Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 41
40 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 41 IMtripinMnM!* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁLYERí ÍSLENZKRI EIGU? IUMRÆÐUM um byggingu hugsanlegs álvers á Reyðarfirði á undanförnum mánuðum og misserum hefur það verkefni jafn- an verið kynnt á þann hátt, að um væri að ræða álver, sem norska stórfyrirtækið Norsk Hydro kynni að hafa áhuga á að byggja hér. Nú er komið í ljós, að svo er ekki. Viðræðurnar við Norsk Hydro, sem lítið hefur verið sagt frá fram til þessa hafa bersýnilega snúizt um, að Islendingar byggi sjálfir álver á Reyð- arfírði með hlutafjáreign Norsk Hydro upp á 20-25%. Það er satt að segja erfitt að skilja, hvers vegna þetta hefur ekki verið upplýst fyrr, en Morgunblaðið fékk það staðfest í gær, að um ís- lenzkt álver væri að ræða, sem íslenzkir aðilar mundu eiga að langmestu leyti. Við Islendingar höfum misjafna reynslu af því að eiga meiri- hluta í stóriðjufyrirtæki. Þegar samningar voru gerðir um álver- ið í Straumsvík íýrir tæpum fjörutíu árum voru þeir samningar gagmýndir á þeirri forsendu m.a., að verið væri að hleypa er- lendu stórfyrirtæki inn í landið. Það var Magnús heitinn Kjart- ansson, iðnaðarráðherra á árunum 1971-1974, sem markaði þá stefnu, að Islendingar skyldu eiga meirihluta í Jámblendiverk- smiðjunni, enda átti hann erfitt með að beita sér fyrir byggingu stóriðjufyi-irtækis eftir að hafa haft forystu um harkalega gagn- rýni á byggingu álversins í Straumsvík á sínum tíma. Reynslan af því að eiga meirihluta í Járnblendiverksmiðjunni var hins vegar slík, að ekki var áhugi á að endurtaka þá aðferð í næstu tvo áratugi þar til nú, að það er upplýst að álverið á Reyð- arfirði eigi að vera í íslenzkri eigu en ekki norskt. Astæðan er einfaldlega sú, að Jámblendiverksmiðjan var hvað eftir annað að komast í þrot vegna aðstæðna á heimsmörkuðum og grípa þurfti til margvíslegra aðgerða til þess að bjarga fyrirtækinu. Hafa þeh’ reikningar nokkurn tíma verið gerðir upp? Er hægt að upplýsa það nú, hvað íslenzkir skattgreiðendur hafa tapað mikið á þeirri meirihlutaeign í Jámblendiverksmiðjunni, sem vinstri menn gerðu kröfu um á sínum tíma vegna þess, að þeir vom haldnir sérstakri fælni gagnvart erlendri fjárfestingu? Nú hefur auðvitað margt breytzt frá því ákvarðanir vom teknar um byggingu Jámblendiverksmiðjunnar. Meira fjár- magn er til í landinu. Meiri þekking á fjármögnun stórfram- kvæmda og meiri stjómunarþekking en áður. Það sem hefur hins vegar ekki breytzt er, að áliðnaður er afar áhættusöm at- vinnugrein. A undanförnum ámm hafa stærstu álfyrirtæki heims lokað hverju álverinu á fætur öðm vegna þess, að álverð hefur lækkað verulega í stað þess, að fyrir nokkrum misserum vai- gert ráð fyrir því að það mundi halda áfram að hækka. Gjör- breyttar aðstæður á heimsmörkuðum hafa valdið þessari óvæntu þróun. Linnulaus leit sendimanna íslenzkra stjómvalda í áratugi að aðila, sem væri tilbúinn til að leggja fjánnuni í slíkt áhættufyrirtæki bar engan árangur fyrr en Kenneth Peterson hafði sjálfur fmmkvæði að því að taka upp viðræður við íslenzk stjórnvöld. Þrátt fyrir þetta er engin ástæða til að útiloka þá hugmynd, að við íslendingar byggjum álver í eigin landi. Spurning er hins vegar, hvort það er skynsamlegt að taka þá miklu áhættu sem fólgin er í því að eiga mikinn meirihluta í slíku álveri. Þegar und- irbúningur hófst