PALIO WEEKEI BlLAR FVRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SÍMI 5 400 800 oumarauki >eisii og burðarbögar Falio 'Wéekend StaðdlblShaður: ' • ABS hemlalcESivörn • Tveir öryggisloftpúðar ^ • Kippibelti . . • Rafmagnsrúður o.fl. Verð aðeins kr. 1.260.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.