Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 ,æ----------------------—— UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Spegill, spegill ... „ ... eða hvort hluti ástæðunnar sé hreinlega sjáljshjargarviðleitni í heimi þar sem útlit fólks ræður meiru en margur vill viðurkenna. “ kki er öll fegurð í andliti fólgin“. „Feg- urðin kemur að inn- an“. „Oft er flagð undir fögru skinni“. Þessi orðtök og fleiri viðlíka gegna því hlutverki helstu að biýna fyrir fólki að ytra útlit segi ekki allt. Þetta vitum við svosem en það er þó með ólíkindum hve nákvæmlega þetta ytra útlit skiptir miklu máli í mati og dóm- urn um annað fólk. Eg las fyrir skömmu frétt um að á árinu 1996 hefðu tæplega sjö hundruð þúsund Bandaríkjamenn gengist undir fegrunaraðgerðir VIÐHORF taTogeru Eftir Hönnu þá ekki tald- Katrínu Friðríksen lr með þeir sem þurftu á aðstoð lýtalækna að halda vegna slysa, svo sem bruna. A aðeins einu ári höfðu sjö hundruð þús- und Bandaríkjamenn af fúsum og írjálsum vilja látið krukka í lík- ama sinn, látið skera eða brenna húðina, sjúga fítu úr líkamanum eða bæta í hann einhverjum að- skotahlutum. Allt til þess að verða „fallegri“. Tölur um fjölda Islendinga sem á einu ári gengst undir slíkar aðgerðir liggja ekki á lausu en haft er fyrir satt að þeim fjölgi sífellt. Ekki er langt síðan að ég rakst á Netinu á heimasíðu bresks fyr- irtækis sem lifir góðu lífi á því að meta fríðleika fólks. Hugmyndin á bak við starfsemina er sú að fólk eigi erfitt með að fá heiðar- legt svar við spurningunni ;,mikil- vægu“: Hvemig lít ég út? Astæð- an sé sú að menn vilji hvorki særa ófríða vini sína með heiðar- legu svari né ýta undir sjálfs- ánægju þeirra fríðu. Eina ráðið sé því að spyrja ókunnugt fólk. Svar þeirra muni endurspegla sannleikann við spurningunni „mikilvægu". Síðan geti menn gripið til viðeigandi ráðstafana, sé þörf talin á. Fólki er sem sagt boðið að senda inn sjálfsmyndir sem hóp- ur tíu manna dæmir síðan út frá fyrirfram ákveðnum forsendum. Fyrir andlitsdóm skal greitt jafn- virði 600 króna íslenskra, iýrir andlitsdóm og ráðgjöf jafngildi eitt þúsund króna, fyrir andlits- og líkamsdóm 1.200 krónur og 1.600 krónur fyrir ráðgjöf þar að að auki. Áhugasömum skal bent á að slóðin er: http://www.just- how.co.uk. Ef einhver skyldi nú velkjast í vafa um hefðbundna skilgrein- ingu á fegurð, þ.e. þeirri sem í andliti er fólgin, er líka hægt að leita ásjár Netsins. A heimasíðu sálfræðingsins Victors Johnstons er hægt að taka þátt í tilraunum þar sem viðfangsefnið er einmitt að rannsaka hugmyndir fólks um líkamlega fegurð. Slóðin er: http://www.psych.nmsu.edu/~vic/ faceprints. Áhugi fólks á líkamlegri fegurð og tröllatrú á þeim sem hafa hana til að bera einskorðast ekki við okkar tíma. Saffó hin gríska sagði meðal annars: „Það sem er fallegt er gott“, og Aristóteles svaraði þeim sem spurði hvers vegna menn sæktust eftir fegurð- inni: „Aðeins blind manneskja spyr svona.