Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 11 FRÉTTIR Fjórðungs- aukning í sölu á bjór BJÓRNEYSLA hefur aukist veru- lega það sem af er þessu ári. Fyrstu þrjá mánuðina var aukningin tæp 25% miðað við sama tíma í fyrra og að sögn Einars S. Einarssonar hjá ATVR er útlit fyrir að sama aukning hafi orðið eftir fyrstu fimm mánuði ársins. Einar segir að talsverð aukning hafi orðið á bjórsölu á síðasta ári og haldist þessi þróun í hendur við sam- drátt í neyslu á sterkari drykkjum. Fyrstu þrjá mánuði ársins nam bjórsalan nálægt 1.860.000 lítrum. Um næstu mánaðamót kemur út hálfsársskýrsla ÁTVR. Einar kveðst eiga von á því að þessi þróun í sölu á bjór eigi eftir að halda áfram þótt ef til vill dragi eitthvað úr söluaukning- unni. --------------- Minningarmót um Guðmund Arnlaug’sson SKÁKMÓT til minningar um Guð- mund Amlaugsson verður haldið í dag, mðvikudag, kl. 17 í Menntaskól- anum við Hamrahlíð þar sem Guð- mundur var lengi rektor. Guðmundui- lést 9. nóvember 1996. Petta er í þriðja skipti sem mótið er haldið. Allir íslensku stónneistar'amir utan einn verða með en það er afar sjaldgæft að svo margir þeirra geti teflt í sama mótinu. Tefldar verða hraðskákir þar sem hver keppandi hefur 5 mínútna um- hugsunartíma á alla skákina. Mjög góð aðstaða er til að fylgjast með skákunum og em áhorfendur vel- komnh’. Ljósmynd/Ragnar Th. Sig. UNNIÐ að stillingu segla og reiða á sigurskútunni Bestu kvöldið fyrir keppnina. Skútan Besta sigraði í siglingakeppni SKÚTAN Besta sigraði í kapp- siglingu sem efnt var til laugar- daginn 5. júm á Hátið hafsins. Það var Landhelgisgæslan sem ræsti til keppnina með fallbyssuskoti við Iistaverkið Sólfarið við Sæbraut- ina. 13 bátar tóku þátt og luku níu þeirra keppni. í áhöfn hverrar skútu voru fímm til tíu manns. Siglt var út fyrir Akurey, fyrir sex bauju sem liggur út af Gróttu, fyrir sjö bauju, norðan Engeyjar og markið var í mynni Reykjavík- urhafnar. I áhöfn Bestu voru eig- endur skútunnar, þeir Baldvin Björgvinssonar, Emil Pétursson, Sigurður Óli Guðnason, Þórarinn Jóhannsson, Amþór Ragnarsson auk Guðrúnar Haraldsdóttur. Önnur skútan var Ögrun, þriðja Sæstjaman. Keppnissijóri var Jó- hann Hallvarðsson. Helgi Pétursson, stjórnarformaður SVR „Framlag borg- arinnar verður ekki hækkað - Enn ein svik R-listans, segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „LJÓST er að framlag borgarinn- ar til SVR verður ekki hækkað en tekjur SVR verða að aukast því aukinn kostnaður er staðreynd,“ segir Helgi Pétursson, stjórnar- formaður SVR og borgarfulltrúi R-listans, en engin ákvörðun um gjaldskrárhækkun hefur enn ver- ið tekin. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, segir að fyrirhuguð gjald- skrárhækkun sé enn ein svik R- listans og að hún sé umfram nú- gildandi verðlagshækkun. Aldrei 25% hækkun Að sögn Helga Péturssonar er enn verið að skoða mögulega far- gjaldahækkun og verður ákvörðun tekin einhvem tímann á næstu vik- um. „Það er búið að ákvarða ramma samkvæmt fjárlögum upp á rúmar 500 milljónir til að starfa eftir og þar af fara um 70 milljónir til samgöngumála fatlaðra," segir Helgi. Hann bendir á að fargjöldin hafi ekki hækkað síðan árið 1995 og síðan þá hafi kostnaður aukist meðal annars vegna fjölgunar leiða og svo hafi