Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vorið vantar en bjartsýni til stað ar hjá bændum Morgunblaðið/Rristinn Símaskrá verður mold VORIÐ á Norðurlandi hefur verið einkar hart að þessu sinni og komið illa niður á sauðfjárbændum. Enn er fé víða á gjöf í nyrstu byggðum þó komið sé fram í júníbyrjun. íris Jónsdóttir á Þrasastöðum í Fljótum segir að veturinn og vorið í ár sé með versta móti. Hún segir að snjórinn hafí verið álíka mikill árið 1995 en þá hafi heyfengur verið mun meiri, en síðastliðið sumar var einkar slæmt á þessu svæði. Á Þrasastöðum er þó enn til nóg hey en samt hafa þau keypt eitt- hvað síðustu daga og segir íris að flestir í Fljótunum séu í sömu stöðu. Þrátt fyrir að hægt sé orðið að láta fé út á snjólausa bletti þá sé því enn gefin full gjöf því gróður er lítið kominn af stað sökum kulda. Ekki er þó allt fengið með minni snjó því í Vestur-Fljótunum er held- ur minni snjór en þar er hætta á kali afar mikil. íris, sem fiutti í Fljótin af Suður- landi fyrir 16 árum, segir að sér ÓFÁAR kynslóðir barna hafa gróðursett í skólagörðum borg- arinnar og uppskorið grænmeti og annað góðmeti. Þau öðlast viss tengsl við Iandið með þessari iðju, fá holla útiveru og sjá einnig afrakstur erfiðis síns. Dauður kött- ur fannst í þurrkara í FYRRINÓTT var lögreglan í Reykjavík kölluð að fjölbýlis- húsi í Hraunbæ, þar sem íbúi í húsinu hafði komið að heimil- isketti sínum dauðum í þurrkara í sameiginlegu þvottahúsi hússins. Málið er í rannsókn lögregl- unnar en ekki hefur verið staðfest hvort dýrið hafi verið drepið með því að stinga því lifandi inn í þurrkarann og hann settur af stað, eða dýrinu verið fleygt dauðu inn í þurrkarann. finnist sem vorið vanti á þessum slóðum, veturinn ríki allt þar til sumarið taki við._ Þrátt fyrir rysj- ótta tíð þá tapar íris ekki bjartsýn- inni enda segir hún snjóinn ekkert fara fyrr þó hún sé svartsýn. Fé er enn á gjöf Á Grýtubakka II við Grenivík er ástandið heldur skárra enda eru þar tún orðin auð að mestu þrátt fyrir mikinn snjó í fjöllum. Að sögn Júlíönu Kauertz fór mikið af snjónum í upphafi mánaðarins en kuldatíð að undanfomu hafi gert það að verkum að gróður hefur staðið í stað. Þess vegna sé fénu enn gefið úti við en hún telur heyfeng nógan þótt aðeins tíminn geti leitt það í ljós. Á Víkingavatni II á Tjörnesi hef- ur sauðburður gengið sæmilega og gott hljóð var í Auði Lámsdóttur húsfreyju þrátt fýrir kalt vor. Gróð- urinn kemur afar hægt og þar sem á hinum bæjunum tveimur er fénu enn gefið þótt ekki sé það full gjöf. Ekki hefur viðrað sérlega vel á krakkana í skólagörðunum þetta vor og í upphafí sumars, en væt- an þykir góð fyrir gróðurinn og vonandi skín sólin fyrr en varir á þessa smáu en knáu garðyrkju- menn. IÐGJÖLD ökutækjatrygginga hjá Tryggingamiðstöðinni hækka nú í vikunni um 32 til 36% af algengustu tegundum einkabifreiða. Að meðal- tali er um allt að 35% hækkun að ræða, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Gunnari Felixsyni, for- stjóra TM. Þetta eru lítið eitt minni hækkan- ir en önnur stór tryggingafélög hafa ákveðið nú um mánaðamótin. Þar er LANDSSÍMINN hefur mælst til þess að viðskiptavinir skili gömlu sfmaskránni inn um Ieið og þeir ná í nýja. Er það vegna þess að fyrirtækið er aðili að verkefninu Skil 21, sem hefur það að mark- miði að endurvinna úrgang af líf- rænum uppruna og skila honum í hringrás náttúrunnar. Landssím- inn áætlar að a.m.k. þriðjungur viðskiptavina, sem koma til að um að ræða 35 til 40% hækkun af algengum einkabílum. Hækkunin á gjaldskrá TM stafar ekki eingöngu af auknum kostnaði vegna breyting- arinnar sem gerð var á skaðabóta- lögunum í vor, skv. upplýsingum Gunnars. Samkvæmt útreikningum sérfræðings IVyggingamiðstöðvar- innar hafa nýju skaðabótalögin það í för með sér að útgjaldaauki vegna tjóns af völdum slysa verður um sækja nýja simaskrá, hafí skiiað þeirri gömlu. Alexander Feykir Heiðarsson var að henda gamalli skrá í gám við Landssímahúsið þegar ljósmyndarann bar að en alls fóru um 500 tonn af pappír í símaskrána í fyrra og ef þriðj- ungur gömlu skránna skilar sér munu 150 tonn af pappír fara í jarðgerð og síðar uppgræðslu lands. 