Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 39 málum tengdum stríðsglæpum a til índum segir NATO hafa án alls efa brotið al- þjóðalög með því að beita hervaldi án samþykkis Öryggisráðs SÞ, þekkir hreinlega hvorki alþjóðalög né - stjórnmál. Sá sem á hinn bóginn seg- ir að beita megi hervaldi við öll tæki- færi til að vernda mannréttindi er líka verulega á skjön við stefnur í al- þjóðastjómmálum og -lögum í dag. Hér er um að ræða fljótandi ástand sem stjórnmál, lög og notkun her- valds eru í í dag. Við teljum að NATO hafí valið rétta leið í ákvarðanatöku varðandi loftárásirnar," sagði Scheffer. „NATO byggði ákvörðun sína ekki aðeins á þeirri staðreynd að þjóðern- ishreinsanir Serba í Kosovo eiga sér ekki fordæmi í sögunni. Sú ályktun Öryggisráðsins hafði einnig áhrif sem kveður á um að Kosovo-átökin ógni heimsfriði auk ítrekaðra krafna ráðs- ins um að serbneska ríkisstjórnin láti af árásum á Kosovo-Albana og kom- ist að friðarsamkomulagi, sem stjórn- in hefur verið afar treg til að gera. Það er einfaldlega ótrúverðugt að ætla að færa rök fyrir því að stærsta herveldi Evrópu eigi að sitja aðgerða- laust á meðan ríkisstjórn fremur því- lík ódæðisverk á eigin þegnum, eins og dæmin sýna í Kosovo. Eg held að það gleymist oft að þessi átök eni ekki einungis innanlandsátök, því eins og fyiT segir eru þau alvarleg ógn við öryggi og frið í löndunum í kring. Serbnesk yfirvöld hafa hrakið yfír milljón manns á flótta til annarra landa Evrópu og því eru það draum- órar einir að halda að þessi átök komi Serbíu einni við.“ En hvemig sérðu þetta í framtíð- inni? „Við höfum orðið vitni að gifurleg- um breytingum á alþjóðalögum frá því seinni heimsstyrjöldinni lauk. Enn í dag eiga miklar breytingar sér stað og því er erfitt að segja til um framtíðina. Hins vegar bendir margt til að geta til að framfylgja alþjóða- lögum verði meiri í framtíðinni." Reuters ísleifar í ijöldagröf sem grafin hafði id Scheffer, farandsendiherra Banda- flæpum, segir samianir fyrir stríðs- iosovo hrannast upp á degi hveijum. dómstólsins heilshugar. Við viljum al- þjóðlegan dómstól sem er virkur [...] og getur sótt til saka þá sem framið hafa ódæðisverk. En við viljum ekki að því sé þannig farið að herafli, sem einmitt starfar við að framfylgja al- þjóðalögum, þurfi á óréttmætan hátt að bera ábyrgð gagnvart lögunum.“ NATO er að gegna siðferðislegri skyldu sinni Pú hefur sjálfur sagt, að hernaðarí- hlutun NATO í Júgóslavíu valdi vatnaskiium á sviði alþjóðalaga. Efa- semdir um lögmæti þessarar íhlutun- ar hafa þrátt fyrir það verið uppi, vegna þess að hér er um fullvalda ríki að ræða. Getur NATO, að þínu mati, réttlætt hernaðaiihlutunina lagalega? „Það liggur beint við að hernaðarí- hlutun sem á sér stað í því augnamiði að vernda mannréttindi þegna sem stjórnvöld þeirra hafa ráðist á, muni gefa tilefni til lagalegra deilna, það vitum við öll. Það getur hins vegar ekki stöðvað NATO í að nýta sér lagalegan rétt sinn og gegna sið- ferðislegri skyldu sinni.“ Scheffer sagði marga þætti rétt- læta hernaðaríhlutun NATO í ljósi þess hversu viðamikil og alvarleg árás serbneskra stjórnvalda á þjóð Kosovo-Albana er, auk þess sem hún á sér ekki fordæmi í sögunni. Enn- fremur eigi átökin sér stað í nágrenni við aðildarríki NATO. „Alþjóðalög hafa ekki að geyma „töfraformúlu" sem réttlætir loft- árásir NATO, því í eðli sínu eru al- þjóðalög umdeilanleg," sagði Scheffer. „En við erum á frumstigi hér, milli lagalegs réttar fullvalda ríkis og mannréttinda heillar þjóðar. Ekkert svar finnst við því í skólabókum um alþjóðalög