Morgunblaðið - 06.07.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.07.1999, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Gjaldeyrisforði Seðlabanka íslands 31,1 milljarður Gengi krónunnar hækkaði um 0,7% í júní GJALDEYRISFORÐI Seðla- banka Islands dróst saman um 700 milljónir króna í júní og nam í lok mánaðarins 31,1 milljarði króna. Til samanburðar nam gjaldeyrisforðinn 29,6 milljörðum króna í lok desember 1998, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Seðlabanka íslands um helstu liði í efnahagsreikningi bankans. Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar, hækkaði um 0,7% í mánuðinum. A millibankamarkaði með gjaldeyri seldi Seðlabankinn 400 milljónir króna í júní umfram það sem hann keypti. Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum nam 8,6 milljörðum króna í júnílok miðað við markaðsverð og lækkaði um 700 milljónir í mánuðinum. Erlendar skammtímaskuldir dragast saman Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir hækkuðu um 3,9 millj- arða í júní og námu þær 15,5 millj- örðum í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir lækkuðu aftur á móti um tæpan milljarð og voru 4,5 milljarðar í lok hans. Er- lendar skammtímaskuldir, lán sem Seðlabankinn tekur af og til m.a. til að styrkja gjaldeyrisforðann, dróg- ust saman um 3,86 milljarða, og er- lend langtímalán lækkuðu um 1,67 milljarða í júní. Nettókröfur á ríkissjóð og ríkisstofnanir neikvæðar Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir lækkuðu um 3,5 milljarða króna í mánuðinum og voru neikvæðar um 5,3 milljarða króna í lok júní. Grunnfé bankans jókst um 0,9 milljarða króna í mán- uðinum og nam það 22 milljörðum króna í lok hans. Stefna Norræna fjárfestingarbankans að auka lán til starfsemi í Eystrasaltslöndunum Lánar BYKO-LAT 1,9 milljónir evra í GÆR var undirritaður samningur um lán Norræna fjárfestingarbank- ans til BYKO-LAT, dótturfyrirtæk- is BYKO hf. í Lettlandi. Lánið nem- ur 1,9 milljónum evra, eða um 146,7 milljónum íslenskra króna, og er til sjö ára. Lánið er veitt til fjármögnunar á uppbyggingu verksmiðju BYKO- LAT í Jumaras í Lettlandi en starfsemin felst í þurrkun og hefl- un timburs sem keypt er frá Lett- landi og Rússlandi og flutt út til ís- lands og ýmissa Evrópulanda, eins og segir í fréttatilkynningu frá BYKO. Vfðskiptaþekking flutt til Lettlands Að sögn Jóns Sigurðssonar, bankastjóra Norræna fjárfestingar- bankans, er lánveitingin í samræmi við stefnu bankans um stuðning við uppbyggingu atvinnulífs í Eystra- saltslöndunum. „Norræni fjárfest- ingarbankinn treystir BYKO. Fyr- irtækið hefur stundað kapp með forsjá og kemur örugglega til með að standa undir væntingum Nor- ræna fjárfestingarbankans,“ segir Jón Sigurðsson. Verkefnum, sem fela í sér útrás íslenskra fyrirtækja til annarra Norðurlanda eða Eystrasaltsríkja, virðist vera að fjölga í hópi þeirra verkefna sem hljóta ián frá Nor- ræna fjárfestingarbankanum. Bankinn lánar nú íslensku dóttur- fyrirtæki í fyrsta sinn, en að sögn Jóns Sigurðssonar hefur bankinn einungis lánað íslenskum móðuríyr- irtækjum áður. Hann segir mikil- vægt að líta til þess að BYKO er í raun og veru að færa tækniþekk- ingu og viðskiptakunnáttu til Lett- lands. „Það er mikilvægt að breyta þörfum, sem t.d. Eystrasaltsríkin hafa, í tækifæri til tekjuaukningar og sköpunar efnahagslegra verð- mæta. Breytingin úr áætlunarbú- Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, og Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO hf., handsala lánssamninginn í húsakynnum BYKO. skap yfir í markaðsbúskap er í raun fólgin í því,“ segir Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingar- bankans. Markmiðið að verða stærsti timburútflytjandi í Lettlandi Starfsemi BYKO-LAT hefur gengið vel allt frá stofnun þess árið 1993, að sögn Jóns Helga Guð- mundssonar,' forstjóra BYKO hf. „Lánið frá Norræna fjárfestingar- bankanum kemur tO með að skjóta styrkari stoðum undir framtíðar- rekstur fyrirtækisins og gera fyrir- tækinu kleift að ná því marlaniði sínu að verða meðal stærstu útflytj- enda timburs í Lettlandi," segir Jón Helgi. „Okkur er ákaflega mikill stuðn- ingur í láni Norræna fjárfestingar- bankans, en hingað tU höfum við fjármagnað rekstur dótturfyrirtæk- isins í Lettlandi út úr okkar rekstri og þetta er fyrsta lánið sem við tök- um,“ segir Jón Helgi. „Við ætlum að auka við afkastagetu BYKO-LAT og sækja inn á stærri markaði í auknum mæli. Nú flytjum við út til Frakklands, Hollands, Danmerkur