að byggingu álvers Norðuráls á Gmndartanga höfðu forráðamenn þess fyrirtækis áhuga á að fá íslenzka fjár- festa með sér í þá framkvæmd. Ekki reyndist áhugi á því hér á þeim tíma. Nú er hins vegar Ijóst, að álverið á Gmndartanga hefur verið byggt af mikilli útsjónarsemi og hagsýni enda af- staða forráðamanna þess til verkefnisins óvenjuleg en til eftir- breytni. Það er auðvitað ljóst, að álveri á Reyðarfirði fylgir virkjun á Austurlandi og íyrirsjáanlegt er, að harðar deilur munu standa um slíka virkjun. En hvað sem því líður hefði farið betur á því, að mun fyrr hefði verið skýrt frá því, að Norsk Hydro hefur ekki hugsað sér að vera aðaleigandi í nýju álveri á Austurlandi held- ur minnihlutaaðili. Það setur þetta mál allt í nýtt ljós og kallar á sérstakar umræður um það, hvort skynsamlegt sé, að Islending- ar verði svo stórir eignaraðilar. Ut af fyrir sig má segja, að ef stór fjárfestingarfyrirtæki í einkaeigu hyggjast taka þar forystu komi það ekki öðrum við en hluthöfum í þeim. Öðm máli gegnir ef hugmyndin er sú, að lífeyrissjóðir komi þar mest við sögu. Þeir hljóta að meta áhættuna frá öðm sjónarhorni en einkafyrir- tækin. Og eiga þeir þá að hafa forystu um uppbyggingu álvers- ins og rekstur þess? Eða á Norsk Hydro að sjá um þann þátt málsins en lífeyrissjóðimir að leggja fram peningana? Vel má vera, að það sé hyggilegra fyrir okkur Islendinga að feta okkur í áföngum inn í þessa atvinnugrein og í stað þess að gerast aðalhluthafar í nýju álveri og taka þar með á okkur meg- inábyrgð á rekstrinum yrðum við með minnihlutaeign í nýju ál- veri en notuðum þá aðstöðu til þess að kynnast áliðnaðinum og starfsemi fyrirtækja af þessu tagi. Ef Norsk Hydro er ekki til- búið til þess að taka þátt í byggingu álvers hér á þeim forsend- um er spurning, hvort aðrir erlendir aðilar hefðu áhuga á því. Hefði verið farsælla að hlýða meira á og styðja serbneska stjórnarandstæðinga og lýðræðissinna VIÐ Raoul Wallenberg mannrétt- indastofnunina eru saman komnir stúdentar víða að úr heiminum og hefur sitt sýnst hverjum þar sem við hafa blasað á báða bóga brot á grundvallarreglum alþjóðaréttar og umdeilanlegt hvað gera skyldi hvemig sem á málið er litið. í átökum þjóðanna í gömlu Júgóslavíu á undanfórnum árum höfum við séð lifandi dæmi um þróun alþjóða- réttar sem svo mjög er háð breytni ríkja og sögulegri framvindu og jafhframt mikilvægi þess að tryggja réttindi þjóðernisminnihluta, sem víða um heim eiga í vök að verjast og berjast oft blóðugri baráttu fyrir til- verurétti sínum. Okkur þótti því mikill fengur að þeim góðu gestum, sem undanfarna daga hafa verið hjá stofnuninni til að fjalla um réttindi minnihlutahópa, en nokkrir þeirra, kunnir sérfræðingar á því sviði, héldu fyrirlestra íyrir okkur um ýmsa þætti þess. Einn þeÚTa var fræði- maður frá Belgrad, prófessor Vojin Dimitrijevic, sem meðal annars skýrði sögulegan og pólitískan bak- grunn atburðanna í Kosovo og ræddi þá frá sjónar- homi serbneskra stjómarandstæðinga. Vojin Dimitrijevic var áður gestaprófessor við Ra- oul Wallenberg stofnunina um tveggja ára skeið. Hann er forstöðumaður mannréttindastofnunar í Belgrad, sem hann stofnaði fyrir tuttugu áram, sat tólf ár í Mannréttindanefndinni (The Human Rights Committee) sem starfar á grandvelli alþjóðasamn- ingsins - samnings Sameinuðu þjóðanna - um borg- araleg og stjómmálaleg réttindi og hann hefur um árabil verið í forystu eins af