Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 33 JJtorflnnMatitÍJ AUGLÝSINGADEILD KRINGLUNNI 1 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Eflum starf íþróttafélaganna í Reykjavík UMMÆLI Ingi- bjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, hér í Mbl. 2. júM sl. um þörf á sam- starfi á stefnumótun milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur og borgar- yfirvalda hafa vakið hjá mér von um að borgar- stjórinn sé loks að gera sér grein fyrir þeim krafti sem hægt er að leysa úr læðingi innan íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík. Þó að um- mæli sem höfð eru eftir henni bendi til að hún sé enn nokkuð þröng- sýn og heittrúaður KR-ingur vona ég að hún geri alvöru úr því að efna til ráðstefnu sem geti orðið til að efla íþrótta- og tómstundalíf í borg- inni, ekki bara með hennar eigin sértrúarhópi, heldur hjá öllum íþróttafélögum borgarinnar. Þó að Ingibjörg Sóh'ún verði kanski mest vör við aðstöðuleysi Iþróttir Ekki er vanþörf á að borgaryfírvöld efni til vinnuráðstefnu, segir Sigurður Haraldsson, til að marka stefnu um uppbyggingu íþróttafé- laga borgarinnar. KR-inga vegna nábýlis og sérstaks dálætis á því félagi, og hafi verið öll af vilja gerð í borgarstjóratíð sinni samkvæmt áður ívitnuðu viðtali að rétta þeim hjálparhönd, þá vU ég bormi á arí nnnur fálAn- f bnr/r. wviiviíi liviuii u úu vmiúi ivivg i vvig inni eru líka til og búa við sama að- stöðuleysi og Vesturbæjarliðið, eins og skort á grasi tU æfinga fyrir yngri flokka félaganna og betri að- stöðu tU keppni. Á sama tíma og borgaryfirvöld hafa útbúið þrjú sparksvæði í vest- urbænum og eru að huga að öðrum möguleikum tU að auka aðstöðu KR-inga hefur borgarapparatið ekki haft peninga til að útbúa sparksvæði á öðrum svæðum borg- arinnar þótt samþykktir þar að lút- andi hafi verið gerðar fyrir sex ár- um. Ég vil ekki gera lítið úr tUraun- um tU að koma KR-ingum tU hjálp- ar og veita fé í gerð sparkválla í vesturbænum en ef það kostar alla peninga sem borgin á í þessar fram- kvæmdir verður hreinlega að auka fé tU þessara verka þannig að hægt sé að sinna þörf annarra félaga í borginni líka. Sigurður Haraldsson í hveiju á stefnan að felast? Innan vébanda íþróttafélaga borgarinnar býr mikill kraftur sem er því miður ekki nýttur vegna langvarandi fjárskorts félaganna og sinnuleysis borgaryfirvalda. Með stefnumótun þarf að leysa þessa krafta úr læðingi þannig að ungir og aldnir sjái sér fært að sinna félags- málum innan íþróttahreyfingarinn- ar í borginni án þess að allur tíminn fari í peningabetl og að horfa upp á að ekki sé hægt að starfa vegna að- stöðuleysis og handahófskenndra vinnubragða borgaryfirvalda. Ef borgaryfirvöld standa sig jafn vel í því að veita íþróttafélögunum viðunandi starfsaðstöðu og fjár- hagslegt öryggi og þau eru í því að koma upp alls kyns félagsmiðstöðv- um, sem að mínu mati stuðla frekar að kynslóðaskiptingu og miður æskilegum félagslegum áhrifum á upprennandi kynslóðir, væru vandamál tengd fíkni- efnum auðveldari við- fangs en nú er. Með fjárhagslegu öryggi væru íþróttafé- lögin í stakk búin til að veita miklu stærri hópi ungmenna en þeim sem eingöngu stunda keppni fullnægju í tómstundastarfi á sama vettvangi og eldri og reyndari aðil- ar starfa á. Borgaryfirvöld gera íþróttafélögunum fært með greiðslu á leigu fyrir íþróttatíma í íþóttahúsum að reka íþróttahús félaganna, en ég mundi vilja sjá að borgaryfirvöld mörkuðu þá stefnu að styðja við bakið á íþróttafélögunum á sama hátt varð- andi alla tíma sem fara til þjálfunar. I stað þess að sjá borgaryfirvöld reyna að finna úrræði fyrir eldri borgara, á sama tíma og íþróttahús og sum aðstaða íþróttafélaganna er vannýtt, vil ég sjá að borgaryfirvöld komi á samstarfi félaga eldriborg- ara og íþróttafélaganna og beini íþrótta- og tómstundastarfi eldri borgara til íþróttafélaganna. I stað þess að borgaryfirvöld veiti handahófskennd vínveitingaleyfi á íþróttaviðburðum í borginni vil ég sjá að þessi sömu borgaryfirvöld krefjist þess af íþróttafélögunum að þau sinni öflugu og árangursríku foiyarnai-starfi í vímuefnamálum. I staðinn fyrir að fara inn á braut margra stórfyrirtækja á íslenskan mælikvarða sem hafa dregið úr stuðningi til reykvískra íþróttafé- laga með þeim rökum að þau styrki heildarsamtök íþróttahreyfingar- innar vii ég sjá Reykjavíkurborg semja um lægri þátttökugjöld reyk- vískra íþróttafélaga til þessara sömu samtaka þar sem það eru Reykvíkingar sem oftast sjá þess- um sömu samtökum fyrir þjóðar- leikvöngum og þeirri aðstöðu sem þarf til að standa að alþjóðakeppni á sómasamlegan hátt. Ég vil sjá Reykjavíkurborg gera samninga við íþróttafélögin um að þau sinni gegn greiðslu margskonar þjónustu í sínu hverfi. T.d. hefur vak- ið athygli mína að mörg grassvæði hefa verið sérstaklega illa hirt und- anfarin ár. Ef Reykjavíkurborg gerði þjónustusamninga við íþróttafélögin um umhirðu þessara svæða gætu þau með auknum krafti séð um umhirðu eigin starfssvæða og yrðu auk þess sjáanlegri í hverfinu sínu og í meiri tengslum við alla íbúa þess. Af þessari upptalningu, sem er að- eins brot af þeim hugmyndum og þeirri framtíðarsýn sem ég vildi sjá í samstarfi Reykjavíkurborgar og íþróttafélaganna í borginni, sést að það er ekki vanþörf á að borgaryfir- völd efni til vinnuráðstefnu til að marka stefnu um uppbyggingu íþróttafélaga borgarinnar þannig að þau fari að skara fram úr bæði á fé- lagslegum og keppnislegum grunni, öllum íbúum borgarinnar tiJ hags- bóta. Hufundur er stjórnurformuður Há- skólafjölrítunur ehf. Randalín ehf. v/ Kaupvang 700 Egihstöðum s1mi4.pl 2433 Handunnar gesta- og minningabækur fyrir: ✓ Ferminguna ✓ Brúðkaupið ✓ Merka ófanga ✓ Erfidrykkjuna Leitið upplýsinga um sölustaði Svipmyndir vikunnar 1 Bi Fáðu nýjar og ferskar svipmyndir á mbl.is Fáðu vandaðar Morgunblaðsmyndir sem: hægt er að ná á Netinu nota má sem skjámynd á tölvunni eru endurnýjaðar á tveggja mánaða fresti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.