Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.06.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 29 ERLENT Evrópuþingskosningarnar koma róti á bresk stjórnmál Úrslit kosninganna draga dilk á eftir sér Lundúnum. The Daily Telegraph. FYRIRÆTLANIR um þverpólitískan stuðning bresku stjórnmálaflokkanna við að Bretar verði aðilar að Myntbandalagi Evrópu (EMU) og taki upp evruna, hinn sameiginlega gjaldmiðil ellefu aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB), eru nú í uppnámi eftir hina bágu útreið sem Verka- mannaflokkurinn hlaut í Evrópuþingkosningun- um í fyrri viku. Úrslit kosninganna drógu viðar dilk á eftir sér í stjórnkerfinu breska í gær. I ljósi ósigurs Verkamannaflokksins með Tony Blair forsætisráðherra í fararbroddi hefur nú skuldinni verið skellt á Margaret Beckett, kosn- ingastjóra Verkamannaflokksins, og áhöld eru uppi um að Peter Mandelson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Blairs og ímyndarsmiður flokksins, verði tekinn inn í ríkisstjórnina á ný. Þá hafa væringar verið innan Ihaldsflokksins en leiðtog- ar hans hrósuðu sigri eftir að úrslit kosninganna urðu ljós. Gerði William Hague, leiðtogi flokks- ins, viðamiklar breytingar á stjórn flokksins - inn hafa komið ný andlit og þeim gömlu ýtt til hliðar. William Hague rak í gær varamann sinn, Pet- er Lilley, í mikilli uppstokkun skuggaráðuneytis Ihaldsflokksins. Þá færðist Ann Widdecombe upp valdastigann og var útnefnd til að fara með innanríkismál stjórnarandstöðuflokks Ihalds- manna og John Maples tekur við utanríkismál- um úr hendi Michael Howards. Þá var John Redwood færður úr skuggaráðuneyti samgöngu- mála og sér hann nú um umhverfismál. Peter Lilley hafði sætt ákveðinni gagnrýni innan flokksins undanfarin misseri allt síðan hann lýsti því yfir í ræðu að ásetningur sinn væri að vera talsmaður „umburðarlyndrar íhalds- stefnu“. Voru ummælin túlkuð á þann hátt að Liliey væri að fjarlægja sig frá þeirri íhalds- stefnu sem er í ætt við Margaret Thatcher. Telja fréttaskýrendur að Lilley hafi framið „pólitískt sjálfsvíg" er hann sagði í ræðunni, sem hann hélt í apríl sl., að frjálshyggjan væri e.t.v. ekki eina rétta leiðin sem íhaldsmenn verði að ganga. Minnast menn orða hans: „Ihaldsstefnan snýst ekki, hefur aldrei snúist og mun aldrei snúast um frelsi markaðarins eingöngu," og setja nú þau orð í samhengi við uppstokkunina. Talsmaður Hagues sagði í gær að leiðtoginn myndi sjálfur taka að sér þá málaflokka sem Lilley hafi gegnt undanfarið og væri ein ástæða brottrekstursins sú að Hague vildi taka ríkari ábyrgð á stefnumálum flokksins. „Evrópu-baráttunni“ frestað Michael Heseltine og aðrii- háttsettir menn innan Ihaldsflokksins sem hafa litið inngöngu Bretlands í Myntbandalagið hýru auga, lýstu því yfir á mánudag að þeir myndu ekki taka höndum saman við þá þingmenn Verkamannaflokksins sem eru sama sinnis, nema að Blair muni leiða AP TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í garði Downing-strætis 10 eftir að úrslit Evrópuþingskosninganna voru ljós á mánudag. „Evrópu-baráttuna“ svonefndu. Eftir Evrópu- kosningar liðinnar viku hefur Blair hins vegar verið varfærnislegur í yfírlýsingum og hefur hann virst tregur til að sýna evrunni stuðning sinn í ijósi kosningasigurs Ihaldsflokksins sem lýst hefur því yfir að halda beri sterlingspundinu í stað þess að taka upp evruna. Þá er talið að hinn ófýrirséði stuðningur kjósenda við flokk andstæðinga Evrópusamstarfs hafi haft þær af- leiðingar að Verkamannaflokkurinn muni fara varlega í stuðning sinn við hina sameiginlegu mynt. Fyrirhugað var að hin þverpólitíska „Evrópu- barátta“ hæfist formlega í næsta mánuði en vegna yfirlýsinga íhaldsmanna þykir víst að henni verði skotið á frest þar til í september hið fyrsta. Talsmenn forsætisráðherrans sögðu í gær að ríkisstjórn Bretlands myndi hefja barátt- una „í fyllingu tímans“ og með hliðsjón af því að hún muni ekki rekast á við starfsskyldur þeirra ráðherra er ljá henni lið. Þá hefur William Hague nýtt sér nýja stöðu mála á hinu pólitíska taflborði og snúið sigri Ihaldsflokksins í Evrópuþingkosningunum í sókn gegn fyrirhugaðri aðild að Myntbandalag- inu sem talin er munu vera eitt meginmálanna í næstu þingkosningum í Bretlandi. Hague lýsti því yfir á mánudag að íhaldsflokkurinn, sem vann 36 þingsæti á Evrópuþinginu en Verka- mannaflokkurinn aðeins 29, hafi unnið „mikinn sigur“. „Við höfum unnið sigur fyrir