Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Gangbrautarvarsla verður við Reykjanesbraut fram í nóvember. Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir eru í fullum gangi við undirgöngin við Reykjanesbraut. Grafar- holts- hverfi Grafarholt Lóðaúthlutanir í Grafar- holtshverfi verða auglýstar á næstu vikum. Götunöfn í hverfínu hafa verið í frétt- um en þar verða göturnar Þúsöld, Vínlandslcið, Grænlandsleið, Ólafsgeisli, Gvendargeisli, Jónsgeisli, Guðríðarstígur, Þjóðhildar- stígur, Kristnibraut, Kirkjustétt og Þórðar- geisli. Fyrstu gatnafram- kvæmdir í hverfinu verða boðnar út í haust. Loft- myndin sýnir hvernig hverfíð er skipulagt í kringum vatnsgeymana efst á holtinu. Undirgöng í nóvember Hafnarfjördur ÁÆTLAÐ er að fram- kvæmdum vegna undirganga undir Reykjanesbraut við mót Öldugötu og Kaldársels- vegar ljúki 15. nóvember næstkomandi. Að sögn Emu Hreinsdóttur, sem hefur um- sjón með umferðarmálum hjá Hafnarfjarðarbæ, stenst upp- hafleg áætlun um verklokin þrátt fyrir að einhverjar tafir verði á gerð sjálfra gang- anna. Framkvæmdunum er ætl- að að bæta öryggi gangandi vegfarenda sem þurfa að fara yfir Reykjanesbrautina. í sumar hefur verið gang- brautarvarsla við gatnamótin frá morgni til kvölds og verð- ur svo áfram, a.m.k. til 1. nóvember. Lögð hefur verið áhersla á öryggisaðgerðir við svæðið meðan á verkinu stendur. Vinnusvæðið hefur verið girt af og gæsla í frímínútum í skólum í grenndinni hefur verið hert til þess að koma í veg fyrir ásókn bama á fram- kvæmdasvæðið. I kjölfar banaslyss sem varð við gatnamótin í vor vom einnig málaðar upp- hækkaðar línur á götuna, þ.e. gerður svokallaður buldur- spölur. Hann verður fjar- lægður á næstunni í kjölfar kvartana frá íbúum í nálæg- um húsum, sem segja hávað- ann frá línunum tmfla svefn- frið. Bæjaryfirvöld ráðgera að setja upp hringtorg við gatnamótin og höfðu óskað eftir því við Vegagerðina að framkvæmdir við hringtorgið færu fram í þessum áfanga. Nú liggur endanlegt svar fyr- ir frá Vegagerðinni og verður hringtorgið ekki gert á þessu ári. Loftmyndir/ísgraf Deiliskipulög til kynningar hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur Laugarnessvæðið breytir um svip ÞRJÚ deiliskipulög era til kynningar hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, um þessar mundir, en um er að ræða svæðið við Laugarnesið. Björn Axelsson, landslags- arkitekt hjá Borgarskipulagi, sagði að á Laugarnestangan- um væri búið að skipuleggja útivistarsvæði. Búið væri að endurskipuleggja nánast allt Klettasvæðið við Sundahöfn, sem og hluta af Kirkjusands- svæðinu. Laugarnesið á sér langa sögu, en þar bjó Hallgerður langbrók um tíma og talið er að hún sé þar grafin, þá hafði biskup aðsetur á nesinu um tíma á síðustu öld. Svæðið er því verndað og ekki leyfilegt að reisa þar fleiri byggingar, en nú þegar em fjögur hús á svæðinu. Göngu- og fræðslustígar um Laugarnesið Verið að lagfæra aðkomu og frágang á öllu svæðinu, en ráðgert er að gera allt svæð- ið mun aðgengilegra en það er nú, t.d. með afmarkaðri bílastæðum, að sögn Björns. Leggja á göngu- og fræðslu- stíga um svæðið, setja upp fræðsluskilti og minnisvarða um Laugarnesspítala, sem brann árið 1943. Göngustíg- arnir tengjast göngustíg sem nýbúið er að leggja inn á nes- ið og er ætlunin að stlgarnir nái allt að Viðeyarferjunni, en samkvæmt skiþuíaginu um Klettasvæðið er ætlunin að færa aðstöðuna seih ferj- an hefur vestar, þannig verð- ur hægt að ganga allt frá miðbæ Reykjavíkur og að Viðeyjarferjunni. Að