“ Nýjungin er hins vegar tæknileg geta mannanna til þess að öðlast líkamlega fegurð (samkvæmt viðurkenndum stöðl- um) hafi þeir ekki hlotið hana af náttúrunnar hendi. Spurningin er síðan sú hvort um eintóman hégóma sé að ræða, eða hvort hluti skýringarinnar sé hreinlega sjálfsbjargarviðleitni í heimi þar sem útlit fólks ræður meiru en margur vill viðurkenna. I Bretlandi er rétt nýútkomin bókin Survival of the Prettiest eftir sálfræðinginn Nancy Etcoff. Sunday Times birti úrdrátt úr bókinni þar sem meðal annars var drepið á nokkrar kannanir sem sýna svo ekki verður um villst að fegurð er eftirsóknar- verður eiginleiki. Sálfræðingar hafa oft kannað hvort heiðarleika fólks og um- hyggju fyrir öðrum sé deilt jafnt á milli „fallega“ fólksins og ann- arra. Ein könnunin sem drepið er á í nefndri grein fór þannig fram að skildar voru eftir í brottfarar- sal flugvallar skólaumsóknir sem allar höfðu verið fylltar út á sama hátt. Á sumum voru hins vegar myndir af „fallegu“ fólki, á öðrum myndir af „venjulega útlítandi" fólki, jafnvel „ljótu“. Niðurstaðan var sú að þeir sem fundu um- sóknirnar settu þær frekar í póst til viðkomandi skóla ef á þeim voru myndir af „fallegum" ein- staklingi. Kannanir sýna líka svo ekki verður um villst að fólk sem þyk- ir fallegt er líklegra til þess að hafa betur í rökræðum og sann- færa aðra um réttmæti eigin skoðana. Þá er fólk sem þykir lík- amlega aðlaðandi almennt félags- lyndara og sjálfsöruggara og hef- ur minni áhyggjur af áliti ann- arra. Það er síður forlagatrúar, en treystir þess í stað eigin getu til að stjóma lífi sínu. I einni sér- lega áhugaverðri könnun var fólk beðið um að koma í einkaviðtal hjá sálfræðingi. Eftir örstutta stund var sálfræðingurinn kallað- ur frajn og þátttakandinn látinn bíða. í ljós kom að „fallega" fólk- ið beið að meðaltali í þrjár mínút- ur og tuttugu sekúndur áður en það gerði athugasemd meðan hinir biðu að meðaltali í níu mín- útur. Enn aðrar kannanir sýna að fólk sem þykir líkamlega aðlað- andi kemst frekar upp með að stela úr búðum, svindla á prófum og fremja jafnvel alvarlega glæpi án þess að sæta refsingu. Áður en ég læt staðar numið er rétt að taka fram að enn er ónefndur fjöldi kannana sem sýnir mis- munandi viðhorf fullorðinna til barna, allt eftir útliti. Til dæmis þykir sýnt að kennarar eru lík- legri til að trúa ýmsum óknyttum upp á börn sem ekki þykja líkam- lega aðlaðandi og að sama skapi líklegri til að afsaka „falleg“ börn sem uppvís verða að óknyttum. Fólk vill gjarnan trúa því að útlitið skipti ekki máli. Við vitum reyndar að ekki er hægt að ráða siðferðiskennd, gáfur eða góð- mennsku af útliti. En staðreyndin virðist samt sem áður sú að við látum sem yfirbragð fólks gefi innræti þess til kynna og fleira til. Á meðan útlit fólks hefur áhrif á viðhorf annarra og framkomu er því hæpið að skella skuldinni eingöngu á hlægilega hégóma- girnd þegar fólk leitast við að bæta útlit sitt til þess að falla betur að hefðbundinni fegurðar- ímynd. Eða hvað? Er Grjótaþorpið í Hamborg en ekki í Reykjavík? ALDEILIS var það stórmerkilegt að sjá vin minn og nágranna úr Grjótaþorpinu í sjónvarpinu á mánu- dagskvöldið reyna að fá tækifæri til að leggja þá einföldu spurningu fyrir Helga Hjörvar, forseta borg- arstjómar, hvort íbúar í Grjótaþorpi megi í framtíðinni vænta þess að borgaryfirvöld reyni að tryggja þeim svefnfrið í samræmi við