stjómarandstöðuflokkun- um í Júgóslavíu. Þar sem lítið hefur farið fyrir sjónar- miðum serbneski’a stjómarandstæðinga í fréttafár- inu að undanfomu fór ég þess á leit við hann, að höfðu samráði við Morgunblaðið, að hann segði íslenskum lesendum undan og ofan af sjónarmiðum sínum og af- stöðu til þess sem gerst hefur í heimalandi hans að undanfómu. „Ég hef verið kennari við lagadeild háskólans í Belgrad síðan 1960,“ sagði Dimitrijevic, þegar ég innti hann efth’ aðdraganda þess að hann var rekinn frá háskólanum, „fór þar upp eftir metorðastiganum þar til ég varð prófessor í alþjóðarétti og alþjóðsam- skiptum enda þótt ég væri ekki beinlínis í riáðinni þar sem ég var ekki í kommúnistaflokknum. I apríl 1998 vora sett ný lög um starfsemi háskólans, sem sviptu hann sjálfstjóm og seldu hann alfarið i hendur stjóm- valda. Ég beitti mér gegn þessu og fór í verkfall ásamt sextán öðram prófessoram lagadeildar með þeim afleiðingum að við voram ýmist reknir eða beitt> ir öðram refsiaðgerðum. Það hafði sjálfsagt líka áhrif að ég hef verið opinskátt í stjómandstöðu áram sam- an, var fyrst formaður flokks sem nefndist „Umbóta- flokkurinn“ og hef að undanfórnu verið í forystu stjómmálasamtaka sem nefnast Borgarabandalag Serbíu (The Civic Alliance of Serbia). Það hefur sætt stöðugum árásum úr öllum áttum því að allir, sem hafa haldið fram vestrænum hugmyndum um lýðræði og mannréttindi, era stimplaðir sem svikarar og land- ráðamenn. Til þess að skilja það sem gerst hefur í Kosovo er nauðsynlegt að h'ta til hins sögulega og pólitíska bak- sviðs en það verður ekki skýrt í stuttu máli né skýrir það til fulls átökin á Balkanskaga. Þau era feikn flók- in og verður hér aðeins drepið á örfá atriði. Rétt er að hafa í huga, að Evrópuríkin hafa haft mismunandi af stöðu til svokallaðra þjóðemislegra minnihlutahópa. í Frakklandi hefur til dæmis sá skilningur ríkt allt frá því í frönsku byltingunni, að það að vera franskur sé hið sama og að vera franskur ríkisborgari, þessvegna hafa Frakkar verið tregir til að viðurkenna að þar væra til þjóðernisminnihlutar. Þjóðverjar hafa hins- vegar lagt áherslu á hugtakið „þjóð“ - hugtak sem hefur þó aldrei verið skilgreint lögfræðilega - en byggist einkum á sameiginlegri sögu, tungu og menn- ingu. Hitler kynti á sínum tíma mjög undir þjóðemis- tilfinningu þýsku minnihlutanna í nágrannaríkjunum og notaði þá sem einskonar fímmtu herdeildir til að undirbúa valdatöku nasista. Þjóðimar á Balkanskaga hafa aðhyllst þessar þýsku hugmyndir og þjóðemis- tilfínning er þar sterk. Sagan gegnir þar sterkara hlutverki en víða annars staðar og hefur mótað mjög hugsunarhátt íbúanna og á þá strengi hafa margir stjómmálamenn spilað, ekki síst Slobodan Milosevic. Serbar líta á Kosovo sem miðstöð sögu miðaldarík- is þeirra þvi þar era mörg minnismerki og klaustur írá tímum serbneska konungdæmisins, sem vai’ við lýði í nokkrar aldir þar til það var innlimað í ottoman- heimsveldið á 14. öld. Tyrknesk menning, tunga og trúarbrögð vora þá innleidd. Serbar, sem ekki vildu við taka hörfuðu frá Kosovo til að styrkja stöðu sína í Serbíu en Albanar sem bjuggu í fjöllunum milli Kosovo og Albaníu (sem varð sjálfstætt ríki 1913) fylltu þau skörð sem Serbar skildu eff ir og komust smám saman í meirihluta. Krafa Albana til Kosovo byggist á því að þeir hafi þar meirihluta, en krafa Serba byggist á sögulegum forsendum. Eftir valdatöku kommúnista í Jú- góslavíu