Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 374 tíma þá var ævinlega auðvelt og sjálfsagt að taka upp þráðinn að nýju eins og aldrei hefði verið um fjarveru að ræða. Alltaf hélst vinátt- an og aldrei bar skugga á. Helga hafði elskulega framkomu og átti gott með að umgangast fólk. Með glöðu geði sínu hreif hún alla sem hún hitti. Helgu var margt til lista lagt. Hún var mikill fagurkeri og bar heimili hennar þess vitm og þangað var ávallt gott að koma. Ástúð henn- ar og hlýja hafði þau áhrif að öllum leið vel í návist hennar. Þau hjónin höfðu mikla ánægju af því að ferðast og síðustu árin dvöldu þau langdvölum í Flórída og undu þar hag sínum mjög vel. Allir urðu betri af kynnum og samvistum við Helgu. Það fundum við svo vel alla tíð. Hennar stóra og góða fjölskylda naut návistar henn- ar og elsku sem hún miðlaði svo ríkulega - til Páls og bamanna og síðar tengdabama, bamabama og langömmubams. Við, góðar vinkonur Helgu um áratugaskeið, munum ævinlega minnast hennar með innilegu þakk- læti fyrir samfylgdina, fyrir einlæga vináttu hennar og tryggð. Við sökn- um sárt vinar í stað. Við vottum Páli og bömum þeirra, tengdabömum og öðram ættingjum okkar dýpstu samúð. Þau hafa mikið misst. Blessuð sé minning Helgu Vigg- ósdóttur. Hvíl í friði, elsku vinkona, og þakkir fyrir allt og allt. Vinkonurnar í sauma- klúbbnum: Margrét, Ásta, Rannveig, Þóra, Sigríður, Fríða, Brynhildur og Vigdís. Það era forréttindi að hafa fengið að þekkja Helgu Viggós. Hún var yndisleg manneskja, vel gefin, já- kvæð, aðlaðandi, skemmtileg, hlát- urmild og hreinskilin. Eg var svo lánsöm að þekkja hana alla ævi, þar eð hún var vinkona mömmu. En hún var líka vinkona mín og minna. Hún spjallaði við mig um allt milli himins og jarðar, þó mest eitthvað tengt mömmu. Eg talaði stundum við hana um hana sjálfa í þriðju per- sónu, sagði þá: „Hvað segir mamm- an?“ Hún var „mamrnan". Hún var „primus motor“ í sinni fjölskyldu, elskuð, dáð og virt í senn. Enda ekki hægt annað. Ég veit mæta vel að henni hefðu trúlega ekki líkað þessi skrif mín, en nú tek ég mér hana til fyrirmyndar og segi það sem mig langar til að segja með hreinskilnina að vopni. Hreinskilni Helgu Viggós var aðdáunarverð og get ég ekki ímyndað mér að nokkur hafi ekki getað tekið henni. En svo er auðvit- að ekki sama hvernig hlutirnir era sagðir. Eins og Helga sagði þá voru þeir í góðu lagi. Helgu Viggós verður sárt saknað en minninguna um þessa frábæru konu tekur enginn frá okkur. Sigrún „Siggu Steingríms". „Þá sem hann íyrirhugaði, þá hef- ur hann og kallað og þá sem hann kallaði, hefur hann og réttlætt, en þá sem hann réttlæti, hefur hann einnig vegsamlega gjört.“ (Róm. 8.30.) Fallega röddin þín er hljóðnuð en ég heyri hana fyrir mér. Hlýlegi hláturinn þinn heyrist ekki oftar en ég man hann og gleymi honum aldrei. Húmorinn þinn, sem aldrei var á kostnað náungans, lifir þó í Viggu og hinum bömunum þínum og sömuleiðis hjartahlýjan þín og höfðingslundin. Engin önnur en þú hefði í stöðunni setið og prjónað dúskhúfur á drenginn minn. Engin önnur en þú hefði í stöðunni fylgst með okkur Helga og stutt okkur á alla lund. Þú sveikst heldur aldrei sannfæringu þína og hafðir ávallt mannlega þáttinn í fyrirrúmi en lést þér fátt um finnast kjaftasögur og kreddur til þess eins fallnar að stía í sundur. Glaðværð, hlýja og hrein- skilni vora þín aðalsmerki og fegurð og glæsileika varstu krýnd. Eg kveð þig með ást og virðingu og votta Páli og bömunum innilega samúð. Guð blessi minningu Helgu Viggósdótt- ur. Þórdís Bachmann. + Böðvar Svein- bjamarson fædd- ist á fsafirði 7. aprfl 1917. Hann lést á þjúkrunardeild Hrafnistu 5. júní síð- astliðinn og