Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.05.1999, Blaðsíða 52
*52 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ > Alltí garðinn og garðvinnuna Vantar þig gróðurmold, fræ, áburð, blómapotta, verkferi, styttur og skraut í garðinn eða eitthvað annað sem snýr að garðyrkju, blóma- eða trjárækt? Hjá FRJÓ ferðu mikið úrval af aliskonar vörum til garðyrkjustarfa, á frábæru verði. Við höfum allt sem þú þarft i til að prýða garðinn þinn! ] ©FRJÓ. STÓRHÖFÐA 35, 112 REYKJAVÍK SÍMI 567 7860, FAX 567 7863 Músik __ og Sport Reykjavíkurvegi 60 Sími 555 2887 ferslunin MA Ármúla 40 Símar 553 5320 • 568 886 UMRÆÐAN ISLAND ISLAND Hvað vitum við með vissu, spyr Kristnán B. Jónasson, um „sölu- menn dauðans“ sem réttlætir stórfelld- an fjáraustur í barátt- unni við þá? fíkiniefnamál en grafast ekki fyrir um neitt sjálfir. Við hin sitjum eftir fáfróð og fyllum hausinn af rang- hugmyndum, ættuðum úr kjafta- sögum utan úr bæ, rosafregnum úr meðferðariðnaðinum og lífsreynslu- viðtölum frægra dópista. í stuttu máli: Hvað vitum við með vissu um „sölumenn dauðans" sem réttlætir stórfelldan fjáraustur í baráttunni við þá? Eg hef ekki orðið var við að það væri mikið. Ef framsóknar- menn vita betur, þá vona ég að þeir upplýsi okkur hin. Að minnsta kosti mætti eyða einhverju af eiturlyfja- milljarðinum í að rannsaka betur frímerki hverjir selja hverjum dóp og hvern- ig viðskiptin ganga fyrir sig. Yfir þessum málum öllum hvílir mikil leynd og dul, enda glæpsamlegt at- hæfí á ferðinni. En stjórnmála- menn létta ekki af þeirri dul með því að tala um einhverja óskil- greinda „sölumenn dauðans“ og að láta svo barnalega sem eiturlyfja- viðskipti séu einkum og sér í lagi verk vondra manna sem vilja spilla ungviðinu. Til er fólk sem vill nota vímuefni og sem hefur efni á því og þar sem er eftirspurn, þar er líka framboð. Þetta fóik er ekki bara tí- undabekkingar að halda upp á að samræmdu prófunum sé lokið, þetta er fullorðið, sjálfráða fólk. Þetta er fólk sem er að koma hluta af kaupmáttaraukningunni í lóg, fólk sem er að gæða sér á ávöxtum stöðugleikans. Eg er ekki einn af þeim sem vilja selja heróín út á res- ept, né hirði ég um að berjast fyrir að hægt verði kaupa e-pillur í Bón- us, en óskaplega er dapurlegt að sjá stjórnmálaflokk lofa því að ausa almannafé í ósýnilega hít, komist hann til valda. Eg held að enginn í Framsóknarflokknum hafi nokkru sinni lagt niður fyrir sér hvers kon- ar fyrirbæri „sölumenn dauðans" eiginlega er, en látið ofsóknarhroll- inn í þessu ríki stöðugleikans ná tökum á sér. Eg vona að menn hristi hann af sér áður en fjáraust- urinn hefst, þvi það er góð regla að vita við hvern er barist áður en far- ið er í stríðið. Höfundur er bókmenntaritstjóri og rithöfundur. Framsókn og sölu- menn dauðans STOÐUGLEIKINN er lúmskur. Þrátt fyrir hækkun kaupmáttar og hlutabréfa og þrátt fyr- ir bjartsýnina sem nú er sögð ríkja í landinu trúir stór hluti almenn- ings því engu að síður að eitthvert óskilgreint afl ógni sér og sínum. Þetta sést einna gleggst af því að þótt skýrslur lögreglu sýni að alvarlegum glæpum hafi fækkað á síðustu árum er meirihluti landsmanna sannfærð- m- um hið gagnstæða. Óstöðugleikinn birtist ekki lengur í líki vondra kommún- ista sem ætla að þjóðnýta nýju gas- grillin, heldur í mynd gólandi ung- hnga, ofbeldismanna og níðinga, en einkum þó í mynd lúmskra þjófa, sem brjótast inn þegar fólk er að eyða kaupmáttaraukningunni er- lendis og hreinsa út græjurnar. Það fylgir svo sögunni að þjófarnir stundi þetta til að þjóna sinni fikn - þeir selja víst dótið fyrir dópi. Það fór vel á því að „hinn“ ríkis- stjómarflokkur stöðugleikans tæki það að sér að fást við þessa skugga- hlið hans. Framsóknarfloþkurinn, með formanninn Halldór Ásgríms- son í fararbroddi, setti baráttuna við óreiðuöflin á oddinn í kosninga- baráttu sinni og lofaði kjósendum sínum því að eytt yrði heilum millj- arði í baráttunni við það sem nefnt var „sölumenn dauðans“. Sjálfstæð- isflokkurinn lofaði því að stöðug- leikanum yrði haldið við með sölu ríkiseigna, lægri sköttum og að- haldi í ríkisfjármálum. Framsókn- arflokkurinn lofaði því að hann yrði varinn með skattpeningunum sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að spara. Þarna kristallaðist kannski best verkaskiptingin sem er með flokkunum. Sjálfstæðisflokkurinn forvaltar hið raunverulega vald - markaðinn. Framsóknarflokkurinn lætur