Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mestu óeirðir í fran síðan keisaranum var steypt af stóli fyrir tuttugu árum Síðustu forvöð fyrir Khatami Iransforseta Námsmenn í Iran krefjast meira frelsis fjölmiðla, aukinna borgararéttinda og vilja að umbótasinnað- ur forseti landsins taki við stjórn lögreglunnar. Þótt forsetinn sé ennþá helsta hetja stúdent- anna virðist ekki mikið mega út af bera til að það breytist. MÓTMÆLAAÐGERÐIR náms- manna í íran undanfarna daga eru að sögn fréttaskýrenda mestu óeirð- ir sem orðið hafa í landinu síðan klerkastjórnin, undir forystu Aya- tollah Khomeinis, hrifsaði völdin 1979 og steypti keisaranum af stóli. Slagorðin sem námsmennimir hafa hrópað á götum úti undanfarið, „frelsi“, og „niður með einræðið", eru þau sömu og foreldrar þeirra hrópuðu fyrir 20 árum þá tíu daga sem uppreisnin stóð og batt enda á tvö þúsund ára einveldi í Iran. Háskólastúdentar í fran eru alls rúmlega milljón talsins og hafa með sér nokkur samtök. Þeir hafa verið öflugir stuðningsmenn umbótastefnu Mohammads Khatamis forseta og snöggir að hópast út á götur til að mótmæla harðlínumönnum. Hins vegar hefur líka minnkað þolinmæði þeirra gagnvart hægagangi í um- bótaaðgerðum. Óeirðirnar hófust sl. fostudag í kjölfar þess að dómstóll klerka- stjórnarinnar bannaði útgáfu dag- blaðsins Sa/am, en blaðið átti stóran þátt í því að Khatami, núverandi for- seti, náði kjöri fyrir tveim árum. Dómstóllinn sagði blaðið hafa birt leynilegar upplýsingar frá yfirvöld- um og hefði birtingin komið róti á huga almennings. Þessi dómstóll var settur á lagg- irnar af Ayatollah Khomeini skömmu eftir byltinguna 1979 til þess að rétta í máli klerka sem taldir voru hallir undir keisarastjórnina. Hin síðari ár hefur dómstólnum ver- ið beitt til að þrýsta á klerka sem ekki styðja stefnu Ayatollah Ali Khamenei, æðsta trúarleiðtoga landsins. Undanfama mánuði hefur valda- barátta milli umbótahreyfmgar Khatamis forseta og íhaldsmanna í klerkastjórninni farið harðnandi. Næsta vor verða haldnar þingkosn- ingar og segir fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, baráttuna standa á milli íhaldsmanna og um- bótasinna um inntak írönsku bylting- arinnar. Fjölmiðlaumbætur Khatami hafði hvatt til frjálslynd- is, mannréttinda og lýðræðislegra umbóta og reyndi að koma á tengsl- um við ríki, sem hafði yfirleitt óttast og vantreyst Iran. Undanfarna mán- uði hafa harðlínumenn beint spjótum sínum að fjölmiðlaumbótum, að því er BBC segir, en þessar umbætur hafi orðið til þess að fjölmiðlar hafi látið sífellt meira í sér heyra. Meðal helstu stuðningsmanna Khatamis forseta er framkvæmda- stjóri Irna, hinnar opinberu frétta- stofu landsins, Fereidoun Verdi- nejad, en hann hefur verið hnepptur í varðhald og ákærður af dómstólum. Menningarmálaráðherrann, Ataollah Mohajarani, sem var í fararbroddi fjölmiðlaumbótanna, slapp naumlega við að vera ákærður af þinginu fyrir embættisafglöp, á þeim forsendum að hafa „spillt íslömskum gildum". Reuters NÁMSMENN í Teheran hlúa að skólasystkinum sinum sem særðust í átökum við lögreglu á mánudagskvöld. ÍRANSKIR piltar standa frammi fyrir mynd af (f.v.) Mo- hammad Khatami, Ayatollah Khomeini og Ayatollah Khameini. Fjölmiðlar hafa undanfarið lítið fjallað um hlutskipti