Morgunblaðið - 12.08.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.08.1999, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hugmynd Kristleifs að nýjum fjallvegi %j^\ Skjald- í \ breiður Kristleifur í Húsafelli kynnir hugmyndir um nýjan veg Leggur til nýja leið norð- ur í land KRISTLEIFUR Þorsteinsson í Húsafelli hefur kynnt hugmyndir um nýjan veg frá Selfossi norður í land, sem hann segir að geti stytt leiðina og létt álagi af Vesturlandsvegi og verið til vara fyrir hann. Kristleifur hugsar sér að vegurinn verði lagður frá Þingvöllum austur fyrir Tröllháls og vestur fyrir Ok, eftir gömlum fjölförnum fjallvegi, eins og aðrir hafa einnig lagt til. „Svo er tekin bein lína á svokallaða Biskupsbeygju á Holtavörðuheiði og yfir á Bjamastaðabrú,“ segir Ki-ist- leifur. „Þessi leið hefur þann kost að hún er mjög auðveguð, það er slétt og hægt að gera vetrarveg með ör- uggu móti. Það eru ekki nema tvær brýr á leiðinni, yfir Þverá og Litlu- Þverá. Hún hefur líka þann kost að tengjast Borgarfjarðardölunum, Flókadal, Lundarreykjardal og Skorradal. Framkvæmdin myndi létta á Vesturlandsvegi, en náttúr- lega spilla fyrir Speli með Hvalfjarð- argöngin." Kristleifur segist hafa flogið yfir svæðið með Sturlu Böðvarssyni sam- gönguráðherra og fulltrúum Vega- gerðarinnar á Vesturlandi. „Þeir gátu ekki borið á móti því að þetta væri fysilegur kostur. Þetta er bara svo nýtt að það þarf að gerjast með þeim.“ Góð hugmynd en ekki tímabær Birgir Guðmundsson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Vestur- landi, segir að hugmynd Kristleifs sé ágæt, en þó enn ekki tímabær. „Það mætti hugsa sér að þetta yrði í fram- tíðinni skemmtileg ferðamannaleið. Þetta yrði þó ekki sérstök sam- göngubót fyrir höfuðborgarbúa á leið norður í land, núverandi leið er álíka löng. Að vísu yrði leiðin styttri fyrir þá sem eru að koma af Suðurlandi.“ Varðandi það að færa veginn vest- ur fyrir Ok, segir Birgir að vegar- stæðið sem Kristleifur mæli með virðist vera gott. „Það er hins vegar spurning hvað á að bæta þessa fjall- vegi mikið. Eru þetta ferðamanna- leiðir sem menn vilja hafa nokkuð óspilltar, eða eiga þetta að vera hraðbrautir? Flestir telja, held ég líka, að bæta þurfi vegi í byggð áður en við förum að byggja mikið uppi á öræfunum." Birgir segir að mörg önnur verk- efni séu framar í forgangsröðinni en þau sem Kristleifur stingur upp á, en gott sé að huga að framtíðarverkefn- um tímanlega, svo hægt sé að hafa þau með í svæðisskipulagi. Holtavörðu- ^ heiði Akranes#v—% Höfuðborgarsvæðið Borgarfjarðarvegur um Vatnsskarð eystra Kringum 240% mun- ur á sjö HJARÐARNESBRÆÐUR ehf., Höfn í Homafirði, áttu lægsta til- boð í Borgarfjarðarveg um Vatns- skarð eystra er Vegagerðin opnaði tilboð í verkið í síðustu viku. Aætl- aður kostnaður framkvæmdanna er 91.288.000 kr. Tilboð Hjarðarnesbræðra hljóðaði upp á 54.896.520 kr. sem er rúmlega 60% af áætluðum kostnaði. Hæsta tilboð átti Ingi- leifur Jónsson