Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 31 ERLENT Fimm daga heimsókn Khatamis íransforseta til Sádi-Arabíu lokið Til marks um þíðu í samskipt- um landanna Jeddah, London. Reuters. MOHAMMAD Khatami, forsetl írans, lauk i gær fimm daga heim- sókn sinni til Sádi-Arabíu og hélt heim á leið en heimsóknin er sögð marka þáttaskil í samskiptum land- anna tveggja, sem eldað hafa grátt silfur saman allt frá byltingu bókstafstrúar- manna í fran árið 1979. Khatami og leiðtogar Sádí-Arabíu undirrit- uðu vináttusáttmála milli landanna tveggja áður en Khatami yfir- gaf Sádí-Arabíu í gær sem staðfestir þíðu í samskiptum landanna tveggja, og sem vonast er til að gefi um leið vonir um aukinn stöð- ugleika á Persaflóa- svæðinu. Sádi-Arabar eru sagðir meðvitaðir um að Khatami á sér marga óvildar- menn heima í íran, en þar eru bók- stafstrúarmenn fjölmennir, og flest- ir mótfalinir hófsamri stefnu Khata- mis. Því eru Sádar áfram um að styðja við bak Khatamis. Heimsókn Khatamis hófst form- lega í borginni Jeddah við Rauðahaf á laugardag og tók Fahd konungur á móti Khatami við hátíðlega at- höfn. Khatami hitti síðar Abdullah krónprins og aðra háttsetta emb- ættismenn og á mánudag heimsótti Khatami hinna heilögu borg, Mekka. Heimsókn hans er fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja írans til Sádi-Arabíu frá 1979. Tvö áhrifamikil ríki íran og Sádi-Arabía eru einna áhrifamest af ríkjunum á Persaflóa, bæði í pólitísku tilliti, og því er við- kemur hinni umfangsmiklu olíu- framleiðslu á þessu svæði. Sam- skipti ríkjanna hafa mjög batnað frá því Khatami var kjörinn forseti Irans árið 1997 en fréttaskýrendur segja að Sádi-Arabar verði að fara varlega að styggja ekki vestræna bandamenn sína í tilraunum sínum til að bæta samskiptin við íran. Tækist Abdullah krónprins, sem stýrir Sádi-Arabíu í nafni Fahds konungs, að stuðla að bættum sam- sldptum írans og Bandaríkjanna yrði það mikil fjöður í hatt hans. Hann mun hafa borið það undir Banda- ríkjamenn, hvort þeir kærðu sig um að hann tæki að sér milligöngu um þessi mál, en svar stjórnvalda í Was- hington mun hafa verið neikvætt. Engu að slð- ur er Abdullah hrósað fyrir frumkvæðið. Samskipti írans og Sádi-Arabíu urðu verst árið 1987 þegar fjögur hundruð manns, sem flestir voni íranar, létust í átökum við öryggissveitir í Mekka en íranskir pflagrímar höfðu efnt til mótmæla gegn vestrænum áhrifum. Ayatollah Ruhollah Khomeini, erkiklerkur í íran, var á sínum tíma gjam á að fordæma sádi-arabísk stjórnvöld og kvaðst aldrei mundu fyrirgefa Fahd konungi fyrir blóð- baðið í Mekka. Gekk Khomeini svo langt að bölva Fahd í erfðaskrá sinni. Einnig þíða í samskiptum Bret- lands og Irans A þriðjudag var ennfremur greint frá því í London að bresk og írönsk stjórnvöld hygðust hefja fullt stjómmálasamband á nýjan leik en samskipti landanna versnuðu mjög fyrir tíu árum, eftir að Khomeini erkiklerkur dæmdi rithöfundinn Salman Rushdie til dauða fyrir bók hans Söngva Satans. Núverandi sendifulltrúi Bretlands í íran mun hér eftir hafa titilinn sendiherra, og hið sama mun gilda um fulltrúa írans í Bretlandi. Mohammad Khatami Með pakkanum færðu: • Ending rafhlöðu allt að 2 klst. í notkun og 50 klst. í biðstöðu • Upplýstur skjárfyrir 4linur með stöfum og táknum • Upplýstir takkar • Númerabirting ásamt nöfnum efnúmer er í minni • Endurvalsminnifyrir 20 siðustu númersem valin voru • Val um 9 hringitóna - GSM númer - talhólfsnúmer - 500 kr. inneign -1000 kr. aukainneign við skráningu GSEi' Dreifikerfi Símans nær til 95% landsmanna SIMINN Ármúli 27 • Kringlan • Landssímahúsið v/Austurvöll • Síminn Internet ísafjörður • Sauðárkrökur • Akureyri • Egilsstaðir • Selfoss • Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.