Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 41 __________________MENNTUN________ „Þegar ég var níu ára vildi ég ekki fara oftar í skólann“ FÁFNIR Árnason er fæddur árið 1982 en var ekki greindur með dyslexíu fyrr en árið 1995. Skyn- truflun hans veldur hömlun við lestur, skrift og stærðfræði (töl- ur). Hann er einnig ljósfælinn og sér liti við texta þegar hann les. Niðurstöður greindarprófunar benda til-góðrar meðalgreindar. Sjálfsálit hans byrjaði að minnka þegar hann hóf skólagönguna. „Þegar ég var níu ára vildi ég ekki fara oftar í skólann," segir hann, „ég fínn ennþá fyrir kvíða við að fara í skólann. Ef maður skilur ekki eitthvað sem á að vera mjög einfalt og allir aðrir grípa strax líður mér illa.“ Hann segir að fáir viti hvað dyslexía er, enda sé þetta ósýni- legur galli. Móðir hans, Helga Björk Grétudóttir tónlistarkenn- ari, segir að dyslexían sé ættlæg í hans tilfelli. „Ég verð fljótt þreyttur á að lesa,“ segir hann og nefnir að hvítur pappir sé honum sérlega illur viðureignar og oft gangi honum betur að leggja glært litaspjald yfir blað- síðurnar. Fáfnir segir að hljóðsnældur hafi hjálpað honum mikið og að Blindrabókasafnið hafi staðið sig vel í að útvega efni. Skólar eiga hins vegar yfirleitt ekkert til í fórum sínum til hjálpar. „Skóla- gangan hefur reynst honum erf- ið,“ segir Helga Björk og að þau hafi oft rekið sig á skilningsleysi. Hún telur því brýnt að kynna eðli þessarar skyntruflunar í skólum og að allir öðlist innsýn í vand- ann. Fáfnir leggur núna stund á nám við Kvennaskólann í Reykja- vík en gekk fremur illa í prófun- um á haustönn nema í stærð- fræði. Skólar fá ekki fé til að styðja við bakið á nemendum með lestrarörðugleika og verða þeir að kaupa sér þjónustu utan þeirra. Hannes Hilmarsson kenndi honuin vikulega stærð- fræði með því að ræða um hana. „Ég fann fljótt að Fáfnir er mjög klár og ég er viss um að hann fengi háar einkunnir ef hann fengi viðeigandi hjálp," segir Hannes. Fáfnir var í Tjarnarskóla tvö síðustu árin í grunnskóla og fékk í samræmdu prófunum að hafa próftúlk með sér og reyndist það mjög vel. „Það sýnir ef til vill hversu vanmáttugt skólakerfið er, að ráðleggja nemendum í skólaskyldu að fara i einkaskóla vegna erfiðleika sinna og sem kostar heimilið 170 þúsund auka- Iega á ári,“ segir móðir hans. Henni finnst einnig fyrir neðan allar hellur að ef skólakerfið hef- ur engin úrræði fyrir nemendur með dyslexíu þurfi heimilin að greiða alla aukakennslu sjálf. Hún nefnir að það væri mikil hjálp ef skólar gætu t.d. útvegað þeim fartölvu. „Ég er fljótur að vélrita," segir Fáfnir og að hann gæti þannig auðveldlega tekið niður glósur. Nemendur með dyslexíu hrökklast oft úr bóknámsskólum og leita í verklegar greinar. Hannes vann árið 1994-97 í Menntaskólanum í Reykjavík að úrræðum fyrir nemendur með dyslexíu og í ljós kom að 6-8% af þijú hundruð nýnemum þar eiga við hana að stríða. Hannes segir að almennt hafi bóknámsskólar ekki staðið sig vel gagnvart þess- um nemendahópi. I Iðnskólanum hefur hins vegar verið komið betur til móts við þá, t.d. með námsefninu „Lestu betur“. Iðn- skólinn er þó ekki leið fyrir alla þessa nemendur. Helga Björk segir að Fáfnir hafi farið í hópgreiningu í Lestr- armiðstöðina, en það er greining sem