Morgunblaðið - 16.06.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 16.06.1999, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Páfi með flensu Kraká. Reuters, AP. PÓLSKIR prestar biðu þess í úr- hellisrigningu í gær að messa hæfíst í borginni Kraká, en Jó- hannes Páll páfí gat ekki messað þar sökum fíensu og afboðaði komu sína á allar samkomur sem áætlaðar höfðu verið í gær. í hans stað messaði Angelo Soda- no, utanríkisráðherra Vatíkans- ins, í Kraká, sem er fæðingar- borg páfa. Jóhannes Páll er nú í tveggja vikna heimsókn í Pól- Reuters landi, og segja fréttaskýrendur að ferðaþreyta sé farin að sjást á honum. Páfi er 79 ára. Hann var kominn með vægan hita síðdegis á mánudag og að sögn Vatikans- ins hvfldist páfí í gærdag. Heilbrigðisyfírvöld gefa fyrirmæli um að stöðva sölu á vörum Coca-Cola Mistök við átöppun ollu veik- indum belgískra ungmenna Lúxemborg, Brussel. AFP. FRAMLEIÐENDUR Coca-Cola í Belgíu sögð- ust í gær hafa fundið orsökina fyrir því að tugir unglinga sem neyttu gosdrykkjarins í liðinni viku hafí veikst. Um tvo aðskilda vanda hafí ver- ið að ræða. Annars vegar hafi verksmiðjan not- ast við „slæma kolsýru" við átöppun á diykkn- um £ 20 sentilítra flöskur. Hins vegar hafí fund- ist leifar af sveppaeyði í botni gosdósa í verk- smiðju fyrirtækisins í Dunkirk í norðurhluta Frakklands. Sagði talsmaður fyrirtækisins að öruggt sé að þetta séu rætur vandans og ítrek- aði að gallaðar vörur hafí verið innkallaðar úr verslunum. Aður höfðu heilbrigðisyfírvöld í Lúxemborg og Belgíu gefið fyrirmæli um að stöðvuð skuli sala á öllum matvælum sem framleidd eru af Coca-Cola. Alls hefur verið tilkynnt um 101 veikindatilfelli í Belgíu, undanfarna viku, sem tengjast neyslu á drykkjarvörum frá Coca-Cola. Tilkynning um stöðvunina var gefín út í Lúx- emborg í gær, án þess að frekari skýringar væru gefnar, en þeim tilmælum var jafnframt beint til fólks, er hefði þegar keypt vörur fram- leiddar af Coca-Cola, að það myndi ekki neyta þeiira. Á mánudag tilkynntu heilbrigðismálayfirvöld í Belgíu að sala á framleiðslu Coca-Cola yrði stöðvuð í kjölfar þess að 42 skólastúlkur, er neytt höfðu drykkja frá fyrirtækinu, veiktust og voru lagðar inn á sjúkrahús. Þegar á föstudag höfðu sumar vörur frá Coca-Cola verið fjarlægðar úr verslunum, en Reuters COCA-COLA fjarlægt úr hillum í stórversl- un í Brussel í gær. Luc Van den Bossche, heilbrigðismálaráðherra, sagði á mánudag að allar framleiðsluvörur yrðu fjarlægðar, burtséð frá því í hvernig pakkning- um þær væru, gleri, plasti eða áli. í síðustu viku innkallaði Coca-Cola í Belgíu um 2,5 milljónir flaskna af Coca-Cola eftir að um 30 börn í Bornem, í norðurhluta landsins, veiktust eftir að hafa neytt þannig drykkja frá fyrirtækinu. Á föstudag vora allar 20 sentílítra flöskur og áldósir af Coca-Cola, Coca-Cola Light og Fanta, framleiddar í verksmiðjum í Ghent og Wilrijk, teknar úr hillum verslana. Einnig drykkir framleiddir í Dunkirk í Frakk- landi. Tugir veiktust Tugir skólabarna hafa að sögn veikst í Brug- ge og