Morgunblaðið - 25.06.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.06.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 2 7 Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir LOKAPUNKTUR Mozart-veislunnar var flutningur Kammerkórs Austurlands í Egilsstaðakirkju á sálumessunni (Requiem). Mozart-veislunni lauk með sálumessu Egilsstöðum. Morgunhlaðið. TÓNLISTARHÁTÍÐINNI „Bjart- ar nætur í júní“ á Austurlandi lauk nú um helgina með lokasýn- ingu Töfraflautunnar. Uppselt var á allar fjórar sýningar óper- unnar. Punkturinn yfir i-ið var svo settur á sunnudag með flutn- ingi sálumessu Mozarts. Það var Kammerkór Austurlands sem flutti. Það voru glaðir en þreyttir tónlistarmenn sem gengu frá og fluttu hver til síns heima að há- tíðinni lokinni, en „listabúðir" voru starfræktar í húsakynnum Alþýðuskólans á Eiðum með mötuneyti og tilheyrandi en þar hélt tónlistarfólkið til í tvær vik- ur. Töluvert var af tónlistarfólki sem kom að og kom sér vel að geta haldið til á einum stað. Frumkvöðlinum og stjórnandan- um Keith Reed var klappað lof í lófa og í lok hátíðarinnar fóru menn strax að velta því fyrir sér hvaða verkefni yrði valið næsta sumar. Ollum þeim sem hönd lögðu á plóginn við uppsetningu Mozart-veislunnar var svo boðið í mat og siglingu á Lagarfljóti með Lagarfljótsorminum. Byggðasafn Hafnarfjarðar Leikfanga- og minja- sýning í BYGGÐASAFNI Hafnarfjarðar í Smiðjunni, gömlu Vélsmiðju Hafn- arfjarðar við Strandgötu, standa yfir tvær sýningar. I Asbjarnarsal er leikfangasýn- ingin „Og litlu börnin leika sér“ þar sem sjá má leikföng frá hinum ýmsu tímum, allt frá leggjum og skeljum bændasamfélagsins til fót- stigins bfls frá eftirstríðsárunum. I stæiTÍ salnum sem tekinn var í notkun þann 16. júní sl. er sýning- in „Þannig var...“, sögu- og minjasýning á munum og myndum í eigu safnsins. Þar má m.a. sjá tannlæknastól Eiríks Björnssonar, líkbflinn sem lengi þjónaði Hafn- firðingum, eina af fyrstu Rafha- eldavélunum, trésmíðaverkstæði, hjól Hallsteins Hinrikssonar, slökkviliðsbfl, Melshúsabátinn og fleira. Nú í sumar fagnar Byggðasafn Hafnarfjarðar því, að 25 ár eru lið- in síðan safnið fékk húsnæði undir sýningarhald og geymslur, Sívert- senshús við Vesturgötu, elsta hús bæjarins. Hús Bjama og Rann- veigar Sívertsens segir mikla og skemmtilega sögu af lífi og starfi yfirstéttarfólks í bænum á fyrri- hluta 19. aldar. Húsið er nú ein- göngu notað undir muni og myndir sem á einhvern hátt tengjast Sí- vertsensfjölskyldunni, segir í fréttatilkynningu. Siggubær við Kirkjuveg, í skjóli Hellisgerðis, er einn af fáum bæj- um sem enn eru uppistandandi og þar sem hægt er að sjá hvernig verkafólk bjó í byrjun þessarar aldar. Sívertsenshús og Smiðjan eru opin alla daga frá 13-17 en Siggu- bær er opinn um helgar. Safnamið- inn er nýjung sem tekin var upp síðasta sumar og gildir hann í öll hús Byggðasafnsins og í Sjóminja- safn íslands. -------------- Sólrún Trausta sýnir í Galleríi Geysi SÓLRÚN Trausta Auðunsdóttir opnar sýningu í Galleríi Geysi, Hinu Húsinu, Vesturgötu 2, á morgun, laugardag kl. 16. Yfir- skrift sýningarinnar er „Búkland hið góða“. Sýniiigin samanstendur af mynd og texta þar sem orku- stöðvar mannsins eru persónu- gerðar. Sólrún Trausta útskrifaðist úr Fjöltækniskor Myndlista- og hand- íðaskóla íslands vorið 1997. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. Sýningunni lýkur 11. júlí. Umgjarðir og plastgler með afspeglun, rispuvatns- og móðuvörn Aðeins kr. 14.990________________ f f\ ijö\cffCf fiUCjUað eigin valifylgja með. Gegn framvísun þessa miða fœrðu silkiklút til að þrífa gleraugu að verðmæti kr. 490. Gildir til 7. júlí 1999 GLERAUGNAVERSLUN HAGKAUPI SKEIFUNNI 15 • 108 REYKJAVtK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.