eins lykilbanda- manns Khatamis, Gholamhossein Karbaschi, borgarstjóra í Teheran, sem var fangelsaður fyrir meinta spillingu, þrátt fyrir að næstum helmingur þingmanna skrifaði undir beiðni um að hann yrði náðaður. Auknar kröfur Námsmennirnir krefjast þess nú, að forsetinn taki sjálfur við yfir- stjórn lögreglunnar af Khamenei. Khamenei hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð lögreglunnar við mótmælaaðgerðum námsmanna. í borginni Tabriz, sem er í norðvest- ur Iran, lést námsmaður í átökum við lögregluna, sem beitt hefur kylf- um og táragasi til að leysa upp mót- mælasamkomur. Þessi opinbera gagnrýni á Khamenei er einsdæmi, en bannað er með lögum að gagnrýna gjörðir æðsta trúarleiðtoga ríkisins og hann er í raun ekki ábyrgur gagnvart neinum. Hann stjórnar dómskerfinu og ríkisfjölmiðlum, auk lögreglunn- ar, en hefur reyndar sett stjórn hennar að nokkru í hendur innanrík- isráðherrans. Krafa námsmannanna um að aflétt verði banninu á útgáfu Salam hefur aukist og hljóðar nú upp á verndun fjölmiðlafrelsis og víðtækari umbæt- ur. Stjórnmálaskýrandi frönsku fréttastofunnar AFP segir þó, að námsmennina, sem nú hafi uppi um- bótakröfur, skorti þá eindrægni sem kynslóð foreldra þeirra hafi fundið í markmiði mótmælaaðgerða sinna. Sumir krefjist nú hreinlega gagn- gerra breytinga á stjórnkerfinu í Ir- an, en aðrir segist ekki vilja bylt- ingu, heldur að umbætur verði gerð- ar á valdakerfinu innan frá. „Það þarf allt að breytast, frá toppi til tá- ar,“ hefur AFP eftir 22 ára gömlum námsmanni. En aðrir námsmenn eru hófsam- ari, annaðhvort af sannfæringu eða raunhæfum ástæðum. „Við viljum ekki nýja byltingu, aðeins umbæt- ur,“ sagði læknisfræðistúdína. „Ef við myndum reyna að gera byltingu á ný myndu afleiðingarnar verða harkaleg viðbrögð sem myndu breyta landinu í annað Afganistan,“ sagði hún og skírskotaði til harðlínu- stjórnar Talíbana í Afganistan, sem komið hafa á múslímskri bókstafs- stjóm. Ayatollah Khamenei hefur sakað „utanaðkomandi óvini“ um að eiga sök á óeirðunum og þá sérstaklega Bandaríkin. Eitt helsta málgagn harðlínumanna, dagblaðið Jomhuri- je Eslami, fordæmdi námsmennina fyrir að reyna að kollvarpa íslamska kerfinu. Óeirðirnar komu íhaldssöm- um trúar- og stjórnmálastofnunum að óvörum, en þær eru nú farnar að gefa út yfirlýsingar til stuðnings Khamenei. íranskt lýðveldi Þungamiðja óeirðanna er nú, sem fyrir tuttugu árum, Teheran-háskóli við Byltingarstræti, sem hét reyndar Rezastræti, eftir keisaranum, fyrir tuttugu árum. Þótt slagorðin hljómi kunnuglega bendir fréttaskýrandi AFP á það, að núna vanti í þau ís- lamska þáttinn. Fyrir tuttugu árum hrópuðu námsmennirnir: „Sjálfstæði, frelsi, íslamskt lýðveldi.“ Núna hljóði kraf- an upp á „íranskt lýðveldi“. Ólíkt því sem var 1979 eigi mótmælendurnir núna engan heillandi leiðtoga, nema ef vera skyldi Khatami forseti, og bera margir námsmenn mynd af honum í mótmælagöngum sínum. Stefnuskráin sem tryggði Khatami óvænt kjör í forsetakosn- ingunum fyrir tveim árum, helst vegna stuðnings kvenna og náms- manna, er stefnuskrá flestra náms- manna nú. Auk fjölmiðlafrelsis krefj- ast þeir aukinna borgararéttinda og tilslakana í menningarmálum. Þetta voru helstu stefnumál Khatamis í kosningunum, en íhaldssamir and- stæðingar hans hafa komið í veg fyr- ir að hann geti hrint þeim í fram- kvæmd. Khatami næstur? En fréttaskýrendur benda á að forsetinn njóti ekki ótakmarkaðs stuðnings meðal námsmanna og hann verði að standa við gefin loforð. „Þetta er síðasta tækifærið sem Khatami fær,“ hefur AFP eftir 23 ára námsmanni. „Ef hann breytir ekki nú verður hann gagnrýndur næst.