og Bretlands, auk Islands, og við ætlum að rækta viðskiptasambönd í þessum löndum enn frekar,“ segir Jón Helgi. „Við gerum ráð fyrir að timbur- útflutningsfyrirtæki í Lettlandi verði færri og stærri þegar fram líða stundir, það er að segja að samþjöppun verði á þessum mark- aði. Það, ásamt fjárfestingartæki- færum sem lánið veitir okkur, á eft- ir að koma BYKO-LAT í hóp stærstu fyrirtækjanna á þessum markaði," segir Jón Helgi Guð- mundsson, forstjóri BYKO hf., að lokum. Manchester United í Mið- Austurlöndum FORRÁÐAMENN hins sig- ursæla knattspyrnufélags Manchester United á Bret- landi hafa tekið saman hönd- um við eitt af leiðandi versl- unarfyrirtækjum í Mið-Aust- urlöndum, Gray Mackenzie, í fyrirætlunum um að opna þar keðju af „Theatre of Dr- eams“-verslunum. Mun Gray Mackenzie hafa einkarétt á að selja varning merktan Manchester United í þeim löndum, segir forstjóri versl- unarfyrirtækisins, Peter McEhvaine. Fyrsta verslunin mun væntanlega verða opnuð í mars nk. í Dubai, en áætlan- ir eru um fleiri verslanir í Saudi Arabíu, Egyptalandi, Líbanon, Kuwait, Abu Dhabi, Bahrain, Oman og Qatar. Næstráðandi Manchester United, Peter Kenyon, sagði að íþróttafélagið myndi út- vega allan söluvarning; frá íþróttabúningum til lykla- kippa. Netið í þjónustu Murdochs RUPERT Murdoch var fyrstur með gervihnattasjónvarpið og nú hefur hann tekið Netið í þjónustu sína, eins og segir á fréttavef BBC. Murdoch hefur nú hafið samstarf við japanska fj ái-festingarfélagið Softbank um að selja skuldabréf á Net- inu. Ymis bresk fyrirtæki hafa hækkað í verði við það að taka Netið í þjónustu sína og það er talið fjölmiðlafyrirtækjum nauðsynlegt að fjárfesta i net- fyrirtækjum eða færa starf- semi sína inn á Netið. Jafnvel bara það að nefna Netið í um- fjöllun um fyrirtæki getur haft áhrif. A Ð F O N G II ðtnutningur tll Færeyja Hefur þú áhuga á að koma þínum vörum til Færeyskra neytenda? Aðföng ehf. er að hefja útflutning til SMS í Færeyjum á íslenskum og innfluttum vörum í samvinnu við framleiðendur og innflytjendur. SMS í Færeyjum á og rekur 6 smásöluverslanir sem eru markaðsleiðandi og mjög öflugar á því sviði. Aðföng auglýsa eftir áhugasömum útflytjendum til samstarfs um sölu og markaðssetningu á vörum í Færeyjum. Áhugasamir sendi upplýsingar til Jóns Ólafs Lindsay í Aðföngum, merktar „Útflutningur - Færeyjar” eða í tölvupósti, jon.lindsay@adfong.is. Aðföng ehf. er innkaupa- og dreifingarfyrirtæki á sviði matvöru og sérvöru, hið langstærsta sinnar tegundar á íslandi. Aðföng eru í eigu Baugs hf., sem á og rekur verslanakeðjurnar Hagkaup, Bónus, Nýkaup, 10-11 og Hraókaup. SMS í Færeyjum er að 50% hluta í eigu Baugs hf. II Ð F O N G Skútuvogi 7, 104 Reykjavík Sími 530 5600 - Fax 588 4220 WSBSIBSISSSIíWtSMIMiaSWBSSSSSSA wmmmmm Hugsanleg yfírtaka á Elf Aquitaine París. London. Reuters. FIMMTA stærsta olíufé- lag í heimi, hið fransk- belgíska TotalFina, hefur gert tilboð í keppinaut sinn, franska olíufélagið Elf Aquitaine, en Elf gerði tilboð í norska félagið Saga Petroleum í síðasta mánuði. Tilboð TotalFina hljóð- ar upp á 42 milljarða evra, sem samsvarar rúmum 3.242 milljörðum íslenskra króna. Ef samruninn verð- ur að veruleika, yrði fyrir- tækið fjórða stærsta olíu- félag í heimi. Hlutabréf í Elf hækka um 21% Hlutabréf í Elf-olíufélaginu hækk- uðu í gær um 21% og áttu þvi stóran þátt almennri hækkun á bréfum í orkufyrirtækjum í gær. Sérfræðing- ar segja frekari hækkun á bréfum fé- lagsins mjög líklega, allt upp í 190- 200 evrur, en gengið var í gær 145,9 evrur. Talsmenn Elf-olíufélagsins sögðu tilboðið ekki þjóna hagsmunum hlut- Thierry Desmarest, stjórnarformaður TotalFina hafa Elf og er litið á það sem óvinveitt, sérstaklega vegna aukins atvinnuleys- is sem fylgt gæti í kjölfar samrunans. Samþjöppun eignar- halds á olíumarkaði Stjórnarmenn Total- Fina gera ráð fyrir að 4.000 manns um allan heim muni missa atvinn- una í kjölfar samrunans en vonast til þess að til- boðið geti þrátt fyrir það talist vinveitt. Þeir sjá fram á 20% hagnaðar- aukningu á næstu árum ef yfirtakan gengur eftir. TotalFina-olíufélagið varð til fyrir skömmu, við samruna franska olíufé- lagsins Total og hins belgíska Petrofina. Samþjöppun eignarhalds á þessum markaði virðist ætla að halda áfram, en hún varð nokkur á síðasta ári þegar BP-olíufélagið keypti olíufélagið Amoco fyrir 55 milljarða dollara og í kjölfarið kom yfirtaka Exxon á Mobil fyrir 80 milljarða dollara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.