hvernig þú sameinar rétt fullvalda ríkja og mannréttindi í lög- um. Þetta er eitt helsta deiluefnið í al- þjóðastjórnmálum í dag. Hver sá sem Sönnunargögn safnast upp með hveiju líki“ Hversu miklar líkur eru á að stríðsglæpamenn í Kosovo verði færðir fyrir stríðsglæpadómstólinn? „Við trúum á gildi og sjálfstæði Stríðsglæpadómstólsins í málum tengdum fyrrverandi Júgóslaviu [ICTY] og á hæfni dómstólsins til að rannsaka stríðsglæpi vel og leggja þau sönnunargögn sem þeir finna til grundvallar þeirri ákvörðun hverjir verði dæmdir og hverjir ekki. Sönnunargögn safnast upp með hverju líki í Kosovo í dag. Ég tel víst að Kosovo-átökin hafi stuðlað að lengri líftíma ICTY en gert hafði ver- ið ráð fyrir í upphafi. Jafnvel eftir að stríðsglæpadómstóllinn hefur gegnt hlutverki sínu vonum við að í frjálsri og lýðræðislegri Serbíu með sterkt óháð dómsvald verði eins margir stríðsglæpamenn og mögulegt er, færðir íyrir dómstóla. Hafa ber í huga að ICTY einblínir á afbrot leiðtoga, en ekki óbreyttra hermanna. En það eru þúsundir af- brotamanna sem verða að horfast í augu við að þeir verði einnig gerðir ábyrgir gjörða sinna. Lögsóknin er þannig ekki aðeins al- þjóðleg heldur eru bundn- ar vonir við að þessir af- brotamenn verði einnig sóttir til saka í Serbíu." Stríðsglæpadómstólar eru sagðir hafa þau áhrif á hermenn og ráða- menn að minni líkur verði á að þeir fremji stiiðsglæpi ef þeir vita að þeir muni þurfa að taka út sína refsingu. Væri ekki hægt að færa rök fyrir því að dómstóllinn hafí þveröfug áhrif og að fólk eins og Slobodan Milosevic verði tregara til að fara frá völdum, ef það eina sem bíður þess er sakfell- ing? „Enginn nýtur friðhelgi af hálfu þessa dómstóls og Bandaríkjastjórn hefur enga löngun til að sá hátturinn verði hafður á. Það er mín skoðun að ráðamenn jafnt sem aðrir í Serbíu verði hreinlega að gera sér grein fyr- ir því að dómstóllinn mun vinna sína vinnu. Hvemig sú vinna svo skarast við stjórnmál þá stundina er áhuga- vert umræðuefni, en hefur lítið að gera með að framfylgja alþjóðalög- um.“ „Trúum á gildi og sjálfstæði dómstólsins“ BREYTA þarf aðkomu ferðamanna á alþjóðaflugvöllum Islands og annarra þátttökulanda í Schengen-samstarfinu. Þátttaka Islands í Schengen-samstarfínu Frjáls för ferðamanna tryggð innan Evrópu í tilefni af því að í fyrradag var undirritaður nýr samningur milli Islands, Noregs og Evrópusambandsins um Schengen-sam- starfíð rifjar Auðunn Arnórsson hér upp hvað í þessu samstarfí felst og hvaða áhrif það mun hafa fyrir Islendinga. SCHE NGE N-samstai'fið svo- kallaða gengur fyrst og fremst út á frjálsa för fólks um innri landamæri allra að- ildarríkja þess, sem þýðir að hefð- bundnu landamæraeftirliti á innri landamærum Schengen-svæðisins er hætt en þess í stað er slíku eftirliti þeim mun betur sinnt á ytri landa- mærum svæðisins. Aðrir þættir samningsins fjalla einkum um sam- vinnu um vegabréfsáritan- ir, gagnkvæma réttarað- stoð, lögreglusamvinnu og baráttu gegn fíkniefna- smygli og skipulögðum glæpum. Schengen-samningur- inn er kenndur við þorp á landamær- um Lúxemborgar og Þýzkalands, þar sem fulltrúar sex meginlandsríkja Evrópusambandsins (þá Evrópu- bandalagsins) undin-ituðu hann árið 1985. Síðar bættust fleiri aðildarríki ESB í hóp Schengen-ríkja, og þegar Svíþjóð og Finnland gengu í ÉSB í ársbyrjun 1995 samþykktu forsætis- ráðherrar Norðurlandanna að það þjónaði bezt hagsmunum norræna vegabréfasambandsins að Norður- löndin hefðu sameiginlega jákvæða afstöðu til þátttöku í Schengen-sam- starfinu. Samningur um þátttöku Islands og Noregs í