ehf., Svínavatni, 131.887.500 kr. sem er 44% yfir áætluðum kostnaði og munar um tilboðum 240% á hæsta og lægsta tilboði. Alls bárust sjö tilboð og voru fímm þeirra undir kostnaðaráætl- un. Tilboð Héraðsverks ehf., Egils- stöðum, hljóðaði upp á 71.841.500 kr., 79% af áætluðum kostnaði. Til- boð Suðurverks hf., Hvolsvelli, var 74.974.000 kr., 82% af áætluðum kostnaði. Dalbjörg ehf., Breiðdals- vík, bauð 84.438.300 kr. í verkið, 92% af áætluðum kostnaði. Jakob Sigurðsson ofl., Njarðvík, buðu 89.942.088 kr. sem er tæplega 99% af áætluðum kostnaði. Loks bauð Norðurtak ehf., Sauðárkróki, 107.000.000 kr., sem er 17% yfír áætluðum kostnaði. DAGAR 15% afsláttur af öllum AEG, Indesit, TEFAL og Husqvarna heimilistækjum LEIRVÖRUR OG ELDFÖST MÓT: AEG ÞVOTTAyÉL i-AVAMAT 6231Ö BRÆOURNIR ÞVOTTAVÉLAR, ÞURRKARAR, ELDAVÉLAR, OFNAR, KÆLISKÁPAR, FRYSTIKJSTUR, KAFFIVÉLAR, BRAUÐRISTAR, STRAUJÁRN, HRADSUÐUKÖNNUR, HLJÓMTÆKI, MYNDBANOSTÆKI, SJÓNVÖRP, LEIKJATÖLVUR, LEIKIR, RAFMAGNSVERKFÆRI OG MARGT FLEIRA GAMEBOY ÖYAMAHA (i)inDesii FINUUX © Husqvarna ONKYO IðgmöTa S • Sími 530 2B00 OLYMPUS Nikon NOKIA LOEWE. BEKO tik NINTENDO Jama Um efnasamsetningu yfirborðs jarðar Alþjóðleg ráðstefna Sigurður Reynir Gíslason Mánudagsmorgun- inn 16. ágúst hefst í Háskóla- bíói ráðstefna um efna- samsetningu yfirborðs jarðar. Þátttakendur eru um 160 og koma frá 24 löndum. Boðsfyrirlesarar eru 24 og flytja inngangs- erindi á morgnana fyrir veggspjaldasýningu sem verður í eftirmiðdaginn í Hátíðasal háskólans. Sig- urður Reynir Gíslason er forseti ráðstefnunnar. Hann var spurður hvort hér væri um árlega ráð- stefnu að ræða? „Þetta er alþjóðleg ráðstefna sem haldin er þriðja hvert ár og er þetta sú fimmta í röðinni og sú fyrsta sem haldin er á íslandi. Það er mikil vinna að halda svona ráðstefnu og þarf að mörgu að huga - allt frá fjár- mögnun til þess að útvega þarnapössun fyrir börn fyrirles- ara.“ - Um hvað nákvæmlega fjall- ar þessi ráðstefna? „Þarna verður fjallað um það ferli sem stjórnar efnasamsetn- inu andrúmslofts, bergs, vatns, jarðvegs og lífvera. Einnig um umhverfismál almennt. Til dæmis má nefna þau ferli sem stjóma styrk koltvíoxíðs í and- rúmslofti og þar af leiðandi loftslags. Með öðrum orðum er þarna verið að fjalla um gróður- húsaáhrifin svokölluðu. Þarna verður fjallað um hvernig jarð- vegur rofnar af landi og hvernig hann binst á sjávarbotni. Það verður spurt hvernig berst mengun með vatni í jarðveg og í lífverur og hvaða áhrif megnun hefur á lífverur. Þá verður fjall- að um hvernig og hversu hratt efni losna úr bergi við veðrun og hversu hratt meginlöndin veðr- ast. Þá verða erindi um orkubú- skap lífvera í jarðhitavatni og áhrif lífvera á efniveðmn og út- fellingar í jarðhitavatni. Loks verða kynntar rannsóknir á efnasamsetningu jarðhitavatns og mengunar frá eldgosum. Þess má geta að efni erinda og veggspjalda er gefið út í tæp- lega sex hundmð blaðsíðna bók sem gefin er út af bókaforlaginu Balkema í