Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Páfi með flensu Kraká. Reuters, AP. PÓLSKIR prestar biðu þess í úr- hellisrigningu í gær að messa hæfíst í borginni Kraká, en Jó- hannes Páll páfí gat ekki messað þar sökum fíensu og afboðaði komu sína á allar samkomur sem áætlaðar höfðu verið í gær. í hans stað messaði Angelo Soda- no, utanríkisráðherra Vatíkans- ins, í Kraká, sem er fæðingar- borg páfa. Jóhannes Páll er nú í tveggja vikna heimsókn í Pól- Reuters landi, og segja fréttaskýrendur að ferðaþreyta sé farin að sjást á honum. Páfi er 79 ára. Hann var kominn með vægan hita síðdegis á mánudag og að sögn Vatikans- ins hvfldist páfí í gærdag. Heilbrigðisyfírvöld gefa fyrirmæli um að stöðva sölu á vörum Coca-Cola Mistök við átöppun ollu veik- indum belgískra ungmenna Lúxemborg, Brussel. AFP. FRAMLEIÐENDUR Coca-Cola í Belgíu sögð- ust í gær hafa fundið orsökina fyrir því að tugir unglinga sem neyttu gosdrykkjarins í liðinni viku hafí veikst. Um tvo aðskilda vanda hafí ver- ið að ræða. Annars vegar hafi verksmiðjan not- ast við „slæma kolsýru" við átöppun á diykkn- um £ 20 sentilítra flöskur. Hins vegar hafí fund- ist leifar af sveppaeyði í botni gosdósa í verk- smiðju fyrirtækisins í Dunkirk í norðurhluta Frakklands. Sagði talsmaður fyrirtækisins að öruggt sé að þetta séu rætur vandans og ítrek- aði að gallaðar vörur hafí verið innkallaðar úr verslunum. Aður höfðu heilbrigðisyfírvöld í Lúxemborg og Belgíu gefið fyrirmæli um að stöðvuð skuli sala á öllum matvælum sem framleidd eru af Coca-Cola. Alls hefur verið tilkynnt um 101 veikindatilfelli í Belgíu, undanfarna viku, sem tengjast neyslu á drykkjarvörum frá Coca-Cola. Tilkynning um stöðvunina var gefín út í Lúx- emborg í gær, án þess að frekari skýringar væru gefnar, en þeim tilmælum var jafnframt beint til fólks, er hefði þegar keypt vörur fram- leiddar af Coca-Cola, að það myndi ekki neyta þeiira. Á mánudag tilkynntu heilbrigðismálayfirvöld í Belgíu að sala á framleiðslu Coca-Cola yrði stöðvuð í kjölfar þess að 42 skólastúlkur, er neytt höfðu drykkja frá fyrirtækinu, veiktust og voru lagðar inn á sjúkrahús. Þegar á föstudag höfðu sumar vörur frá Coca-Cola verið fjarlægðar úr verslunum, en Reuters COCA-COLA fjarlægt úr hillum í stórversl- un í Brussel í gær. Luc Van den Bossche, heilbrigðismálaráðherra, sagði á mánudag að allar framleiðsluvörur yrðu fjarlægðar, burtséð frá því í hvernig pakkning- um þær væru, gleri, plasti eða áli. í síðustu viku innkallaði Coca-Cola í Belgíu um 2,5 milljónir flaskna af Coca-Cola eftir að um 30 börn í Bornem, í norðurhluta landsins, veiktust eftir að hafa neytt þannig drykkja frá fyrirtækinu. Á föstudag vora allar 20 sentílítra flöskur og áldósir af Coca-Cola, Coca-Cola Light og Fanta, framleiddar í verksmiðjum í Ghent og Wilrijk, teknar úr hillum verslana. Einnig drykkir framleiddir í Dunkirk í Frakk- landi. Tugir veiktust Tugir skólabarna hafa að sögn veikst í Brug- ge og Courtai í Belgíu. Coca-Cola í Belgíu sagði í