Morgunblaðið - 15.09.1999, Side 33

Morgunblaðið - 15.09.1999, Side 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Mannréttindastarf í 25 ár ÍSLANDSDEILD Amnesty Intemation- al hefur nú starfað í 25 ár. Deildin var form- lega stofnuð í Nor- ræna húsinu 15. sept- ember árið 1974. Frá þeim tíma hefur fólk úr öllum þjóðfélags- hópum tekið þátt í starfinu og unnið að framgangi markmiða Amnesty Internation- al. Starfsemi deildar- innar byggist á frjáls- um framlögum og félagsgjöldum. Til að tryggja sjálfstæði og óhlutdrægni hafnar deildin opinberu fé. Frá stofnun Islandsdeildarinnar hafa grund- vallarmarkmið hennai’ verið óbr- eytt, þ.e. að hvetja fólk til þátttöku í aðgerðum til að ná fram jákvæðum breytingum til handa fórnarlöm- bum mannréttindabrota. Baráttumál og aðgerðir Starfssvið eða umboð samtak- anna hefur tekið nokkrum breyt- ingum þau ár sem íslandsdeildin hefur starfað. I dag sinnir deildin baráttu gegn fleiri brotum en í upp- hafi þegar áherslan var fyrst og fremst á frelsun samviskufanga. Helstu baráttumál Amnesty Int- ernational eru: - samviskufangar verði látnir lausir tafarlaust og án skilyrða - pólitískir fangar fái réttláta dómsmeðferð - dauðarefsingar verði afnumdar -stöðvun pyndinga og ómann- legrar og niðurlægjandi meðferðar á föngum - stöðvun aftaka án dóms og laga - stöðvun „mannshvarfa" og pólitíski-a morða Samtökin mótmæla einnig brot- um sem vopnaðir andspyrnuhópar fremja, þ.á m. gíslatökum, pynd- ingum, drápum á föngum og hand- ahófskenndum drápum á almenn- um borgurum. Aðgerðir samtakanna einskorð- ast ekki við vernd einstaklinga sem brotið er á. Samtökin efna til al- þjóðlegra herferða til að vekja at- hygli á einstökum brotum og leita leiða til að stemma stigu við þeim. Samtökin skipuleggja auk þess al- þjóðlegar herferðir vegna ástands mannréttinda í einstökum löndum. Fyrsta landaherferðin sem íslan- dsdeildin tók þátt í var vegna sam- viskufanga í Tékkóslóvakíu og söfnuðu félagar undirskriftum und- ir náðunarbeiðni þeim til handa. A þeim 25 árum sem deildin hefur starfað hafa félagar tekið þátt í fjölda landaherferða og stuðlað að bættu ástandi í fjölmörgum lönd- um. Stjórnvöld og alþjóðastofnanir Amnesty International hefur ráðgefandi stöðu hjá alþjóðasam- tökum, m.a. Sameinuðu þjóðunum. Störf Amnesty International með alþjóðastofnunum hafa sama markmið og önnur störf samtak- anna, það er stöðvun mannrétt- indabrota. Amnesty International leitast við að tryggja að ríki heims- ins fari að alþjóðasamningum um mannréttindi, auk þess beita sam- tökin sér fyrir þróun alþjóðlegra mannréttindasáttmála. Samtökin vekja athygli á brotum á samning- unum og reyna að stuðla að áhrifar- íku eftirlitskerfi með því að fram- fylgja þeim. Islandsdeild Amnesty Interna- tional hefur á umliðnum árum reynt að hafa áhrif á íslensk yfir- völd og hvatt þau til að beita sér í þágu mannréttinda á alþjóðavett- vangi. Amnesty International hef- www.mbl.is ur barist fyrir stofnun alþjóðlegs sakadóm- stóls í fjöldamörg ár. Fyrh’ rúmu ári var gerður alþjóðlegur samningur um stofnun slíks dómstóls. íslend- ingar hafa skrifað undir stofnsáttmála dómstólsins en ekki staðfest stofnun hans. íslandsdeild Amnesty Intema- tional hefur nú hvatt ríkisstjórn Islands og Alþingi til að staðfesta stofnun sakadómstóls- ins og stuðla þannig að því með virkum hætti að dómstóll- inn geti hafið störf sem fyrst. Ann- að baráttumál samtakanna er að al- þjóðlegu banni á þátttöku barna í hernaði verði komið á, fagnar deild- in því sameiginlegri yfirlýsingu ut- anríkisráðherra Norðurlanda þar sem hvatt er til slíks banns. Amnesty Samtökin skipuleggja alþjóðlegar herferðir, segir Jóhanna K. Eyj- ólfsdóttir, vegna ástands mannréttinda í einstökum löndum. íslandsdeildin hefur samið um- sagnir við mörg lagafrumvörp á umliðnum áram, þar er helst að nefna umsögn deildarinnar við frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýð- veldisins Islands sem lagt var fyrir Alþingi árið 1995. Umsögn deildarinnar vakti al- menna athygli og hratt af stað um- ræðu um stjórnarskrárbreyting- arnar. Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpinu í kjölfar at- hugasemda deildarinnar. Deildin gerði einnig athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum. Ekki var tekið nægjanlegt tiílit til at- hugasemda deildarinnar í meðför- um Alþingis. í nýlegri skýrslu eftir- litsnefndar Sameinuðu þjóðanna um hvernig ísland framfylgdi pynt- ingasamningi Sameinuðu þjóðanna bendir nefndin á sömu vankanta í lögunum og íslandsdeildin hafði bent á í umsögn sinni. A væntan- legu haustþingi verður lagt fyrir framvarp um útlendinga. íslan- dsdeildin hefur samið ítarlega um- sögn við framvarpið þar sem leitast er við að tryggja að lögin verði í fullu samræmi við ákvæði alþjóð- legra mannréttindasáttmála. Um- sögn deildarinnar nær fyrst og fremst til þess hluta framvarpsins sem snýr að réttarstöðu flótta- manna. íslandsdeild Amnesty Int- ernational hvetur Alþingi íslend- inga til að tryggja að fullt tillit verði tekið til athugasemda deildarinnar í meðföram þingsins á framvarp- inu. Verkefni framtíðarinnar íslandsdeild Amnesty Interna- tional hefur á 25 ára starfsferli stuðlað að aukinni þekkingu á mannréttindum hér á landi og haft jákvæð áhrif á líf fjölda fómar- lamba mannréttindabrota. Deildin byggir allt sitt starf á óhlutdrægni, sjálfstæði og alþjóðlegri samstöðu. Islandsdeildin er vettvangur fyrir hinn almenna borgara til að hafa já- kvæð áhrif á mannréttindaástandið í heiminum í dag. Raunveraleiki mannréttindabrota krefst þess að samtökin bregðist við nýjum áskor- unum og stuðli áfram að framgangi mannréttinda um víða veröld. Amnesty International mun á næstu áram beina sjónum æ meir að þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja í mannréttindabrotum, einnig munu samtökin fjalla um flutning á vopn- um milli landa og hlut vopnafram- leiðsluríkja í mannréttindabrotum. Þegar Islandsdeild Amnesty Int- ernational var stofnuð voru skjól- stæðingar deildarinnar fyrst og fremst bak við lás og slá vegna skoðana sinna og hugsana. I dag, 25 áram síðar, eru flestir skjólstæð- ingar deildarinnar ofsóttir vegna þjóðemis, upprana, félagslegrar stöðu, litarháttar eða sjálfsmyndar. Verkefnin eru mörg og þarfnast deildin stuðnings hins almenna borgara til að geta uppfyllt markm- ið sín. Tekið er á móti frjálsum fram- lögum til starfsemi deildarinnar á reikning 96991 í Landsbanka Is- lands. Höfundur er framkvæmdastjdri íslandsdeildar Amnesty Intemational. Kanebo - Ný heiidarlausn fyrír augnsvæðið! KYNNING í Hagkaupi Smáratorg í dag kl. 13-18. I Laugavegs Apóteki fimmtudag og föstudag. KYNNIÐ YKKUR nýju haustlitina og CELLULAR augnkremin. SENSAI CELLULAR PERFORMANCE Jóhanna K. Eyjólfsdóttir MIDVIKUDAGUK 15. SEPTEMBÉR 1999 33. KROMHILLUI enn betra verð jlfegBfnasmlflian Háteigsvegur 7, sfmi 5111100 Háteigsvegur slóð: www.ofn.is — netfang: ofnasmidjan@ofn.is Hentugar fyrlr heim- ili, verslun, lager, eldhús, svefnher- bergi og nánast hvar sem er. H0jrúd fyríuúmogíUrt Áhugasviðskönrtun Strong ínterest inventory i Að miðla í töluðu máli l Oryggi, Irarnkoma og þjAHun t Að miðla i töluðu máli II Ræðuþjálfun i Líðan í starfi Krafa og ábyrgö i starfi i Samskipti Samsiarf, starf'.andi og -hvatning t Áræðni og þor Afram stelpur i Áræðni og þor Áfrom strákar i Lífsstíll - Lífshættir - Streitustjórnun Svefn, mataræði ag hreyfing i Stuðningshópar - Handleiðsla Efnistengd hápráðgjöf i Einstaklingurogatvinna I Undirbúningur atvinnuleitar og viötata i Einstaklingur og atvinna li Gerð atvinnuumsákna i Námstækni Vinnubrágð i námi »Gegn náms- og prófkvíða Verkfag og streitustjárnun i Starfslok - "Ný framtíð" Aðlögun og breyttar aðstæður Einstaklíngsmíðuö kennsla - Fámennir hópar Upplýsingar og skráníng í síma S612428 Hvaða nómskeiðum hefurþú mestan áhuga á?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.