samstarfinu var síðan undir- ritaður árið 1996. Þegar Evrópusam- bandsríkin ákváðu með samþykkt Amsterdam-sáttmálans í júní 1997 að færa Schengen-samstarfið inn í stofn- anakerfi ESB lenti þessi samningur um þátttöku íslands og Noregs í upp- námi, og í hönd fór langt og strangt samningaferli um það með hvaða hætti tryggja mætti áframhaldandi þátttöku Islands og Noregs í sam- starfinu, sem loks var til lykta leitt nú í vor. Hefðu ekki tekizt samningar um áframhaldandi þátttöku íslands og Noregs í Schengen-samstarfinu, hefði t.d. orðið að taka upp strangt eftirlit á landamærum Noregs og Sví- þjóðar, þar sem gæzla hefur sáralítil verið undanfarna áratugi vegna norræna vegabréfa- sambandsins. Islenzkir ríkisborgarar hefðu þá þurft að sæta persónueft- irliti á landamærum Schengen-ríkjanna, þar á meðal Norðurlandanna, með tilheyr- andi biðröðum og töfum á evrópskum flugvöllum. Stefnt er að því að Schengen- samningurinn taki gildi gagnvart öll- um Norðurlöndunum samtímis haust- ið 2000. Við gildistökuna kemur Schengen-samstarfið í stað norræna vegabréfasambandsins, sem í 40 ár hefur gert Norðurlandabúum kleift að ferðast vegabréfslaust innan N orðurlandanna. Snýst um fleira en ferðamannaþægindi En Schengen-samstarfið snýst um fleira en þægindi á ferðalögum Is- lendinga. Tæknilegur undirbúningur fyrir gildistökuna er í fullum gangi, en hann felur meðal annars í sér breytingar á aðkomu ferðamanna í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugveli og tengingu íslenzkra lögreglu- og tollgæzluyfirvalda við hið svokallaða upplýsingakerfi Schengen, sem er samtengdur gagnabanki Schengen-ríkjanna og er mikilvægur liður í samræmingu ytra landamæraeftirlits alls Schengen- svæðisins. í grein sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ritaði í dagblaðið Dag í nóvember 1997 bendir hann á, að í umræðunni hér á landi hafí því oft verið haldið fram að þátttaka í Schengen-samstarfinu muni stuðla að auknu fíkniefnasmygli til landsins þar sem allt eftirlit með ólöglegum innflutningi frá Schengen-ríkjum muni ieggjast af. „Slíkar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast og eru beinlínis rangar,“ segir Halldór. Samningurinn nái ekki til vörusviðs- ins og leiði ekki til neinna breytinga á eftirliti með smygli til landsins. Á hinn bóginn megi segja að hann leiði til herts eftirlits á þessu sviði þar sem hann gerir það að verkum að eftirlits- menn á íslandi muni hafa beinan að- gang að skráðum upplýsingum um glæpamenn, fíkniefnasala og -smygl- ara. Loks má nefna, að stór hluti Evr- ópubúa ferðast til landa innan Schengen-svæðisins í sumarieyfuro. sínum og sleppa þeir því jafnvel að fá sér yfirleitt vegabréf þar sem þeir þurfa ekki á þeim að halda nema þeir eigi erindi út fyrir Schengen-svæðið. Væri Island utan Schengen-sam- starfsins þyrfti þessi hluti evrópskra ferðamanna að útvega sér vegabréf með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn vildu þeir leggja leið sína til Islands. Einnig má hugsa sér að Bandaríkja- menn á leið til Evrópu álíti það þægi- legra að innrita sig á Schengen-svæð- ið í lítilli flugstöð á Islandi en að bíða í biðröðum á stórflugvöllum á megin- landinu. ^ Þingsályktunartillaga um stað- festingu hins nýja samnings um þátttöku íslands í Schengen-sam- starfmu, sem undirritaður var í Brussel í fyrradag, verður lögð fram á Alþingi í haust. í umræðunni um hana má bóka að tíndir verði til flestir hugsanlegir kostir og gallar þessarar þátttöku. Leiðir ekki til breytinga á eftirliti með smygli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.