Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ I- AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján EIGENDUR Ljósmyndabúðarinnar í Sunnuhlíð, Sigrún Óladóttir og Birgir Pálsson, við nýju framköllunarsamstæðuna. Ljósmyndabúðin í Sunnuhlíð Ný tækni í fram- köllunarþj ónustu Pippi litli uglustrákur flaug úr „dönsku-hreiðri“ sínu í Menntaskólanum á Akureyri til Delmar í Maryland Bandarískir krakkar vilja fá meira að lesa Morgunblaðið/Skapti ELSA Sif Björnsdóttir, einn höfunda myndasögunnar um Pippa, og Ragnheiður Gestsdóttir kennari. Pippi er á flögri „á heimili" sínu, í tölvunni á milli þeirra EIsu og Ragnheiðar. LJÓSMYNDABÚÐIN í Sunnuhlíð á Akureyri hefur tekið í notkun fram- köllunarsamstæðu, þá fyrstu sinnar tegundar hérlendis, sem byggir á al- gerlega nýrri tækni í framköllunar- þjónustu. Þar fara saman gæði, skjót þjónusta og nánast óendanlegir möguleikar í úrvinnslu. Þessi nýja tækni er frá Konica og mun Ljósmyndabúðin í Sunnuhlíð jafnframt hafa á boðstólum fjöl- breytt úrval af Konica ljósmynda- vörum. Nýja framköllunarsamstæð- an kallast Konica QD-21. Hún var kynnt um miðjan febrúar sl. og vakti þegar gríðarlega athygli enda byggð á nýrri tækni og hugsun í framköllunarþjónustu. Samstæðan er fyrirferðarlítil og mun umhverf- isvænni en þær framköllunarvélar sem verið hafa á markaði til þessa, segir í frétt frá Ljósmyndabúðinni. Bæði notar vélin um helmingi minna af framköllunarefnum en þekkst hefur til þessa og þetta er fyrsta framköllunarvélin í heimin- um sem ekki notar hið mengandi efni hydroxylamine, sem er skað- legt umhverfinu. Myndir á tíu mínútum Hraðinn er einn af kostum nýju vélarinnar en aðeins líða tíu mínútur frá því að viðskiptavinurinn kemur með filmuna og þar til myndirnar eru tilbúnar á hágæðaljósmynda- pappíi’. Einnig er hægt að fá ljós- myndir prentaðar af litskyggnum (slides) og úr hvers konar stafrænu formi, svo sem stafrænum mynda- vélum og af geisladiskum. Einnig geta viðskiptavinir fengið eftirprent- anir að vild. Framköllun og úrvinnsla mynda er algerlega stafræn í tölvu og auk þess að fá hefðbundnar filmur og myndir geta viðskiptavinir fengið myndii’nar sínar á geisladiski, þar sem tryggt er að myndgæðin haldist óskert. A einum slíkum diski er hægt að geyma allt að 50 filmur eða 1000 myndir og honum fylgir hugbúnaður fyrir einkatölvur, fyrir skráningu og flokkun á myndum. Óendanlegir möguleikar Þessi stafræna vinnsla gefur nán- ast óendanlega möguleika í frekari úrvinnslu. Úr heimildamyndunum er t.d. leikur einn að útbúa dagatöl, boðskort eða nafnspjöld. Einnig er hægt að fá mikið úrval af römmum sem prentast út með myndunum. Hægt er að stækka myndir upp í allt að 30X45 cm með hámarks mynd- gæðum. LÍTIÐ dönskuverkefni þriggja stúlkna í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri vatt óvænt upp á sig og er nú notað sem námsefni í erlend- um barnaskóla. Um er að ræða myndasögu um litla uglustrákinn Pippa; sagan var sett á Netið, nemendur í barnaskólanum í Del- mar í Maryland í Bandaríkjunum lásu hana sér til mikillar ánægju - og vilja fá meira að lesa. „Þegar allir í bekknum áttu að gera hópverkefni ákváðum við upp á grín að búa til myndasögu. Það var fjarlægt okkur að eitthvað þessu líkt gerðist en Lára Stefáns- dóttir [deildarsljóri tölvudeildar MA] heyrði af verkefninu okkar fyrir tilviljun; heyrði einhverja stelpu tala um rosalega flott verk- efni sem gert hefði verið í dönsku. Hún fór á stúfana, talaði við Ragn- heiði [Gestsdóttur dönskukennara] og svo fór að við þýddum textann yfir á íslensku og ensku. Þá var búið að tala við okkur um eitthvert hugsanlegt samstarf utanlands, sem okkur fannst allt í lagi, en héldum að ekkert yrði úr því fyrr en í haust. En svo gerðist þetta svona hratt.“ Elsa Sif Björnsdóttir, einn höfundanna, hefur orðið. Helen Simm og Ingibjörg Ingólfs- dóttir sömdu söguna með Elsu og Helen teiknaði allar myndirnar. Pippi þessi, hugarfóstur stúlkn- anna þriggja, er lítill óþekkur uglu- strákur „sem hlýddi aldrei mömmu sinni“, eins og Elsa Sif orðar það. „Eitt sinn datt hann niður úr trénu og lenti í ævintýrum. Hann stríðir öðrum dýrum eða þau honum. Hann hittir meðal annars kött sem hótar að éta hami og þegar Pippi hleypur undan kettinum lærir hann að fljúga. Og svo hittir hann bý- fluguna sem hjálpar honum að finna leiðina heim.