Hollandi. Ritstjóri bókarinnar er doktor Halldór Ármannsson vísindamaður á Orkustofnun og kem- ur bókin út fyrsta dag ráðstefnunnar. Und- anfarin ár hefur fjöldi innlendra og erlendra vísindamanna unnið að jarðefnalegum rannsóknum á íslandi. Niðurstöður margra þessara rannsókna em gefnar út í þessari bók og er því tölu- verður fengur að henni fyrir ís- lendinga." - Hvaðan koma flestir full- trúanna sem sitja þessa ráð- stefnu? „Þeir koma flestir frá Banda- ríkjunum og Frakklandi, enn- fremur frá Bretlandi og Þýska- landi, en það má nefna að það koma fulltrúar frá Ástralíu, Brasilíu og Kína og raunar hvaðanæva úr öllum heimsálfum og er það við hæfi þar sem verið er að fjalla um yfirborð jarðar- innar allrar. Þess má geta að ráðstefnugestir fara í fjögurra daga ferðalag þar sem við kynn- um land og þjóð.“ - Verða kynntar þarna nýjar ►Sigurður Reynir Gíslason er fæddur 9. október 1957 í Reykjavík. Hann tók stúdents- próf frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977, BS-próf í jarð- fræði frá Háskóla Islands 1980 og doktorspróf í jarðefnafærði frá Johns Hopkins-háskólanum í Bandarflijumnn 1986. Hann hefur starfað frá 1985 sem sér- fræðingur, fræðimaður og vís- indamaður á Raunvísindastofn- un Háskólans, jafnframt því að stunda rannsóknir í Bandaríkj- unum, Frakklandi og Portúgal. Hann er kvæntur Málfríði Klöru Kristiansen arkitekt og eiga þau tvö börn. niðurstöður í sambandi við gróð- urhúsaáhrif? „Já, þaraa verða kynntar nið- urstöður þar sem menn hafa verið að leggja mat á þau ferli sem stjórna styrk koldíoxíðs í andrúmslofti sl. hundrað ár og jafnvel nokkur hundruð milljón- ir ára í jarðsögunni. Ennfremur nota menn þessar niðurstöður til þess að spá fyrir um styrk koldí- oxíðs næstu áratugina fram í tímann." - Hvað verður fjallað um í sambandi við umhverfísmál? „Það verður fjallað um rof á Is- landi eins og fyrr sagði og eigin- leika íslensks jarðvegs. Það verð- ur fjallað um þungmálma í jarð- vegi í víðum skilningi og reynt að skilgreina hættumörk - þ.e. hvenær styrkur þungmálma verður hættulegur í jarðvegi. Einnig um skordýraeitur og hegðun þess í náttúr- unni. Ennfremur hvernig vísindamenn eigi að koma upplýs- ingum á framfæri um mengun og hvernig við getum lifað í meiri sátt við náttúruna." -Hvert er gildi svona ráð- stefnu? „Fyrir ráðstefnugesti hefur það mjög mikið gildi að fá nýj- ustu upplýsingar og yfirsýn yfir það sem vísindamenn era að vinna að í dag víðs vegar um heiminn. Fyrir íslenska vísinda- menn er mikilvægt að kynnast reynslu annama þjóða og þá vildi ég sérstaklega minnast á þá sem vinna að mengunarmálum á Is- landi - þeir fá þarna tækifæri til þess að kynnast rannsóknum og reynslu erlendra vísindamanna. Ég vil því hyetja íslenska vísinda- menn og embættismenn sem fjalla um þessi mál að koma á ráðstefnuna sem og þá aðra sem mikinn áhuga hafa á umhverfis- málum.“ Miklu gildir að fá nýjustu upplýsingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.