Morgunblaðið - 15.09.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 15.09.1999, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Gangbrautarvarsla verður við Reykjanesbraut fram í nóvember. Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir eru í fullum gangi við undirgöngin við Reykjanesbraut. Grafar- holts- hverfi Grafarholt Lóðaúthlutanir í Grafar- holtshverfi verða auglýstar á næstu vikum. Götunöfn í hverfínu hafa verið í frétt- um en þar verða göturnar Þúsöld, Vínlandslcið, Grænlandsleið, Ólafsgeisli, Gvendargeisli, Jónsgeisli, Guðríðarstígur, Þjóðhildar- stígur, Kristnibraut, Kirkjustétt og Þórðar- geisli. Fyrstu gatnafram- kvæmdir í hverfinu verða boðnar út í haust. Loft- myndin sýnir hvernig hverfíð er skipulagt í kringum vatnsgeymana efst á holtinu. Undirgöng í nóvember Hafnarfjördur ÁÆTLAÐ er að fram- kvæmdum vegna undirganga undir Reykjanesbraut við mót Öldugötu og Kaldársels- vegar ljúki 15. nóvember næstkomandi. Að sögn Emu Hreinsdóttur, sem hefur um- sjón með umferðarmálum hjá Hafnarfjarðarbæ, stenst upp- hafleg áætlun um verklokin þrátt fyrir að einhverjar tafir verði á gerð sjálfra gang- anna. Framkvæmdunum er ætl- að að bæta öryggi gangandi vegfarenda sem þurfa að fara yfir Reykjanesbrautina. í sumar hefur verið gang- brautarvarsla við gatnamótin frá morgni til kvölds og verð- ur svo áfram, a.m.k. til 1. nóvember. Lögð hefur verið áhersla á öryggisaðgerðir við svæðið meðan á verkinu stendur. Vinnusvæðið hefur verið girt af og gæsla í frímínútum í skólum í grenndinni hefur verið hert til þess að koma í veg fyrir ásókn bama á fram- kvæmdasvæðið. I kjölfar banaslyss sem varð við gatnamótin í vor vom einnig málaðar upp- hækkaðar línur á götuna, þ.e. gerður svokallaður buldur- spölur. Hann verður fjar- lægður á næstunni í kjölfar kvartana frá íbúum í nálæg- um húsum, sem segja hávað- ann frá línunum tmfla svefn- frið. Bæjaryfirvöld ráðgera að setja upp hringtorg við gatnamótin og höfðu óskað eftir því við Vegagerðina að framkvæmdir við hringtorgið færu fram í þessum áfanga. Nú liggur endanlegt svar fyr- ir frá Vegagerðinni og verður hringtorgið ekki gert á þessu ári. Loftmyndir/ísgraf Deiliskipulög til kynningar hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur Laugarnessvæðið breytir um svip ÞRJÚ deiliskipulög era til kynningar hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, um þessar mundir, en um er að ræða svæðið við Laugarnesið. Björn Axelsson, landslags- arkitekt hjá Borgarskipulagi, sagði að á Laugarnestangan- um væri búið að skipuleggja útivistarsvæði. Búið væri að endurskipuleggja nánast allt Klettasvæðið við Sundahöfn, sem og hluta af Kirkjusands- svæðinu. Laugarnesið á sér langa sögu, en þar bjó Hallgerður langbrók um tíma og talið er að hún sé þar grafin, þá hafði biskup aðsetur á nesinu um tíma á síðustu öld. Svæðið er því verndað og ekki leyfilegt að reisa þar fleiri byggingar, en nú þegar em fjögur hús á svæðinu. Göngu- og fræðslustígar um Laugarnesið Verið að lagfæra aðkomu og frágang á öllu svæðinu, en ráðgert er að gera allt svæð- ið mun aðgengilegra en það er nú, t.d. með afmarkaðri bílastæðum, að sögn Björns. Leggja á göngu- og fræðslu- stíga um svæðið, setja upp fræðsluskilti og minnisvarða um Laugarnesspítala, sem brann árið 1943. Göngustíg- arnir tengjast göngustíg sem nýbúið er að leggja inn á nes- ið og er ætlunin að stlgarnir nái allt að Viðeyarferjunni, en samkvæmt skiþuíaginu um Klettasvæðið er ætlunin að færa aðstöðuna seih ferj- an hefur vestar, þannig verð- ur hægt að ganga allt frá