ákvæði Lögreglu- samþykktar Reykja- víkur. Þetta var í frétt- um Ríkissjónvarpsins; bein útsend- ing og tveir málsaðilar mættir til að ræða athyglisvert mál undir handleiðslu fréttamanns. Upptak- an fór fram á snotmm bletti í hverfinu þaðan sem því miður hvorki sást í kvennamenningar- skemmtistaðinn Hlaðvarpann né heldur listdansstaðinn „Club Clint- on - Erotic Club“ í Aðalstræti 4b (gengið inn frá Fischerssundi við hliðina á útfararstofunni og grafar- anum). Þótt borgarstjómarforsetinn eigi sér ekki langan feril að baki í pólitíkinni rauk lipur talandinn í gang við fýrstu spurningu frétta- mannsins og tók kúrsinn rakleitt burt frá umræðuefninu sem átti að vera réttur Reykvíkinga til að sofa íýrir gauragangi frá skemmtistöð- um sem borgaryfirvöldum þóknast að setja niður í hverfum þeirra þegar þau gefa sér tíma til að sinna slíkum málum vegna anna við að finna upp kvótareglur um katta- hald og önnur forgangsmál þar sem mikilhæfir leiðtogar þurfa að skammta almenningi réttindi. Til að lenda ekki í óþægilegri nánd við kjarna málsins tók hinn ungi forseti eins og gáfaður páfa- gaukur að þylja upp nýjustu kenn- ingu Ingibjargar Sólrúnar, hins mikla leiðtoga, sem fjallar um að skemmtistaðir í Grjótaþorpinu séu í raun og veru alls ekki í Grjóta- þorpinu heldur í miðbænum og ef Helgi hefði fengið að halda áfram ótruflaður væri hann sennilega enn að tala í sjónvarpið og búinn að sannfæra að minnsta kosti sjálf- an sig um að Grjótaþorpið sé í rauninni alls ekki í Reykjavík heldur við Reeperbahn í Hamborg og Hlaðvarpinn sé menningarmið- stöð og Club Clinton sunnudaga- skóli. Nágranni minn hlustaði með kurt- eislegri þolinmæði á þessa undarlegu ræðu forsetans og það gerði líka sjónvarpsafleys- ingamaðurinn sem stjórnaði spjallinu og Helgi fékk að halda áfram að vaða elginn og var nú skyndilega orðinn ákaflega þakk- látur Grjótaþorpsbú- um fyrir að vekja at- hygli yfirvalda á að klámbúllur séu klám- Þráinn búllur og vændi sé Bertelsson annað en listdans en þessi einfalda stað- reynd virðist hafa farið fram hjá sakleysingjum þeim sem úthluta ÞAK-0G VEGGKLÆÐMINGAR Svefnfriður Mega íbúar í Grjóta- þorpi búast við því, spyr Þráinn Bertels- son, að borgaryfirvöld reyni að tryggja þeim svefnfrið í samræmi við ákvæði Lögreglusam- þykktar Reykjavíkur? atvinnuleyfum handa stúlkum sem koma hingað til að stunda listdans við álsúlu í 28 daga og fá fyrir þessa list hærra kaup en allur Is- lenski dansflokkurinn vinnur sér inn samanlagt. Meðan forseti borgarstjórnar tók sér málhvfld til að draga and- ann var nágranni minn spurður að því með nokkurri tortryggni hvers vegna íbúar Grjótaþorps hefðu ekki kært þessa voðaíegu staði til lögreglu nema örsjaldan á undan- förnum mánuðum og kunni ekkert betra svar við því heldur þann sannleika að íbúarnir í Grjótaþorpi höfðu ekki yfir neinu að kvarta þann tíma sem rekstur þessara staða lá niðri. Fleira merkilegt kom ekki út úr þessu spjalli og nágranni minn mátti halda heim til sín án þess að fá svar við þeirri spurningu sem hann var kominn til að spyrja: Mega íbúar í Grjótaþorpi búast við að borgaryfirvöld reyni að tryggja þeim svefnfrið í samræmi við ákvæði