Morgunblaðið - 26.06.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 26.06.1999, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknir Ný skýrsla WHO um mengun og heilsutjón Alnæmi HIV-veiran kann að vera með öllu ódrepandi Geðsjúkdómar Bresk samtök segja geð- sjúkum mismunað Fleiri dauðsföll af völdum mengunar en bílslysa Bráðdrepandi útblástur Lundúnum. Reuters. FLEIRI dauðsföll má rekja til út- blásturs úr bifreiðum en til bílslysa, að því er segir í nýrri skýrslu AI- þjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Dr. Carlos Dora vann rannsókn þessa fyrir stofnunina og var hún gerð í þremur löndum, Frakklandi, Austurríki og Sviss. Varð niðurstað- an sú að mun fleiri létust af völdum öndunar- eða hjartasjúkdóma er rekja mætti til útblásturs úr bifreið- um heldur en færust í bílslysum. A vegum WHO er nú unnið að gerð áætlunar um hvemig draga megi úr mengun af völdum umferðar og er vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld í rúmlega 70 ríkjum muni á næst- unni leggja blessun sína yfir hana. Sligar heilbrigðiskerfið Dr. Carlos Dora sem starfar við Evrópumistöð WHO á sviði um- hverfis- og heilbrigðismála (e. WHO European Centre for Environment and Health) segir rannsóknir leiða í ljós að loftmengun sé tekin að leggja þungar byrðar á heilbrigðiskerfið. Við þetta beri síðan að bæta þeim skaða, sem umferð veldur með tilliti til slysa og hávaða auk þess sem götur, vegir og önnur samgöngu- mannvirki geri fólki erfiðara að stunda hjólreiðar og göngur. „Sú óhóflega áhersla, sem lögð hefur verið á bættar vegasamgöngur er tekin að skaða heilsu okkar,“ segir hann. 21.000 ótímabær dauðsföll I rannsókninni var um þriðjungur skaðlegrar loftmengunai- rakinn til vegasamgangna. Segir í niðurstöð- um hennar að á ári hverju megi rekja um 21.000 ótímabær dauðsföll í löndunum þremur til þess að við- komandi hafi um langan tíma þurft að anda að sér eitri því, sem er að finna í útblæstri bifreiða. A sama tíma fórust 9.947 manns í löndunum þremur í bílslysum. Að auki komst rannsóknarhópur- inn að þeirri niðurstöðu að rekja mætti um 300.000 viðbótartilfelli bronkítis í börnum til slíkrar meng- unar í löndunum þremur. Ætla Reuters Kæfandi loftmengun í Bombay á Indlandi. mætti að um 15.000 manns hefðu þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna hjartveiki, sem ekki hefðu þurft á slíkri þjónustu að halda, hefðu þeir hinir sömu verið lausir við útblásturinn. Kostnaðurinn sem öllu þessu fylgdi væri óheyrilegur eða um 27 milljarðar evra, rúmir 2.000 milljarðar króna. Konur sem eru að hætta að reykja ættu að stunda líkamsrækt Associated Press. Æfingin hjálpar reyklausum Reuters Líkamsrækt sýnist hjálpa þeim konum sem vilja hætta að reykja. KONUR, sem eru að hætta að reykja, ættu að stunda líkamsrækt af krafti vilji þær ná árangri. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að þær konur, sem iðka líkamsrækt, eru tvisvar sinnum líklegri til að ná að sigrast á tóbakinu en þær kynsystur þeirra, sem ekki auka til muna hreyfingu og brennslu. Þessi er alltjent niðurstaða rann- sóknar, sem hópur vísindamanna undir stjórn Bess Marcus vann að við Miriam-sjúkrahúsið í Providence í Rhode Island í Bandaríkjunum. „Eg get ekki fullyrt að þetta geti gagnast öllum en þegar tillit er tekið til þess hversu heilnæmt það er að reyna reglulega á líkamann leyfi ég mér að hvetja fólk, sem er að hætta að reykja, að ráðfæra sig við lækni sinn um að hefja skipulega