miðbæ Reykjavíkur og að Viðeyjarferjunni. Að sögn Björns á að koma upp litlum höggmyndagarði í tengslurn við Listasafn Sig- urjóns Ólafssonar, en þar verða þó ekki endilega verk hans heldur er ætlunin að hafa þar farandssýningar. Hann sagði að friðlýstar minjar á suðausturhorni svæðisins, þ.e. kirkjugarður- inn og Laugarneshóllinn, yrðu gerðar aðgengilegri fyr- ir borgarbúa, sem og hjá- leigurústirnar Norðurkot og Suðurkot. Gerðir verða gönguslóðar, sem tengja munu fornminjarnar saman og komið verður upp borð- um, bekkjum og útsýnis- skífu. Klettasvæðið i mikilli end- urnýjun og uppstokkun Á Laugamestánni er eina óraskaða ströndin á norður- strönd borgarinnar og þar er einnig að finna nokkuð stórt holt í norðurhluta svæðisins, sem er friðland fugla, en þar halda æðafuglar, mávar og endur til. Suður af því er vot- lendissvæði, sem ætlunin er að stækka og móta aðeins betur þannig að votlendis- fuglar eigi þar heimagengt, að sögn Björns. Nýtt deiliskipulag fyrir Klettasvæðið, vestasta hafn- arsvæðið Sundahöfn, gerii’ ráð fyrir breyttu umferðar- kerfi, landfyllingu og upp- byggingu, en svæðið er í mik- illi endumýjun og uppstokk- un. Gamalt atvinnuhúsnæði hefur verið fjarlægt og svæð- ið í heild í endurskipulagn- ingu. Samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir nýrri vegteng- inu við Sæbraut, til móts við Laugarnesveg. Þar verða rif- in hús og bárajárnsveggur, en vegurinn verður niður- grafinn að hluta, þar sem úti- vistarsvæðið á Laugarnesinu er rétt vestan megin vegar- ins. Köllunarklettsvegur hef- ur þegar verið bættur og nær hann nú frá Sundagörð- um að Héðinsgötu. Hannes Valdimarsson hafnarstjóri sagði mikilvægt að umferðartengslin við svæðið yi’ðu bætt því svæðið væri í mikilli endurnýjun og uppstokkun. Framkvæmdir hefjast 3 til 4 mánuðum eftir sam- þykkt „Við höfum verið að endur- nýja við Köllunarklettsveg og á gamla Olís-svæðinu höf- um við verið að endurnýja gamalt athafnasvæði," sagði Hannes. „Þarna voru rifnar margar byggingar. Allir olíu- tankarnir vora fjarlægðir í fyrra og þá vora byggingar sem tilheyrðu lýsisverk- smiðjunni Hydro við Köllun- arklettsveg 2 og síldar- og fiskimjölsvei’ksmiðjan Klett- ur rifin, en hún stóð þar sem nú er Köllunarklettsvegur 6 og 8. Ætlunin er að byggja þetta svæði upp og tengja það nýju svæði á landfyllingu fyrir neðan. Auk þessa þarf að fá sam- þykkta legu hafnarbakkans og skjólgarðsins og skil- greina það landiými sem þarna verður. Þá er mikO áhersla lögð á að vemda Skarfaklett. Ef allt þetta verður sam- þykkt, þá verður gengið frá úthlutunum lóða, en ýmiss fyrirtæki hafa þegar fengið fyrirheit fyrir lóðum á svæð- inu. Gera má ráð fyrh’ að framkvæmdh' við bygginar á lóðunum hefjist um 3 til 4 mánuðum eftir að skipulagið hefur verið samþykkt." Fjölbýlishús á Kirkjusandi Svæðið við Kirkjusand, sem er í kynningu, af- markast af Sæbraut að vest- an og norðan, Laugarnes- vegi að austan og Kirkju- sandi að sunnan. Samkvæmt skipulaginu verður Laugar- nesvegurinn á þeim stað sem hann er en ný gatnamót verða gerð á milli Laugar- nesvegar og Sæbrautar. Við þetta stækkar lóð Listahá- skólans þó er ekki gert ráð fyrir fleiri byggingum á henni. Breytt verður um nýtingu á Laugarnesvegi 89, sem er hornið á Laugarnes- vegi og Kirkjusandi. þar er nú verksmiðja, en lóðinni verður breytt í íbúðabyggð. Gert er ráð fyrir að þar muni rísa þriggja til sex hæða fjölbýlishús. Deiliskipulögin verða til kynningar hjá Borgarskipu- lagi í Borgartúni 6, þar til 22. september.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.