Lögreglusamþykktar Reykjavíkur? En nágranni minn stóð sig vel og var okkur hérna í Grjótaþorpinu til sóma og nú er hann reynslunni ríkari hafandi í beinni útsendingu í sjónvarpi lent í þrætubók sem virðist vera stillt inn á að sigra andstæðinga í kappræð- um en eklri að reyna að nálgast sannleikann. Mínar áhyggjur varðandi höfuð- ISVA\L-ÖOr<GA\ 5fl r. HOHÐARAKKA 9 1 12 HTYKJAVIK SIMI 9<37 81 90 FAX 98 7 8/51 AlLSðUIEBALEICÚV öðruvísi brúðarkjólar. Fallcgar mömmudragtir, hattar og kjólar. AUt fyrir hcrra. Fataleíga Garðabæjar, sími 565 6680. 0pi& virka daga kl. 9.00-18.00, . kl. 10.00-14.00. borgina snúast ekki um Grjóta- þorpið né hvaða íbúðarhverfi í Reykjavík verður næst fyrir valinu sem vettvangur fyrir skemmtana- hald um nætur heldur íýrst og fremst um hið fuflkomna getuleysi borgaryfirvalda og lögreglu til að takast á við það grundvallarverk- efni sem er vímuefnavandi unga fólksins, gegndarlaust fyllirí í mið- bænum, vaxandi ofbeldi, eiturlyfja- sala og vændi í höfuðborginni. En það mál krefst víðtækari um- fjöllunar en rúm er íýrir í þessari grein enda á ég von á því að Ingi- björg Sólrún, sem er stjórnmála- maður hinna einföldu lausna, finni nýja einfalda lausn á því vandamáli þegar það rennur upp fyrir henni að sú einfalda lausn að segja að eit- urlyfjavandinn eigi að hætta að vera til árið 2000 virðist ekki ætla að duga til að leysa vandann. Hinar einföldu lausnir borgarstjórans eiga eftir að verða merkilegur kafli - en þó vonandi stuttur - í stjórn- málasögu landsins. Það tekur varla að minnast á þá einföldu lausn á skemmtanahaldi í Grjótaþorpi sem íýrr var vikið að; sem sé þá að skemmtistaðir í Grjótaþorpinu séu einfaldlega ekki í Grjótaþorpinu heldur miðbænum og því ekki vandamál lengur. Dæmi um ennþá djúphugsaðri lausn Ingibjargar Sólrúnar á vandamáli sem hún hefur gefist upp á að leysa með venjulegum hætti er fyrirsjáanlegur kennara- skortur í Reykjavík en þann vanda telur hún að verði hugsanlega að leysa með þeim einfalda hætti að fjölga í bekkjardeildum. Þarna er ég sammála hinum ráðagóða borg- arstjóra okkar. Stærri bekkjar- deildir gætu sparað mikla peninga. Og því stærri sem bekkjardeildirn- ar væru því meiri peningar mundu sparast. Einn duglegur og radd- mikifl kennari gæti hæglega kennt 5000 börnum í Laugardalshöflinni og jafnvel væri hægt að ráða að- stoðarmenn á línuskautum til að fara á mflli nemenda og útbýta skærum, lími og litum svo að allir gætu föndrað að vild. Einföld lausn á hávaðamenguninni í Grjótaþorpi gæti líka verið að færa hávaða- og klámbúllurnar upp í Árbæjarsafn sem er hvort sem er lokað á kvöldin og gefur ekkert af sér hálfan sólarhringinn. Þar gætu kvennamenningarvitarnir úr Hlað- varpanum svifið um á skautbún- ingum en nektardansmeyjarnar erlendu úr Club Clinton gætu ver- ið með beruglettur við gesti í göngum og baðstofum hinna fomu húsa. Og síðan gætu Helgi Hjörvar og Ingibjörg Sólrún gefið út tilskipun um að Árbæjarsafnið sé í rauninni í Grjótaþorpinu en ekki í Árbænum. Eða öfugt. Höfundur er kvikmyndagerðarmað- ur og ríthöfundur og Reykvíkingur. "slim-line" dömubuxur frá gardeur Udumu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.