fór út- förin fram frá Isa- Qarðarkirkju 18. júní. Eftirfarandi minn- ingargrein átti að birtast 19. júm' síð- astliðinn en vegna mistaka fórst það fyrir og eru hlutað- eigandi beðnir vel- virðingar. Látinn er í Reykjavík vinur minn og öðlingurinn Böðvar Sveinbjam- arson frá ísafírði og langai- mig að minnast hans hér. Böðvar var bor- inn og bamfæddur Isfirðingur og mjög stoltur af heimahögum sínum. Um tvítugt er honum falin verk- stjóm í rækjuverksmiðju er ísa- fjarðarkaupstaður rak, þetta var á kreppuáranum og var þessi verk- smiðja geysistór vinnustaður og veitti mörgum kærkomna atvinnu. Þama má segja að teningi hafi verið kastað í lífi Böðvars, því þegar bær- inn dró sig út úr rekstrinum keypti Böðvar hlut í verksmiðjunni og varð atvinnurekandi upp frá því eða í um hálfa öld. Böðvar og eiginkona hans ráku verslun á ísafirði í mörg ár og var gaman að heyra hann segja frá því hvernig hlutir gengu fyrir sig á tím- um skömmtunar og nefnda er öllu réðu á þessum árum. Eiginkona Böðvars var Iðunn Ei- ríksdóttir, mikil gáfu- og sómakona sem því miður lést fyrir aldur fram, og varð fjölskyldunni mikill harmdauði. Heimili þeirra á Tún- götu 7 var glæsilegt og gestrisni og höfðingsskapur í fyrirrúmi. Þau hjón létu sér ekki nægja að stunda stórfelldan atvinnurekstur heldur nutu félagsmál Isafjarðar krafta Ið- unnar sem var virkur þátttakandi og í forsvari í ýmsum félögum á ísa- firði. Böðvar var mjög virkur í Sjálfstæðis- flokknum og lagði drjúgan skerf að vexti og viðgangi flokksins alla tíð. Á ísafirði fór fram hatröm barátta í pólitík fyrir og um miðja öldina og var þá oft handagangur í öskj- unni hjá þeim sem skipuðu bakvarðasveit og skipulögðu málin, en þar var hann í ess- inu sínu. Böðvar sóttist aldrei eftir því að kom- ast í framboð eða vera sá sem sviðsljósið beindist að, en hans áhrif vora þó ótvíræð í ísfirskri pólitík. Björgvin Bjarnason, fram- kvæmdastjóri á Langeyri, og Böðv- ar tóku mig í hálfgert fóstur þegar ég ungur og óharðnaður maður kom vestur á Isafjörð og hóf störf hjá keppinaut þeirra, O.N. Olsen. Báðir vora harðfullorðnir og lífsreyndir menn sem höfðu staðið í stórfelldum atvinnurekstri um áratugaskeið, reynsla þeirra varð mér ómetanlegt veganesti. Það var gaman að hlusta á Böðvar og Björgvin spjalla saman um vestfírska pólitík um miðja öld- ina, og bar þá jafnan hæst sigurinn yfir krötum 1946. Þeir voru hafsjór af fróðleik og afburðaskemmtilegir sögumenn, marga stundina undi ég mér við að hlusta á frásagnir af mönnum og málefnum af vörum þeirra. Árið 1955 stofnar Böðvar Niður- suðuverksmiðjuna hf. ásamt Ragn- ari Jakobssyni og minntist Böðvar hans oft sem mikils heiðursmanns og að fyrir hans tflstflli hafi tekist að koma fyrirtækinu á laggimar, síðar keypti Böðvar hlut hans í fyr- irtækinu. Auðvitað gekk oft mikið á í rekstrinum og reyndi þá oft á sam- skipti við banka og lánastofnanir en alltaf tókst Böðvari að sigla mOli skers og bára og lifa af. En það gat verið duttlungum háð hverjir lifðu af eða ekki í fyrirtækjarekstri á þessum tíma. Böðvar var traustur og sanngjam maður, það kom nánast alltaf í hlut hans að vera í forsvari fyrir rækju- iðnaðinn á ísafirði gagnvart ráða- mönnum í Reykjavík. Ferðimar tO Reykjavíkur urðu margar og sumar strangar og fundir ekki alltaf frið- samir en flestir leystust þeir farsæl- lega, ekki síst fyrir tilstilli Böðvars. Rækjuiðnaðurinn á ísafirði naut krafta sannkallaðra baráttujaxla, manna sem þekktu erfiða lífsbarátt- una af eigin raun og gerðu sér grein fyrir að hagsmunir heildarinnar væra það sem bæri að hafa að leið- arljósi en ekki stundargróði. Það var gæfa Böðvars hversu gott og tryggt fólk réðst tO