vora Albanar viðurkenndii- .............. sem þjóðemisminnihluti og fengu fljótlega ýmis rétU indi sem slíkur. Kosovo varð síðar sjálfstjórnarsvæði í Serbíu en þá þegar voru uppi kröfur um fullt sjálf- stæði eða sameiningu við Albaníu. Aibanskii- komm- únistar fengu tögl og hagldir í stjórnkerfmu og þá töldu serbneskir íbúar sig órétti beitta. Það er Ijóst af því sem ég hef séð um sögu þessara þjóða bæði fyir og síðar, að á ýmsu hefur gengið þeirra í milh og má vel skilja að bæði Albanar og Serbar telji sig eiga hver öðram grátt að gjalda. Eftir að Milosevic komst KOSOVO-ALBANAR í flóttamannabúðunum í Makedóníu. Talsmenn vestrænna viðhorfa vonsviknir Óttast að mála- miðlun muni skilja okkur eftir með landið í rúst, óbreytt stjórnarfar og Milosevic áfram á toppnum. til valda var Kosovo svipt sjálfstjóm, albanskir kommúnistai’ reknir úr stjómkerfínu, frá dómstólun- um, háskólanum og öðram stofnunum. Þeir bragðust við með því að setja upp eigið stjómkerfi og stofna eigin skóla, sjúkrahús, fjölmiðla og ýmsar þjónustu- stofnanir, jafnvel eigið skattheimtukerfi. Þetta leiddi til nær algers aðskilnaðar þjóðai’brotanna en var látið til þess að gera óáreitt þai’ til vorið 1996 að albanski frelsisherinn fór að láta til sín taka svo um munaði. Samkomulag var gert þá um haustið milli Milosevic og leiðtoga lýðræðissinnaðra Albana, dr. Ibrahims Rugova, um verkaskiptingu milli kerfanna en það kom aldrei til framkvæmda og þegar kom fram á árið 1998 urðu átökin milli Kosovo-hersins og stjórnar- hersins taumlaus." Þú veist en vilt ekki vita „Milosovic komst til valda með því að spila á þjóð- emiskennd Serba,“ segir Dimitrijevie, „hann lofaði þeim því að ná frá Albönum hinum sögufrægu svæð- um í Kosovo. Gleymum því ekki að þá var Kosovo ennþá flokksrekið svæði þótt undir stjórn Albana væri og þegar Milosevic hófst handa um að hrekja þá úr embættum myndaðist tóm í stjómkerfinu, sem reynt var að leysa með lögregluvaldi gegn vaxandi andstöðu og uppreisn. Stefnan varð sú að serbnesk yfirráð skyldu koma í stað albanskra yfirráða og hefndarhugurinn, sem af átökunum leiddi, varð á ____________ báða bóga sterkari hverskonai’ hug- myndum um umburðarlyndi og sam- vinnu. Öfgamenn í Kosovo urðu æ öfl- ugri og skæruaðgerðir fóra vaxandi sem var aftm’ svarað með enn meira of- beldi.“ - Við höfum heyrt sagt hér, að einn af sendimönnum Bandaríkjastjórnar hafi opinberlega kallað albanska frels- isherinn hryðjuverkamenn og það hafi Milosevic notað sér til að ganga milli bols og höfuðs á þeim. „Það er rétt að albanski frelsisherinn fór að stunda hryðjuverkastarfsemi - spurning er vitaskuld hvernig á að skilgreina það fyrirbæri. Alla jafna held ég menn séu þó sammála um að það flokkist undir skærahem- að þegar farið er að ráðast á lögreglustöðvar, stjóm- arbyggingar og opinbera starfsmenn og hvaða stjóm sem er tekur hart á slíku. Oft tekur hryðjuverkastarf- semi á sig skelfilegar myndfr eins og við höfum séð á Norður-Irlandi og víðar og hún hefur líka þau áhrif Loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu og aðdrag- andi þeirra hafa eðlilega valdið miklum og oft heitum um- ræðum meðal nemenda við Raoul Wallenberg mannrétt- indastofnunina í Lundi þar sem Margrét Heinreksdóttir hefur í vetur stundað meistaranám í alþjóðarétti með sér- stakri áherslu á alþjóðlega mannréttinda- og mannúðarlög- gjöf. Hún ræddi við Vojin Dimitrijevic, fyrrverandi _______prófessor frá Belgrad, stjórnarandstæðing og_____ sérfræðing í alþjóðlegum mannréttindalögum. að loka fyrfr friðsamlegar viðræður. En hvað þessa sérstöku yfírlýsingu varðar þá þurfti Milosevic ekki á henni að halda, hann hafði þegar gert áætlun um að losa sig við þá og vegna þess að hann taldist vera að vinna bug á hryðjuverka- starfsemi litu menn gjaman undan og sættu sig við aðgerðimar gegn þeim þótt margskonar meinbugir væru á rétt- arfari í málum þeirra sem vora fangels- aðir og dæmdir. Það sem enn verra var - að samhliða hugmyndinni um að losna við hryðjuverkmenn kom fram í dags- Ijósið hugmyndin um að „hreinsa" Kosovo af Albönum eins og hægt væri, þ.e. að beita því sem kallað hefur verið „ethnic cleansing" - þjóðemishreinsun- um. Og þá fór fyrir Serbum eins og Prófessor Vojin Þjóðverjum þegar nasistai’ hófu ofsókn- " Dimitrijevie imai’ gegn gyðingum, menn forðuðust að vita af þessu og vissu þó, um það era margir sekir, bæði menntamenn og stjórnmálamenn. Nágranni þinn hverfur og þú veist ekki hvert hann hefur farið og syo hver af öðram og þú veist en vilt ekki vita. Þetta skapai’ sálarástand sem á eftir að taka Serba langán tíma að vinna úr hvernig sem fer.“ - Geta Jugóslavar staðist loftárásir öllu lengur? „Loftárásirnar hafa að vísu valdið gífurlegri eyði- leggingu en vegna hreinsana innan hersins er ólík- + legt að nokkur þar fái talið Milosevic á að gefast upp. Árásunum var upphaf- lega ætlað að þvinga Milosevic til að fara að vilja NÁTO en hann er þeirrar gerðar að hann lætur ekki undan fyrr en í fulla hnefana.“ Skelfilegt blóðbað ef NATO sendir inn landher - Þýðir það að NATO verði að senda inn landher? „Ef leiðtogar NATO ákveða að senda landher til Júgóslavíu munu þeir vafa- laust vinna stríðið - en hvað er að sigra við slíkar aðstæður? Það mundi verða skelfilegt blóðbað, ekki aðeins mikið mannfall á báða bóga heldur og slátran heillar kynslóðar ungra Serba. I Jú- góslavíu byggist herinn á herskyldu og margir sem hafa gegnt herþjónustu vita í raun ekkert um hernað og era lítt þjálfaðir. NATO er með atvinnuhennenn. Þessu er ekki saman að jafna og ein þjóð getur að sjálfsögðu ekki staðið gegn nítján þjóðum sterkasta hemaðarbandalags heims.“ - Hver er þín afstaða til loftárásanna? „Ég er þeim mótfallinn og skrifaði þegar í upphafi undir yfirlýsingu Borgarabandalagsins þess efnis að þær væru mistök og myndu eyðileggja allt það starf sem lýðræðissinnar og stjórnarandstæðingar hafa verið að vinna undanfarin ár. Það hefur því miður reynst svo. Um leið og byrjað var að hóta loftárásum lokaði stjórnin öllum sjálfstæðum sjónvarps- og út- varpsstöðvum og sjálfstæð dagblöð og tímarit vora sett undir ritskoðun. Stjórnarandstaðan hefur getað prentað blöð hér og þar en lítið getað dreift þeim - enda er ekki lengur hægt að ná til fólks almennt nema með sjónvarpi og útvarpi. Þannig var lokað fyrir að nokkrar skoðanir kæmust til fólksins aðrar en áróður stjómarinnar.