laun einnig hækkað á þessu tímabili. „Við horfum upp á samdrátt í farþegafjölda og ég leyfi mér að setja það í samband við aukna sölu á einkabílum," segir Helgi enn fremur. Hann segir að á næstu vikum verði gjaldskráin tek- in til skoðunar í heild sinni og mögulegt sé að einhver fargjöld haldist óbreytt, eins og verð á mið- um til einhverra aldurshópa. Helgi segir að þó að ekki sé enn búið að taka ákvörðun um hækkunina þá verði aldrei um 25% hækkun að ræða. Umfram allar verðlagshækkanir Kjartan Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, segir að hækkunin hafi verið boðuð en ekki sé enn vitað nákvæmlega hver hún verður. „Þetta er umfram allar nú- gildandi verðlagshækkanir," segir hann. Enn hefur ekkert gerst nema að þetta hefur verið rætt innan nefnd- arinnar að sögn Kjartans. Hann segir að stjómarformaður SVR hafi falið stjómanda SVR að koma með tillögur um auknar tekjur til handa SVR. „Við emm þegar búin að fá hið árlega fjárframlag frá Reykjavíkurborg svo að þetta get- ur einungis átt við fargjaldahækk- un,“ segir Kjartan. Athugasemd frá Skeljungi hf. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Skeljungi hf.: „Haft er eftir Jóni Ögmundi Þonnóðssyni, stjórnarformanni í Flutningsjöfnunarsjóði olíuvara, í Morgunblaðinu í gær, að Skelj- ungur hf. hafi ekki uppfyllt skil- yi’ði sem sett vora fyrir þeirri samþykkt að Akureyri yrði gerð að innflutningshöfn olíuvara og því hafi samþykktin verið aftur- kölluð. Vegna þessara ummæla er nauðsynlegt að fram komi að eng- in skilyrði voru sett fram af hálfu stjórnar Flutningsjöfnunarsjóðs þegar hún samþykkti á fundi sín- um hinn 9. nóvember 1999 erindi Skeljungs hf. um að Krossanes við Akureyri yrði innflutningshöfn fyrir gasolíu. Til að taka af allan vafa fylgir hér endurrit af af- greiðslu sjóðsins eins og hún var bókuð í fundargerð stjórnar Flutningsjöfnunarsjóðs: „Skeljungur hf. tilkynnir stjórn sjóðsins með bréfi dags. 12. októ- ber 1998 að félagið hyggist hefja beinan innflutning á gasolíu í olíu- stöðina Krossanes við Akureyri og óskar eftir því að birgðastöðin við Krossanes verði viðurkennd sem innflutningshöfn. Erindi Skeljungs hf. var tekið til umræðu og var samþykkt að Krossanes við Akureyri verði innflutningshöfn á gasolíu um leið og fyrsti beini inn- flutningur á gasolíu er kominn á tanka stöðvarinnar. Jafnframt var ákveðið að sjóflutningur á gasolíu taki mið af framangreindu og að taxtar sjóflutninga á gasolíu mið- ist sem hingað til við skemmstu flutningsleið á sjó frá næstu inn- flutningshöfn á gasolíu." Engar athugasemdir vora gerð- ar við þessa fundargerð á næsta fundi sem haldinn var 21. desem- ber. Þegar meirihluti stjórnar Flutningsjöfnunarsjóðs ákvað á fundi 8. febrúar síðastlðinn að aft- urkalla fyrri ákvörðun fór fulltrúi Skeljungs hf. í stjórn sjóðsins fram á að félagið fengi frest til að uppfylla ný og óljós skilyrði sem sett hefðu verið eftir á. Ekki var orðið við þeirri ósk. Félagið telur einsdæmi í opinberri stjórnsýslu að ákvarðanir séu dregnar til baka og ómerktar á grundvelli skilyrða sem sett eru fram eftir á og hefur því höfðað mál á hendur stjórn sjóðsins til ógildingar á þessari ákvörðun. Loks verður ekki hjá því komist að gera athugasemdir við þau um- mæli sem höfð eru eftir Jóni