líta svo út sem hann sé líka að skurka í markaðinum svo hann fái í fiiði að vera sá gamli forsjárhyggju- flokkur sem hann í raun og veru er. Svo hann fái að beita sér með því að byggja til- gangslausa höfn hér, fáránlegan vegar- spotta þar og að henda milljarði í full- komlega óskilgreinda baráttu við eiturlyfja- sala, sem virðast ekki mega svo sjá fram- sóknarmann einan á vappi að þeir vindi sér ekki að honum með dóp í poka. Nú stefnir allt í að Framsókn fái að hanga í rassinum á Sjálfstæðisflokknum í fjögur ár enn. Ekki hefur maður í gegnum tíðina orðið var við að flokkurinn keppi að neinum meiriháttar breyt- ingum á samfélaginu eða innviðum þess, en einmitt þess vegna gæti svo farið að einhver þrákelkni hlypi í liðið og þess verði krafist að staðið verði við stóru orðin. Framsókn heimti sinn milljarð í baráttunni við „sölumenn dauðans". Tilgangurinn er að sönnu göfug- ur: Viljum við ekki öll leysa fjöl- skyldur þessa lands undan áþján eiturlyfjafíknarinnar? Vernda ung- viðið? En það að ætla sér að eyða miklum peningum í eitthvað jafn- gildir ekki því að árangri verði náð og spurningin er einnig í hverju á að ná árangri? Væntanlega ætlar Framsóknarflokkurinn að stórefla eftirlit með innflutningi fíkniefna, girða af landið. Sjálfsagt ætlar hann líka að beita sér fyrir því að gengið verði markvisst fram í því að uppræta söluaðila eitursins og þyngja viðurlög við viðskiptum með allt slíkt. En mætti þá ekki fylgja með í kaupunum að við fengjum að vita meira um þessa „sölumenn dauðans"? Það var vissulega slá- andi að uppgötva mitt í fárinu sem þyrlað var upp í kringum Franklín Steiner að fjölmiðlar éta oftast bara upp fréttaskeyti lögreglunnnar um Kristján B. Jónasson Treystum böndin í dag koma út ný Evrópufrímerki og frímerki með villtum ætisveppum. FRlMERKJASA L A~N PœjJÍHŒL Fyrstadagsumslög fást stimptuð á pósthúsum um tand altt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasötunni. Vesturgötu 10a. Sími: 580 1050 Fax: 580 1059 Heimasíða: www.postur.is/postphil PÓSTURINN ÁRIÐ 1999 er til- einkað öldruðum og er lögð rík áhersla á að stuðla að þátttöku aldraðra á sem flest- um sviðum þjóðlífsins og efla samstöðu kyn- slóðanna. Með þetta í huga leitaði áætlunin Island án eiturlyfja til framkvæmdastjómar Árs aldraðra um sam- starf sem hefði það að leiðarljósi að virkja aldraða í baráttunni gegn vímuefnum. Meginmarkmið ís- lands án eiturlyfja er að virkja þjóðfélagið í heild í þessari baráttu og vildi verkefnisstjóm áætlunar- innar því hvetja eldri borgara til að leggja sitt af mörkum og fá þá til liðs við sig. Ákveðið var að í fyrsta samstarfs- verkefninu yrði áherslan lögð á þann sérstaka sess sem afar og ömmur skipa hjá börnum og hve mikið forvarnargildi það hefur að brúa bil kynslóðanna. Afar og ömmur gegna oft mikil- vægu hlutverki í lífi barnabarna sinna. Þau búa að reynslu og visku langrar ævi og gefa sér oft tíma til að hlusta og spjalla. Þess vegna myndast oft einstakt trúnaðarsam- band milli þeirra og barnabarn- anna, samband sem er í senn skemmtilegt og gjöfult. Á unglings- áranum vill þetta samband rofna, einmitt þegar hve mest þörf er fyrir það. Því er nauðsynlegt að treysta böndin þannig að hjá afa og ömmu geti unglingurinn leitað griðlands og stuðnings til farsælla lífs. I ljósi þessa var gefið út vegg- spjald þar sem afar og ömmur era hvött til að ræða við barnabörn sín um allt milli himins og jarðar og þannig treysta þau dýrmætu bönd sem era á milli þeirra og barna- barnanna. Veggspjaldinu hefur nú þegar verið dreift á félagsmiðstöðv- ar eldri borgara, heilsugæslustöðv- ar, heilbrigðisstofiianir og víðar. Gott samstarf tókst á milli ís- lands án eiturlyfja og framkvæmda- Margrét Erlendsdóttir Sa m sta rf s ve r kef n i * Ahersla er lögð á að stuðla að þátttöku aldr- aðra á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Hildur Björg- Hafstein og Margrét Erlends- dóttir segja hér frá samstarfsverkefni ----------------7------- áætlunarinnar Island án eiturlyfja og framkvæmdastj órnar Ars aldraðra. stjómar Árs aldraðra um þetta verkefni, enda menn á einu máli um nauðsyn þess að treysta og efla samskipti ungra og aldraðra. Hildur Björg Hafstein er verkefnis- stjóri áætlunarinnar Island án eitur- lyfja. Margrét Erlendsdóttir er fram- kvæmdastjóri framkvæmdastjómar um Ár aldraðra. Hildur Björg Hafstein Eiturlyf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.