hans í vinnu, en meðan rækjan var öll handpOluð var starfsmannafjöldi mOdll og margir ungir ísfirðingar fengu sín fyrstu laun fyrir handpOl- un hjá Niðursuðuverksmiðjunni hf. Hann umgekkst starfsfólk sitt af vinsemd og virðingu og var vinsæll yfirmaður. Hægri hönd Böðvars um áratugaskeið var verkstjóri hans Viggó Norðkvist, mikOl sómamaður sem dyggilega og af heOindum vann Niðursuðuverksmiðjunni allt er hann mátti. Þegar ég kynntist Böðvari fyrst var vélvæðing í rækju að byrja og gífurleg bylting framundan í allri tækni. Það var gaman að fylgjast með Böðvari þegar hann var að stíga fyrstu sporin inn í þessa tækniveröld, þar var ekki rasað um ráð fram en hvert skref stigið hægt og öragglega og með dyggri aðstoð verkstjórans Viggós. MikO samkeppni ríkti um hráefni á þessum áram og var oft hasar í hlutunum þegar menn vora að tryggja sér bátana fyrir hverja ver- tíð. Þetta var fyrir tíma verðlags- ráðs, samið við íúlltrúa sjómanna heima í stofu hjá Böðvari og reyndi þá oft á samningalipurð beggja að- Oa en alltaf náðist að semja um rækjuverð á tOtölulega stuttum tíma enda menn töluglöggir og gengið í hlutina af krafti. Djúpið var gjöfult og vora rækju- verksmiðjurnar reknar 6-7 mánuði á ári bara af því sem upp úr því kom. En þar kom sögu að menn fóra að reyna rækjuveiðar á úthaf- inu. Á ýmsu gekk í fyrstu en smám saman fóra úthafsveiðamar að spOa meira inn í rækjuiðnaðinn. Vestfirð- ingar era miklir brautryðjendur og baráttumenn, og í úthafsveiðum sem og á flestum öðram sviðum sjávarútvegs vora þeir í forustu, það hlutverk hefur verið illa launað af stjómvöldum. Rekstur Niður- suðuverksmiðjunnar óx litlu verk- smiðjuhúsunum á Torfnesi yfir höf- uð og var hafist handa við að byggja stórhýsi við Sundahöfn, flutti fyrir- tækið þar inn í stórt og glæsOegt húsnæði, og var það gífurlegt fram- faraspor. Ég hef hér í fáum og fátæklegum orðum rakið atvinnusögu Böðvars, en eins og nærri má geta er sú saga bæði fjölbreyttari og lengri en svo að hægt sé að gera henni skO í fá- einum kveðjuorðum. Böðvar og Iðunn eignuðust fjögur börn, frá unga aldri vora þau tengd atvinnurekstri foreldra sinna. Dauði Iðunnar var mikið áfall fyrir fjöl- skylduna og má segja að Böðvar hafi aldrei fyllOega komist yfir það áfaO. Börn hans og tengdaböm studdu hann með ráðum og dáð alla tíð. En eins og ég gat um áðan var Djúpið gjöfult en það tók líka sinn toO, þar fórast margir bátar. Hauk- ur sonur Böðvars fórst í ísafjarðar- djúpi á bát sínum Eiríki Finnssyni ásamt öðram manni og var það fjöl- skyldunni þungbær reynsla og mik- ið áfall. Eiríkur sonur Böðvars kom ung- ur að stjóm fyrirtækisins og störf- uðu þeir feðgar náið saman uns Böðvar dró sig í hlé. Síðustu árin dvaldi Böðvar á Hrafnistu í Reykjavík, hugur hans var síkvikur eins og hjá ungum manni og naut hann þess að fá heimsóknir og spjaOa. Böðvar var mikOl vinur vina sinna og naut ég vináttu hans til hinstu stundar en aldrei leið langur tími milli þess að við heyrðumst eða sæjumst. Böðvar var sögumaður af guðsnáð, og sögur hans vora bráðfyndnar en mein- lausar, ég var alla tíð ötull hlust- andi. Ég kveð minn gamla góða vin með söknuði en ekki síður með þakklæti fyrir allt sem hann miðlaði mér í gegnum tíðina. Ég og fjöl- skylda mín vottum ættingjum Böðvars okkar dýpstu samúð og biðjum guð að blessa minningu Böðvars Sveinbjarnarsonar. Sæmundur Bjarkar Árelíusson. BÖÐVAR SVEINBJARNARSON BJÖRN ÞORS TEINSSON + Björn Þorsteins- son fæddist að Háafelli í Skorradal 6. júní 1923. Hann lést á heimili sínu, Snartarstöðum í Lundarreykjadal, 1. júlí si'ðastliðinn. Ut- för Björns fór fram lO.júh'. Mig langar að minn- ast Björns Þorsteins- sonar vinar