Ög- mundi þess efnis að líklegt sé „að verð til notenda hækkaði um nokkur prósent verði sjóðurinn lagður niður“. Ekki era fyrir hendi neinir útreikningar sem styðja þessa fullyrðingu og þarf ekki mjög reikningsglögga menn til að sjá að hún fær ekki staðist. Er vandséð hvað opinberam emb- ættismanni, sem jafnframt er full- trúi viðskiptaráðherra í stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs gengur til með slíkum málflutningi." Skipulagsnefnd flugumferðar á Norður-Atlantshafí Ásgeir Pálsson kjörinn formaður ÁSGEIR Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar ís- lands, var kjörinn for- maður skipulagsnefnd- ar flugumferðar á N orður-Atlantshafi, NATSPG, í París í gær. I fréttatilkynn- ingu frá Flugmála- stjórn segir að helsta hlutverk NATSPG- nefndarinnar sé að tryggja öryggi flugum- ferðarstjórnkerfa á N orður-Atlantshafs- svæðinu auk þess að gera langtímaspár um þróun flugumferðarinnar. Nefndina skipa fulltrúar níu þjóða og eru þeir frá níu löndum auk Islands. Þau era: Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Frakkland, írland, Kanada, Noregur og Portú- gal. Ríkin eiga samliggjandi flug- stjórnarsvæði á Norður-Atlants- hafí. Auk þeirra koma Rússar og Spánverjar að störfum nefndarinn- ar ásamt ýmsum hagsmunaaðilum. Nefndin var stofnuð að frum- kvæði Alþjóðaflugmálastofnunar- innar (LACO) árið 1965. IACO skiptir heiminum í fimm önn- ur svæði: Afríku, As- íu/KyiTahaf, Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Nefndin var sú fyrsta af sínu tagi innan vé- banda IACO og hefur verið leiðandi um nýtt verklag og nýjungar í flugumferðarstjórn á heimsvísu, segir enn- fremur í fréttatilkynn- ingunni. Umsvif NATSPG- nefndarinnar hafa auk- ist verulega á undan- förnum árum og er þá um þrjá meginþætti að ræða. I fyrsta lagi ört vaxandi flugumferð, þá óskir flugfélaga um frekari hagræðingu og síðast en ekki síst tækninýjung- ar í flugmálum. Síðasta megin- breytingin, sem nefndin stóð að á N orður-Atlantshafsflugleiðinni, var minnkun hæðaraðskilnaðar milli flugvéla í flughæðunum 31.000-39.000 fetum. Þar minnkaði hæðaraðskilnaður véla um helm- ing, eða úr 2.000 fetum niður í 1.000 fet. Við þetta jukust mögu- legar ferðir flugvéla um 86% með tilheyrandi tímasparnaði fyrir far- þega og minni eldsneytiskostnaði fyrir flugrekendur, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Þess má einnig geta að síðastliðið ár flugu um 280.000 flugvélar yfir Norður-Atlantshaf og þar af um þriðjungur á íslenska úthafsflug- stjórnarsvæðinu. Áætlað er að um sjötíu milljón farþegar hafi verið um borð í þessum flugvélum. Ásgeir Pálsson fæddist árið 1951. Hann hóf störf hjá Flugmála- stjórn árið 1975 sem flugumferðar- stjóri, varð yfirflugumferðarstjóri rekstrarsviðs árið 1991 og deildar- stjóri þjálfunar og skipulagssviðs ári seinna. Hann hefur verið fram- kvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugmálastjórnar Islands frá árinu 1995. Ásgeir hefur verið varafor- maður NATSPG-nefndarinnar undanfarin ár og verkefnisstjóri sérfræðinefndar sem hefur það hlutverk að meta hagkvæmni breytinga á skipulagi flugumferð- arstjórnar. Ásgeir er kvæntur Áslaugu Gyðu Ormslev flugfreyju og eiga þau þrjú börn. Ásgeir Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.