“ Nokkrar smáar hreyfingar frjáls- lyndra og þjóðernissinna, sem stjórnvöld hafa opinberlega bannað en í raun leyft að starfa, hafa einnig notið aukins stuðnings meðal náms- manna. Hafa margir borið mynd af Darjush Foruhar, þjóðernissinnuð- um stjórnarandstæðingi, sem harð- línusinnaðir leyniþjónustuliðar myrtu í fyrra. Þá hafa námsmenn sífellt meira haldið á lofti mynd þjóðernissinnans Mohammads Mossadeqs, sem var forsætisráðherra á sjötta áratugnum, en var steypt af stóli í hallarbyltingu, sem Vesturlönd studdu, fyrir að fara aðrar leiðir en keisarinn. Boða hlé á sjálfs- morðs- árásum KÚRDÍSKIR aðskilnaðarsinnar og stuðningsmenn Abdullah Öcalans lýstu því yfir í gær að fleiri sjálfsmorðsárásir yrðu ekki gerðar til að mótmæla tyrknesk- um yfiiyöldum, sem nýlega dæmdu Öcalan til dauða, nema að leiðtogi þeirra fyrirskipaði annað. Lögreglan í Tyrklandi hefur handtekið fjórar konur sem grunaðar eru um að hafa staðið að baki sprengjutilræði í Istanbul í sl. viku, í kjölfar dómsins yfir Öcalan, þar sem einn lét lífið og yfir 20 særðust. Scharping í stað Solana? EMBÆTTISMENN Atlants- hafsbandalagsins (NATO) hafa lýst yfir eindregnum vilja til að Rudolph Scharping, vamarmála- ráðhema Þýskalands, verði eftir- maður Javier Solana, fram- kvæmdastjóra bandalagsins, en Solana mun hætta störfum í október næstkomandi. Sögðust þeir vonast tO að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, samþykkti að leysa Scharping frá störfum til að geta tekið við embættinu. Réttað yfír barnaníðingi RÉTTARHÖLDUM yfir 22 ára gömlum sænskum karlmanni lauk í gær eftir að sannað þótti að hann hefði dreift bamaklámi til yfir 25 landa í gegnum Netið. Hann hafði ítrekað nauðgað fimm ára gömlum stjúpsyni sín- um og fundust á heimÚi hans 47.435 myndir og yfir 800 mynd- bandspólur sem báru vitni um grimmilega misnotkun hans á tólf bömum á heimili hans í Orebro. Var yngsta barnið þriggja ára gamalt. Er talið að maðurinn eigi við geðveiki að stríða en enn hefur ekki verið kveðinn upp dómur í máli hans. Hungursneyð yfírvofandi SAMEINUÐU þjóðimar hafa beðið um rúmlega 3,5 milljarða króna í aðstoð til Eþíópíu þar sem almenn hungursneyð virðist yfirvofandi á ný, sé ekkert að- hafst, að sögn samtakanna. Beiðnin kann þó að falla í mis- jafnan jarðveg þar sem yfirvöld þar í landi halda áfram að eyða milljónum í stríð við nágranna- þjóðina, Erítreu, sem staðið hef- ur yfir í 13 mánuði. „Lestarmorð- inginn“ gefur sig fram RAFAEL Resendez-Ramirez, eða „lestarmorðinginn" eins og hann hefur verið kallaður, gaf sig fram við bandarísku alríkis- lögregluna, FBI, í gær. Var hann á lista yfir tíu hættuleg- ustu, eftirlýstu glæpamenn Bandaríkjanna. Hann er grunað- ur um að hafa orðið átta manns að bana víðs vegar í Bandaríkj- unum, en hann ferðaðist með lestum og myrti fórnarlömb sín skammt frá lestarteinum eða - stöðvum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.