Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 60
*so ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN . Eru bjálkar í kirkjum? NÝLEGA barst mér betliseðill frá Hjálpar- starfi kirkjunnar með fyrirsögninni „Er vatn á Mars?“. Mér fannst þessi bleðill athyglis- verður fyrir þá sök að á honum kristallast gömul kergja kirkjunn- ar manna út í vísindin og þá tiktúru leik- manna að vilja rann- saka alheiminn í stað þess að rýna einungis í hina einu bók. Kirkjan lætur sér sæma að fetta fingur út í það fjármagn sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ver í að senda geim- flaug til Mars og bendir á að hefði því verið varið til vatnsöflunar í þriðja heiminum hefðu milljónir manna fengið aðgang að hreinu vatni. Það má til sanns vegar færa en hvað varðar íslenska kirkju um - Geimvísindastofnun Bandan'kj- *"anna? Kannski liggur hún vel til höggsins þar sem eng- inn er henni til varnar en hvernig var þetta með bjálkann og flís- ina? Hvað ver íslensk þjóðkirkja mörgum milljónum á ári í kalda steinsteypu, parket, pluss og fallíska veldis- sprota á hverjum hól? Það lætur nærri að allt kirkjubáknið gleypi til sín tvo til þrjá millj- arða í þessu fámenna landi, tvö til þrjú þús- und milljónir á hverju ári! Hvernig væri að verja þeim fjármunum til hjálpar hér heima og erlendis? Má ekki taka biskup og presta af spenum ríkisvaldsins og fela þeim Drottni sínum á vald, líkt og hröfn- unum sem lausnari þeirra sagði að hefðu hvorki forðabúr né hlöðu en Guð fæddi þá samt? Hversu frem- ur mun hann ekki klæða prelátana, þér trúlitlir? Nei, kristin kirlga á nú nærri tvö þúsund ára sögu að baki og henni virðist jafnan hafa verið meira í mun að safna auði og völdum en að hjálpa náunganum. Hvað skyldi mega grafa marga brunna fyrir jarðeignir hennar, eðalmálma, lista- verk, fasteignir og önnur verðmæti sem mölur og ryð fá sannarlega grandað? Það er hins vegar ekki svo langt síðan vísindin brutust undan oki kirkjunnar og með örri þróun Reynir Harðarson Bílavarahlutaverslun & bílaverkstæði HYUNDAI - MITSUBISHI - NISSAN - SUBARU - TOYOTA - VOLKSWAGEN HEIMSÞEKKTIfí gj GÆÐA VARAHLUTIR • Bónvörur • Hreinsiefni • Aukahlutir 8-20 MANUDAGA- FOSTUOAGA • 10-16 LAUGARDAGA þeirra hefur líf alls mannkyns batn- að svo um munar. Mikið af þeirri þróun má einmitt þakka geimvís- indum og öðrum fjárfrekum verk- efnum. I ljósi alls þessa finnst mér gíróseðill kirkjunnar afar ósmekk- legur. Auk myndar af Mars er þarna mynd af Banchi, þrettán ára stúlku í ónefndu þorpi, í ónefndu landi og álfu. Gaf hún leyfi sitt fyrir því að ásjóna hennar yrði notuð í þessum tilgangi og fær hún einhver laun fyrir vikið? Sennilega hafa fáir áhyggjur af því. Má vera að Banchi vilji ekki vera í betlihlutverkinu? Getur hugsast að hún eða ætt hennar eigi sér aðra trú sem e.t.v. væri vert að hlúa að í stað þess að afmá eða umbreyta? Það fé sem Fjársöfnun Hvað skyldi mega grafa marga brunna fyrir jarðeignir kirkj- unnar, spyr Reynir Harðarson, og önnur verðmæti sem mölur og ryð fá sannarlega grandað? fólk lætur af hendi rakna til Hjálp- ar- starfs kirkjunnar fer nefnilega ekki bara í að grafa brunna og fjár- magna ferðalög yfirmanna hennar heldur er hluti þess notaður til áróðurs fyrir trúarbrögðum og gildum Vesturlanda, (þau hljóta, jú, að vera best og réttust) svoköll- uðu trúboði. „Kastið trú yðar og siðum, menningu og gildum og sjá ég mun gefa yður hreint vatn.