Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ >11 Kaup og kjör og konur Um hörmuleg kjör kennara, stóraukin áhrif kvenna íþjódfélaginu og„mikil- væga fólkið V'IÐ hæfi er að lofa nú- tímann og fagna sér- staklega fjölgun kvenna á þingi. Og jafnréttið lætur ekki staðar numið þar því útlit er fyr- ir að ráðskonum fjölgi í ríkis- stjórninni nýju. Svo virðist sem ekkert fái stöðvað sókn kvenna til meiri áhrifa á íslandi. Skyldu sjúkraliðarnir, kennar- arnir og gangastúlkur Islands fagna þessari þróun nú um stundir? Mega þessar stéttir bú- ast við því að ömurleg kjör þeirra batni nú þegar kynsystr- unum fjölgar á Alþingi og í sjálfri ríkisstjórninni? Ekki ef marka má reynsluna. Eða verður því með einhverju móti haldið fram að fjölgun kvenna í ráðandi stöðum í þjóð- félaginu hafi orðið til að bæta lífskjör lág- VIÐHORF launastétt- ___________ anna? Eftir Ásgeir Mikið rétt, Sverrisson stjómmála- menn ákveða ekki launin í landinu. Þeir geta hins vegar haft mótandi áhrif á kjörin og forgangsröðunina í þjóðfélaginu. Ef til vill má vísa til nýlegs dæmis í þessu viðfangi. Fyrr í mánuðinum birti kennaranemi einn, Héðinn Unnsteinsson, vandað lokaverkefni sitt er fjall- ar um þróun kjara kennara frá 1963 til 1998.1 ljós kom að kjör þessarar stéttar höfðu staðið í stað og raunar heldur rýmað ef miðað er við framreiknuð laun samkvæmt launavísitölu. A sama tíma jókst kaupmáttur stjóm- málamanna á Alþingi um rúm- lega 130%. Kemur einhverjum á óvart að konum fjölgaði gífurlega í kenn- arastétt á þessu tímabili? Árið 1963 var ríflega þriðjungur kennara konur. Nú lætur nærri að 74% kennara séu konur. Kennarar em sumsé dæmi um stétt sem mátt hefur þola stöðn- un og jafnvel rýmun kjara á sama tíma og konum hefur fjölg- að stórlega innan hennar. Þetta hefur gerst á sama tíma og kon- ur hafa rutt sér leið til stórauk- inna áhrifa á íslandi m.a. á stjómmálasviðinu. Um orsakasamhengið verður ekkert fullyrt en niðurstaðan hlýtur að teljast stórmerkileg. Stjórnmálamenn hafa ítrekað sameinast í grátkór vegna kjara sinna og nú hafa þau verið bætt eina ferðina enn. Líkt og al- kunna er úrskurðaði svonefndur „kjaradómur“ á dögunum að stjórnmála- og embættismanna- stéttinni bæri allt að 30% hækk- un launa. Sá makalausi gjörn- ingur var réttlættur með mis- jafnlega frumlegum röksemda- færslum og veitti ekki af því al- menningur var tekinn að taka stöðugleikatalið endalausa trú- anlegt. Á sama tíma upplýsti Pétur Blöndal alþingismaður að 80% af dagpeningum þingmanna væm að öllu jöfnu afgangs þegar kostnaður vegna ferðalaga hefði verið greiddur. Sagði Pétur Blöndal að hann hefði jafnan „60 til 70 þúsund krónur í vasanum" þegar hann kæmi heim úr „nokkurra daga ferð.“ Ekki varð þess vart að konur sem valdar hafa verið til setu á Alþingi teldu við hæfi að and- mæla fráleitum úrskurði kjara- dóms. Raunar kaus stjórnmála- stéttin upp til hópa að þegja eða lýsa yfir algjöru áhrifaleysi sínu í þessu máli. Verkalýðsforingjar láglauna- stéttanna höfðu í frammi lágvær og andlaus mótmæli enda eru þeir önnum kafnir við að halda ,;sínu fólki“ innan vébanda sinna. I flestum öðmm ríkjum hefði verið efnt til útifunda og mót- mæla en á Islandi megna menn einna helst að hringja í kvart- anaþætti ljósvakamiðla til að andæfa þegar valdastéttin teygir fram lúkuna. Ekkert heyrðist í framtíðar- leiðtoganum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Borgarstjórinn í Reykjavík stendur enda í stríði við konumar sem kenna í grann- skólunum en þær flýja nú unn- vörpum þau störf sem þær hafa menntað sig til að sinna sökum þeirrar