Morgunblaðið - 26.06.1999, Page 17

Morgunblaðið - 26.06.1999, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 17 AKUREYRI MJÓLKURFRAMLEIÐENDUR á félagssvæði MjóLkursamlags KEA sem fengu viðurkenningu fyrir úrvals- mjólk á siðasta ári. Góður árangur mj ólkurframleiðenda STAÐA og horfur í mjólkurfram- leiðslu á félagssvæði Mjólkur- samlags KEA var til umræðu á árlegum fundi samlagsins og bænda í vikunni. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir úr- valsrnjólk en 83 mjólkurframleið- endur á félagssvæði KEA, eða réttur helmingur, framleiddi úr- valsmjólk allt árið í fyrra. Verð- ur það að teljast góður árangur sé horft til þeirra ströngu skil- yrða sem þarf að uppfylla. Mjólkursamlag KEA fékk út- flutningsheimild til Evrópusam- bandslanda á siðasta ári, fyrst ís- lenskra mjólkursamlaga og gæðastjórnunarkerfi sitt vottað eftir svokölluðu ISO 9001 staðli, fyrst íslenskra matvælafyrir- tækja. Einnig má nefna góðan árangur framleiðsluvara sam- lagsins á virtri mjólkurvörusýn- ingu í Danmörku. Hópur þeirra sem framleiða úr- valsmjólk hefur farið stækkandi ár frá ári og hefur aldrei verið jafn stór og nú. Þá hafa sjö fram- leiðendur komist í þennan heið- ursflokk tíu sinnum eða oftar. Vel heppn- uð tónlistar- hátíð í Mý- vatnssveit TÓNLISTARHÁTÍÐ í Mývatns- sveit var haldin í fyrsta skipti á dögunum, og tókst mjög vel, að sögn Margrétar Bóasdóttur, sem var listrænn stjórnandi hátíðarinn- ar. AIls komu fram tíu tónlistar- menn, fyrst með lifandi tónlist á veitingahúsum í sveitinni 17. júní. Þar var hvarvetna geysigóð aðsókn og sannkölluð þjóðhátíðarstemmn- ing í Gamla bænum við hótel Reynihlíð að kvöldi þjóðhátíðar- dagsins, þar sem gestir tóku vel undir í söng við hljóðfæraleik tón- listarfólksins. Sungu íslensk lög Daginn eftir, 18. júní, héldu fjór- ir söngvarar tónleika í félagsheim- ilinu Skjólbrekku og sungu íslensk lög, óperuaríur og dúetta. Söngv- ararnir voru Signý Sæmundsdótt- ir, Margrét Bóasdóttir, Óskar Pét- ursson og Bergþór Pálsson. Píanó- leik annaðist Kristinn Örn Krist- insson. Mjög góð aðsókn var og viðtökur tónleikagesta frábærar. Bravóhróp heyrðust og sögðust ýmsir heimamenn aldrei hafa upp- Ufað jafnmikla stemmningu í Skjólbrekku. 19. júní voru glæsi- legir tónleikar með flautuleik, gít- ar, söng og og píanóleik. Flytjend- ur þar voru Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau, flautuleikar- ar, Pétur Jónasson gítarleikari, Margrét Bóasdóttir, sópran og Kristinn Örn Kristinsson, píanó- leikari. Ættjarðarlögin í fjórum röddum Á sunnudag voru einnig vel heppnaðir barna- og fjölskyldutón- leikar í Grunnskólanum í Reykja- hlíð og rúsínan í pylsuendanum var svo Fjárlagakvöld í Skjólbrekku á sunnudagskvöldið. Þar mættu 120 manns úr allri sýslunni og víðar og sungu saman ættjarðarlögin í fjór- um röddum undir stjórn Jóns Stef- ánssonar organista, sem uppalinn er í Mývatnssveit. „I lokin var það mál manna að vonandi yrði áfram- hald á slíkum hátíðum og ekki mætti Fjárlögin vanta!“ sagði Mar- grét Bóasdóttir. GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 Cr æða flísar ^jyæða parket i^jyóð verð t*63 þjónusta fímmtudag til sunnudags Tetáuía kr 19fi> Frjálst val úr þessum tegundum: Birkikvistur Reyniblaðka Blátoppur Bjarkeyjarkvistur Japanskvistur Loðvíðir Úlfakvistur Stórkvistur Dögglingskvistur Yllir Víðiskvistur 6Jjölæmr plöntur 9 3 Ifywmar kr 999

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.