Morgunblaðið - 14.08.1999, Page 69

Morgunblaðið - 14.08.1999, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 6! FÓLK í FRÉTTUM Kynþokkafyllstur karla aldarinnar BRAD Pitt þótti vænlegastur til undaneldis. HUGH Grant ekki ofarlega á vinsældalistanum. LESENDUR New Woman Mag- azine hafa valið kynþokkafyllsta mann aldarinnar. Skoski sjarm- örinn Sean Connery þykir bera af, en könnunin var gerð á Net- inu og verður birt í september- hefti blaðsins. Connery sem nú er 68 ára að aldri er þekktastur fyr- ir hlutverk sitt sem njósnarinn James Bond og skaut hann í könnuninni mönn- um á borð við Harrison Ford, Mel Gibson og Brad Pitt ref fyrir rass. Brad Pitt getur þó huggað sig við úrslitin með því að kon- urnar sögðu að ef marsbúar hefðu hertekið jörðina væri hann sá jarð- arbúi sem þær myndu helst kjósa að eiga börn með. Ef Pitt væri ekki fáanlegur til barn- eigna var Mel Gib- son sá sem konurnar höfðu mestan augastað á. Þrátt fyrir gott gengi Hughs Grant í rómantísku gamanmynd- inni Notting Hill var liann ekki of- arlega á lista kvennanna í könn- uninni og sögðu 64% þeirra að hans tími væri liðinn. Harrison Ford þótti sætastur af körlum á miðjum aidri en í kjölfar hans komu þeir Richard Gere og Kevin Costner. Könnunin tók til meira en 16 þúsund lesenda og var ekki ein- göngu spurt um kynþokkafyllstu mennina, heldur einnig hvaða líf- færi væru mikil- vægust í góðum karli. Kváðu kon- urnar upp þann dóm að hjartað væri mikilvægasta líffærið og var heilabúið í öðru sæti. Þegar spurt var um Iíkamlegt atgervi kom í ljós að reðurstærð þótti skipta litlu máli og var í 20. sæti yfir þá kosti sem mest þóttu prýða karla. Fal- leg augu, bros og snotrar hendur þóttu þar skipta mun meira máli en að karlar væru vel vaxnir niður. I könnuninni kom í ljós að kon- um þykir hroki, sjálfumgleði, eig- ingirni og skortur á tiliitssemi og virðingu verstu þættir í fari karla. Af jákvæðum eðlisþáttum var góð kímnigáfa sett í efsta sætið. Og samkvæmt könnuninni eiga jakkafataklæddir karlmenn erfiðara með að heilla dömurnar því kynþokkafyllsti klæðnaður karlmanna að mati kvennanna voru gallabuxur. SEAN Connery var valinn kynþokkafyllsti maður aldarinnar. er að safna fjórum glösum, Efl£Íflfl aðgangseyrir - bara taumlaus gleði! í tilefni 5 ára afmælis Símans GSM er viðskiptavinum boðið á magnaða tónleika í SkautahöLtinni með Landi & Sonum laugardagskvöldið 14. ágúst. kl. 23.00. Áður en Land & Synir heiga leik mun danssveitin Súrefni hita upp. Komdu og skelltu þér í stemmninguna með Landi & Sonum, Súrefni og Símanum GSM. Miða er hægt að fá í verslunum Símans og í versLunum SkeLjungs og Olís á höfuðborgar- svæðinu. Fyrstir koma, fyrstirfá. Takmarkaður mióafjöLdi. 18 ára aLdurstakmark. Vímulaus skemmtun. SÍMINN-GSM WWW.GSM.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.