fyrirlitningar er birtist í hraklegum kjömm þeirra. Ef rétt er munað hóf Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir pólitískan feril sinn sem sérstakur málsvari kvenna í nafni jafnréttis og fé- iagshyggju. Konurnar í kennarastéttinni em sýnilega, alveg eins og hinir láglaunaþrælarnir, ekki nógu merkilegt fólk. I úrskurði kjara- dóms er nefnilega sérstaklega tekið fram að þiggjendur launa- hækkananna vinni svo „mikil- væg störf ‘ í samfélaginu. Hvernig má þetta annars vera? Getur verið að konumar sem komist hafa til áhrifa í stjómmálaflokkunum og teljast nú í hópi „hinna mikilvægu" í þjóðfélaginu séu alls ekki að berjast í nafni jafnréttis þegar upp er staðið? Getur verið að tal þeirra síðustu árin um rýran hlut kvenna í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu mótist ekki af jafn- réttishugsjón heldur persónuleg- um metnaði og valdafíkn? Hverjir verða þá til að halda uppi vömum fyrir konurnar í láglaunastéttunum? Ekki verka- lýðsforkólfarnir, þeir hafa nú þegar dæmt sig úr leik. Ekki stjómmálamennirnir, þeim er sýnilega meira umhugað um kjör sín en lágtaxtalýðinn sem um hver mánaðamót er minntur á hvernig störf hans eru metin á Islandi. Og varla horfa menn til borgarstjórans í Reykjavík þótt hann sé loks tekinn að átta sig á alvöra málsins og hafi á miðviku- dag kynnt nýja tillögu til lausnar kjaradeilu kennara sem vart verður talin viðunandi. Borgar- stjórinn telur enda meira áríð- andi að verja tæpum 300 milljón- um króna af almannafé til að efna til hátíðarhalda í nafni menningarinnar en t.a.m. að koma til móts við réttmætar kröfur kennara og greiða þeim sem annast uppfræðslu ungviðis- ins í Reykjavík laun í einhverju samræmi við menntun, síaukið álag og síaukna ábyrgð. Svo kvarta menn undan því að skýra forgangsröðun sé ekki að finna í íslenskum stjómmálum. Ganga má að því sem vísu að þeim konum á eftir að fjölga, sem í krafti hárra embætta sinna lýsa yfir því hversu mikii- væg störf sjúkraliðar, kennarar, gangastúlkur, leikskólakennarar og aðrar láglaunastéttir kvenna vinna í samfélaginu. Þau orð munu faila við hátíð- leg tækifæri enda veit „mikil- væga fólkið“ betur. ■ fflBYLMSWfi 22 ■ 202 tómoow HÚUJMJOWH . . iNtSSÁwj PATROL Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir MANNFÓLKIÐ fékk líka sína tamningu á námskeiðinu. Hér er John að láta einn þátttakandann gera ýmsar kúnstir bara með því að þrýsta tómri kókflösku á hann. Sfðan var honum umbunað þegar hann gerði rétt með því að létta af honum þrýstingnum. Kúreki kennir íslensk- um tamningamönnum Einhvern tíma hefði það þótt fjarstæða að ---------------------7--------------------- ekta kúreki kæmi til Islands til að kenna ís- lenskum tamningamönnum. En þetta gerð- ist þó fyrir skömmu þegar John Moore tamninga- og tónlistarmaður frá Colorado hélt námskeið á vegum Félags tamninga- manna í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Asdís Haraldsdóttir fylgdist með um stund. JOHN Moore er einn af þeim sem boða svokallaðar náttúmlegar tamningaaðferðir (Natural Hor- semanship). Hann er ekki einn af þeim alfrægustu í greininni, en hef- ur þó stundað kennslu á þessu sviði í 10 ár. Hann sagði í samtali við blaðamann að hann hefði alist upp við þessar tamningaaðferðir hjá föður sínum en þar til fyrir 10 ár- um hafi hann unnið sem tónlistar- maður. Smám saman hafi meiri tími farið í kennslu og hefur hann ferðast víða í því skyni. John kynntist íslenskum hestum fyrst í Svíþjóð þar sem hann hefur haldið fjölda námskeiða. Hann sagði að honum fyndust hestamir sem væri á þessu námskeiði öðra- vísi og mun