líkams- rækt,“ segir Bess Mareus, sem er prófessor við Brown-háskóla. Greinilegur munur Könnunin tók til 281 konu, sem tók þátt í 12 vikna námskeiði til að hætta að reykja. Um helmingur þeirra iðkaði jafnframt líkamsrækt þrisvar í viku en samanburðarhópur- inn gerði það ekki. Af þeim 134 kon- um, sem stunduðu reglulega líkams- rækt, náðu 19,4% þeirra að hætta reykingum í tvo mánuði á meðan að 10,2% þeirra, sem voru í samanburð; arhópnum náðu sama árangri. í þeim hópi var að finna 147 konur. sem ekki iðkuðu líkamsrækt á með- an námskeiðið stóð yfir. Þremur mánuðum síðar höfðu 16,4% líkamsræktar-kvennanna enn ekki bilað í reykbindindinu en í hin- um hópnum var sá fjöldi 8,2%. Ari síðar höfðu 5,4% þeirra, sem ekki iðkuðu reglulega líkamsrækt, náð að halda sér reyklausum en 11,9% þeirra, sem það gerðu. Konurnar, sem tóku þátt í rann- sókninni, voru á aldrinum 18 til 65 ára og höfðu allar reykt í að minnsta kosti eitt ár. Skýrsla hópsins, sem birt var í Archives of Internal Medicine reyndist einnig hafa að geyma góðar fréttir fyrir þær konur, sem óttast að þær fitni óhóflega gefi þær nikótínið upp á bátinn. í ljós kom að þær, sem fóru í líkamsræktina þrisvar í viku, bættu að meðaltali aðeins við sig helmingi þess, sem konurnar í sam- anburðarhópnum gerðu. Karlar tóku ekki þátt í rannsókn þessari en forráðamenn hennar sögðu ekki tilefni til að ætla annað en hið sama ætti við um þá og kon- urnar. Ogerlegt að út- rýma HIV úr lrkamanum? Boston. Reuters. NYJAR rannsóknir á fólki, sem sýkt er af HlV-veirunni, er veld- ur alnæmi, benda til þess að sjúklingar þurfi að taka öflug lyf í áratug eða lengur til þess að útrýma veirunni úr líkama þeirra. Samkvæmt rannsókninni virðist fjöldi hvítra blóðkorna, er innihalda HlV-veiruna, minnka með tímanum. Þó er talið, að það kunni að taka „um það bil sjö til tíu ár af samfelldri og áhrifaríkri meðferð ... að út- rýma forðanum" og lækna sjúk- ling í raun og veru. Hópur rannsakenda við Rockefeller-háskóla í Banda- ríkjunum greindi frá niðurstöð- um sínum í New England Jo- urnal of Medicine. Dr. Linqi Zhang stýrði rannsókninni. I niðurstöðum hópsins segir, að vegna þess hve erfitt sé að við- halda meðferð svona lengi verði að finna betri leið til þess að drepa frumur sem veiran búi í. Stöðug endurnýjun HlV-forðans? Öllu neikvæðari niðurstöður annarrar rannsóknar, er birtar eru í sama hefti, benda til þess að HIV geti búið í frumum svo lengi, að með öllu sé ógerlegt að út- rýma henni með núverandi að- ferðum. Rannsakendahópur við læknadeild Northwestem-há- skóla í Chicago, undir stjóm Ma- nohar R. Furtado, komst að þeirri niðurstöðu, að þegar sýkt- ar frumur eldast og deyja kunni veiran að smita ný, hvít blóðkom. Sé þetta rétt sé afleiðingin sú, að forði líkamans af HIV endur- nýjist stöðugt, og um leið og sjúklingur hætti að taka lyf geti veiran valdið alnæmi. Því aðeins að þessi staða breytist með langtímameðferð, eða nýrri meðferð, eða öðmm aðferðum til að hefta útbreiðslu veirannar í vefjum, verði unnt að útrýma HIV. I niðurstöðum rannsókna, er birtar voru í Naturc Medicine íyrr á þessu ári, var talið að það myndi taka 60 ára langa meðferð að útrýma veirunni. Ný alnæmis- lyf geta losað líkamann við megn- ið af HlV-veirunni, en rannsak- endur hafa löngum vitað, að fjöldi eintaka af veimnni dylst í hvítum blóðkomum, og hvert og eitt get- ur hvenær sem er komið af stað banvænu alnæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.