38%. Það veldur því að nauðsynlegt reynist að hækka iðgjöld bifreiða- trj'gginga um allt að 25%. Um þriðj- ungur hækkunarinnar er hins vegar til kominn vegna launaþróunar og afkomu greinarinnai- í heild. Að sögn Gunnars eru þessar töl- ur byggðar á útreikningum Ragn- ars Þ. Ragnarssonar stærðfræðings á uppgerðum tjónum hjá Trygg- ingamiðstöðinni á ákveðnu tímabili. Alþingi kemur saman 8. júní Ráðgert að það standi yfir í níu daga STEFNT er að því að nýtt þing, 124. löggjafarþing, komi saman í Al- þingishúsinu hinn 8. júní nk. kl. 13.30. Reiknað er með því að Davíð Oddsson forsætisráðherra flytji stefnuræðu sína sama dag og að umræður um hana fari fram um kvöldið. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi er miðað við að 124. lög- gjafarþing standi yfir í níu til tíu daga og er eitt helsta verkefni þess að afgreiða stjórnarskrárbreytingar sem fela í sér nýja kjördæmaskipan landsins. Þá er ráðgert að kjósa for- seta Alþingis til næstu fjögurra ára og sömuleiðis að kjósa fulltrúa í fastanefndir Alþingis. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, setur þingið en áður flytur biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson, nokkur bless- unarorð í þingsalnum. Engin guðs- þjónusta verður haldin í Dómkirkj- unni fyi'ir þingsetningu eins og venja hefur verið frá endurreisn Al- þingis árið 1845 þar sem unnið er að gagngerum endurbótum á kirkj- unni. Eftir ávarp forseta Islands tekur aldursforseti, sá sem lengsta þingsetu hefur að baki, við stjórn fundarins þar til forseti Alþingis hefur verið kjörinn. Páll Pétursson félagsmálaráðherra er starfsaldurs- forseti þingsins að þessu sinni, en þar sem hann er að ná sér eftir upp- skurð, mun Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra stýra fundinum. Halldór er sá þingmaður sem hefur næstlengsta þingsetu að baki. Reiknað er með því að 124. lög- gjafarþingi ljúki í kringum 16. júní nk. og að 125. löggjafarþing komi saman hinn 1. október nk. Orkuveita Reykjavíkur Rafmagn og hiti hækka STJÓRN Veitustofnana Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að hækka frá og með 1. júlí gjaldskrá rafmagns um 3% og gjaldskrá hita um 4,6%. í frétt frá Orkuveitunni seg- ir að hækkun gjaldskrár raf- magns skýrist af nýlegri hækk- un Landsvirkjunar og almenn- um kostnaðarhækkunum. „Verð á heitu vatni hefur verið óbreytt síðastliðin 3 ár. Á sama tíma hefur vísitala neysluvöru hækkað um 6%,“ segir í frétt Orkuveitunnar. Þrír fluttir á slysadeild ÞRÍR voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Hallsvegar og Strandvegar í Graf- arvogi rétt fyrir klukkan 13 í gær. Ökumenn beggja bifreiðanna og einn farþegi sem fluttir vora á slysaseild voru allir í bílbeltum. Tildrög slyssins era ekki ljós, en bifreiðamar vora óökufærar á eftir svo að draga varð þær á brott með kranabifreiðum. Á meðan lögreglan og sjúkralið athafnaði sig á vettvangi urðu tals- verðar tafir á umferð við slysstað. Eignalífeyrisbók Búnaðarbankans- -WBÍ0&Í-' Eignalífeyrisbók Búnaðarbankans er óbundinn reikningur með 7,75% vöxtum. Þú getur sameinað sparifé þitt á reikninginn, notið hárra vaxta og haft greiðan aðgang að sparnaðinum hvenær sem er. Fáðu nánari upplýsingar í útibúum bankans. Veffang Búnaðarbankans er www.bi.is $)HÚNÁÐAKBANKÍNN íhtmtitf Imitlti Fyrir 65 ára og eldri Morgunblaðið/Kristinn Grafið í skólagarði Tryggingamiðstöðin hf. 32 til 36% hækkun vegna algengustu einkabila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.