Morgunblaðið - 06.07.1999, Page 48

Morgunblaðið - 06.07.1999, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 Gleraugnaverslun Kringlunni Sjóntækjafræðingur Óskum eftir að ráða sjóntækjafræðing til starfa. Upplýsingar á staðnum. Félagsþjónustan Unglingaráðgjafi Á hverfaskrjfstofu Félagsþjónustu Reykjavíkur- borgar að Álfabakka 12 er laust starf unglingaráðgjafa. Ráðgjafinn sinnir meðferðarmálum unglinga og fjölskyldna þeirra og annast samskipti við aðrar stofnanir sem hafa með málefni unglinga að gera. , Gerð er krafa um menntun á sviði félagsráð- gjafar eða annarrar háskólamenntunará sviði félags-, uppeldis- eða sálarfræði. Þekking og reynsla af meðferðarmálum æskileg. Umsóknarfresturertil 14. júlí nk. Umsóknar- eyðublöð liggja frammi á hverfaskrifstofunni og aðalskrifstofu Félagsþjónustunnar. Um- sóknir berist forstöðumanni hverfaskrifstof- unnar, Þóru Kemp, sem veitir nánari upplýs- ingar um starfið, ásamt Kolbrúnu Ögmunds- dóttur, deildarstjóra í síma 535 3300. Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaöur sem veitir borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur mikla áherslu á fraeðslu og slmenntun fyrir starfsfólk sitt, að upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Fteykjavfkurborgar I málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu sem veitt er. Allir nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf reglulega um starfsemi stofnunarinnar. Félagsþjónustan í Reykjavík hót áður Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. H I Seltjarnamesbær Liðveisla — stuðningur Félagsþjónusta Seltjarnarnesbæjar óskar eftir að ráða fólktil liðveislustarfa. Liðveisla er stuðningur við fatlaða sem felst m.a. í að fara með þeim út af heimilum þeirra í tómstundir og ýmsa afþreyingu. Um er að ræða tímavinnu og er vinnutíminn yfirleitt seinni hluta dags og að hluta um helgar. Verið er að leita að liðveislu fyrir unglinga og ungt fólk. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af starfi með fötluðum. Allar nánari upplýsingarveitirSigrún Magn- úsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í dag og næstu daga " á Bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austur- strönd 2, sími 561 2100. Félagsmálastjóri. Bílstjórar/vélamenn ístak óskar eftir að ráða bílstjóra/vélamenn í vinnu við Sultartangavirkjun. Upplýsingar gefur Árni Baldursson í síma 897 0091 eða 853 4012. ÍSTAK Vörubílstjórar Vantar vana vörubílstjóra strax. Mikil vinna framundan Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 899 2303 og á skrifstofu í síma 565 3140. Klæðnina ehf., Vesturhrauni 5. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Kennarar — nú er lag! Nú vill svo skemmtilega til að við getum boðið áhugasömum og kraftmiklum kennurum stöðu við Setbergsskóla. Um er að ræða kennslu yngri barna og allar upplýsingar gefur skóla- stjóri Loftur Magnússon í síma 555 2915 og 565 1011. Skóiafulttrúinn í Hafnarfirði. ATVIIMIMUHÚSNÆÐI Til leigu Vatnagarðar 14. Upplýsingar í síma 568 1931. ■■■■■■Umm^^ FORVAL Umsýslustofnun varnarmála, sala varnarliðseigna f.h. Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli auglýsir hér með eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í forvali vegna útboðs á verki á ratsjárstöðvunum á Miðnesheiði, Gunnólfsvíkurfjalli, Stokksnesi og Bolafjalli. Verkið felur í sér breytingar á rafmagnsbúnaði íslenska loftvarnarkerfis (IADS) ratsjárstöðvanna, s.s. breytingu á núverandi aðalrofa og stofnbúnaði. Innifalið í verkinu er m.a. lagnir í 4“ stálrörum; raflagnir (500 KCMIL # 10); uppsetning og breytingar á rofa, stýri og stjórnbúnaði; niðurrif á núverandi búnaði og lögnum. Ef þátttakendur áforma að ráða undirverktaka til verksins, að hluta eða öllu leyti, skal veita sömu upplýsingar um þá og krafist er af forvalsþátttakendum, skv. forvalsgögnum. Áætluð samningsfjárhæð er á bilinu 500 þúsund - 1 milljón bandaríkjadalir. Verklýsing [Statement of Work, Solicitation Number: N62470-97-B-8107) fylgir forvalsgögnum. Forvalsgögn ber að fylla samviskusamlega út. Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins áskilur sér rétt til að hafna forvalsgögnum sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttakendum eftir að forvalsfrestur rennur út. Forvalsfrestur er til 19.júlí 1999. Forvalsgögn fást hjá Umsýslustofnun varnarmála, sölu varnarliðseigna, Grensásvegi 9, Reykjavík og að Brekkustíg 39, Reykjanesbæ. Frá og með 12. júlí n.k. ber að nálgast forvalsgögnin í utanríkisráðuneytinu, varnarmálaskrifstofu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Umsýslustofnun varnarmála, Sala varnarliðseigna. FORVAL Umsýslustofnun varnarmála, sala varnarliðseigna f.h. Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli auglýsir hér með eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í forvali vegna útboðs á skrifstofuhúsgögnum. Um er að ræða kaup á skrifborðum, vinnustöðvum og skápum. Ef þátttakendur áforma að ráða undirverktaka til verksins, að hluta eða öllu leyti, skal veita sömu upplýsingar um þá og krafist er af forvalsþátttakendum, skv. forvalsgögnum. Gert er ráð fyrir því að fulltrúar þeirra fyrirtækja er uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þátttakenda í útboðinu munu fara í vettvangsskoðun á Keflavíkurflugvelli til að geta metið þarfir verkkaupa. Áætluð samningsfjárhæð er á bilinu 200 þúsund - 300 þúsund bandaríkjadalir. Forvalsgögn ber að fylla samviskusamlega út. Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins áskilur sér rétt til að hafna forvalsgögnum sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttakendum eftir að forvalsfrestur rennur út. Forvalsfrestur er til 19.júlí 1999. Forvalsgögn fást hjá Umsýslustofnun varnarmála, sölu varnarliðseigna, Grensásvegi 9, Reykjavík og að Brekkustíg 39, Reykjanesbæ. Frá og með 12. júlí n.k. ber að nálgast forvalsgögnin í utanríkisráðuneytinu, varnarmálaskrifstofu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Umsýslustofnun varnarmála, Sala varnarliðseigna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.