næmari en þeir sem hann kynntist í Svíþjóð. Hann sagðist hafa heyrt að Islendingar gerðu lítið af því að umgangast hrossin fyrr en þau væra á fjórða vetri. Þegar hann var spurður hvað honum fyndist um það sagði hann að kannski ætti að fara milliveginn. Þó þyrfti alltaf að passa að missa ekki þennan næmleika. Þátttakendur í námskeiðinu vora flestir með tamda hesta. Einn fékk þó lánaðan hest sérstaklega á nám- skeiðið því hann þótti mjög erfiður. Þegar kom að því að fara á bak fékk hann annan til að halda í hest- inn og ætlaði að stíga á bak. Hest- urinn var ekki alveg tilbúinn og stökk upp í loft. Þegar John Moore sá þetta sagðist sjálfur mundi gera þetta öðru vísi. Hann fékk hestinn lánaðan og stóð fyrst lengi bara við hlið hans. Síðan lyfti hann fætinum nokkrum sinnum eins og hann ætl- aði að fara að stíga í ístaðið. Þá steig hann í ístaðið nokkrum sinn- um og fór svo á bak. Hann lagði áherslu á að hafa annan tauminn það stuttan að hesturinn gæti ekki tekið á rás fram fram á við. Styrkur til rannsókna á sumarexemi afþakkaður YFIRDÝRALÆKNIR hefur af- þakkað styrk frá Framleiðnisjóði sem ætlaður var til rannsóknar- verkefnis um þróun á næmisprófi fyrir sumarexemi í íslenskum hross- um. Rannsóknin átti að vera sam- starfsverkefni yfirdýralæknisemb- ættisins, Tilraunastöðvarinnar á Keldum, Félags hrossabænda og ónæmisdeildar Dýralæknaháskól- ans í Hannover. Að sögn Sigríðar Bjömsdóttur dýralæknis hrossasjúkdóma náðist ekki að tryggja faglegt samstarf á milli landanna, sem er nauðsynlegt til að verkefnið komi íslenskri hrossarækt að gagni. Ekki náðist heldur samkomulag um skiptingu styrksins þrátt fyrir að aðeins væri gert ráð fyrir að um 15% af styrkupphæðinni rynni til íslensku aðilanna. Grundvöllur fyrir sam- starfinu var því brostinn. Eftir sem áður segir Sigríður að mikill áhugi sé hjá íslenskum vís- indamönnum að takast á við rann- sóknir á sumarexemi og fyrir liggur samþykkt aðalfundar Félags hrossabænda um að öfiugu sam- starfsverkefni á þessu sviði verði komið á. Því hefur nú verið haft samband við nokkrar erlendar rannsóknastofnanir sem eru að fást við sumarexem til að kanna mögu- leika á samstarfi. Lögð verður meg- in áhersla á verkefni sem leitt gætu til fyrirbyggjandi aðgerða svo sem bólusetningar eða lækninga en grunnurinn að því liggur í einangr- un ofnæmisvakans í munnvatni mýflugunnar sem talin er valda sjúkdómnum. Sigríður hefur stjórnað annarri rannsókn á sumarexemi sem felst í að greina samspil erfða og um- hverfis á tíðni sjúkdómsins. Rann- sóknin er m.a. unnin í samvinnu við rannsóknarstofu í erfðafræði við Animal Health Trust í Newmarket á Englandi. Fyrstu niðurstöður þeirrar rannsóknar benda til að næmi fyrir sumarexemi sé mjög al- gengt en tíðni sjúkdómsins ráðist að verulegu leyti af umhverfisað- stæðum erlendis. Við verstu um- hverfisaðstæður, til dæmis á rök- um og lygnum stöðum þar sem hrossin eru ekkert varin fyrir flug- unni, er tíðnin mjög há. En þar sem betur hagar til frá náttúrunn- ar hendi og þar sem hrossin kom- ast í skugga á meðan flugan er virkust, virðist sjúkdómurinn ekki mikið vandamál. Sigríður telur mikilvægt að koma upplýsingum um þetta sem fyrst tii eigenda íslenskra hrossa erlendis og hefja átak í bættum aðbúnaði á svæðum þar sem mikið er um flug- una. Félag hrossabænda vinnur nú að gerð bæklings um varnir gegn sum- arexemi sem byrjað verður að dreifa á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í sumar. Stjórn Framleiðnisjóðs hefur ekki komið saman eftir að styrkur- inn var afþakkaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.