foreldrar greiða fyrir. Hún hafi einnig keypt nákvæma greiningu hjá taugasálfræðingi, sem hafi einnig farið á fund skóiastjóra og kennara til að gera þeim ljósa grein fyrir vand- anum. Engar umönnunarbætur hafi hins vegar fengist fyrir börn með dyslexíu. Fáfnir segir að tónlistarnám sitt hafi veitt sér mikinn styrk. Hann hafi lært með Suzuki-að- ferðinni, sem felst í því að læra eftir heyrn en ekki nótum. Hann hafi einnig fengið það staðfest í einkatimum hjá Hannesi að hljóðrænt nám henti honum nyög vel. Hannes segir að skóla vanti sárlega fleiri ráðgjafa og í þeim sé til dæmis enginn starfandi sál- fræðingur. Þessir nemendur þurfi ekki endilega mikla aðstoð, heldur aðeins markvissa og stöðuga en ekki tilfallandi. Hann spyr: „Hvað eiga prófin í skólun- um að kanna? 1) Þekkingu, greind og færni? eða 2) Veikleika og styrkleika í skynjun? Hægt er að búa til tvö sambærilega próf fyrir Fáfni en í öðru myndi hann fá tvo og í hinu, sem tekur tillit til dyslexíunnar, átta. Þetta er hægt að gera með því að prófa hann um eyrun en ekki augun eða hafa stafina stærri á lituðum pappír. „Mér finnst best að fá prófin Iesin upphátt fyrir mig,“ segir Fáfnir. Móðir hans segir móttökurnar í skólunum vera lykilatriði. Til- hneigingin sé aftur á móti að vísa vandanum frá og gefa til kynna að eitthvað sé að á heimilum fólks. „Þessi börn eiga ekki að fara í grunnskólann nema stuðn- ingur sé vís,“ segir hún, „einfald- lega vegna þess að sjálfstraustið brotnar og þau einangrast fé- lagslega." Það sé töluvert seint að greina nemendur ekki fyrr en undir lok grunnskóla eða ekki fyrr en í framhaldsskóla og jafn- vel ekki fyrr en í háskóla. Reynsla Helgu Bjarkar er að fáir hafi viljað taka ábyrgðina og sofandaliáttur hafi ríkt um þessi mál hjá stjórnvöldum. Börnunum hafi á hinn bóginn liðið illa 1 úr- ræðaleysinu og komist að þeirri niðurstöðu að þau sjálf væru heimsk. Raunin er fremur að um- hverfið bregst rangt við þeim. Upplýsinga- skrifstofur um Evrópumál FRAMLEIÐENDUM margmiðl- unarefnis í Evrópu er boðið að taka þátt í Euro-Prix evrópsku marg- miðlunarverð- laununum. Leitað er eftir verkefnum í eftirfarandi flokkum: Þekking og uppgvötvanir, evrópsk menning í rafrænum heimi, stuðn- ingur við markaðssetningu lítilla og meðalstórra fyrirtækja, bætt lýðræði með margmiðlun, þjónusta við margtyngda Evrópu, fyrstu skrefin í margmiðlun. Auk þess verða sérstök verðlaun fyrir bestu nemaverkin á sviði margmiðlunai-. Nánari upplýsingar hjá MIDAS-NET skrifstofunni s. 511 5568, netslóð: http://www.midas.is ARIANE bókmenntaáætlun Evrópusambandsins Eini skilafrestur umsókna fyrir árið 1999 er 7. maí nk. Umsóknar- gögn og nánari upplýsingar fást á skrifstofu upplýsingaþjónustunnar, Hallveigarstöðum, Túngötu 14,101 Reykjavík, s.: 562 6388, fax: 562 7171, netfang: culturalcontact- point@centrum.is skólar/námskeið __________ýmislegt ■ Tréskurdarnámskeið Nokkur laus pláss í maí. Hannes Flosason, sími 5540123. CBBHneO VARAHLUTIR AUKAHLUTIR Hjálmar, barnastólar, griftlur, blikkljós, bjöllur, hraðamælar, brúsar, töskur, slöngur, skítbretti, Ijós, bögglaberar, standarar, demparagafflar, stýrisendar, dekk, hjólafestingar á bíla og margt fleira. FULL BÚÐ AF HJÓLUM Á FRÁBÆRU VERÐI ITALTRIKE- þríhjól, vönduð og