sjálfstæði landsins og framtíð pundsins,“ sagði Hague. Hlutur Verkamannaflokksins meðal kjósenda var aðeins 28 af hundraði og hefur stuðningur við flokkinn minnkað um rúm 16% ef miðað er við síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu í maí sl. Að sama skapi er sigur Ihaldsflokksins nú fýrstu merkin um vaxandi stuðning kjósenda síðan flokkurinn galt afhroð í þingkosningunum árið 1992. Hefur Blair nú þurft, í fyrsta sinn á glæstum pólitískum ferli sínum, að útskýra ósigur flokks síns. Eftir að úrslit kosninganna voru ljós stóð Blair í garði Downing-strætis 10 og viðurkenndi að úrslitin væru „mikii vonbrigði". Sagði hann að Verkamannaflokkurinn yrði að hlusta á raddir kjósenda og íhuga lærdóm þann sem af kosning- unum megi draga. Beckett sætir gagnrýni Lundúnablaðið Daily Telegraph segir að hníf- ar Verkamannaflokksins hafi síðan um helgina staðið að Margaret Beckett og að háværar radd- ir séu nú meðal þingmanna um að setja hana af og fá Peter Mandelson, fyrrum ráðherra, aftur inn í ríkisstjórnina. Hafa minni spámenn innan flokksins kosið að kenna valdapíramída Verka- mannaflokksins um áhrifalitla forystu sem hafi ekki náð að hvetja stuðningsfólk aukins Evrópu- samstarfs til að fara á kjörstað. „Ekkert okkar er óhamingjusamt með þessi úrslit," sagði þing- maður Verkamannaflokksins í samtali við blaðið. „Þetta er ákveðin áminning til forystu flokks- ins.“ Aðrir sögðust þess fullvissir að ef Peter Mandelson hefði verið sýnilegur fyrir kosning- arnar hefðu úrslitin orðið aUt önnur og almenn þátttaka mun meiri. „Peter Mandelson er mikill kosningabaráttumaður. Ef horft er framhjá hinu hefðbundna breska áhugaleysi á Evrópumálum, þá er ég þess fullviss að úrslitin hefðu orðið önn- ur,“ sagði annar þingmaður. Margaret Beckett hefur sætt mikilli gagnrýni fýrir að hafa verið „fjarverandi" er kosningabar- áttan stóð sem hæst. I viðtali við breska útvarpið BBC varðist hún ásökununum: „Eg var ekki í sumarleyfi í viku, ég fór ekki í útilegu. Ég var ekki fjarverandi og í fullri hreinskilni sagt þá held ég að nærvera mín hafi ekki skipt sköpum hvað úrslit kosninganna varðar.“ Flokkur Chiracs á fallanda fæti París. AFP, Reuters. UPPLAUSNARÁSTAND ríkti í RPR, flokki Jacques Chiracs Frakklandsforseta, í gær í kjölfar afhroðs í nýafstöðnum kosningum til Evrópuþingsins. Þetta er í þriðja sinn á tveimur árum sem flokkurinn fær slæma útreið í kosningum. Chirac stofnaði RPR, árið 1976 sem vettvang fýrir þær hugmyndir sem fýrrverandi forseti Frakk- lands, Charles de Gaulle, var fúll- trúi fyrir. Útkoma flokksins í kosn- ingunum sl. sunnudag er sú versta sem hann hefur fengið í Evrópu- kosningum í tvo áratugi. Það vegur svo enn þyngra, að flokkurinn glataði nú forystu sinni á hægri væng franskra stjórnmála, og hlaut sérframboð Charles Pa- squas, fyrrverandi öldungardeild- arþingmanns og ráðherra RPR, 13,05% atkvæða, en RPR aðeins 12,82%. Þessi árangur varð til þess að Pasqua tilkynnti um stofnun nýs flokks sem á að hafa sömu ein- kennisstafi og eftirstríðsárahreyf- ing de Gaulles, RPF. „Við viljum byggja upp breiða stjórnmálafylk- ingu innblásna af hugmyndum de Gaulles," sagði Pasqua. Hann kvaðst ekki vilja skipast í sveit með Chirac, „en ég tek mér heldur ekki stöðu andspænis honum“. „Loksins einn“ Pasqua sagði ennfremur að Chirac væri „forseti lýðveldisins. Hann er hafinn yfir flokka.“ Franskir íhaldsmenn hafa átt undir högg að sækja allt frá því er Chirac tók þá áhættu, fýrir tveim árum, að boða til kosninga, en í þeim galt RPR afhroð og Sósíalist- ar komust til valda. Dagblaðið Le Figaro sagði í leið- ara í gær, að fall RPR mætti rekja til erfiðrar sambúðar flokksins við Chirac, sem væri neyddur til að deila völdum með sósíalistum, og gæti ekki tjáð sig afdráttarlaust sem leiðtogi stjórnarandstöðu. Liberation sagði hins vegar í fyr- irsögn á forsíðu: „RPR deyr“, og í leiðara blaðsins var fjallað um „misheppnaðar aðferðir Chiracs". Blaðið Franee-Soir birti mynd af Chirac á forsíðu undir fýrirsögn- inni: „Loksins einn“. Litlir bílar - Stórir bílar - Ódýrir bílar - Dýrir bílar Verö frá 40.000.- til 4.000.000.- • Lánamöguleigar til allt aö 5 ára • Tökum notaða bíla upp í notaða ÞÚ KEMUR 0G SEMUR! HÍLAL-i Ú SIÐ Opiö virka daga kl. 9 - 18 og laugardaga kl. 12 - 17 ((húsi Ingvars Helgasonar og Bdheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 • Símbréf 587 7605
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.