“ „Stjórnarandstæðingar, sem trúðu því og höfðu haldið því fram að vesturveldin byggðust á grund- vallarreglum lýðræðis, mannréttinda og framfara, hafa setið undfr viðstöðulausum svívirðingum fyiTr svik og landráð; þeir hafa orðið fyrir miklum von- brigðum og telja sig svikna. Almenningur fær ekki séð annað en að öfgafyllstu þjóðernissinnarnir og andstæðingar vestrænna ríkja hafi rétt fyrir sér. Fólkið heyrii’ ekki annað en áróður stjórnarinnar og sér aðeins loftárásirnar og afleiðingar þeirra, en það lítur ekki á þær sem stuðning við lýðræði eða mann- réttindi í Júgóslavíu heldur einungis sem stuðning við hina öfgafyllstu meðal Kosovo Albana. Albanski frelsisherinn er upphaflega skipaður maoistum - gleymdu ekki hinu nána sambandi Albaníu og Kína í Sino-Sovétdeilunum áður fyrr - og þeir hafa mark- visst ýtt til hliðar albönskum hófsemdarmönnum. Jafnframt hafa loftárásfrnar auðveldað Milosevic það sem hann ætlaði sér, að losna við sem __________ flesta Kosovo-Albana. Án loftárásanna hefði slíkur fjöldi aldrei hrakist frá Kosovo á svo stuttum tíma. Ég er ekki að segja að fólkið sé fyrst og fremst að flýja loftárásimar, en þær hafa flýtt fyrir og valdið því enn meiri þjáning- um en ella auk mannfalls meðal óbreyttra borgara. Tökum sem dæmi árásirnar á markaðinn og sjúkrahúsið í Lic. Þar vora fyrir noklcrum áram öflugustu mótmælagöngurnar gegn stjórn Milosevic. Þetta fólk skilur ekki hversvegna á það er ráðist og gegn áróðri stjórnvalda stoðar lítt fyrir NATO að bera fyi’ir sig mistök.“ „Ég óttast að þetta leiði til útlendingahaturs sem muni taka langan tíma að uppræta,“ heldur Dimitri- jev áfram. ,AUh’ hafa tapað. Landsvæði Albana er í rúst og þefr hraktir og hrjáðfr, lýðræðishreyfingin í Serbíu er í rúst, Serbía sjálf er í rást, fjöldi mikil- vægra mannvfrkja og bygginga hefur eyðilagst og allar brýr yftr Doná hafa verið eyðilagðar að einni undantekinni." Rangt að leggja alla áherslu á Milosevic - Sú staðhæfing hefur reynst hafa sterkan hljóm- gi’unn, að árásimar hafi verið óhjákvæmilegar, NATO hafi ekki getað annað gert þar sem Milosovic hafi svikið alla samninga sem við hann hafi verið gerðir. Hvað annað var hægt að gera? Höfðu ekki allar samningaleiðir verið reyndar til þrautar? „Ég tel að unnt hefði verið að koma í veg fyrfr þetta ástand^ ef öðravísi hefði verið haldið á málum frá upphafi. I fyrsta lagi tel ég það hafi verið misráð- ið að leggja svona mikla áherslu á Milosevic persónu- lega. Sendimenn vesturveldanna voru mjög svo veik- ir fyrir honum, það kemur til dæmis fram í minning- um Richards Holbrookes að honum fannst Milosevic „sjarmerandi“ og í fjölmiðlum á Vesturlöndum að flefri voru sama sinnis. Þefr töldu mikilvægast að ræða við hann sem hinn sterka leiðtoga sem réði her og lögreglu, ekki síst vegna þess að þeim var svo mjög í mun að koma í veg fyrir að átökin breiddust út til nágrannaríkjanna. En svo fór nú samt að hon- um tókst að móðga þá og blekkja hvern af öðrum. Að lokum var þetta orðið einskonar blanda af því að standa við endurteknar hótanir um að sprengja hann til hlýðni, að sjá til þess að NATO missti ekki trá- verðugleika og af hefndaraðgerðum gegn Milosevic.“ - Því hefur verið marglýst yfir að það sé ekki verið að ráðast á serbnesku þjóðina heldur á Milosevic sem persónu, hvemig sem það kemm- heim og saman þar sem afleiðingamar bitna á þjóðinni en snerta hann ekki sjálfan. Ég tel þessa áherslu ranga og þar með hvemig allar viðræður í Belgrad miðuðust við Milosevic; tel að vænlegra hefði verið til árangurs að hlusta betur á stjórnarandstöðuna og samtök lýð- ræðissinna. Það hefði líka mátt gera ýmislegt áður. Hefði til dæmis verið eytt svo sem andvirði einnar F- 16 flugvélar til stuðnings stjórnarandstöðunni hefði getað farið öðra vísi. Á áranum 1996-97 stóðu mán- uðum saman yfír mótmælaaðgerðir vegna kosninga- svika Milosevic. Fyrrverandi forsætisráðherra Spán- ar, Filipo Gonzales, var formaður sendinefndar ÓSE, Morgunblaðið/Sverrir sem fylgdist með kosningunum og hann benti í skýrslu sinni ekki einasta á kosningasvik, hann sagði líka að mikilvægt væri að gera eitthvað til stuðnings lýðræði í Serbíu. En þessi skýrsla gleymdist fljótt og ekkert var gert.