“ Nei, ég vil styrkja fólk á annan hátt. Eg get hent gíróseðlinum en eftir sem áður þarf ég að fjármagna rekstur kirkjunnar með skatt- greiðslum mínum, jafnvel þótt mér sé það þvert um geð. Hvers vegna? Höfundur er þýðandi. Sj 6 (flug) manna- afsláttur FYRIR stuttu lýsti fjármálaráðherra því yfír að stefna ætti að því að afnema svokall- aðan „sjómannaaf- slátt“. Sjómannaaf- sláttur þessi er í lögum og því þyrfti lagabreyt- ingu til. í raun er um- ræddur skattaafsláttur ekki annað en niður- greiðsla ríkisins á launakostnaði útgerð- anna. Ríkið greiðir nið- ur launakostnað íyrir- tækja í annarri starfs- grein án þess að fyrir þeim niðurgreiðslum séu heimildir í lögum. Flugliðar sem starfa um borð í millilandaförum Flugleiða hf. njóta skattfrjálsra dagpeninga jafnvel þó þeir komi til baka samdagurs og beri lítinn eða engan kostnað sem dagpeningum er ætlað að mæta. Samkvæmt skilgreiningum emb- ætta skattstjóra Reykjavíkurum- dæmis og Reykjanesumdæmis varðandi skattalega meðferð dag- peninga þurfa dagpeningar að hafa verið greiddir vegna ferða utan venjulegs vinnustaðar til að grund- völlur til frádráttai- á móti þeim sé fyrir hendi. Skilgreiningar iyrr- nefndra embætta um þetta málefni koma fram í bréfum sem embættin sendu íyrrum starfsmönnum Is- lenskra sjávarafurða hf. (IS) sem störfuðu að verkefni þeirra á Kamchatka á árinu 1996. f þessum bréfum var tilkynnt um breytingar á framtali og álagningu vegna dag- peningagreiðslna og frádráttur á móti þeim felldur niður. Meginrökin voru þau að vinnu- staður þessara starfsmanna hafí ver- ið á Kamtsjatka og þar með hafi grundvöllur til frádráttar á móti þeim ekki verið íyrir hendi. Sami skilningur virðist ríkja innan her- búða yfirskattanefndar en í þeim úr- skurðum sem þegar hafa fallið hafa umrædd rök fyrmefndra skattum- dæma verið samþykkt. Forveri nú- verandi ríkisskattstjóra var sam- stiga ofangreindum skattembættum um þessa túlkun. Núverandi ríkis- skattstjóri hefur hins vegar lýst því yfir bréflega að meginrök fyrir því að fella niður frádrátt á móti um- ræddum dagpeningum séu alls ekki þau að ekki hafí verið um að ræða ferðir utan venjulegs vinnustaðar viðkomandi heldur hafi starfsmenn ÍS ekki sýnt fram á að þeir hafi borið kostnað vegna ferða fyrir vinnuveit- anda sinn. Hingað til hafa dagpen- ingaþegar ekki þurft að leggja fram gögn fyrir þeim kostnaði sem þeir hafa orðið fyrir og dagpeningum er ætlað að mæta enda sé frádráttur sem færður er á móti dagpeningum ekki hærri en kveðið er á um í skattmati ríkis- skattstjóra. Ljóst er að langflestir sem frá greidda dagpeninga eiga stóran hluta þeirra í afgang þegar allur kostnaður hefur verið greiddur og nýtist sá afgangur eins og skatt- frjálsar telqur. Samkvæmt einka- skilgreiningu núver- andi ríkisskattstjóra á meginrökum fyrir nið- urfellingu frádráttar á móti dagpeningum hjá starfsmönnum IS ber öllum sem fá greidda dagpeninga að sýna fram á að þeir hafi verið notaðir að fullu til greiðslu kostnaðar á ferðum í þágu vinnuveitanda séu þeir færðir til frádráttar frá skattskyldum tekj- um. Hvers vegna skyldu skattyfir- Skattlagning Um hrein og klár skatt- svik er að ræða, segir Örn Gunnlaugsson, sem stunduð eru með vitneskju og samþykki stjórnvalda. völd kjósa að beita sér aðeins gegn litlum hópi eins fyrirtækis með þetta að leiðarljósi en ekki gegn dagpeningaþegum almennt? Hvers vegna gilda ekki sömu reglur um þessi mál fyrir alla þegna landsins? Hafa skattyfirvöld einhverja heim- ild til að hunsa ákvæði stjórnar- skrárinnar? Þar sem úrskurður yf- irskattanefndar tekur yfir úrskurð ríkisskattstjóra þá hljóta þau rök sem nefndin setur fram og sam- þykkir að vega þyngra en einkaskil- greiningar núverandi ríkisskatt- stjóra. Samkvæmt þeim rökum sem yfirskattanefnd hefur samþykkt og er grundvöllur til úrskurða sem nefndin hefur fellt í málum nokk- urra starfsmanna ÍS er ekki grund- völlur til frádráttar á móti dagpen- ingum sem greiddir eru nema um sé að ræða ferðir utan venjulegs vinnustaðar. Hvar í veröldinni skyldi vera venjulegur vinnustaður flugliða? Eru þeir ekki ráðnir til að starfa um borð í flugförum? Eðli flugfara er að vera í ferðum frá ein- um stað til annars og þörfin fyrir flugliðana er vegna þess að flugför- in eru í ferðum. Venjulegur vinnustaður flugliða getur því hvergi annars staðar verið Örn Gunnlaugsson Ertu stúdent og átt eftir að velja framhaldsnám? Námskynning í Perl lElÍÍÖÍ;i Ertu á leið í nám eða á námskeið í haust?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.