Morgunblaðið - 20.05.1999, Side 31

Morgunblaðið - 20.05.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 31 ERLENT Fimm daga heimsókn Khatamis íransforseta til Sádi-Arabíu lokið Til marks um þíðu í samskipt- um landanna Jeddah, London. Reuters. MOHAMMAD Khatami, forsetl írans, lauk i gær fimm daga heim- sókn sinni til Sádi-Arabíu og hélt heim á leið en heimsóknin er sögð marka þáttaskil í samskiptum land- anna tveggja, sem eldað hafa grátt silfur saman allt frá byltingu bókstafstrúar- manna í fran árið 1979. Khatami og leiðtogar Sádí-Arabíu undirrit- uðu vináttusáttmála milli landanna tveggja áður en Khatami yfir- gaf Sádí-Arabíu í gær sem staðfestir þíðu í samskiptum landanna tveggja, og sem vonast er til að gefi um leið vonir um aukinn stöð- ugleika á Persaflóa- svæðinu. Sádi-Arabar eru sagðir meðvitaðir um að Khatami á sér marga óvildar- menn heima í íran, en þar eru bók- stafstrúarmenn fjölmennir, og flest- ir mótfalinir hófsamri stefnu Khata- mis. Því eru Sádar áfram um að styðja við bak Khatamis. Heimsókn Khatamis hófst form- lega í borginni Jeddah við Rauðahaf á laugardag og tók Fahd konungur á móti Khatami við hátíðlega at- höfn. Khatami hitti síðar Abdullah krónprins og aðra háttsetta emb- ættismenn og á mánudag heimsótti Khatami hinna heilögu borg, Mekka. Heimsókn hans er fyrsta heimsókn þjóðhöfðingja írans til Sádi-Arabíu frá 1979. Tvö áhrifamikil ríki íran og Sádi-Arabía eru einna áhrifamest af ríkjunum á Persaflóa, bæði í pólitísku tilliti, og því er við- kemur hinni umfangsmiklu olíu- framleiðslu á þessu svæði. Sam- skipti ríkjanna hafa mjög batnað frá því Khatami var kjörinn forseti Irans árið 1997 en fréttaskýrendur segja að Sádi-Arabar verði að fara varlega að styggja ekki vestræna bandamenn sína í tilraunum sínum til að bæta samskiptin við íran. Tækist Abdullah krónprins, sem stýrir Sádi-Arabíu í nafni Fahds konungs, að stuðla að bættum sam- sldptum írans og Bandaríkjanna yrði það mikil fjöður í hatt hans. Hann mun hafa borið það undir Banda- ríkjamenn, hvort þeir kærðu sig um að hann tæki að sér milligöngu um þessi mál, en svar stjórnvalda í Was- hington mun hafa verið neikvætt. Engu að slð- ur er Abdullah hrósað fyrir frumkvæðið. Samskipti írans og Sádi-Arabíu urðu verst árið 1987 þegar fjögur hundruð manns, sem flestir voni íranar, létust í átökum við öryggissveitir í Mekka en íranskir pflagrímar höfðu efnt til mótmæla gegn vestrænum áhrifum. Ayatollah Ruhollah Khomeini, erkiklerkur í íran, var á sínum tíma gjam á að fordæma sádi-arabísk stjórnvöld og kvaðst aldrei mundu fyrirgefa Fahd konungi fyrir blóð- baðið í Mekka. Gekk Khomeini svo langt að bölva Fahd í erfðaskrá sinni. Einnig þíða í samskiptum Bret- lands og Irans A þriðjudag var ennfremur greint frá því í London að bresk og írönsk stjórnvöld hygðust hefja fullt stjómmálasamband á nýjan leik en samskipti landanna versnuðu mjög fyrir tíu árum, eftir að Khomeini erkiklerkur dæmdi rithöfundinn Salman Rushdie til dauða fyrir bók hans Söngva Satans. Núverandi sendifulltrúi Bretlands í íran mun hér eftir hafa titilinn sendiherra, og hið sama mun gilda um fulltrúa írans í Bretlandi. Mohammad Khatami Með pakkanum færðu: • Ending rafhlöðu allt að 2 klst. í notkun og 50 klst. í biðstöðu • Upplýstur skjárfyrir 4linur með stöfum og táknum • Upplýstir takkar • Númerabirting ásamt nöfnum efnúmer er í minni • Endurvalsminnifyrir 20 siðustu númersem valin voru • Val um 9 hringitóna - GSM númer - talhólfsnúmer - 500 kr. inneign -1000 kr. aukainneign við skráningu GSEi' Dreifikerfi Símans nær til 95% landsmanna SIMINN Ármúli 27 • Kringlan • Landssímahúsið v/Austurvöll • Síminn Internet ísafjörður • Sauðárkrökur • Akureyri • Egilsstaðir • Selfoss • Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.