yfírlýsingu í síðustu viku að ekki væri hætta á alvarlegum veikindum af völdum drykkjanna, öðrum en höfuð- eða magaverk. Talsmaður landbúnaðar, sjávar, og matvæla- ráðueytis Bretlands sagði í gær að vörur frá Coca-Cola yrðu ekki innkallaðar þar í landi. Fulltrúi fyrirtækisins hefði haft samband við ráðuneytið og tilkynnt að engar mengaðar vöru hefðu verið fluttar til Bretlands. í Wiesbaden í Þýskalandi tilkynnti félags- málaráðuneyti Hessen að gosdrykkir, fram- leiddir af Coca-Cola, yrðu rannsakaðir. Enn væri ekki ljóst hvort einhverjir drykkir hefðu verið fluttir inn frá Belgíu. Grunsemd- ir beinast að bróður Anne Orde- rud Paust Ósló. Reuters. LÖGREGLAN í Ósló skýrði frá því í gær að hún hefði lagt fram ákæru á hendur bróður Anne Orderud Paust, fyrrverandi einka- ritara Eldbjoerg Loewer, varnar- málaráðherra Noregs, fyrir morðið á henni og foreldrum þeirra. Þau fundust látin á heimili foreldranna í Akershus 23. maí sl. Grunur leikur á að fjölskylduerj- ur vegna fasteigna norður af Ósló, höfuðborgar Noregs, hafi legið að baki morðunum. Per Kristian Orderud, 45 ára gamall bróðir Anne, var handtekinn á mánudag ásamt eiginkonu hans, mágkonu og fýrrverandi unnusta hennar. Hafa þau öll verið ákærð vegna gruns um aðild að morðunum, en þau neita sakargiftum. Að sögn lögreglunnar hefur tví- vegis áður verið reynt að ráða Anne og eiginmann hennar, Per Paust heitinn, af dögum en hann starfaði í norsku utanríkisþjónust- unni og lést af völdum krabba- meins fyrr á þessu ári. I fyrra skiptið, í júní 1998, fann Ánne sprengiefni sem fest hafði verið undir bíl þeirra hjóna. Þá var bens- íni hellt á stigaganginn við íbúð þeirra mánuði síðar um miðja nótt og opnum gaskút komið þar fyrir. Höfðu morðtilraunirnar verið tald- ar af pólitfskum toga vegna starfa þeirra, en lögregla rannsakar nú tengsl þeirra við morðin. -------------- Kasmír Hafna við- ræðum Dras á Indlandi. AP. INDVERSKAR hersveitir héldu í gær áfram sókn sinni gegn skæru- liðum í Kasmírhéraði, þar sem Ind- verjar og Pakistanar deila um landamæri. Forsætisráðherra Ind- lands hefur sagt að ekki verði af frekari viðræðum milli ríkjanna fyrr en skæruliðamir, sem Ind- verjar segja að njóti hernaðar- stuðnings Pakistana, hafí verið hraktir á brott af indversku yfir- ráðasvæði. Með afdráttarlausri afstöðu sinni hafði forsætisráðherrann, Atal Hi- hari Vajpayee, að engu tillögur for- sætisráðherra Pakistans, Nawaz Sharifs. Indverjar kváðust á mánu- dag hafa stækkað yfirráðasvæði sitt til þess að tryggja öryggi á þjóðvegi sem hefur legið undir stöðugri sprengikúlnaárás frá pakistanska hluta Kasmírs. Á mánudag ræddi Bill Clinton Bandaríkjaforseti við Vajpayee og þakkaði honum íyrir þá stillingu sem Indverjar hefðu sýnt í deil- unni. Pakistanar neita því að þeir veiti skæruliðunum hemaðarlegan stuðning, og segjast einungis styðja þá með siðferðislegum og pólitísk- um hætti. Skæruliðamir segjast berjast fyrir sjálfstæði Kasmírs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.