“ Bandarísku börnin sem lesið hafa söguna eru sex og sjö ára. „Þeim finnst furðulegt að Pippi skuli eiga býflugu að vini og að hann skuli ekki hafa borðað snigil- inn,“ segir Elsa Sif. „Krakkarnir hafa verið að tala um söguna og um ísland. Við höfum skrifast svo- lítið á og ég var spurð í einu bréf- inu hvernig eldfjöll virka! Og ég reyndi auðvitað að útskýra það.“ Elsa Sif heldur áfram: „Þau veltu því fyrir sér hvort við ættum engar uglur á Islandi. Þau veltu því líka fyrir sér hvort uglurnar hér væru þá vakandi allan vetur- inn, af því að þá er svo dimmt, og sofandi á sumrin.“ Rósa Dögg Jónsdóttir, nemandi í 1. bekk, óf söguna um Pippa inn á vefinn og viðbrögðin komu þre- menningunum á óvart að sögn Elsu Sifjar. „Já, við erum varla enn búnar að átta okkur á þessu. Þetta er eiginlega enn litla 5% verkefnið okkar!“ Hugsanlegt er að framhald verði á skáldskap stúlknanna þriggja. „Við hittumst í sumar og ræðum framhaldið; hvort við gerum meira. Ef svo fer verður það aðal- lega gert fyrir krakkana. Þeir eru mjög spenntir; vilja fá meira að lesa og hafa meira að segja komið með ýmsar hugmyndir um fram- haldið." -------------- Myndlistar- sýning í Mý- vatnssveit SÓLVEIG Illugadóttir opnar sýn- ingu á olíumálverkum í Selinu á Skútustöðum í Mývatnssveit á morgun, fimmtudaginn 17. júní. Þetta er 11. einkasýning Sólveig- ar en auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum. Að þessu sinni er að- almyndefnið vetrarmyndir úr Mý- vatnssveit og rósamyndir. Sýningin er opin alla daga fram til hausts. P ■ ír Morgunblaðið/Kristj án VAMBARPÚKINN, Gaui litli og Krislján Þór Júlíusson bæjarstjóri. FRIÐRIK Valur Karlsson mat- sveinn ræður ríkjum í eldhúsi Karohnu. Fiskréttir á Karolínu í hádeginu OPIÐ verður á Karolínu restaur- ant, nýjasta veitingastaðnum á Akureyri, í hádeginu alla virka daga í sumar auk þess sem stað- urinn er opinn öll kvöld sem fyrr. I hádeginu er hægt að velja milli fimm fiskrétta, sem eldaðir eru úr sömu fisktegund, en þeir verða mismunandi eftir dögum. Fiskur og súpa kosta 1.250 kr. en súpa og brauð 650 kr. Ekki verð- ur hægt að velja af sérréttamat- seðli í hádeginu. Gaui litli og félagar planta í „Feitalundi í Atvaglaskdgi“ Fýsilegt að tengj- ast útilífí og hreysti GAUI litli og fólk sem er á svoköll- uðum aðhaldsnámskeiðum hans, bæði á Akureyri og í Reykjavík, gróðursettu 3.474 plöntur á Akur- eyri um síðustu helgi, eitt kfló fyrir „hvert fallið kfló á liðnu ári“, eins og Gaui orðaði það í samtali við Morg- unblaðið. „Á síðasta ári gáfum við Land- græðslu ríkisins eitt kfló áburðar fyrir hvert kfló sem hópurinn missti, samtals þrjú tonn og 645 kíló áburð- ar, og þeirri „fitu“ var dreift á há- lendið. Nú ákváðum við að gróður- setja plöntur í Feitalundi í Atvagla- skógi.“ Svæðið sem Gaui litli nefnir svo er við Hamra, norðan Kjama- skógs, á nýju útivistar- og tjaldsvæði akureyrskra skáta. „Okkur buðust margir aðrir staðir, en fannst fysi- legur kostur að vera þama, í tengsl- um við skáta; útilíf og hreysti." Eftir að plönturnar voru gróður- settar var afhjúpað líkneski á staðn- um, svokallaður Vambarpúki. „Hann stendur í miðjum lundinum og er einskonar grátmúr feita mannsins. Feitir geta áð þarna, grátið krókódflatáram yfir föllnum kílóum, jafnvel heitið á hann, trúað honum fyrir ýmsu og þar fram eftir götunum," sagði Gaui litli. Að sögn hans verður það árlegur viðburður héðan í frá að plöntur verði gróður- settar í Feitalundi. „Við stefnum að því að planta þar 40 þúsund plönt- um á næstu tíu árum.“ Það var Kri- stján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sem afhjúpaði áðurnefnt líkneski og að auki gróðursetti bæj- arstjórinn vísi að jólatré, eins og Gaui litli komst að orði. „Og bæjar- stjórinn er nánast skuldbundinn að setja jólatrésseríu á þetta jólatré á hverju ári. Kristján Þór er ágætis | jafnvægi við púkann því bæjarstjór- inn er þannig holdi farinn að hann blotnar vart í sturtu, get ég ímynd- að mér,“ sagði Gaui litli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.