míns með fáeinum kveðjuorðum. Andlát Bjöms kom mér tO að rifja upp margar ljúfar minn- ingar, bæði gamlar og nýjar. Fyrst vissi ég af Bimi þegar frændi minn, sem hafði verið mörg sumur í sveit hjá foreldram minum sem bam, fór í vinnumennsku sum- arlangt að Snartarstöðum í Lundar- reykjadal, tO Bjöms bónda. Frændi minn sagði okkur margar skemmti- legar sögur frá Snart- arstöðum og þótti mér þær margar svo sér- stakar að ég hafði frænda minn stórlega granaðan um skáldskap og ýkjur. Svo liðu árin og ég vann um tíma hjá Vega- gerðinni í Borgamesi. Þá þurfti oft að lagfæra vegi í Lundarreykjadal og þar var aldrei unnið nema komið væri á Snartarstaði og þegið kaffi, svo þá kynntist ég Bimi af eigin raun. Það var og er ennþá einhvem veginn þannig, að hver sá sem á leið og er- indi í dalinn, hvort heldur það er mjólkurbflstjóri, vegagerðarmaður eða póstur, þá koma allir við á „Snarta" og þiggja kaffi, veitingar og hlýtt viðmót. Það var árið 1994 að ég hóf að starfa sem landspóstur og þjónustaði Þegar andlát ber að höndum Utfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuíborgarsvæðinu. Þarstarfa nú 15 manns viS útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSleg þjónusta sem fyggir á langrí reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266 Lundarreykjadal. Enn á ný var áð á „Snarta“ þar sem ég varð fastagest- ur þrisvar í viku næstu tvö árin og þáði þar næringu bæði fyrir sál og líkama, naut frábærrar gestrisni heimilisfólksins og var oft glatt á hjalla í eldhúsinu. Guðrún, kona Bjöms, gekk um beina af sinni al- kunnu gestrisni, en Bjöm bóndi sat alltaf á sama stað, í hominu á móti mér og spurði frétta kankvís á svip. Hann iðaði í skinninu og hafði alltaf skondnar sögur og fréttir á taktein- um, geislaði af kátínu og laumaði út úr sér stríðnislegum spumingum sem hann svaraði oft sjálfur jafn- harðan. Björn hafði einstaklega góða frásagnargáfu og kunni margar sög- ur og vísur sem hann fór með þegar við átti. Á meðan ég gegndi póst- þjónustu, þurfti ég stundum að sinna heyskap og fleiru og fékk þá tengda- fóður minn til þess að leysa mig af í póstinum. Mér er það minnisstætt þegar hann fór í sína fyrstu ferð; sagðist hann ekki mundu fara í kaffi á „Snarta" því honum þótti ekki við- eigandi að „ryðjast" þar inn, því hann væri fólkinu lítt kunnugur. En viti menn: Björn bóndi stóð þá á hlaðinu og tilkynnti að hér væri skylda að stoppa og fá kaffisopa, svo tengdafaðir minn sá að ekki dugði annað en að njóta þessarar gestrisni. í öll þau skipti sem hann leysti mig af, áði hann á Snartarstöðum og naut samvista við heimilisfólkið ekki síður en ég. Það era einhverjir leyndir þræðir sem toga okkur að Snartar- staðafjölskyldunni. Stundimar með Bimi á „Snarta“ og fjölskyldu hans vora mér afar rnikils virði þessi tvö ár sem ég sinnti póstþjónustu og ekki síður eftir að ég hætti. Ég og fjölskylda mín höfum notið indælla stunda á „Snarta“ undanfarin ár og alltaf mætt sama hlýja, glettnislega viðmótinu. Við hjónin höfum farið á þorrablót unanfarin ár í Lundar- reykjadalnum, en blótið hefst á Snartarstöðum með kaffibolla og spjalli og því lýkur helst einnig þar á hlaðinu. Annars væram við að „svíkja lit“. Bjöm var notalegur og fróður um margt sem tilheyrði gamla tímanum og ég mun ætíð minnast hans þar sem hann sat og sagði sögur iðandi af kímni og glettni. Ég og fjölskylda mín sendum eft- irlifandi konu Bjöms, Guðrúnu, börnum þeirra, tengdadóttur og barnabömum okkar innilegustu samúðarkveðjur og bestu þakkir fyrir allt. Hálfdán Helgason. LEGSTEINAR t Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágifyti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.