sögn Björns á að koma upp litlum höggmyndagarði í tengslurn við Listasafn Sig- urjóns Ólafssonar, en þar verða þó ekki endilega verk hans heldur er ætlunin að hafa þar farandssýningar. Hann sagði að friðlýstar minjar á suðausturhorni svæðisins, þ.e. kirkjugarður- inn og Laugarneshóllinn, yrðu gerðar aðgengilegri fyr- ir borgarbúa, sem og hjá- leigurústirnar Norðurkot og Suðurkot. Gerðir verða gönguslóðar, sem tengja munu fornminjarnar saman og komið verður upp borð- um, bekkjum og útsýnis- skífu. Klettasvæðið i mikilli end- urnýjun og uppstokkun Á Laugamestánni er eina óraskaða ströndin á norður- strönd borgarinnar og þar er einnig að finna nokkuð stórt holt í norðurhluta svæðisins, sem er friðland fugla, en þar halda æðafuglar, mávar og endur til. Suður af því er vot- lendissvæði, sem ætlunin er að stækka og móta aðeins betur þannig að votlendis- fuglar eigi þar heimagengt, að sögn Björns. Nýtt deiliskipulag fyrir Klettasvæðið, vestasta hafn- arsvæðið Sundahöfn, gerii’ ráð fyrir breyttu umferðar- kerfi, landfyllingu og upp- byggingu, en svæðið er í mik- illi endumýjun og uppstokk- un. Gamalt atvinnuhúsnæði hefur verið fjarlægt og svæð- ið í heild í endurskipulagn- ingu. Samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir nýrri vegteng- inu við Sæbraut, til móts við Laugarnesveg. Þar verða rif- in hús og bárajárnsveggur, en vegurinn verður niður- grafinn að hluta, þar sem úti- vistarsvæðið á Laugarnesinu er rétt vestan megin vegar- ins. Köllunarklettsvegur hef- ur þegar verið bættur og nær hann nú frá Sundagörð- um að Héðinsgötu. Hannes Valdimarsson hafnarstjóri sagði mikilvægt að umferðartengslin við svæðið yi’ðu bætt því svæðið væri í mikilli endurnýjun og uppstokkun. Framkvæmdir hefjast 3 til 4 mánuðum eftir sam- þykkt „Við höfum verið að endur- nýja við Köllunarklettsveg og á gamla Olís-svæðinu höf- um við verið að endurnýja gamalt athafnasvæði," sagði Hannes. „Þarna voru rifnar margar byggingar. Allir olíu- tankarnir vora fjarlægðir í fyrra og þá vora byggingar sem tilheyrðu lýsisverk- smiðjunni Hydro við Köllun- arklettsveg 2 og síldar- og fiskimjölsvei’ksmiðjan Klett- ur rifin, en hún stóð þar sem nú er Köllunarklettsvegur 6 og 8. Ætlunin er að byggja þetta svæði upp og tengja það nýju svæði á landfyllingu fyrir neðan. Auk þessa þarf að fá sam- þykkta legu hafnarbakkans og skjólgarðsins og skil- greina það landiými sem þarna verður. Þá er mikO áhersla lögð á að vemda Skarfaklett. Ef allt þetta verður sam- þykkt, þá verður gengið frá úthlutunum lóða, en ýmiss fyrirtæki hafa þegar fengið fyrirheit fyrir lóðum á svæð- inu. Gera má ráð fyrh’ að framkvæmdh' við bygginar á lóðunum hefjist um 3 til 4 mánuðum eftir að skipulagið hefur verið samþykkt." Fjölbýlishús á Kirkjusandi Svæðið við Kirkjusand, sem er í kynningu, af- markast af Sæbraut að vest- an og norðan, Laugarnes- vegi að austan og Kirkju- sandi að sunnan. Samkvæmt skipulaginu verður Laugar- nesvegurinn á þeim stað sem hann er en ný gatnamót verða gerð á milli Laugar- nesvegar og Sæbrautar. Við þetta stækkar lóð Listahá- skólans þó er ekki gert ráð fyrir fleiri byggingum á henni. Breytt verður um nýtingu á Laugarnesvegi 89, sem er hornið á Laugarnes- vegi og Kirkjusandi. þar er nú verksmiðja, en lóðinni verður breytt í íbúðabyggð. Gert er ráð fyrir að þar muni rísa þriggja til sex hæða fjölbýlishús. Deiliskipulögin verða til kynningar hjá Borgarskipu- lagi í Borgartúni 6, þar til 22. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.