“ (Þess má geta, að undirrituð hefur heyrt eftfr einum af starfsmönnum ÖSE, að hefði verið varið sem næmi verðmæti eins flugskeytis til að efla og flýta fyrir friðarviðleitni og eftirlitsstarfi ÖSE í Kosovo hefði einnig farið öðra vísi, en menn séu ætíð tregari til að verja fé til fyrirbyggjandi að- gerða en vopnaviðskipta. Áths. MH.) - Hefði það ekki talist íhlutun í innanríkismál Jú- góslavíu að veita stjórnarandstöðunni fjárhagslegan stuðning? „Hvað viltu kalla loftáráshTiar? Eru þær ekki íhlutun í innanríkismál? Það hafa alltaf verið til leiðir til að styðja samtök ýmiss konar, bæði stjómmála- samtök og svokölluð frjáls félagasamtök, hafi verið til þess vilji.“ Útlendingahatrið nær ekki til Norðurlanda - Hvemig telur þú að þessu muni ljúka? Hverjir era líklegastir til að miðla málum? „Það er ekki gott að segja, - einhvemveginn lýk- ur þessu, allt tekur enda,“ segir Vojin Dimitrijev að lokum. „En ég óttast að eftir hin mörgu mistök og nú síðast loftárásina á kínverska sendiráðið, kunni þessu að ljúka með málamiðlun, eftir milligöngu hinna ýmsu sáttasemjara, með þeim hætti, að Serbía verði skilin eftir í rúst og sárum með óbreytt stjórnarfar og Milosevic á toppnum. Og jafnvel þótt við fengjum stuðning til endurbyggingar mann- virkja mundu Milosevie og gæðingar hans fyrst og fremst hagnast á því, haldi hann stjórnartaumun- um. Ég vona þó að svo fari ekki og svartsýni mín muni ekki eiga við rök að styðjast. Við eigum nokkra fram- úrskarandi hugrakka stjórnmálamenn í Belgrad sem hafa reynt að halda því á loft, að eina leiðin út úr þessu sé að Milosevic fari frá og við taki lýðræðislega kjörin stjórn. Tilraunir til málamiðlunar eru í fullum gangi og Rússar munu vafalaust gera sitt í því efni; athugaðu að enda þótt Rússar teljist stuðningsmenn okkai’ vegna sameiginlegra trúarbragða og uppruna hefur Jeltsín, forseti, enga sérstaka ástæðu til að styðja Milosevic því að hann hefur stutt allar aðgerð- ir rássnesku stjórnarandstöðunnar gegn Jeltsin. Hugmyndir Schröders, kanslara Þýskalands, eru ____________ áhugaverðar, þær byggjast á heildar- lausn fyrir svæðið allt. Sjálfúr tel ég æskilegt að Norðurlöndin komi að málamiðlunum því að útlendingahatr- ið, sem fer vaxandi í Serbíu, beinist ekki gegn Norðurlöndum, jafnvel þótt þau séu tengd NATO. Hvað sem verð- ur þýðir ekki að einfalda hlutina eins og gert hefur verið. Það er engin þjóð algóð né alvond og því rangt að styðja eina þjóð skilyrðislaust gegn annarri. Það hefur valdið okkur vonbrigðum hversu lítinn skilning leiðtogar vesturveldanna virðast hafa á hin- um flóknu og margvíslegu blæbrigðum stjórnmál- anna á Balkanskaga; okkur sýnist augljóst, að þefr sem taka ákvarðanir þar hafi ekki þá visku og reynslu til að bera sem einkenndi leiðtoga þessara ríkja eftir heimsstyrjöldina síðari, því miður, þeir virðast ekki hafa skilið að hugarfari þjóðar og stjórn- arfari verður ekki breytt með loftárásum einum, til þess þarf aðrar leiðir.“ Evrópuríkin hafa hafl mismunandi afstöðu til svokall- aðra þjóðernis- legra minni- hlutahópa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.