ending- argóð, margar gerðir með og án skúffu. Lucy 10" kr. 4.900, stgr. 4.655. Lucy 12” kr. 5.400, stgr. 5.130. ITALTRIKE- þríhjól með skúffu. Verð frá kr. 4.750, stgr. 4.512. Transporter kr. 5.500, stgr. 5.225. Safari kr. 5.500, stgr. 5.225. VIVI- barnahjól með hjálpardekkjum og fót- bremsu. Létt, sterk og meðfærileg barna- hjól. Frá 3 ára 12,5” kr. 9.600, stgr. 9.120. Frá 4 ára 14" kr. 11.400, stgr. 10.830. EUROSTAR 26" 7 gíra fjallahjól með fótbremsu frá V-Þýskalandi. Shimano Nexus-gírar, álgjaröir, keðjuhlíf, glit og standari. Verð kr. 34.900, stgr. 33.155. Með plastbrettum og álbögglabera kr. 38.900, stgr. 36.955. BRONCO PRO SHOCK 26” 21 gíra fjallahjól á mjög góðu verði. Suntour- demparagaffall, Shimano-gírar með Grip-shift, V-bremsur, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. Verð kr. 29.900, stgr. 28.405. DIAMOND ADVENTURE 24” OG 26" 21 gíra fjallahjól með skítbrettum og bögglabera á frábæru verði. Shimano- gírar, álgjarðir, V-bremsur, brúsi, stand- ari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. 24” Verö kr. 25.900, stgr. 24.605. 26” Verð kr. 26.900, stgr. 25.555. BRONCO PRO TRACK 24” og 26” 21 gíra fjallahjól á mjög góðu verði. Gírar Shimano með Grip-shift, V-bremsur, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. Herra dökkblátt og dömu dökkrautt. 24” Verð kr. 23.900, stgr. 22.705. 26” Verð kr. 24.900, stgr. 23.655. DIAMOND 16” og 20” fjallahjól barna með fótbremsu, skítbrettum, standara, bögglabera, keðjuhlíf og gliti. Stráka- og stelpu stell. Frá 5 ára 16” kr. 11.500, stgr. 10.925. Frá 6 ára 20” kr. 12.500, stgr. 11.875. DIAMOND 20” 6 gíra með Shimano gír- um og Grip-Shift. V-bremsur, álgjaröir, standari, brúsi, glit, gírhlíf og tvöfaldri keöjuhlíf. Bæði stráka- og stelpustell. Verð kr. 18.900, stgr. 17.005. Með brettum og bögglabera, kr. 20.600, stgr. 19.570. SCOTT TIMBER 26” Vandaö 21 gíra fjallahjól með Shimano-gírum, CrMo- stelli, V-bremsum, álgjörðum, keðjuhlíf og gliti. Bæði herra- og dömustell. Verð kr. 27.900, stgr. 26.505. SCOTT OAKLAND 26” 21 gíra dömu- fjallahjól með Shimano Acera-gírum, átaksbremsum, álgjörðum, brettum, bögglabera, Ijósum, keðjuhlíf, standara og gliti. Tilboð kr. 31.500, stgr. 29.925, verð áöur kr. 34.900. GIANT BOULDER SHOCK 26” 21 gíra, Demparagaffall, Shimano Acera-gírar, CrMo-stell, álgjarðir, V-bremsur, keðju- hlíf, gírhlíf og glit. Verð kr. 39.900, stgr. 37.905. Viðurkenndir reiðhjólahjálmar frá BRANCALE og HAMAX. Auðvelt að stilla stærð með still- anlegu bandi aftur fyrir hnakka. Mjög léttir og meðfærilegir. Brancale, barna frá kr. 2.300 og fullorðins frá kr. 2.600. Hamax, hjálmar, tilboð kr. 1.990, áður kr. 2.990. HAMAX- barnastólar, verð frá kr. 3.500. Símar 553 5320 GIANT BOULDER 520 26” 24 gíra, Shimano Alivio- gírar, CrMo- stell, álgjarðir, V-bremsur, stýrisendar, keðjuhlíf, gírhlíf og glit. Verð kr. 34.500, stgr. 32.775. 5% staðgreiðsluafsláttur Upplýsingar um raðgreiðsl- ur veittar i versluninni 568 8860 Ármúla 40 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt a fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Árs ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun. Ein stærsta sportvöruverslun landsins |i/@rsiunin^^^ 7M4RKID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.