Courtai í Belgíu. Coca-Cola í Belgíu sagði í yfírlýsingu í síðustu viku að ekki væri hætta á alvarlegum veikindum af völdum drykkjanna, öðrum en höfuð- eða magaverk. Talsmaður landbúnaðar, sjávar, og matvæla- ráðueytis Bretlands sagði í gær að vörur frá Coca-Cola yrðu ekki innkallaðar þar í landi. Fulltrúi fyrirtækisins hefði haft samband við ráðuneytið og tilkynnt að engar mengaðar vöru hefðu verið fluttar til Bretlands. í Wiesbaden í Þýskalandi tilkynnti félags- málaráðuneyti Hessen að gosdrykkir, fram- leiddir af Coca-Cola, yrðu rannsakaðir. Enn væri ekki ljóst hvort einhverjir drykkir hefðu verið fluttir inn frá Belgíu. Grunsemd- ir beinast að bróður Anne Orde- rud Paust Ósló. Reuters. LÖGREGLAN í Ósló skýrði frá því í gær að hún hefði lagt fram ákæru á hendur bróður Anne Orderud Paust, fyrrverandi einka- ritara Eldbjoerg Loewer, varnar- málaráðherra Noregs, fyrir morðið á henni og foreldrum þeirra. Þau fundust látin á heimili foreldranna í Akershus 23. maí sl. Grunur leikur á að fjölskylduerj- ur vegna fasteigna norður af Ósló, höfuðborgar Noregs, hafi legið að baki morðunum. Per Kristian Orderud, 45 ára gamall bróðir Anne, var handtekinn á mánudag ásamt eiginkonu hans, mágkonu og fýrrverandi unnusta hennar. Hafa þau öll verið ákærð vegna gruns um aðild að morðunum, en þau neita sakargiftum. Að sögn lögreglunnar hefur tví- vegis áður verið reynt að ráða Anne og eiginmann hennar, Per Paust heitinn, af dögum en hann starfaði í norsku utanríkisþjónust- unni og lést af völdum krabba- meins fyrr á þessu ári. I fyrra skiptið, í júní 1998, fann Ánne sprengiefni sem fest hafði verið undir bíl þeirra hjóna. Þá var bens- íni hellt á stigaganginn við íbúð þeirra mánuði síðar um miðja nótt og opnum gaskút komið þar fyrir. Höfðu morðtilraunirnar verið tald- ar af pólitfskum toga vegna starfa þeirra, en lögregla rannsakar nú tengsl þeirra við morðin. -------------- Kasmír Hafna við- ræðum Dras á Indlandi. AP. INDVERSKAR hersveitir héldu í gær áfram sókn sinni gegn skæru- liðum í Kasmírhéraði, þar sem Ind- verjar og Pakistanar deila um landamæri. Forsætisráðherra Ind- lands hefur sagt að ekki verði af frekari viðræðum milli ríkjanna fyrr en skæruliðamir, sem Ind- verjar segja að njóti hernaðar- stuðnings Pakistana, hafí verið hraktir á brott af indversku yfir- ráðasvæði. Með afdráttarlausri afstöðu sinni hafði forsætisráðherrann, Atal Hi- hari Vajpayee, að engu tillögur for- sætisráðherra Pakistans, Nawaz Sharifs. Indverjar kváðust á mánu- dag hafa stækkað yfirráðasvæði sitt til þess að tryggja öryggi á þjóðvegi sem hefur legið undir stöðugri sprengikúlnaárás frá pakistanska hluta Kasmírs. Á mánudag ræddi Bill Clinton Bandaríkjaforseti við Vajpayee og þakkaði honum íyrir þá stillingu sem Indverjar hefðu sýnt í deil- unni. Pakistanar neita því að þeir veiti skæruliðunum hemaðarlegan stuðning, og segjast einungis styðja þá með siðferðislegum og pólitísk- um hætti. Skæruliðamir segjast berjast fyrir sjálfstæði Kasmírs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.